Þjóðviljinn - 17.06.1975, Qupperneq 19
Þriðjudagur 17.júnl 1975 þjóÐVILAINN — SÍÐA 19
Enn hafa KR-
skorað mark!
ingar ekki
og Fram sigraði með tveimur
mörkum gegn engu
ÍBV - ÍA 3:2
Mikil harka
allan tímann
Akurnesingar sóttu svo
sannarlega ekki gull í
greipar eyjamanna er þeir
heimsóttu þá sl. laugar-
dag. Vestmannaeyingar
tóku heldur óbliðlega á
móti þeim, spiluðu geysi-
harða vörn og höfðu með
látum bæði stigin út úr
viðureigninni. Úrslitin
hljóta að vera mikið
reiðarslag fyrir skaga-
menn sem hafa ekki tapað
leik í deildakeppninni siðan
1973 og 17 leiki höfðu þeir
leikið án taps áður en þessi
fór fram.
E.t.v. hafa skagamenn
vanmetið andstæðingana
eftir 7—1 sigurinn yfir FH í
þriðju umferð. En vanmat
var ekki það sem fyrst og
fremst réði úrslitum, held-
ur það, að heimamenn
gáfu aldrei eftir, hleyptu
botnlausri hörku í leikinn
og mörðu þannig sigur.
1 leikhléi var staftan 1-0 og
þegar um 15 min.voru til leiksloka
höfðu aðeins tvö mörk verið skor-
uð.En þá opnaðist allt, eyjamenn
bættu vdð einu marki og skaga-
menn skoruðu tvö.
Það var Orn óskarsson sem
skoraði fyrsta markið fyrir eyja-
menn og Tómas Pálsson bætti
öðru við strax á fyrstu sekúndun-
um i siðari hálfleik. Siöan hélst
leikurinn i járnum, ekkert var
skorað i um 30 minútur. En þá
náði Jón Alfreðsson að skora eitt
af sinum skallamörkum og stað-
an var 2-1 fyrir tBV.Sigurlás bor-
leifsson skoraði siðan 3-1 og Teit-
ur Þórðarson átti lokaorðið með
marki upp úr þvögu þannig að
lokatölur urðu 3-2 sigur heima-
liðsins.
„Þetta var ekki fótbolti sem
þeir spiluðu, heldur einhver allt
önnur iþróttategund” sagði Matt-
hias Hallgrimsson eftir leikinn.en
hann fékk óbliðar móttökur hjá
varnarmönnum ÍBV.Og vissulega
voru margir sammála honum.Til-
raunir til að leika knattspyrnu
voru engar hjá IBV og þrátt fyrir
að skagamenn reyndu eitthvað að
spila þá voru það veikburða til-
burðir sem báru litinn árangur
Marktækifærin sem sköpuðust
urðu þó nýmörg og jöfn á báða
bóga. Stemmning i Eyjum var
mikil eins og ávallt þegar skaga-
menn eða keflvikingar leika
Framhald á 17. siöu.
Reykjavíkurmeistarar
Tony Knapps hafa enn ekki
skorað mark í deilda-
keppninni og eru að því er
virðist hverju liði auðveld
bráð. Framarar áttu
a.m.k. ekki í vandræðum
með að leggja þá að velli
og ná sér þar í tvö kærkom-
in stig.
Varnarleikkerfi þjálfar-
ans stenst ekki þær kröfur
sem til þess eru gerðar.
Vissulega hafa KR-ingar
ekki fengið á sig niörg
mörk, en þeir hafa ekki
skorað eitt einasta heldur.
Jafnvel í leiknum gegn
Fram, þegar staðan var 2-0
og 10 mínútur eftir var
ekki annað að sjá en að
KR-ingar >spiluðu varnar-
leik! Ekki var óalgengt að
sjá 4—5 menn hanga ná-
lægt miðlínunni og fylgjast
þaðan aðgerðarlausir með
félögum sínum að berjast
upp við mark andstæðings-
ins.
Framarar hengdu vesturbæ-
ingana upp á þráð strax á 3.min-
útu.Kristinn Jörundsson fékk fal -
lega sendingu frá Rúnari Gisla-
syni inn fyrir galopna KR-vörnina
og skoraði af öryggi framhjá
Magnúsi markverði. Skömmu
fyrir leikhlé, á 43.min.innsigluðu
þeir siðan sigurinn. Steinn Jóns-
son reyndi hjólhestaspyrnu eftir
aukaspyrnu rétt fyrir utan vita-
teig.Skot Steins mistókst.en bolt-
inn barst út úr þvögunni til Ágústs
Guðmundssonar sem skoraði 2-0
Þannig lauk fyrri hálfleik með
tveggja marka forystu Framara
Leikurinn haföi verið nokkuð
skemmtilegur og lifandi, gott spil
sást á köflum og marktækifæri
voru nokkur i viðbót við þau tvö,
sem uppskeru gáfu.I siðari hálf-
leik datt spilið hins vegar niður i
ekki neitt. Framarar lögðu
áherslu á að halda forskotinu og á
köflum var ekki annað að sjá en
að KR-ingar legðu einnig áherslu
á að halda úrslitunum óbreyttum
Marksæknin var i lágmarki,
framlinumennirnir þungir og þá
Kristinn Jörundsson skorar fyrsta mark Framara.
sjaldan sem þeir náðu að ógna
var Arni Stefánsson i márki
Framara til varnar og það er ekki
svo auðveldur hjall að komast
yfir.öryggi hans er aðdáunarvert
og snerpan ekki minni en hjá ketti
á besta aldri á erfiðum fuglaveiö-
um.
Eftir óvænt tap fyrir FH i fyrstu
umferð hafa Framarar heldur en
ekki sótt i sig veðrið undir leið-
sögn þjálfaranna Jóhannesar
Atlasonar og Guðmundar Jóns-
sonar. Þrir siðustu leikir hafa
unnist og 6 stig eru komin i sarp-
inn.
Dómari var Ragnar Magnússon
og frammistaða hans og llnu-
varðanna var óneitanlega ekki til
fyrirmyndar. —gsp
Oruggur sigur
Breiðabliks
gegn Völsungi
Breiðabliksmenn hafa
siglt í gegnum deilda-
keppnina af öryggi það
sem af er og hafa nú skor-
að 19 mörk í f jórum leikj-
um. Enn hafa þeir ekkerl
mark fengiðá sig og hefur
liðið nú forystu i 2. deild.
Um helgina sóttu Blikarnir hús-
víkinga heim og sigruðu 4-0
Hinrik Þórhallsson, markakóng-
ur I 2. deild um þessar mundir
skoraði 2 mörk, Þór Hreiðarsson
eitt og Gisli Sigurðsson eitt úr víti
Völsungar áttu aldrei mögu-
leika gegn blikunum.Ekki er ann-
að að sjá en að húsvikingar ættu
að fara að yngja lið sitt eitthvað
upp, leikmenn virðast flestir á
aldrinum 25—35 ára og er þá timi
kominn til að hleypa yngra blóði
smám saman inn.I þessum leik
var liðið þungt og auðveld bráð
fyrir blikana sem áttu þó þarna
sinn slakasta dag I deildakeppn-
inni.Athyglisvert er að Völsungar
hafa enn ekki skorað mark i 2
deildiár. —gsp
=■£>
Norrænir
íþrótta-
fréttamenn
þinga
í Rvík
Þing norrænna Iþrótta-
fréttamanna hefst I Reykjavlk
I dag og stendur það fram á
föstudag. íþróttafréttamenn
frá öllum Norðurlöndunum
munu koma til þingsins, einn
fulltrúi kemur frá Færeyjum,
en fimm fulltrúum var boðið
frá hverju hinna Norðurland-
anna.
Þingiö verður sett I dag að
Hótei Loftleiðum af formanni
Samtaka Isl. Iþróttafrétta-
manna Jóni Asgeirssyni.
Siðan munu iþróttafrétta-
mennirnir skoða Iþróttamann-
virki- I Reykjavik, fara til
Vestmannaeyja, nk. miðviku-
dag og til Þingvalla, Laugar-
vatns, Gullfoss og Geysis á
fimmtudag.