Þjóðviljinn - 21.06.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. júnl 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 9
Mikil trú á
kom mest
á óvart
Erlendur Haraldsson
Ur niðurstöðum
könnunar Sál-
frœðirannsókna
Háskólans um
dulrœna reynslu
íslendinga og
viðhorf þeirra
til dulrœnna
Ein og fyrr hefur verið skýrt frá
hér I blaðinu fór á siðastliðnum
vetri fram á vegum Sálfræði-
rannsókna Háskóla tslands könn-
un um dulræna reynslu og við-
horf islendinga til dulrænna fyrir-
bæra. Stjórn könnunarinnar hafði
á hendi dr. phil. Erlendur Har-
aldsson, sálfræðingur og lektor
við Háskólann, og til aðstoðar
honum voru sálfræðinemar við
Háskólann, þau Ása Guðmunds-
dóttir, Asþór Ragnarsson, Jóhann
Loftsson og Sigtryggur Jónsson.
Könnunin var gerð með Urtaks-
aðferð, þannig að dregnir voru úr
þjóðskrá 1132 menn á aldrinum
frá þritugu til sjötugs. Er hér
um að ræða sjötugasta hvern
landsmann á þessu aldursskeiði.
Spurningalisti var póstsendur
þessu fólki. 902 menn svöruðu
með Utfylltum spurningalista. 425
karlar og 477 konur. Þetta er 80%
úrtaksins. Af þeim sem svöruðu
eru 47% karlar og 53% konur.
Samkvæmt reynslu af könnunum
með Urtaksaðferð má ætla að nið-
urstöður könnunar á jafnstóru úr-
taki með góðum heimtum gefi
allgóða hugmynd um viðhorf og
reynslu islensku þjóðarinnar um
dulræn efni.
fyrirbœra
64% telja sig hafa
orðið fyrir
dulrænni reynslu
Samkvæmt niðurstöðunum
telja 64% af hundraði islendinga
sig hafa orðið fyrir einhverri dul-
<Jr hinum nýja vélasal Plastprents h.f.
Plastprent hf.:
30 manna fyrirtæki
sem er í örum vexti
Plastprent h.f. flutti nýlega
rekstur sinn að Höfðabakka 9 i
Reykjavik og um leið átti sér stað
mikil endurnýjun á vélakosti.
Plastprent mun stórauka fram-
leiðni og um leið lækka verð á efni
til framleiðslu á plastvörum.
Plastprent er eina fyrirtækið
hérlendis sem framleiðir
byggingaplast og nú býður fyrir-
tækið byggingaplast, sem er allt
að 22% ódýrara en innflutt
byggingaplast. bá hefur tekist að
halda niður verði á burðarpokum.
Plastprent hefur nU hafið fram-
leiðslu á krumpfilmu, sem er
sérstakt umbUðaplast — mikið
notað fyrir heildsölupakkningar,
t.d. mjólk, þvottaefni o.fl. Um-
búðaplastið er mun ódýrara en
sambærilegt plast innflutt.
1 dag starfa hjá fyrirtækinu 30
manns. Með hinni nýju verk-
smiðju (18 vélar) verður fram-
leiðslan i þremur aðalþáttum:
framleiðsla plasts úr hráefni,
prentun og pokaframleiðsla.
Haukur Eggertsson hefur frá
upphafi átt helming fyrirtækisins,
en festi kaup á öllu fyrirtækinu i
ársbyrjun 1974. Arið 1965 keypti
Plastprent h.f. fyrirtækið Plast-
poka h.f., en endanlegur samruni
þessara fyrirtækja verður
væntanlega á þessu ári.
Framkvæmdastjóri Plast-
prents h.f. er Eggert Hauksson.
rænni reynslu. 24% þeirra er
svöruðu telja sig hafa séð látinn
mann og 31 af hundraði taldi sig á
einhvern hátt hafa orðið var við
látna manneskju. Berdreymi
virðist hvað almennast af þáttum
dulrænnar skynjunar, þar eð 36 af
hundraði þeirra er svöruðu töldu
sig hafa dreymt fyrir daglátum.
27% töldu sig hafa fengið hugboð
um atburð, sem var að gerast eða
var í vændum, 18% höfðu orðið
varir reimleika, 17% töldu sig
hafa orðið vara við fylgjur, 11%
töldu sig hafa skynjað f jarstadda
persónu, 9% höfðu séð yfirnáttúr-
lega hreyfingu, 8 af hundraði
höfðu orðið fyrir þeirri reynslu
að vera utan likamans, 5%
höfðu séð blik, 5% höfðu séð
álfa og huldufólk, 4% höfðu
reynt það að látinn mað-
ur náði valdi á likama þeirra,
2% höfðu endurminningar um
fyrri lifsskeið og 2% höfðu orðið
fyrir reynslu i sambandi við á-
lagabletti.
Aðeins 8% stunda
bibliulestur að ráði
Þegar þessar niðurstöður eru
hafðar i huga kemur ekki á óvart
þótt þjóðin sé allnokkuð trUuð,
enda er það svo, samkvæmt nið-
urstöðunum. Þó eru það aðeins 15
af hundraði þeirra sem svöruðu,
sem lýstu sig mjög trúaða, en 63%
i viðbót töldu sig nokkuð trúaða,
svo að samanlagt er þetta 78%.
Aðeins 3% kváðust trúlausir með
öllu. Fjórði hver maður taldi sig
hafa orðið fyrir trúarlegri
reynslu.
Og hvaða dulfræði- og trúarrit
les þá þessi dulrænt þenkjandi og
trúaða þjóð? Þar ber langhæst
lestur svokallaðra dulrænna
bóka. Fjórði hver þeirra er svör-
uðu kvaðst lesa þær oft, en aðéins
22% aldrei. Hinsvegar verður
nokkuð annað uppi á teningnum
þegar röðin kemur að Bibliunni.
Þá kemur I ljós að samkvæmt
niðurstöðum könnunarinnar lesa
aðeins 8% þessarar þjóðar, sem
samkvæmt manntalsskýrslum er
nærri hundrað prósent kristin,
Bibliuna oft, 59% sjaldan og 33%
aldrei. Ahuginn fyrir indverskum
trúarbrögðum og guðspeki virðist
ekki heldur vera neitt stormandi,
þvi að aðeins 5% kváðust lesa oft
um þetta efni, 19% sjaldan og 76%
— meira en þrir fjórðu — aldrei.
Mikil aðsókn
að huglækningum
og spákonum
Lengi hefur verið talið að Is-
lendingar væru sérstök áhuga-
þjóð um spiritisma, og eru niður-
stöður könnunarinnar i samræmi
'við það. Nærri þriðji hver maður
— 32% — kvaðst hafa sóttt miðils-
fund og nærri jafnmargir — 30%
— skyggnilýsingafund. Enn meiri
er þó aðsóknin að spákonunum,
þvi að samkvæmt niðurstöðunum
hefur stifur helmingur lands-
manna — 52% — einu sinni eða
oftar á ævinni farið til spákonu.
Aðsóknin hjá huglæknunum
er litlu minni, þvi að 41% þeirra
er svöruðu kváðust hafa
leitað til þeirra. Hinsvegar virð-
ist stjörnuspekin enn ekki
hafa slegið i gegn hjá þjóðinni,
þrátt fyrir mikil skrif um
þessháttar siðastliðin ár og
stjörnuspár i flestum dag- og
vikublöðum. Aðeins 3 af hundraði
þeirra, er svöruðu spurningum
Sálfræðirannsóknanna, höfðu
nokkurn tima leitað til stjörnu-
spámanns.
Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar eru 22% fslendinga annaðhvort
sannfærðir um tilveru huldufólks eða telja Ifklegt að það sé til. Og ekki
vantar að nóg séu vitnin um það úr þjóðsögum. Myndin heitir Tungu-
stapi og er eftir Tryggva Magnússon.
Slæm reynsla
af spákonum
Ekki siður athyglisvert er
hvernig menn létu af reynslu
sinni af miðlum, spákonum og
huglæknum. Þar verða huglækn-
arnir áberandi best úti. Rúmlega
niu af hverjum tiu, sem til þeirra
höfðu leitað — 91% — töldu það
hafa verið gagnlegt, en aðeins 9%
einskis nýtt. Miðlarnir sleppa
einnig vel, þvi að 83% þeirra, sem
til þeirra höfðu leitað, töldu það
gagnlegt, 56% þeirra töldu sig
hafa náð sambandi við framliðna,
21% töldu það hugsanlegt en 23%
Utilokað. Ollu verr fara spákon-
urnar Ut úr þessu, þvi að 72%
þeirra, sem til þeirra höfðu leit-
að, töldu það einskis nýtt.
Samkvæmt niðurstöðunum er
átrúnaður á hugboð og hugskeyti,
berdreymi og forspárgáfu og
skyggni mjög almennur. Enginn
þeirra er svöruðu taldi hugboð og
hugskeyti óhugsanleg með öllu,
17% kváðust vissir um að þau
ættu sér stað og 69% töldu þau
möguleg eða likleg. Aðeins 3%
töldu berdreymi og forspárgáfu
óhugsanlega eða óliklega, 25%
voru vissir um að þetta ætti sér
stað og 67% töldu það mögulegt
eöa liklegt. Nærri þriðji hver
maður — 31% — kvaðst viss um
að skyggni væri raunveruleiki,
57% töldu hana mögulega eða ó-
liklega og aðeins 2% óhugsan-
lega. 33% töldu reimleika óhugs-
andi eða óliklegá én 21% kváðust
vissir um að þeir ættu sér stað.
11% töldu samband viö framliðna
á miðilsfundum óhugsandi eða ó-
liklegt, 55% töldu það mögulegt
eða liklegt og 21% var viss um að
það ætti sér stað.
Álfar ög fylgjur
i fullu fjöri
Mjög eftirtekarverter að þrátt
fyrir iðnvæðingu og hverskyns
tryllitæki tækninnar eru þeir
gömlu.og góðu liðir heiðninnar,
trúin á álfa og fylgjur, enn i góðu
gengi með þjóðinni. Aðeins 10%
þeirra, sem svöruðu i könnuninni,
töldu óhugsandi með öllu að álfar
og huldufólk væri til, 18% i viðbót
töldu það óliklegt, en 22% — rúm-
ur fimmtungur þeirra er svöruðu
— töldu þaðliklegt eða voru vissir
um það. 33% i viðbót töldu það
mögulegt. Samkvæmt niðurstöð-
unum eru 16% islendinga enn
vissir um að fylgjur séu til, 21% i
viðbót telur það liklegt en aðeins
5% óhugsandi. 11% eru sannfærð-
ir um að til séu álagablettir, 22% i
viðbót telja það liklegt og aðeins
5% óhugsandi.
Svo sem vænta mátti af svo
trúaðri og dulrænni þjóð er trúin á
framhaldslíf mjög almenn. 40%
segjast vissir um að það sé til,
28% I viðbót telja það liklegt og
aðeins 2% óhugsandi. Hinsvegar
er trúin á endurholdgun tiltölu-
lega dræm, þar eð aðeins 4%
segjast vissir um að hún sé
raunveruleiki, en að visu telja
10% I viðbót hana liklega og 30%
mögulega. Aðeins 9% telja hana
óhugsandi en 23% hafa enga skoð-
un á þvi máli.
Dauf trú á
framhaldslif á
öðrum hnöttum
Eitt af þvi sem spurt var um
voru skoðanir um framhaldslif á
öðrum hnöttum, og vekur þá helst
athygli hve margir eru skoðana-
lausir um málið, eða 43%. Sam-
kvæmtsvörunum trúiraðeins 1 af
hundraði landsmanna þvi að
framhaldslif þrifist á öðrum
hnöttum, svo að ekki hefur út-
breiðslustarf Nýalssinna geng-
ið of vel. En að visu telja 8% i við-
bót framhaldslif á öðrum hnött-
um liklegt og aðeins 9% óhugs-
andi.
Stifir tveir þriðjungar lands-
manna eru hlynntir rannsóknum
á dulrænum fyrirbærum, sam-
kvæmt svörunum. 33% telja þær
þýðingarmiklar 35% telja að þær
kunni að uppgötva ný sannindi,
13% telja þær óliklegar til að bera
árangur, en aðeins 2% kalla þær
syndsamlegar eða einskis verðar.
Þeim sem svöruðu var skipt i
flokka eftir kyni, aldri og mennt-
un. Af niðurstöðum þess er það
helst að frétta að litill munur er á
dulrænni reynslu eftir aldri, þótt
hUn virist að visu heldur fara
vaxandi með aldrinum. Á vissum
sviðum virðist dulræn reynsla
kvenna vera ivið meiri, einkum á
sviði berdreymis og hugboða. Þá
er svo að sjá að dulræn reynsla
langskólagengins fólks sé heldur
minni en annarra.
Huldufólk ira
svipað okkar
Erleadur Haraldsson sagði að
það sem sig hefði undrað mest
varðandi niðurstöðurnar væri
hvað fylgjutrúin væri ennþá
sterk, en einnig væri mjög at-
hyglisvert hve margir teldu sig
hafa haft samband við framliðna
og hve margir leituðu til hug-
lækna og spákvenna og hvernig
þeir mætu það. Hvað snerti sam-
anburð við önnur lönd gat Erlend-
ur þess að þjóðtrú ira,sérstaklega
huldufólkstrú, væri mjög lik okk-
ar. Um trúna á framhaldslif sagði
hann að hún væri mjög mikil og
virtist fara vaxandi i Bandarikj-
unum, en heldur rénandi i Vestur-
Evrópu. Sem skýringu á þvi,
hvers vegna trU á framhaldslif og
dulræn fyrirbæri væri svo mikil
hér, nefndi Erlendur til dæmis að
efnishyggjan hefði aldrei fest
verulega rætur hér eins og ann-
arsstaðar i Vestur-Evrópu.
Erlendur sagði einnig að sér og
öðrum þeim, sem að rannsóknum
þessum unnu, léki mikill hugur á
að fara nánar ofan i efnið og
rannsaka ýmsa þætti þess betur,
enda verður varla annað sagt en
að hér sé um að ræða stórat-
hyglisverða og brautryðjandi
könnun á andlegu og trUarlegu lifi
þjóðarinnar.
dþ.