Þjóðviljinn - 17.06.1975, Side 10

Þjóðviljinn - 17.06.1975, Side 10
10 SiDA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 17.jiínf 1975 Frá lýöveldishátiftinni á Þingvöllum 17. júnl 1944. Rifjuö upp ummæli stjórnmála- manna frá árunum 1943-51 Lýöveldistónar og hinn falski tónn hernámsins Þegar líðin eru 31 ár frá stofnun íslenska lýðveldis- ins er ekki úr vegi að rif ja litillega upp ýmis ummæli er þá voru viðhöfð. 17. júní 1944 var dagur mikilla heitstrenginga og ekki vantaði að stór orð væru notuð um ágæti sjálf- stæðisbaráttunnar og ræð- ur haldnar þrungnar þjóð- ernistilfinningu. Um vell- ina á Þingvöllum ómaði lýðveldishátíðarljóð Huldu /,Svo aldrei framar Islands byggð sé öðrum þjóðum háð." En að loknum heit- strengingunum rann upp nýtt timabil í íslandssög- unni ersegir frá samskipt- um lítillar en sjálfstæðrar þjóðar við hinn stóra heim. Tími kalda stríðsins rann upp og þá þótti ýmsum að ekki væri viðeigandi að rifja upp sjálfstæðisbar- áttu kúgaðrar þjóðar og skirskota til þjóðernistil- finninga. Slikt tal var af- greitt sem ungmenna- f élagsrómantík eða þjóðernisofstæki. í dag er ekki úr vegi að bera saman ummæli forystumanna 1944 og eftir það. Á árunum 1941-44 þegar unnið var að undirbúningi lýðveldis- stofnunarinnar urðu nokkrar deilur um það, hvernig standa ætti að framkvæmdinni. Skiptust menn i tvo hópa er nefndir voru hraðskilnaðarmenn og lög- skilnaðarmenn. í fyrrnefnda hópnum voru einkum menn úr röðum Sjálfstæðis- Framsóknar- og Sósialistaflokki, en i hópi lög- skilnaðarmanna voru einkum Al- þýðuflokksmenn og ýmsir menntamenn er stundað höfðu nám i Kaupmannahöfn. Helsti talsmaður siðarnefnda hópsins var Gylfi b. Gislason, þá ungur upprennandi stjórnmálamaður. Lögskilnaðarmenn vildu helst fresta lýðveldisstofnun þar til hægt væri að sem ja við dani á lög- formlegan hátt, þ.e. eftir að her- námi Danmerkur lyki. Hrað- skilnaðarmenn vildu hins vegar ekki biða og 1943 varð samkomu- lag milli fyrrgreindra þriggja flokka að biða ekki lengur en til 17. júni 1944. Formaður Alþýðu- flokksins Stefán Jóhann Stefánsson vildi ekki að dag- setningin færi inn i frumvarpið að stjórnarskrá lýðveldisins og var komið til móts við það formlega en haldið fast við dagsetninguna eftir sem áður. Ari áður en lýðveldisstofnunin fór fram á Þingvöllum var hald- inn fundur þar og hélt Bjarni Benediktsson, einn helsti tals- maður hraðskilnaðarmanna, ræðu þar sem hann brá upp skýrri mynd af eðli sjálfstæðisbarátt- unnar. Hann sagði m.a.: ,,Á síðustu timum eru sumir menn farnir að kalla alla lifsbar- áttu þjóðarinnar sjálfstæðisbar- áttu hennar. Um þetta væri eigi nema allt gott að segja, ef það væri gert til að efla skilning þjóð- arinnar á mikilvægi þessarar baráttu, en i þess stað sýnist það beinlinis gert til að villa þjóðinni sýn. Draga hug hennar frá hinni eiginlegu sjálfstæðisbaráttu, fá hana til að trúa að stjórnskipulegt sjálfstæði sé algert aukaatriði sjálfstæðismálsins, heldur séu það ailt önnur málefni, sem þar hafi mesta þýðingu. En hvert er þá hið rétta eðli sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar? Hún er hliðstæð baráttu ánauöugs manns fyrir að fá fullt frelsi og mannréttindi. Sá, sem i ánauð er, heldur lifi og limum, þrátt fyrir ánauð sina. Hann getur haft nóg að bita og brenna. Og vel má vera, að hcnum liði allt eins vel eða betur en sumum frjálsum mönnum. Þrátt fyrir það unir enginn, sem einhver manndómur er i blóð borinn, þvi að vera i ánauð. Hann finnur og veit, aft ánauftin skerftir mann gildi hans og er ósamboftin hverj um mennskum manni.Honum er og full ljóst, að þótt vel sé séð fyrir öllum efnahagslegum þörf- um hans, þá eru þó allar likur til, að hann beri meira úr býtum, ef hann er sjálfur eigandi starfsorku sinnar, en ef annar ráðstafar henni fyrst.og fremst sjálfum sér til hags.” Veturinn 1943-44 var mikið rætt um sjálfstæðisbaráttuna á alþ. og i fjölmiðlum. Um vorið 1944 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sambandsslit við Danmörk og fullgiidingu stjórnarskrár lýð- veldisins tslands. Kosningaúrsit- in voru mjög eindregin 97-99% greiddu atkvæði með skilnaði og stjórnarskrá lýðveldisins. Mikill þjóðernislegur áróður var hafður i frámmi, rifjuð upp atvik úr sjálfstæðisbaráttunni og kúgun dana lýst. Ekki var laust við að dagskrá útvarpsins væri upp full af mergjum þjóðernislegum áróðri. A fæðingardegi Jóns Sigurðssonar 17. júni hófst siðan lýðveldishátiðin. Við skulum gripa niður i ræðu forseta Sam- einaðs þings, Gisla Sveinssonar, er hann setti þingfund á Þingvöll- um: „Háttvirtu alþingismenn.Herra rikisstjóri. Hæstvirt rikisstjórn. Virðulegu gestir. tslendingar. Hinu langþráða marki i baráttu þessarar þjóðar fyrir stjórnmála- frelsi er náð. Þjóðin er nú loks komin heim með allt sitt, full- valda og óháð. Stjórnmála- viðskilnaður við erlent riki er fullkomnaður. tslenskt lýðveldi er sett á stofn. Endurheimt hið forna frelsi.... ...Hver siðmenntuð þjóð skal sinum stjórnarháttum ráða. Um það ber eigi lengur að efast. Is- lendingar hafa nú að sjálfráðu og trúir frumeðli þjóðar sinnar valið einum rómi það stjórnar- form, er þeir telja best hæfa frjálsri þjóð i frjálsu landi, — lýð- veldið. Nú er að gæta þess vel, sem réttilega er aflað. Abyrgðin er vor, og störfin kalla, störf, sem oss ber að vinna sameinaöir og með það eitt fyrir augum, sem i sannleika veit til vegs og gengis og blessunar landi og lýð. t dag heitstrengir hin islenska þjóð að varðveita frelsi og heiður ætt- jarðarinnar með árvekni og dyggð, og á þessum stað votta fulltrúar hennar hinu unga lýð- veldi fullkomna hollustu. Til þess hjálpi oss Guð Drottinn.” Margar ræður voru fluttar á Þingvöllum þennan merka dag og lýðveldishátiðarkvæðin sungin. En daginn eftir var hátið i Reykjavik þar sem forsetinn Sveinn Björnsson og formenn stjórnmálaflokkanna héldu ræður. Einar Olgeirsson for- maður Sósialistaflokksins sagði m.a.: „Það kann að virðast glæfraspil að skapa litla lýðveldið okkar vopnlaust og varnarlaust i veröld grárri fyrir járnum, — staðráðnir i að tryggja raunhæft þjóðfrelsi vört engu að siður. Við sköpum þetta lýðveldi i trúnni á að sú stund sé ekki fjarri að friðurinn, mannréttindin og þjóðfrelsi sigri i heiminum og tryggi smáþjóð sem vorri réttinn til að lifa og þroskast frjáls og farsæl.” En það átti eftir að sýna sig, að þetta litla lýðveldi átti eftir að þurfa að verjast vaxandi er- lendum ágangi. Réttu ári eftir að lýðveldishátiðin var haldin fóru bandarikjamenn fram á her- stöðvar á tslandi til 99 ára. Kaldastríðsrugl Þegar bandarisk ásælni byrjaði fyrir alvöru á ný, um mitt ár 1945, þá var þjóðernistilfinningin og sú þjóðlega og sjálfstæða reisn enn i islendingum, sem lýðveldis- áriö hafði kynt undir, að ekki var stætt á þvi fyrir stjórnmála- leiðtoga að játast undir beiðni bandarikjmanna. Hjáróma raddir heyrðust þó enn. T.d. skrifaði Visir mikið um að tsland yrði að gera upp á milli austurs og vesturs, þ.e. hvort við stæðum með Norðurlöndum eða Vestur- heimi og komst blaðið að þeirri niðurstöðu að tsland tilheyrði hin- um vesturheimska hluta. En 1. des. voru á vegum stúdenta haldnar skelleggar ræð- ur, þar sem enn eimdi eftir af anda sjálfstæðisbaráttunnar. Gunnar Thoroddsen flutti þá harðorða ræðu þar sem hann sagði m.a. „aft til fulls geti þjóftin ekki ráftift yfir landi sinu, nieðan erlendur her cr I landinu.” Sumari 1946 fóru fram alþingis- kosningar. Ekkert fararsnið var þá enn á bandariska hernum sem komið hafði i strfðinu og vitað að eftir kosningar myndi verða knúið á um að hann fengi að vera á einn eða annan hátt. En fram- bjóðendur sóru að þeir myndu aldrei samþykkja her hér á landi á friðartimum. Alþýðuflokkurinn gekk til kosninga undir kjör- orðinu: „Kjósiö á móti afsali íslenskra landsréttinda". Aðeins Jónas frá Hriflu lýsti þvi yfir fyrir kosningar að hann vildi áframhaldandi hersetu. En eftir kosningar byrjar sá kapituli tslandssögunnar sem Halldór Laxness kallar i Atóm- stöðinni „Að selja landið”, en sögusvið þeirrar bókar er einmitt þessir afdrifariku mánuðir i is- lenskri stjórnmáiasögu, áður og meðan verið er að gera Kefla- vikursamninginn um dulbúð her- nám. Bandarikin koma siðan fram sinu máli i nokkrum áföngum. Fyrst Keflavikursamningurinn / ,..r ■' rs'íu’-r-: ■" ' -< • ■ OLAFUR R. EINARSSON TÓK SAMAN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.