Þjóðviljinn - 21.06.1975, Page 2

Þjóðviljinn - 21.06.1975, Page 2
2 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 21. júnt 1975. STARFSSTÚ LKN AFÉ L AGIÐ SÓKN — Skemmtiferð Starfsstúlknafélagið Sókn gengst fyrir skemmtiferð — að Skaftafelli i öræfum — fyrir félagskonur og gesti þeirra dagana 11.-13. júli 1975. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 18.00 föstudaginn 11. júli — ekið verður beint að Skógum og gist þar á laug- ardagsnótt og snæddur morgunverður. Á laugardagsmorgun verður ekið i Skafta- fell og deginum eytt þar. Um kvöldið verð- ur ekið aftur að Skógum og gist þar á sunnudagsnótt og borðaður morgunverð- ur. Á sunnudag verður ekið til Reykjavikur og skoðaðir merkisstaðir á leiðinni eftir þvi sem föng verða á. Fargjald i ferðalagið, þar með talin gist- ing i Skógum, i svefnpokaplássi, morgun- verður báða dagana svo og leiðsögumað- ur, verður kr. 4000.00 til kr. 4200.00. Þær konur, sem vilja taka þátt i þessari ferð geri svo vel að skrifa sig á lista, sem liggja frammi hjá trúnaðarmönnum á vinnustað eða hafa samband við skrifstofu Sóknar, simi 25591. Kostur er á þvi að fá heitan mat i Skógum laugardagskvöldið 12.. júli. Þær konur, sem vildu nota sér það eru beðnar að til- kynna það um leið og farseðill er pant- aður. Þátttöku i ferð þessa þarf að tilkynna fyrir 1. júli. Reykjavik, 18. júni 1975, Starfsstúlknafélagið Sókn. Rannsóknastyrkir frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna Matvæla- og landbúnaöarstofnun Sameinuöu þjóöanna (FAO) veitir árlega nokkra rannsóknastyrki, sem kenndir eru viö André Mayer. Styrkirnir eru bundnir viö þaö sviö, sem starfsemi stofnunarinnar tekur til, þ.e. ýmsar grein- ar landbúnaðar, skógrækt, fiskveiöar og matvælafræöi, svo og hagfræöilegar rannsóknir á þeim vettvangi. Aug- lýst hefur verið eftir umsóknum um styrki þá, sem til út- hlutunar koma á árinu 1975. Skal umsóknum hér á landi komiö til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 5. júlin.k. Sérstök umsóknareyðublöö fást i ráöuneytinu svo og nánari upplýsingar um styrkina á- samt skrá um rannsóknaverkefni, sem FAO hefur lýst sérstökum áhuga á I sambandi vö styrkveitingar að þessu sinni.—-Tekiðskalfram.aðekki er vitaö fyrir fram, hvort nokkur styrkjanna kemur i hlut islands á þessu ári. Menntamálaráðuneytið, 16. júní 1975. ® ÚTBOÐ Tilboð óskast I að byggja spennagryfjur fyrir Rafmagns- veitu Reykjavikur, viö Aðveitustöð 9 á Reykjum i Mos- fellssveit. Otboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frfkirkjuvegi 3, gegn 5.000,- króna skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö, fimmtudaginn 3. júli 1975, kl. 11,00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Auglýsingasíminn, er17500 DJOÐVIUINN Við birtum nú upphaf varnarrœðu Inga R. Helgasonar hrl. er hann flutti fyrir bœjarþingi 18. júni s.l. i málinu Vl-hópurinn gegn Úlfari Þormóðssyni i hinum langa málflutn- ingi fyrír bæjarþingi Reykjavíkur í máli VI gegn úlfari, kom greinilega fram, að málatilbúnaður- inn er atlaga hersetu- mannanna gegn Þjóð- viljanum og tjáningar- frelsinu í landinu. Verjandi ásamt skjólstæöingum sinum er máliö var dómtekiö. Þjóðviljinn sóttur til saka Virðulegi dómari Háttvirtur andstæðingur Ég flyt mál þetta fyrir varnar- aðila, sem eru tveir. Aðalstefndur er Olfar Þormóösson til heimilis að Æsufelli 2 Reykjavik, blaða- maður við Þjóðviljann, og vara- stefndur i máli þessu er Svavar Gestsson til heimilis að Brekkustig 3a i Reykjavik, rit- stjóri Þjóðviljans. 1 máli þessu, sem’er einkarefsi- mál út af meintum meiðyrðum, er stefnt út af ummælum i þrem- ur tilteknum tölublöðum Þjóðvilj- ans og öll hafa ummælin verið eöa voru auðkennd með upphafstöf- unum ÚÞ. Aðalstefndi hefur þannig nafnmerkt með upphaf- stöfum sinum greinar þær sem hin umstefndu ummæli eru I og hefur I aðilafyrirkalli hér i réttin- um gengist við höfundaábyrgð samkvæmt 2. málsgrein 15. gr. laga um prentrétt nr. 57 frá 1956. Tæmir aðalstefndur þvi sökina varnarmegin, hvað allar kröfur stefnenda áhærir. Kemur þvi ekki til álita objektiv ábyrgð á hinum umstefndu ummælum af hálfu varastefnds. Jafnframt lýsi ég þvi yfir, að ég geri engar kröfur fyrir vara- stefndan i málinu. Upphafleg kröfugerö min i máli þessu var i þremur liðum: í fyrsta lagi þær dómkröfur, að málinu yrði visað frá dómi með hliðsjón af ákvæðum 46. gr. laga um meðferð einkamála i héraði. 1 öðrulagi, ef frávisunarkrafan væri ekki tekin til greina, gerði þær dómkröfur, að umbjóðandi minn,aðalstefndi, verði algerlega sýknaður af öllum kröfum stefn- enda i málinu. 1 þriöja lagi gerði ég kröfu til riflegs málskostnaöar úr hendi stefnenda. Um frávisunarkröfu mina hef- ur þegar verið f jallaö i málinu og fór fram um hana munnlegur málflutningur og dómari kvað upp þann úrskurð 17. feb. 1975, að nún skyldi ekki tekin til greina. Af þessum ástæðum kemur frá- visunarkrafan auðvitað ekki til álita hér að nýju, en ég áskil mér að sjálfsögðu allan rétt til að hafa hana uppi, ef málið i heild sinni ber með einhverjum hætti undir Hæstarétt. Að öðru leyti er kröfugerö min óbreytt eins og hún er skýrð i greinargerð minni á réttarskjali no. 7. Málavaxtalýsing. Mál þetta er angi af umfangs- mestu meiðyrðamálaferlum, sem háð hafa verið á Islandi á þessari öld, þar sem hópur manna stefnir mörgum einstaklingum vegna meintra meiðandi ummæla um tiltekið pólitiskt athæfi. Sér- staka athygli vekur sú atlaga sem hér er gerö aö dagblaðinu Þjóðviljanum og tjáningafrelsinu i landinu. Það er einkennandi fyrir þennan málatilbúnað hvað Þjóðviljann áhrærir, að honum er meö stefnum á hendur blaða- mönnum sinum gert i rauninni að greiða 5 miljónir 755. þúsund kr . til stefnenda og skiptist það þannig: Svavar Gestsson ritstjóri skal greiða þeim kr. 1.800.000,-, Úlfar Þormóðsson kr. 1.200.000,-, Dagur Þorleifsson kr. 1.200.000,- Hjalti Kristgeirsson kl. 1.200.000,- og auk þess á Svavar Gestsson að greiða 150.000.00 kr. sem uppbót á æru nokkura prófessora, sem eru i hópi stefnenda. Birtingar kostnaður að kröfu stefnenda nemur samtals kr. 205.000.00 i málum þeim, sem höfðuð eru gegn blaðamönnum og ritstjóra Þjóðviljans. Hér er þvi i raun réttri verið að sækja dagblaðið Þjóöviljann til saka. Auk þessarar smáupphæðar krefjast stefnendur i þessum málaferlum I öðru lagi svipaðrar fjárhæðar úr hendi annarra manna vegna meintra meiðandi ummæla á öðrum vettvangi. Þriöja einkenniþessara dæma- lausu málaferla er sá þáttur nokkurra prófessora við Háskóla tslands sem eru að hundelta stúdenta við sama skóla og krefj- ast riflegrar fjárhæðar úr þeirra hendi, auk þess sem krafist er tugthúsvistar fyrir meiðandi um- mæli stúdentanna um hið póli- tiska athæfi prófessoranna. Það er gott fyrir hinn virðulega dómara aö gera sér grein fyrir raunréttu eðli þessara málaferla, en þessi málaferli eru sem slik, önnur pólitisk aðgerð af hálfu stefnenda, sem ég mun útlista frekar i þessari ræðu minni þvi að málaferlin voru liður i sóknarlotu Sjálfstæðisflokksins við siðustu Alþingiskosningar i júni 1974. Hér er raunverulega verið að færa stórpólitiskt deilumál inn i réttar- salina. 1 stefnu og sóknarskjölum þessa máls er málavöxtum lýst á mjög villandi og ófullnægjandi hátt og hlýt ég að mótmæla þeirri málavaxtarlýsingu sem rangri. Forðast er að gera nokkra grein fyrir þeim aðstæðum, sem liggja að baki pélitiskri framtakssemi stefnenda, undirskriftasöfnuninni, og kalla fram þau viðbrögð og ummæli sem stefnt er út af. Er- lend herseta á Islandi eða dvöl er- lends herliðs i landinu, hvort orðalagið sem er notað, er ekkert smámál. Hin óhugnanlega staðreynd er sú, að þjóðin er klof- in i tvær mjög andstæðar fylking- ar I afstöðu sinni til hersetunnar. Ekkert umræðuefni hefur orðið eins mikiö hitamál siðustu ára- tugina en tvibýli þjóðarinnar við erlendan her i landinu og ekki er útlit fyrir að hinar hatrömmu deilur hjaðni á næstunni. Ekkert mál annað hefur valdið slagsmál- um og götuóeirðum i Reykjavik á þessu timabili og allir stjórn- málaforingjar og flestir forustu- menn þjóðarinnar á öðrum sviðum hafa tjáð sig um málið opinberlega og það all-harkalega oft á tiðum. Ljóst er, að deilumál þetta er þannig vaxið, að það gengur mönnum inn að hjarta, og hjá mörgum bera tilfinningarnar rökin ofurliði. Það er jafnframt ljóst, að það sundurlyndi um varnarmál og utanrikismál, sem klofið hefur þjóðina i herðar niður stendur i sambandi við mikil átök i heiminum, ekki aðeins milli rikja heldur og milli þjóðfélags- forma, grundvallarhugmynda um þjóðfrelsi og á milli lifs- skoðana. Minnir þetta raunar á ástandið og aðstæðurnar á þjóð- veldistima islendinga fyrrum. Þegar pólitiskur meirihluti var fenginn i almennum kosningum 1971 fyrir þvi, að endurskoða varnarsamninginn frá 1951 með það fyrir augum að láta banda- riska herliðið hverfa af landi brott á yfirstandandi þáverandi kjörtimabili, brugðu hin aftur- hverfu öfl þjóðfélagsins, hersetu- mennirnir, á leik og undirskrifta- söfnunin, sem mál þetta er risið af, er einn þáttur þeirra skipu- lögöu viöbragða gegn hinum yfir- lýstu áformum þáverandi rikis- stjórnar. Með þessari framtaks- semi tóku stefnendur, sem fu’li- trúar hersetuaflanna, sér stöðu i fremstu viglinui viðkvæmasta og hatrammasta deilumáli meðal is- lendinga, en láta samtsvo i stefnu þessa máls sem þeim komi það á óvart, að þeir hljóti þar fyrir ámæli og að þeir skuli lenda i hvirfilvindi pólitiskrar oröa- sennu. Að þessu leyti er mála- vaxtarlýsingu háttvirts and- stæðings af hálfu stefnenda mjög áfátt.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.