Þjóðviljinn - 21.06.1975, Síða 5
Laugardagur 21. júni 1975. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5
af ertendum vettvangi
Enginn sér Indiru bregða, þóttsyrti I álinn. Hér er hún með stuðningsmönnum eftir að dómurinn
hafði verið kveðinn upp gegn henni.
Endalok Indiru
framundan?
Það hallar ört undan fæti fyrir
Indiru Gandhi, forsætisráð-
herra Indlands. i heimaríki
hennar, Uttar Pradesh, var hún
dæmd sek um brot á kosninga-
lögununt við siðustu þingkosn-
ingar, og þeim dómi fylgdi fast
á eftir hroðalegur ósigur I kosn-
ingunum til fylkisþingsins I
Gujarat, fylki sem talið hefur
verið citt sterkasta vigi Þjóð-
þingsflokksins, flokks Indiru.
Þar gerðu fimm stjórnarand-
stöðuflokkar, sem annars eru
ekki vanir að geta komið sér
saman um eitt eða neitt, banda-
lag mcð sér og fengu samanlagt
nokkru flciri þingsæti en Þjóð-
þingsflokkurinn. Talið er liklegt
að fyrst þetta gekk svona vel
muni andstöðuflokkarnir ieika
sama leikinn i næstu þingkosn-
ingum fyrir allt landið, sem eiga
að fara fram fyrir fyrsta febrú-
ar næsta ár, og eins og horfurn-
ar eru nú, má Indira fara að
biðja fyrir sér með tilliti til
þeirra kosninga.
Sumir stjórnmálafræðingar
eru þegar farnir að spá þvi að
þessi áföll muni leiða til enda-
loka Indiru sem stjórnmála-
manns og upplausnar Þjóð-
þingsflokksins, sem setið hefur
að völdum i Indlandi allt siðan
það varð sjálfstætt fyrir tuttugu
og átta árum. Flokkur þessi var
upphaflega stofnaður með það
sem höfuðmarkmið að Indland
yrði sjálfstætt riki, og hug-
myndafræðilega séð hafa
flokksmenn alltaf verið næsta
sundurleitir. Þau öfl i flokknum,
sem þó hafa ráðið mestu frá þvi
að landið varð sjálfstætt, eru
annarsvegar stétt atvinnurek-
enda og kaupsýslumanna en
hinsvegar flokksstarfsmenn og
embættismenn, sem eiga frama
sinn undir flokknum. Segja má
að þessar tvær stéttir eða
starfshópar séu hinir nýju furst-
ar Indlands.
Lærisveinn Mahatma
Indira hefur til þessa haft bet-
ur en allir hennar andstæðingar
i innanlandsstjórnmálum og
sýnt sig i að bera langt af þeim
flestum i klókindum og við-
bragðsflýti. Þar að auki hefur
hún verið lagin við að afla sér
fjöldavinsælda með hinum og
þessum vellukkuðum ævintýr-
um á alþjóðavettvangi, og ber
þar helst að geta striðsins gegn
Pakistan 1971, sem leiddi til
þess að Austur-Pakistan varð
Bangladesj.
Nú þykjast andstæðingar
hennar hinsvegar loksins eygja
góða möguleika á að klekkja á
henni. 1 andstöðunni hefur und-
anfarið borið hvað mest á
tveimur aðilum. Annarsvegar
er hinn svokallaði Gamli Þjóð-
þingsflokkur, sem klofnaði
hægra megin frá Þjóðþings-
flokknum eftir að upp úr sauð
millihans og Indiru 1969. Marg-
ir eldri flokksbroddanna eru þar
i liði. Annarsvegar er svo 78 ára
gamall lærisveinn Mahatma
Gandhis, Jayaprakash Naray-
an, sem hefur verið liðsoddur i
mikilli áróðursherferð gegn
stjórninni vegna spillingar
hennar. Narayan, sem helst
hefur haft sig i frammi i Norður-
Indlandi, hefur náð gifurlegu
fylgi meðal almennings. Hann
gengur berfættur og lifir mein-
lætalifi og þykir minna um
margt á meistara sinn gamla.
Botnlaus spilling
Það er hinsvegar flestra mál
að það, sem Indira var dæmd
fyrir i hæstarétti Uttar
Pradesh, séu smámunir einir.
Það var raunar ekki annað en
það, að hún hafði notað opinbera
embættismenn eitthvað smá-
vegis i kosningabaráttunni og
fengið til hennar lánað eitthvað
af Utbúnaði, sem tilheyrði
fyikisstjórninni. Hér er
aö visu um misferli að ræða, en
það eru hreinir smámunir mið-
að við þá botnlausu spillingu,
sem viðgengst i stjórnmálum og
efnahagsmálum Indlands. Og
það er vitneskjan um þá spill-
ingu, samfara vaxandi efna-
hagsörðugleikum og hungurs-
neyð öðru hvoru af völdum
þurrka á vissum svæðum, sem
vakið hefur þá öldu þjóðarreiði,
sem nú ris gegn Indiru Gandhi
og Þjóðþingsflokknum. Sú reiði
beinist fyrst og fremst gegn for-
sætisráðherranum vegna þess
að hún hefur ekki haft getu eða
vilja til að koma fram nokkrum
verulegum umbótum i þjóðfé-
lags- og efnahagsmálum og ekki
heldur til að gera Þjóðþings-
flokkinn umbótasinnaðri. Á hinn
bóginn hefur mörgum þótt
Indira sýna vaxandi tilhneig-
ingu til að beita valdi sinu á ó-
hlutvandan hátt.
Stuðningur frá
Kommúnistaf lokknum
Það er óneitanlega nokkur
hughreysting fyrir Indiru að
tveir stjórnmálaflokkar i land-
inu veita henni eindreginn
stuðning, þaðeraðsegja hennar
eigin flokkur og svo Kommún-
istaflokkur Indlands. Kommún-
istaflokkurinn hefur fordæmt á-
róðurinn gegn Indiru sem ,,her-
ferð afturhaldsafla”, og þar
hafa kommúnistar nokkuð til
sins máls, þvi að sumir and-
stöðuflokkanna, svo sem Gamli
Þjóðþingsflokkurinn og Jana
Sangh, eru til hægri við Þjóð-
þingsflokkinn og alveg ákveðið
ekki til þess liklegir að laga
neitt af þvi, sem miður hefur
farið hjá núverandi stjórn.
Þessi afstaða Kommúnista-
flokks Indlands stafar trúlega
sumpart af þvi að flokkurinn er
með moskvusinnaðasta móti,
eftir þvi sem nú gengur og ger-
ist um kommúnistaflokka.
Afstaða Sovétríkjanna
Og hvað Sovétrikin snertir, þá
óska þau þess áreiðanlega ekki
að Indira hverfi af sviðinu. I niu
ára stjórnartið hennar hefur
vinsemd og samvinna Indlands
og Sovétrikjanna farið stöðugt
vaxandi, og þykir Sovétrikjun-
um það skipta meginmáli vegna
itaka þeirra á Indlandshafs-
svæðinu. Af þeim orsökum hafa
bæði Bandarikin og Kina hins-
vegar frekar horn i siðu Indiru.
Þessi tvö stórveldi geta þar
raunar að verulegu leyti sjálf-
um sér um kennt, ekki sist
vegna þvermóðskulegs stuðn-
ings sins við Pakistan á sama
tima og stjórn þess lét fremja i
Bangladesj hroðalegustu striðs-
glæpi frá lokum siðari heims-
styrjaldar.
Að öllum likindum fer mál
Indiru fyrir hæstarétt sam-
bandsrikisins, þar sem mála-
reksturinn getur tekið nokkur
ár. En hvað sem þvi liður, er út-
litiö þannig núna að vel getur
svo farið að næstu almennar
þingkosningar i Indlandi þýði
endanlegan ósigur Indiru
Gandhi sem stjórnmálamanns.
—dþ
Námskeiðs-
hald og þing
eru efst á baugi
hjá Bandalagi
íslenskra
leikfélaga i
sumar
Bandalag íslenskra
leikfélaga hefur aðsetur
að Skólavörðustig 12. Þar
ræður ríkjum Helga
Hjörvar, og á dögunum
lögðum við leið okkar
þangað og spurðum hana
frétta af starfsemi BIL.>
— Það er námskeiðahald sem
erefst á baugi hjá okkur núna. t
siðustu viku héldum við i sam-
vinnu við Þjóðleikhúsið nám-
skeið fyrir leikmyndateiknara
og leikstjóra áhugaleikfélaga
hér i Þjóðleikhúsinu. Þar voru
kenndar ýmsar nýjungar i
sviðstækni og einnig hvernig
nýta má betur þann búnað sem
fyrir hendi er i félagsheimilum
landsbyggðarinnar. 1 þessu
námskeiði tóku þátt niu áhuga-
leikarar af landsbyggðinni og
leikstjórar sem starfað hafa úti
á landi á vegum BtL en Þjóð-
leikhúsið lagði til húsnæði og
kennslukrafta.
Góður gestur
frá Svíþjóð.
— Á laugardaginn (i dag)
hefst svo i Reykholti námskeið i
brúðuleikhússtækni og brúðu-
gerð. Námskeiðið stendur i viku
og þátttakendur verða alls um
30, þ.á m. hópar frá Neskaup-
stað og tsafirði, en á fyrrnefnda
staðnum er fyrirhugað að stofna
brúðuleikhús á næstunni. Auk
þessara hópa verða þarna
myndlistarkennarar, leikarar,
leiklistarnemar og áhugaleikar-
ar. Leiðbeinendur á námskeið-
inu verða held ég allir þeir sem
unnið hafa að brúðuleikhúsi hér
á landi fráþvi Jón E.Guðmunds
son hóf störf að þessu fyrir
rúmum 20 árum.að honum með-
töldum. Auk hans verða þarna
þær Bryndis Gunnarsdóttir,
Erna Guðmarsdóttir, Hallveig
Thorlacius og Helga Steffensen
úr Leikbrúðulandi og Þorbjörg
Höskuldsdóttir listmálari sem
vann með þeim. Þá munu þær
Guðrún Svava Svavarsdóttir og
Messiana Tómasdóttir sýna
brúður sem þær hafa gert. Sið-
ast en ekki sist fáum við á nám-
skeiðið sænska leikbrúðumann-
inn Michael Meschke en hann
rekur Marionetteatern i Stokk-
hólmi og kom með það hingað á
Listahátið 1970. Meschke er ný-
kominn úr kennslu- og sýning-
arferðalögum um Asiu og
Suður-Ameriku en i haust mun
hann taka við starfi rektors við
nýjan rikisleikbrúðuskóla i Svi-
þjóð. Hann verður á námskeið-
inu hjá okkur i tvo daga.
— Þetta námskeiðshald okk-
ar i Reykholti er styrkt af
menntamálaráðuneytinu og er
nokkurs konar undanfari sam-
norræns brúðuleikhúsnám-
skeiðs, sem haldið verður hér á
landi næsta sumar á vegum
sambands norrænna áhugaleik-
félaga, NAR. Ég tel þessi nám-
skeið i brúðuleikhúsi vera mjög
gagnleg þvi brúðuleikhús opna
félögunum meiri möguleika á
að hafa sýningar fyrir börn en
þau hafa viðast orðið útundan.
— Loks munu BIL og Þjóð-
leikhúsið standa fyrir nám-
skeiði i ágúst i undirstöðuat-
riðum leikstjórnar þar sem
Stefán Baldursson verður leið-
beinandi. Þetta námskeið er
ætlað áhugafólki af landsbyggð-
inni og hefur þann tilgang að
gera þvi kleift að treysta á eigin
Rœtt við
Helgu Hjörvar
starfsmann BÍL
krafta i stað þess að verða alltaf
að leita til Reykjavikur eftir
leikstjórum.
Þing í Noregi
og Ameríku
— Af öðru starfi bandalagsins
má nefna að i april sl. fórum við
fjögur, auk min þau Jónina
Kristjánsdóttir frá Leikfélagi
Keflavikur formaður BIL.
Magnús Guðmundsson for-
maður Leikfélagasambands
Austurlands og Trausti Her-
mannsson formaður Litla leik-
klúbbsins á Isafirði, á ársþing
NAR sem að þessu sinni var
haldið i Lom og Skjak i Noregi,
NAR hefur þann sið að taka
fyrir eitthvert ákveðið umræðu
efni á hverju ársþingi, og að
þessu sinni var rætt um könnun
sem gerð var á menningarlifi
þessa staðar, Lom og Skják.
Þessi könnun var rædd i starfs-
hópum þannig að menn báru
saman ástand mála heima fvrir
og menningarlifið i bænum.
Einnig var mikið rætt samband
áhugaleikhúsa og atvinnuleik-
húsa. Kom fram að þessi tengsl
eru hvergi meiri en hér á landi
þannig að við gátum miðlað öðr-
um af reynslu okkar. A þvi sviði
eru námskeið eins og við erum
að halda ein frjóasta tegund
samstarfs, atvinnumennirnir
miðla sinni þekkingu til áhuga-
mannanna. Það vakti athygli
okkar hve mikið félögin á hinum
Norðurlöndum gera af þvi að
semja sjálf og setja upp leikrit
um ákveðin efni, gjarnan úr eig-
in umhverfi. Til dæmis sáum við
leikrit sem ungmennafélagið á
staðnum hafði gert um sögu
bæjarins en við samningu þess
nutu þau aðstoðar gamals
skólastjóra af staðnum-.
— Loks má geta þess að þessa
dagana stendur yfir þing og
leikhúshátið alþjóðasambands
áhugaleikhúsa, IATA, i Banda-
rikjunum. Viðhöfðum þvi miður
ekki efni á að senda þangað
leikflokk en Jónas Arnason sem
sæti á i stjórn BIL og einnig
IATA, situr þingið fyrir okkar
hönd.
—ÞII