Þjóðviljinn - 17.06.1975, Page 16

Þjóðviljinn - 17.06.1975, Page 16
16 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Þriðjudagur 17.júní 1975 ISLENSK TUNGA í SAMTÍÐINNI Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfundur: Svarað í skyndi Ensk tunga hefur um alllangt skeið notið hér óeðlilegrar gest- risni og smám saman verið að þrengja sér æ boðflennulegar inn i mál okkar talað og ritað. Vitaskuld hefur það ekki hvarfl- að að islendingum að reyna að hrista af sér gamla ósiði um leið og þeir°taka upp nýja: tryggð þeirra við bjagaða dönsku er söm og jöfn. Málspjöll af völd- um enskra eða réttara sagt ameriskra áhrifa eru þegar deginum ljósari, en öngvu að siður minni en efni standa til. Við hverju mátti búast? Eða er það kannski rangminni að jafn öflugir fjölmiðlar eins og hljóð- varp og sjónvarp hafi fengið að leika hér lausum hala áratugum saman á vegum eri. herliðs? Hverja rækt hafa svo islenzkir fjölmiðlar, einkum og sér i lagi dagblöð og sjónvarp, lagt við is- lenzka iungu meðan á þessari innrás hefur staðið? Og hvernig hafa islenzkir foreldrar i öllum stéttum og öllum stjórnmála- flokkum brugðizt við þvi að börn þeirra skuli vera farin að gleypa ■ sig án afláts hrat og froðu þeirrar afþreyingariðju fjar- lægra þjóða sem einvörðungu lýtur lögmálum prangsins? Ég leiði hjá mér i bili að svara þessum spurningum, en hitt held ég að fáum geti dulizt, að áhrif erlendrar lágmenning- ar, sérstaklega bandariskrar, verða hér æ augljósari, þróunin i þeim efnum æ hraðari og i- skyggilegri. Sjónvarpsmyndir og popp svonefntaf lakasta tagi valda þvi öðru fremur að veru- legur hluti islenzkra barna og unglinga er tekinn að mótast af annarlegum heimi glaums og hégóma, glæpa og ofbeldis, eins og hann birtist þeim dag hvern i Tryggvi Framhald af 14. siðu. sinu. Fólk sem er litt skóla- gengið ætlast til þess að það geti tekið mál og stil höfundarins sér til fyrirmyndar, það vill læra af honum og gerir það. En noti höfundurinn aðra stafsetningu en þá löggiltu og aðra greinar- merkjasetningu en þá sem kennd er i skólum, þá ruglast fólk af þessu. Þvi að fólk vill geta beitt málinu i samræmi við almennar reglur og venju en ekki apa eftir sérvisku þessa eða hins höfundarins. Það getur sem sé komið i ljós að afbrigði- leg stafsetning verði galli á góðu ritverki sem á fullt erindi til al- mennings. — En z er ég and- vlgur og fagna afnámi hennar. Ég er ekki hissa á þvi þó að fólki finnist málflutningur stjórnmálamanna keimlikur þótt úr mismunandi flokkum séu, ef þeir eiga það sammerkt að vilja láta þjóðskipulagið bliva. En hins er að vænta að pólitískur málflytjandi sem kennir þau sannindi að núver- andi skipulag sé andstætt hags- munum vinnandi fólks og standi þvi ekki um eilífð — hann geti gætt mál sitt þvi lifi sem frá- brugðið er flatneskjulegri loð- mullu hinna stjórnmálamann- anna, og skilji fólk vissulega þar i milli. hj— myndum, tali og tónum. Gervi- heimur þessi á vissulega litið skylt við islenzkan veruleika og felur i sér þann háska meðal annars að óþroskaðir áhorfend- ur og hlustendur fari að halda, að liann endurspegli hinn eina sanna veruleika, og ánetjist honum svo rækilega, að þeir verði með öllu frábitnir þvi sem fegurst er og hjartnæmast i is- lenzkri menningu. Æsilega til- reiddir glæpir og ofbeldisverk samfara glysi og prjáli, popp- öskri, poppemjan og ærandi hvini rafmagnshljóðfæra hvað getur ljarlægara hinum tæru og hljóðlátu lindum tung- unnar, þaðan sem verk margra beztu skálda okkar lifs og lið- inna eru runnin? Ætli það sé lik- legt að börn og unglingar sem erlendur lágmenningarhroði hefur náð tangarhaldi á, muni uppkomin kappkosta að vernda og styrkja þau vé sem þau unna hvorki né þekkja að neinu marki, þykir litið til koma og ef til vill þrautleiðinleg? Börn og unglingar, sagði ég, en veit þó dæmi þess að prýðilega mennt- aðir góðborgarar hafi imprað á þvi, að visu ögn feimnislega, hvort ekki muni nú hagkvæmast að leggja niður tungu feðra okk- ar og taka upp ensku i hennar stað. Mér er því nær að halda að sú hætta vofi yfir, að þjóðin verði tvityngd þegar fram liða stundir, ef við unum svipuðu á- standi og rikt hefur að undan- förnu. Aftur á móti virðist mér sú tilgáta ærið fjarstæðukennd, að samruni islenzku og ensku kunni á ókomnum timum að mynda nýtt tungumál, ef til vill hálfgert hrognamál, en tungu- mál öngvu að siður. Ófá daemi sanna, að ^egar tunga stórþjóð- ar, studd peningavaldi og her- valdi, tekur að smjúga inn i tungu smáþjóðar, þá brenglar hún hana i fyrstu og spillir henni, en brýtur hana siðan al- gerlega undir sig, færir hana I kaf, — og um leið er sjálfstæði smáþjóðar og sérstæð menning úr sögunni. Ef vel er leitað, mætti að visu benda á önnur dæmi frá liðinni tið sem sanna hið gagnstæða, að smáþjóð gædd reisn og einarðleika fær lengi varið menningarhelgi sina ásókn stórþjóðar. En liðin tið er ekki nútið og enn siður framtið. Ætli það sé ekki farið að sneyð- ast um reisn og einarðleika á norðlægum slóðum. Þessi hugg- unarriku dæmi úr sögu liðinnar tiðar gerðust ekki á fjölmiðlun- aröld, öld sjónvarps, hljóðvarps og dagblaða, öld hins skefja- lausa og þrotlausa áróðurs. En sé islenzkt mál i hættu statt, hvað er þá til ráða? Milli talmáls og ritmáls hefur ævin- lega verið nokkurt bil, i fyrsta lagi vegna þess að menn reyna frémur að vanda orð sin er þeir taka sér penna i hönd, og i annan stað er seinlegra að færa i ietur hugsanir sinar en mæla þær af munni fram, svo að meira tóm gefst til að ihuga og sia. Ritvöðiar og ritsóðar hafa löngum þótt athafnasamir á ts- landi, en ef til vill sjaldan verið eins galvaskir og nú, ekki sizt þegar þeir skella undir nára á þeim siðum dagblaðanna sem ætlaðar eru ungu fólki, eða vinda sér i að snúa úr erlendum málum, oftast nær ensku. Þvi fer að sjálfsögðu fjarri að dag- blaðamenn séu einir um hirðu- leysi og subbuskap i máli, þvi að hægt væri að benda á kunna menntamenn og rithofunda sem virðast ekkert leggja upp úr málvöndun og strá á báða bóga villum, ambögum og rugli. En naumast verður um það deilt að hnignun talmáls er meiri en rit- máls, sérstaklega hér i þéttbýl- inu suðvestanlands. Fyrir ald- arfjórðungi heyrðist mjög sjald- an tafs, þvogl, bögumælajapl og slettujóðl i likingu við það sem nú tiðkast þégar fólk reynir að koma fyrir sig orði — eða tjá sig, eins og það heitir á nútiðar- máli. Þess ber þvi að krefjast að tafarlaust verði hafizt handa um að kenna framburð móður- málsins i skólum, og um leið mætti gjarna leggja þann sið niður að vera að troða dönsku og ensku i börn og unglinga sem geta alls ekki talizt mælandi á þjóðtungu sinni. Hitt er ekki sið- ur mikilvægt að stórbæta dag- skrárefni áhrifamestu fjölmiðl- anna, hljóðvarps og einkum þó sjónvarps, hætta með öllu að dengja á þjóðina þeirri erlendu prangframleiðslu, sem sigur eins og daunillt skolp að rótum menningar okkar, og flytja i hennar stað vandað erlent efni og umfram allt vandað islenzkt efni, tengt sögu okkar og tungu, atvinnuháttum okkar, lifsbar- áttu okkar og sjálfu landinu. Yrði horfið að þvi ráði, mætti ekki láta sér bregða, þótt ein- hverjir rifu klæði sin á torgum og heimtuðu sinn daglega glæp. Og ekki dygði þá heldur að stynja fast eða reka upp óp og veinan, ef afnotagjöld þessara rikisreknu stofnana, sem ein- lægt eru hafðar i fjárhagssveltu, yrðu við það miðuð, að þær hefðu loks tök á að rækja menn- ingarhlutverk sitt með fullri sæmd. Slikur skrækur færi lika illa þjóð, sem hefur látið sig hafa það að þiggja úm langt skeið dátasjónvarp og dáta- hljóðvarp og sóa jafnframt mil- jörðum i brennivin. Á hinn bóg- inn yrði svo að ætlast til þess að forráðamenn þessara stofnana verðu fé þeirra vel, gættu þess til að mynda að borga ekki ber- serkjum og hrossum morð fjár íyrir sýnikennslu i nauðgunum og brokki. Þær fáu aðgerðir sem hér hef- ur lauslega verið drepið á, eru að visu sjálfsagðar, en kæmu ugglaust fyrir litið einar saman. Enn má þvi spyrja: Hvað er til ráða? Ég er ekki maöur spá- fróður, sé ekki fyrir óorðna hluti, en þó er mér fullkomlega ljóst að framtið islenzkrar tungu er undir öngvu öðru kom- in en metnaði og sjálfstæðisvilja þjóðarinnar, vilja hennar til að búa ein og óháð i landi sinu og leggja nokkuð á sig til verndar menningu sinni. óJS Aftur fáanleg íslenzk orðabók Menningarsjóðs Ómissandi grundvallarrit. Verður send í bókaverslanir næstu daga. Takmarkað upplag. Bókaútgáfa Menningarsjóðs tslensk náttúra i kyrrð er eins og myndræn andstæða við striðsöskur poppsins: „bvað getur fjarlægara hinum tæru og hijóðiátu iindum tungunnar, þaðan sem verk margra bestu skáida okkar iífs og iiðinna eru runnin”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.