Þjóðviljinn - 17.06.1975, Qupperneq 18
Keflvíkingar
heppnir
að sleppa
með 0:1 tap
Víkingarnir áttu tvö stangarskot
auk aragrúa marktækifæra
— Ég skil þetta bara ekki, það er allt á núlli hjá okk-
ur, alveg sama hvað reynt er, ekkert gengur og meira
að segja baráttuandinn er algerlega horfinn úr liðinu,
sagði Grétar Magnússon landsliðsmaðurinn úr IBK er
við ræddum við hann eftir leik Víkings og IBK þar sem
kefIvíkingarnir máttu þakka fyrir að sleppa með 0:1
tap. Og Grétar bætti við: — Þetta getur ekki gengið
svona lengur hjá okkur, það verður annað hvort að
stokka liðið upp eða skipta um leikaðferð. Með þeirri
leikaðferð sem við leikum nú skora framlínumennirnir
ekki eins og sést á því að við höfum aðeins skorað eitt
mark í f jórum leikjum. — Þetta er vissulega rétt hjá
Grétari, ÍBK-Iiðið er hvorki fugl né fiskur eins og það
leikur nú og að öllu óbreyttu blasir botnbarátta við lið-
inu. Víkingarnir léku þarna sinn besta leik á sumrinu,
með Guðgeir Leifsson sem lang-besta mann. Hann
splundraði IBK-vörninni hvað eftir annaðog lagði bolt-
ann í opin færi fyrir félaga sína sem tókst þó ekki að
nýta þau, einhverra hluta vegna.
Markið
15. minúta. Gisli Torfason og
Stefán Halldórsson börðust um
boltann rétt fyrir utan vitateig
IBK.Gisli hugðist senda boltann
til Þorsteins ólafssonar mark-
varðar en hann var kominn allt of
langt útúr markinu og boltinn
sveif yfir hann og i mannlaust
markið.
Fyrri hálfleikur var heldur þóf-
kenndur, en það litla sem sást af
knattspyrnu kom frá Vikingum
og i nær öllum tilfellum var það
Guðgeir sem byggði upp sóknar-
lotúr þeirra.Hvorugt liðið átti af-
gerandi tækifæri i fyrri hálfleik,
utan hvað Grétar Magnússon
komst i opið færi seint i fh. en
skaut framhjá.
I þeim siðari tóku Vikingar öll
völd og sóttu nær látlaust. Hvað
eftirannað voru þeir Stefán Hall-
dórsson, Jóhannes Bárðarson og
Guðgeir i opnum færum, en aldrei
tókst þeim að skora.
Á 78.min.skaut Stefán i stöng af
örstuttu færi og aðeins 2 minútum
siðar átti Guðgeir skot i stöng af
markteigshorni.Þrátt fyrir góðan
leik að þessu sinni þurfa Vikingar
að athuga sinn gang hvað við-
kemur þvi að skora mörk.I fjór-
um leikjum hafa þeir skorað eitt
mark, úr vitaspyrnu og þarna var
um sjálfsmark Gisla að ræða.
Eins og áður segir bar Guðgeir
Leifsson af á vellinum i þessum
leikAlltaf byggjandi upp fyrir lið-
ið, leikandi sig frian og notandi
eyðurnar.Það var hrein unun að
horfa á hve skynsamlega og vel
hann lék.Þá átti Stefán Halldórs-
son stórleik og hinn ungi og sterki
miðvörður Róbert Agnarsson
sömuleiðis. Hann mætti þó gera
meira af þvi að leggja bolta á
samherja i stað þess að hreinsa
frá i öllum tilfellum.
Hjá ÍBK voru þaö aðeins þeir
Grétar og Einar Gunnarsson sem
léku eins og maður átti von á;
aðrir leikmenn voru langt frá sinu
besta-, og eitthvað mikið er að hjá
keflvikingum. Það þarf mikið að
breytast hjá liðinu ef það ætlar að
komast i toppbaráttuna i sumar.
—Sdór
Sigurmarkiö á
síðustu mínútu
Haukar úr Hafnarfirði sluppu
svo sannarlega með skrekkinn úr
leik sinum gegn Vlkingi frá Óiafs-
vik.1-0 sigurinn var lítt sannfær-
andi og þetta eina mark kom ekki
fyrr en á siöustu eða næstsiðustu
minútu leiksins, og var þaö ólaf-
ur Jóhannesson sem þar var að
vcrki.
I fyrri hálfleik léku Haukar
undan vindi og áttu þá tækifæri á
tækifæri ofan.En i netið vildi bolt-
inn ekki.I þeim siðari jafnaðist
leikurinn nokkuð, Vikingar léku
undan vindi og náðu að halda
boltanum öllu lengra frá marki
sinu og,ógnuðu jafnvel töluvert á
köflum.
Haukunum gengur ekki eins vel
og búast hefði mátt við eftir
þokkalega byrjun.Vikingur hefur
enn ekki náð sér i stig og stendur
þvi á botninum með 0 stig ásamt
Reyni frá Árskógsströnd. —gsp
íþróttir eru á bls. 18, 19 og 20
FH - Valur 0:3
Guðmundur skor-
aði öll mörkin
hinn átján ára gamli
leikmaður Vals, Guðmund-
ur Þorbjörnsson kom
ásamt félögum sínum í vec
fyrir að nýliðarnir í 1. deild
fengju uppreisn æru eftir
1-7 tapið á Akranesi í 3.
umferð deildakeppninnar.
Guðmundur skoraði öll
þrjú mörk leiksins, þar af
tvö i fyrri hálfleiKog sigur
Vals var öruggur og sann-
gjarn.
Enn halda Valsmenr
marki sínu því hreinu.
Tveimur fyrstu leikjum
liðsins lauk 0-0, síðan kom
1-0 sigur gegn Víkingi og
núna 3-0 sigur gegn FH.
Landsliðsmarkvörðurinn
Sigurður Dagsson virðisl
því standa vel fyrir sínu.
Leikurinn fór fram á heimavelli
FH-inga, Kaplakrika, og var
greinilegt strax I upphafi, að
heimamenn áttu ekki möguleika
gegn ákveðnum Valsmönnum.
Fyrsta markið kom þó ekki fyrr
en á 39.minútu.Grimur Sæmund-
sen átti fast skot að marki sem
ómar markvörður varði en hélt
ekki.Boltinn hrökk til Guðmundar
sem skoraði 1-0 með litilli fyrir-
höfn.
Aðeins tveimur minútum' siðar
skoraði Guðmundur aftur,. Her-
mann Gunnarsson og Atli Eð-
valdsson léku skemmtilega sam-
an I gegnum vörn FH,
Guðmundur stóð skyndilega á
auðum sjó fyrir framan markið,
boltinn kom til hans á vitapunkt
og þaðan skaut Guðmundur
þrumuskoti sem ómar hafði eng-
in tök á að verja.
Á 28. min. siðari hálfleiks kom
siðan 3-0. Enn var Guðmundur
Þorbjörnsson að verki.Hann fékk
laglegan stungubolta fram völl-
inn og gott skot hans frá vitateig
lenti i stöng og inn.
Eins og áður segir voru yfir-
burðir Valsmanna miklir. Tæki-
færin voru enn fleiri, þar af átti
Guðmundur nokkur sem misnot-
uðust. FH-ingar hafa ekki getað
spiiað úr hinni ágætu byrjun I
mótinu og virðast eitthvað vera
missa flugiðEnginn i liðinu var á-
berandi, leikur þess var litlaus og
skorti þá snerpu sem bjó I þvi i
fyrstu leikjunum.
Hermann Gunnarsson átti stór-
leik með liði Valsmanna og lagði
oft mjög góða bolta fyrir markið
og skapaði þannig marktækifæri
Þá kom Dýri Guðmundsson að
vanda vel frá sinu hlutverki svo
og Höröur Hilmarsson.Hinn korn-
Ármann enn í basli
Armenningar lentu I erfiðleik-
um með Reyni frá Árskógsströnd
um helgina. 1-0 sigur Reykjavik-
urliðsins var I mikilli hættu undir
lokin en þá sóttu heimamenn stifi
Jón Hermannsson skoraði eina
markiö á 20. min.fyrri hálfleiks
Armenningar misstu 2 varnar-
menn sina útaf vegna meiösla og
drógu þeir sig þá smám saman
meira i vörn þannig að heima-
menn pressuðu æ meira.Það var
þvi ekkert gefið eftir á siðustu
minútunum og hart barist i teig
Armenninga. En i markið vildi
boltinn ekki; hefur Reynir þvi enn
ekkihlotiðstigikeppninni. —gsp
ungi Albert Guðmundsson er að
vinna sér sast sæti i liðinu.Hann
var með allan leikinn og stóð sig
með prýði.
Dómari var Eysteinn
Guðmundsson og skilaði hann
sinu hlutverki mjög þokkalega.
—gsp
staóan
Vikingur — Keflavik 1-0
IBV — ÍA 1-0
FH — Valur 0-3
Fram — KR 2-0
Staðan aö loknum fjórum um-
feröum:
Valur 4 2 2 0 4-0 6
Fram 4 3 0 1 4-1 6
Akranes 4 1 2 1 10-5 4
Vikingur 4 1 2 1 2-2 4
ÍBV 4 1 2 1 4-4 4
ÍBK 4 1 1 2 1-2 3
FH 4 1 1 2 3-11 3
KR 4 0 2 2 0-3 2
2. deild
Þróttur — Selfoss 1-1
Haukar — Vikingur ó 1-0
Völsungur — Breiðabiik 0-4
Reynir A — Armann 0-1
Staöan aö lokinni 4. umferð:
Breiöablik
Selfoss
Þróttur
Ármann
Haukar
VölSungur
Víkingur Ó
Reynir A
4 4 0 0 19-0 8
4 3 10 11-2 7
4 3 10 10-3 7
4 2 11 6-4 5
4 2 0 2 7-5 4
4 0 1 3 0-9 1
4 0 0 4 3-22 0
4 0 0 4 1-12 0
Markahæstir:
Hinrik Þórhallsson Brbl. 8
Sumarliöi Guðbjartsson Self. 7