Þjóðviljinn - 21.06.1975, Side 6

Þjóðviljinn - 21.06.1975, Side 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. júni 1975. Laugardagur 21. júni 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 JJ 10 stunda vinnudagur algjört lágmark" „Ég held að við hjá Bæjarút- gerðinni séum með þeim siðustu sem sagt var upp vegna togara- verkfallsins og þó eru núna komnar rúmar 7 vikur siðan kauptryggingin rann út,” sagði Lára Þórðardóttir i samtali við Þjóðviljann. „Þú getur trúlega imyndað þér að ástandið er orð- ið ansi erfitt hjá sumum; sumar kvennanna sem vinna i fiskin- um eru e.t.v. einstæðar mæður með börn á framfæri og það hlýtur að vera erfitt fyrir þær að láta enda ná saman.” — Hefur þú unnið lengi i frystihúsi? — Já, blessaður vertu, fleiri fleiri ár. Þó vantar mikið upp á að ég hafi unnið lengst af þeim sem ég þekki, þær eru margar með 25-35 ára starfsreynslu. Allt þetta fólk verður þó að sætta sig> við það að fá uppsögn með að- eins viku fyrirvara og þurfa siðan að vera atvinnulaust þar til úr rætist. Engin af þeim kon- um sem ég þekki hefur getað fengið sér aðra vinnu á meðan togaradeilan hefur staðið. Enda er óneitanlega hart fyrir fólk sem búið er að sérhæfa sig i þessari vinnu i áratugi að þurfa að leita sér að annarri vinnu og þurfa siðan að byrja allt upp á nýtt. — Þið hafið ekkert starfs- aldursmat? — Nei, við þurftum i gamla daga að vinna i 2 ár til að fá öll þau réttindi sem við höfum eins og t.d. veikindadaga, sumarfri og þ.h. Einnig fengum við 4% hærra kaup eftir þennan tima. Nú þarf ekki nema ár til að öðlast réttindi, en hins vegar missum við þau ef við ráðum okkur i annað frystihús. Þá þurfum við að vinna i 6 mánuði áður en réttindin fást aftur!! — Er ekki oft langur vinnu- timi hjá ykkur? — Hann er iðulega ekki minna en 10 timar og oft meira. Það er enda ekki hægt að lifa af dag- vinnunni einni,og frystihúsafólk þiggur alltaf alla þá yfirvinnu sem gefst. Maður er þvi oft þreyttur að loknum vinnudegi og það hlýtur að vera erfitt að þurfa siðan e.t.v. að vera einn um heimilishald fyrir sig og börn sin að loknum 10-12 stund- um i frystihúsinu. ” 'I V ' Wmmm L6* ,• U ""Í'V Þeir leggja væntanlega á miöin fljótlega þessir Tómur vinnusalur I einu frystihúsa borgarinnar. Frystihúsiö í Kópavogi: Stöðug vinna fastráðinna starfsmanna Hjá Frystihúsinu i Kópavogi hefur verið hægt að halda fastráðnu starfsfólki i svo til stöðugri vinnu og hefur ekki þurft að gripa til uppsagna. Rætt var við Guðrúnu Sigurðardótt- ur, sem er ein fastráðinna kvenna við frysti- húsið: — Hvað eru margar f astráðnar konur hjá ykkur? — Ég gæti trúað að við séum rúmlega 15 sem er- um fastráðnar og höfum haldið okkar vinnu og kauptryggingu óskertri. — Nóg að gera þrátt fyrir togaraverkfallið? — E.t.v. ekki nóg, en okkur hefur a.m.k. ávallt verið útveguð einhver vinna þannig að ekki hefur þurft að segja fastráðnum konum upp. Annars hef- ur yfirleitt verið nóg af fiski fyrir okkur að vinna við og kemur það til af því að frystihúsið á sjálft báta sem gerðir eru út frá Sandgerði og viðar. Togaraverkfallið hef ur því ekki hafttiltöluleg áhrif á þette. f rystihús og lausráðið fólk hef ur unnið tölu- vert siðustu mánuðina. — Þið vinnið þá eingöngu í fiski? — Nei, því er ekki að neita að við höfum farið í hreingerningar, þegar annað hefur ekki verið að gera,en okkur var sagt að við það væri ekkert að at- huga. Við ræddum við okkar verkalýðsfélag um réttmæti þess að setja okkur í hreingerningar og var okkur tjáð að ekki væri hægt að amast við því. Annars hefur fiskur verið nægur nema fyrst eftir að séð var fram á allsherjarverkfall. Bátarnir voru þá ekki sendir út og um tíma f ór ástandið úr skorð- um en nú er allt komið aftur í eðlilegt horf. — Einhver yfirvinna? — Nei, það er ekki mikið. Þó stafar það trúlega ekki neitt frekar af togaraverkfallinu þvi yfir vinna hefur verið lítil í allan vetur. Undanfarin ár hefur yfirvinna verið mikiþen sl. haust minnkaði hún skyndilega niður í næstum því ekki neitt. Geysilega erfitt ástand hjá starfs- fólki ífrystihúsum Þegar þessi orð eru skrif uð, þann 19. júní, eru liðnir 72 dagar frá því verk- fall á stóru togurunum hófst. Það var 9. apríl sl. sem togaraf lotinn stöðvaðist og það er fyrst í dag að fréttir berast um að eitthvað hafi rofað til í samningamálunum og að samningar séu e.t.v. á næsta leiti. Ljóster þóað langur tími mun líða þar tii fiskur kemur á ný í frystihúsin, togararnir eiga eftir að fara út á mið og síðan aftur til hafnar áður en verkafólk í frystihúsunum fær at- vinnu sína á ný. Engum dylst að afleiðingar þessa langa verkfalls eru miklar og alvar- legar. Starfsfólki frystihúsanna var öllu sagt upp um leið og séð var f ram á verkef naskort,en sem kunnugt er þarf ekki að segja fastráðnu starfsfólki upp nema með viku fyrirvara. í þessa tæpu 3 mánuði sem verkfallið hefur staðið hafa atvinnuleysisbæturnar einar orðið að nægja til að framf leyta margri f jölskyldunni en þær eru yfir- leitt á milli sex og átta þúsund krónur á viku. Hundruðum kvenna var sagt upp vinnu er verkfallið skall á og hafa þær flestar verið á atvinnuleysisskrá síðan. Aðeins á Akureyri misstu rúm- lega 500 manns atvinnuna vegna verk- fallsins. Hér í opnunni birtast viðtöl við tvær konur, sem báðar hafa unnið í frysti- húsum í langan tíma. Aðstaða þeirra er þó ólík; önnur missti vinnuna strax, en hin er svo heppin að vinna i einu af fáum frystihúsum landsins sem ekki hafa stöðvast um leið og togaraflot- inn. Fimm togarar liggja hér við landfestar. Togaraverkfallið

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.