Þjóðviljinn - 21.06.1975, Page 4

Þjóðviljinn - 21.06.1975, Page 4
4 SIÐA — ÞJ6ÐVILJ1NN Laugardagur 21. júni 1975. UOÐVIUINN MÁLGAGN SÖSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Kari Haraidsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Biaöaprent h.f. HALLÆRISSTJÓRNIN Um þessar mundir sveitast embættis- menn við að reyna að skera niður rikis- framkvæmdir um 3.500 milj. kr. eins og samþykkt var af stjórnarflokkunum á al- þingi til þess að jafna þann halla sem þá var ella fyrirsjáanlegur á f járlögum rikis- ins á yfirstandandi ári. Ljóst mun þegar að útilokað er að skera framkvæmdir niður um alla þá upphæð sem um var talað i upphafi m.a. vegna þess ógnvekjandi verðbólguástands sem hér hefur rikt frá þvi að núverandi rikisstjórn tók við. Sem dæmi um erfiðleika niðurskurðar- mannanna hefur verið nefnt, að fé til hafn- arframkvæmda þyrfti að auka um nærri 400 miljónir króna til þess eins að ná sama framkvæmdamagni og gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaganna i vetur. Er þvi ljóst, að þar er fjarri öllu lagi að ræða um niðurskurð i krónutölu frá þvi sem áætlað var. Telja kunnugir að af þessum ástæð- um muni ekki takast að lækka áðurnefnd- an halla á rikiskassanum nema um 500 milj. kr. i mesta lagi. En i viðbót við þetta hefur fleira aukið á vanda gæslumanna rikissjóðs. Með kjara- samningunum gekk rikisstjórnin undir það ok að hækka niðurgreiðslur á land- búnaðarvörum og er talið að þar muni mörg hundruð miljónum króna. Þá höfðu almennu kjarasamningarnir það i för með sér að laun rikisstarfsmanna hækkuðu með sama hætti og laun annarra i þjóðfé- laginu og koma þar enn til nokkur hundruð miljóna. Það er þvi alveg augljóst mál að það stefnir á 4000—5000 miljóna króna halla á rikisbúskapnum á þessu ári, þegar allt kemur saman. Fyrir siðustu alþingiskosningar básún- uðu ihaldsblöðin það út, að ihaldsmenn kynnu sérstaklega vel með f jármálastjórn að fara, þeir væru hyggnir og vel til þess treystandi að ávaxta það pund sem þeim væri trúað fyrir. En reynslan hefur kveðið upp þyngsta áfellisdóminn; núverandi rikisstjórn er sannkölluð hallærisstjórn sem er að sigla öllu i strand og striðir við stórfelldan halla á rikisbúskapnum á yfir- standandi ári samfara siaukinni skuld við Seðlabankann og svo framvegis. Þegar svona er komið afkomu rikisbú- skaparins er von að guðföður hægristjórn- arinnar, Þórarni Þórarinssyni, ritstjóra Timans, komi til hugar að reyna nú að innheimta skattana eitthvað betur en gert hefur verið. Hann heimtar öflugara skattaeftirlit og traustari framtalsrann- sóknir. ,,Fátt myndi auka veg núverandi rikisstjórnar meira en að hún gerði nýtt átak i þessum efnum,” segir Þórarinn, og undir þessi orð vill Þjóðviljinn taka. En afstaða Þórarins i þessum efnum byggist ekki á þvi að hann hafi sérstakan áhuga á þvi að menn telji rétt fram til skatts, held- ur þvi fyrst og fremst að sú stefna, sem hann hefur varið manna ákafast, niður- skurðarstefna rikisframkvæmda, hefur mætt svo harðri andspyrnu i Framsóknar- flokknum að Þórarinn þorir ekki annað en að láta undan siga og flýr nú i það skjólið að heimta traustara skattaeftirlit. Þar með hefur Þjóðviljanum bæst liðsmaður i baráttu blaðsins fyrir betra skattaeftirliti. En á sviði skattarannsóknanna er allt á sömu lund og annarsstaðar á vegum nú- verandi rikisstjórnar. Þeir menn sem hafa átt að sinna skattarannsóknum eru allir að gefast upp á þeim störfum vegna þess að þá skortir starfsaðstöðu til þess að sinna verkefnum sinum. Þannig bendir allt til þess að áhugi sá sem kemur fram á eflingu skattarannsóknar i Timanum i gær, sé til þess eins ætlaður að breiða yfir ormétinn spillingarbúkinn. En með þvi verður fylgst vandlega hvort svo er, og hvort ihaldinu tekst ekki, eins og fyrri daginn, að fá framsókn til þess að láta af skattrannsóknarkröfum — einnig þó þær birtist aðeins i orði. — s. KLIPPT... LOKAD A LAUGARDQGUM Kaupmannasamtök Verzlunarmannafélag islands Reykjavikur Samkvæmt síðustu kjarasamningum undirritaðra aðila verða verslanir lokaðar á laugardögum frá og með 21. júní Kaupmannasamtök íslands og Verslunarmainafélag Reykjavikur Lokað á.... Auglýsinguna hér að ofan hafa Kaupmannasamtökin og VR ekki séð sér fært að birta i Þjóð- viljanum. Hún hefur þó birst i öllum öðrum blöðum. Sjálfsagt stafar þetta af bágborinni af- komu verslunarinnar. Til þess að hjálpa upp á vanmáttug og fjárvana samtök birtum við hér auglýsinguna ókeypis og vonum að úr rætist fyrir þeim. Við þykjumstþess enda fullvissir að ákvörðunin uro að birta þessa þjónustuauglýsingu ekki i Þjóð- viljanum byggist ekki á þvi aö forystumenn samtakanna beri kala til blaðsins. Gagnrýnin á Matthias Staksteinar Morgunblaðsins bera sig upp undan þvi i gær að Matthias Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, hafi að ósekju verið sakaður um undanláts- semi i landhelgismálinu, og þykir staksteinahöfundi þetta mikil býsn, enda hafi Lúðvik Jósepsson staðið að gerð samn- ingsins viö breta á sinum tima. Ljóslega hefur komið fram i viðtölum við Matthias að hann telur að semja eigi á ný við stór- þjóðir um heimildir til veiða i fiskveiðilögsögunni. Það er að visu rétt að fyrirfram er ekki vitað, hver niðurstaða þeirra samninga verður. Miðað við reynsluna i fyrri landhelgis- samningum undir stjórn Sjálf- stæðisflokksins og þeirri samn- ingabjartsýni, sem lýsir sér i yfirlýsingum breta að undan- förnu, getur það varla talist goðgá að búast ekki við miklum árangri. Alþýðubandalagið ber fulla ábyrgð á samningunum við breta. Undan þvi verður ekki vikist, en skylt er að hafa það i huga að það var Ólafur Jóhann- esson, forsætis- og dómsmála- ráðherra, sem með Lundúnaför sinni á fund Heaths, samdi upp á eigin spýtur um frið, og snið- gekk meðstjórnarflokkana. Al- þýðubandalagið mótmælti þess- ari aðferð, en taldi að athuguðu máli ekki efni til þess að rjúfa vinstri stjórnina vegna ágrein- ings i þessu máli, enda margt ó- unnið á öðrum sviðum sam- kvæmt málefnasamningi vinstri stjórnarinnar. Það var einnig mikils virði að i samningnum fólst viðurkenning breta á rétti okkar til yfirráða yfir 50 milun- um. (Hvernig skyldu stak- steinar vitna i þessa máls- grein?). Framkvæmd samninganna hefur einnig verið i höndum Ólafs Jóhannessonar, dóms- málaráðherra, bæði I tið vinstri stjórnarinnar og nú. Hendur skipherranna á gæsluskipunum hafa verið rækilega bundnar og sú aðferð ,,að stugga” einungis við landhelgisbrjótunum hefur reynst vita gagnslaus. Bretar hafa fiskað um allan sjó og um 60% afla þeirra hér við land ertalinn ókynþroska smáfiskur. Það var ein af ástæðum þess að Alþýðubandalagið féllst á bráðabirgðasamkomulagið við breta að sá skilningur var rikj- andi, að ekki kæmi til greina að framlengja samninginn er hann rynni út 13. nóvember i ár. Núverandi rikisstjórn virðist hinsvegar staðráðin I að gera það. Og varla væru bretar svona glaðbeittir, ef þeir þættust ekki fullvissir að veiðar þeirra yrðu aðeins takmarkaðar að litlu leyti. Reynslan hefur sýnt okkur að það er allsendis ómögulegt að halda uppi landhelgisgæslu, ef hólfakerfið, með einstökum 'hólfum allt upp i landssteina á að ráða áfram. Þessvegna væri skynsamlegast að nota tækifær- ið með útfærslunni i 200 milur til þess að banna allar veiðar út- lendinga innan 50 milna og ganga einungis tilsamninga um veiðar erlendra þjóða milli 50 og 200 milna. Þetta er lika eina leiðin til þess að takmarka heildarafla- magnið á islandsmiðum á þann veg sem fiskifræðingar telja nauðsynlegt til þess að við get- um veitt samkvæmt þörfum okkar i náinni framtið. Til þess þurfa fiskistofnarnir frið til að þróast og vaxa. Og að endingu. Matthlas Bjarnason er ekki hafinn yfir alla gagnrýni. Hann er allavega aðgerðarlausasti ráðherra þessarar dæmalausu rikis- stjórnar okkar. Kvenhylli Vilhjálms í hœttu Eins og fram kemur I viðtali við Elisabetu Gunnarsdóttur i blaðinu i gær hafa stjórnvöld sýnt kvennaárinu dæmalaust á- hugaleysi og girt fyrir allt undirbúningsstarf með seinlæti og tómlæti. Þá hefur fé til ráð- stefnuhalds og funda verið skor- ið niður um helming, og ljóst að stórhalli verður á þvi fyrirtæki. Nefndin sem stjórnin skipaði ekki fyrr en á miðju kvennaári og starfa á til áramóta getur vegna fjárskorts ekki ráðið sér starfsmann. Og sendinefndin sem fór á Sameinuðu þjóða ráð- stefnuna i Mexikó fékk ná- kvæmlega engan undirbúnings- tima. Það er þvi ekki að ósekju að talað er um það á kvennaráð- stefnunni á Hótel Loftleiðum að skömm Vilhjálms Hjálmars- sonar, menntamálaráðherra, muni vera uppi, meðan kvenna- árið er i minnum haft. KGB-húsmóðirin og kvennaárið Framlag húsmóðurinnar við- frægu I Velvakanda (sem við eldhúsvaskinn hefur aflað sér sérþekkingar i málefnum so- vésku leyniþjónustunnar KGB) til kvennaársins, felst i þessum orðum i pistli um CIA og KGB i Velvakanda i gær: I „Það þýðir litið að vera að tala um frið, ef fyrirtæki eins og KGB á að starfa áfram i öllum löndum. Fyrst er að útrýma kommún- ismanum, sem engin mann - réttindi leyfir — og siðan er hægt að heimta jafnrétfi kynj- anna. Húsmóðir” Væri ekki ráð að fá CIA til þess að gera i eitt skipti fyrir öll út af við kommúnismann svo að við fáum jafnrétti. Þeir hjá CIA ku i öllu falli vera lagnir við að slátra þjóðhöfðingjum. Engin filing Astkæra, ylhýra málið er ekki nógu þjált fyrir islensku popp- arana. Það er ekki rfögu mikil filing i þvi, og það kemst ekki nógu klós. Þessvegna yrkja þeir á heimstungunni — ensku. „Það er eins gott”, sagði málvöndun- armaðurinn, vinur minn, um daginn. Siðan dró hann fram Heimilis-Timann og las textann við lagið, sem sumir kalla þjóð- söng búðdælinga og heitir „Heim i Búðardal”. Þar stend- ur þetta meðal annars: Er ég kem heim i Búðardal, biður min brúðaval og ég veit þar verður svaka partí. Býð ég öllum úr sveitinni. Langömmu heitinni hefði vist þótt veislunni margt i. Þegar vann ég i Sigöldu, meyjarnar mig vöidu til þess að stjórna sinum draumum En nú fer ég til Búðardals beint heim til kerlu og karls, sem af gleði tárast í taumum. Og nú er manni sagt að ekki liði á löngu þar til pop-siður dagblaðanna verði skrifaðar á ensku. Blessaðir strákarnir eru alveg að gefast upp við að tjá sig á móðurmálinu. —EKH . OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.