Þjóðviljinn - 06.07.1975, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. jlill 1975.
„Mér
hefur aldrei
liðið betur
en einmitt
„Hefurðu heyrt nýju White
Bachmann Trio plötuna?”
New Morning
„Já, ég hafði „New Morning”
með, það er B-hliðin. Þetta er
upptaka, sem við gerðum fyrir
löngu, svo þegar ég fór að
blanda saman upptökum, ákvað
ég að taka upp raddirnar aftur, og
reyna að notfæra mér raddböndin
út i ystu æsar. Ég er með nokkurs
konar óperusöngstil i þvi, þ.e.a.s.
þannig raddbeitingu, nota mina
dýpstu rödd. Þetta kann að
hijóma einkennilega I fyrstu, en
ég er mun ánægðari með þetta
svona.”
Þessi plata er með þér, Tómasi
Tómassyni og Preston?
„Fyrstu upptökurnar eru
reyndar með Sigurði Karlssyni á
trommum, en eftir að Tómas
gekk til liðs við Change, fannst
mér eins og ég væri að reyna að
splundra þeim, svo ég tók Preston
inn i trióið, sem er mjög góður
vinur minn. Liklega verð ég lika
með nýjan bassaleikara næst,
John Gilding, sem var með mér i
Flash.
Hinum megin er svo „All Hands
On Deck”, sem er gjörólikt að
hljómum og uppbyggingu. Þar
syng ég tveim áttundum ofar, og
beiti röddinni allt öðru visi, ég
kreisti út úr mér það óliklega,
nokkuð sem ég hélt mig ekki fær-
an um. Syng kannski niður i
dýpstu áttundina og lengst I hina
áttina. Ég er svona að prófa mig
áfram. Þessi plata gefur góða
mynd af þvi sem ég hef verið að
gera áður og svo kemur önnur
White Bachman Trio plata i
ágúst, og lögin þau heita „Where
Were You” og „Moving On”.
White Bachman Trio nafnið
kom upp, þegar við unnum að
upptökum á „Sumri i Sýrlandi”.
Stuðmennirnir eru mjög frjóir og
húmorískir menn. — Ég eyddi nú
æsku minni á Hvitarbökkum I
Borgarfirði og River Band átti
t.d. fyrst að heita White River
Band, en svo setti ég þetta trló á
laggirnar og Stuðmenn stungu
upp á White Bachman Trio.
Þannig geri ég átthögunum llka
einhver skil. Þarna á Hvitárbökk-
um fékk ég minn fyrsta tónlistar-
lega innblástur, er ég spilaði
sálma, þjóðlög, Islensk og Kinks
lög á harmonium-orgelið i stof-
unni. „Sunny Afternoon”, það var
uppáhaldslagiö mitt.”
Ertu búinn að spila lengi með
Long John?
„Ja, við byrjuðum að spila
saman fyrir tveimur árum fyrst
og höfum haldiö kunningsskap
siðan og búum reyndar I sama
húsi eins og er. John er mjög ró-
legur I tiðinni, og langar ekkert til
að verða poppstjarna aftur, bara
að gera góða hluti. Eftir að ég var
búinn að ganga I gegnum allar
þessar hljómsveitir I Bretlandi,
Merlin, Peter Banks Flash og
Kevin Ayers, og heilmikið af
stúdióvinnu með hinum og þess-
um, þá fann ég að mig langaði að
spila þá tónlist, sem ég hafði
spilað með Long John þarna fyrir
tveimur árum, þvi hún er sú lang-
heilsteyptasta og hreinasta tón-
list, sem ég hafði komið nálægt.
Baldry hefur lika haft geysimikil
áhrif á breskt rokk yfir höfuð
(t.d. Rod Stéwart og Elton
John). Hljómsveitin þarna fyrir 2
árum var sú mesta fullnæging,
sem ég hef fengið þangað til nú.
Megin uppistaðan var 4-manna
hljómsveit sem hét 747, plús
Rabbit og Sam Mitchell og 3 söng-
konur. Svo ákváðum við John að
koma á laggirnar þessari hljóm-
sveit, af þvi að við þekktum nú
þessa músikanta sem voru svona
sterkastir I bransanum og alla-
vega þrir af strákunum höfðu
spilað með John þegar ég var
með Kevin Ayers. Nú, okkur hef-
ur gengið ágætlega i Englandi
þennan stutta tima siðan hljóm-
sveitin var stofnuð. Otgáfufyrir-
tæki I Englandi hafa sýnt þó
nokkurn áhuga og við höfum sýnt
áhuga á móti, þvi að Baldry er
eiginlega fasturhjá GM Records,
sem gáfu út siðustu LP plötu
hans, sem er hræðilegt fyrirtæki.
John verður sem sagt bara með-
limur i River Band og við semjum
um útgáfur á plötum undir nafni
hljómsveitarinnar. En svo verður
John lika að standa við sina
samninga og gefa út „sóló” plötur
fyrir GM. Nú, og svo mun ég
halda áfram aö gefa út minar sóló
plötur og hinir ef þeir kæra sig
um, en River Band verður nr. 1.
Jóhann G. Jóhannsson „What’ ’ya
Gonna Do” / „lcelandic Airlines”
Sun Records/no. 003
Fyrir um það bil tveimur vik-
um kom út litil plata með Jó-
hanni G. Þessi plata inniheldur
besta lagið af stóru plötunni
„Langspil”, „What’ya gonna
do”, mjög fallegt lag. „Ice-
landic Airlines” er nýja lagið.
Það er ekta bakhliðarlag, frem-
ur persónulitið og likt Change
hljómnum, t.d. „Hit Record”.
Þessi plata væri gefin út I USA
eða Englandi til þess að auka
sölu á stórri plötu. Hér er þvi
tæplega fyrir að fara, þar sem
stórar plötur eru ekkert siður
spilaðar i útvarpinu. „Icelandic
Airlines” er svo miklu slappara
en allt það efni sem á „Lang-
spil” er, enda nokkuð góð LP
plata það. En sem sagt ,A-hliðin
er góð.
t næsta sunnudagsblaði verða
islenskar hljómplötur svo loks
gagnrýndar. Það hefur safnast
saman smá bunki af islenskum
plötum, flestum góðum, en meö
undantekningum þó.
Ástæðan fyrir þvi, að John var
ekki með okkur á þriðjudags-
kvöldið, er sú, að við erum að
gera kvikmynd fyrir Paramount,
þar sem við æfum og spilum.
Myndin er gerð fyrir sjónvarp.Við
ætluöum varla að komast hingað
vegna þessa þvl þeir voru með
samninga og töldu sig ekki hafa
fengið nóg til þess að vinna úr.
John bjargaði þessu með þvl að
lofa að fljúga út til Englands einn
dag og tala inn á mynd, um popp
bisnissinn almennt.”
Segðu mér eitt. Hvað er
„producer”?
„Þegar hljómsveit kemur t.d.
inn i stúdió i fyrsta sinn, stúdió
sem kostar kannski 15 þúsund á
timann, sem er algengt I Eng-
landi núna, þá er ómögulegt fyrir
menn að standa ráöalausir og
eyða tima i að finna út hvernig á
að stilla o.s.frv. Upptökustjóri,
liklega besta Islenska orðið yfir
þetta, gefur ráð um hvernig eigi
VIÐTAL VIÐ
JAKOB
MAGNÚSSON
Jakob Magnússon er á margan hátt merkilegur
naður. Við þekkjum hann einna helst fyrir að
íann hefur verið nokkurs konar lykilmaður á bak
?ið Stuðmenn og svo fyrir að honum gengur vel i
ínglandi. Hann hefur lika stjórnað upptökum á
nörgum islenskum plötum og nú er hann hér með
iigin hljómsveit, sem i eru viðfrægar kempur,
illa vega einJLong John Baldry. Jakob hóf sjálfur
/iðtalið, sem hér kemur.
að taka upp, stilla, til þess að fá
vissan hljóm, útsetja og stjórna
hljóðfæraleik.
Stúdió-spil er ágætt til þess að
afla sér tekna, en ég er orðinn
þreyttur á slikri leigumennsku
svo ég ákvað að gerast minn eigin
herra og stofna eigin hljómsveit,
og gæti auk þess stússað i ýmsu
öðru. Mér hefur aldrei liðið bet-
ur en siðan ég tók þessa
ákvörðun. Allt sem ég hef áður
gert hefur I raun og veru verið
undirbúningur undir að geta verið
sjálfs mins herra.
Svo þegar ég er orðinn fjár-
hagslega sjálfstæður flyt ég heim
til að geta sinnt fleiri hugðarefn-
um svo sem Háskólanámi etc. Ég
er nú að koriia upp minu eigin
húsi I Englandi, svo að ég geti
bæði verið i Englandi og hér.
Þetta er hvort eð er stutt að
fara.”
Þess má að lokum geta að
White Bachman Trio verður með
tvölög á „Hrifum II”, sem kemur
bráðum á markaðinn, annað er
samiö af þeim öllum, en hitt heitir
„Saki”. White Bachman Trio
kemur svo hingað I lok júli og
dvelst hér I 3. vikur.