Þjóðviljinn - 10.07.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.07.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 10. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 af erlendum vettvangi sóknir séu bannaðar með lög- um. 1 sveitum beitir yfirstéttin hliðstæðum lögleysum sam- kvæmt þeirri meginreglu yfir- stétta kapitalismans að virða þvi aðeins eigin lög að það sé i samræmi við eigin hagsmuni. Nokkur ár eru siðan innleidd voru lög um umbætur i landbún- aðarmálum, einkum skiptingu stórjarða. Þau lög hafa stór- jarðeigendur haft að engu og beitt lögreglunni gegn þeim bændum, sem reynt hafa að reka réttar sins. Hafa allmargir bændur verið fangelsaðir og hlotið misþyrmingar i þeim á- tökum. Alþýðusamtök og skæruliðar eflast Þvi fer þó fjarri að kólomb- iskur almenningur hafi misst kjarkinn. Stéttarvitund bænda i landinu er með sterkara móti, sem sést á þvi að helstu bænda- samtök landsins ANUC hafa um tvær miljónir félaga og eru þau fjölmennustu i Rómönsku- Ameriku. Þeim hefur heldur en hitt vaxið fiskur um hrygg við umrædd lögbrot atvinnurek- enda og jarðdrottna, og sama er að segja um verkalýðsfélög. Jafnframt hefur stuðningur- inn aukist við marxiska skæru- liða, sem um langt skeið hafa haldið uppi baráttu gegn stjórnarvöldum og yfirstétt, hvort sem þetta hefur kennt sig við ihald eða frjálslyndi. Ein þrenn slik samstök eru nú við lýði i Kólombiu og hafa frekar færst i aukana upp á siðkastið. Þau eru Byltingarher Kólombiu (FARC), Þjóðfrelsisherinn (ELN), sem er sagður taka mið af kúbönsku byltingunni og Frelsisher alþýðunnar (EPL), sem sumir telja maóiskan. Þessi þrenn samtök hafa upp á siðkastiðhaft talsvert samstarf. t heimsfréttunum svokölluðu fer sjaldnast mikið fyrir Kólom- biu, sem þó er þriðja fjölmenn- asta rlki Suður-Ameriku — á eftir Brasiliu og Argentinu — með um 25 miljónir íbúa„Miklir efnahagsörðuglcikar, óstjórn og borgarastrið hafa gert að verk- um að þetta ríki hefur löngum verið máttlitið miðað við stærð. Af siðustu tíu árum hefur þar rikt hernaðarástand i ýmist öllu landinu eða hlutum þess i átta ár. Engu að siður þótti nokkrum tiðindum sæta er forseti lands- ins, Aifonso Lopez Michelsen, lýsti yfir hernaðarástandi i landinu öllu 26. júni sl. Tveimur vikum áður höfðu þrjú fylki ver- ið lýst I umsátursástand. Ástæðan til þess að ýmsum kom þetta á óvart er að Lopez forseti hefur verið talinn úr frjálslyndara armi borgara- legra afla i landinu. Samkvæmt erfðavenju, sem nær allt aftur til þess er hin spænskumælandi lönd Rómönsku-Ameriku rifu sig undan Spáni, hafa hægri- sinnuð stjórnmálaöfl i þeim heimshluta jafnan skipað sér i tvo arma, annan mjög ihalds- saman en hinn eitthvað frjáls- lyndari. íhaldssami armurinn átti upphaflega einkum fylgi sitt hjá stórjarðeigendum, en sá frjálslyndari meðal kaupsýslu- manna i borgum. í Kólombiu hefur þessi skipting verið sér- staklega rikjandi og áberandi. Umbótatilburðir og greiðasemi við ættingja Af Lopezi forseta er það auk heldur að segja að hann hefur haft i frammi þó nokkra tilburði i átt til umbóta, sem þetta sár- lega vanþróaða riki er i stórri þörf fyrir. Lofaði Lopez öllu fögru i þá átt þegar stjórn hans tók við völdum i ágúst i fyrra, meðal annars hét hann þjóðinni pólitisku lýðræði. Út á við sýndi hann einnig af sér nokkurn manndóm, meðal annars með þvi að hvetja til að rómönsk- amerisk riki stefndu að batn- andi sambúð við Kúbu, hvað sem Bandarikin segðu. Lopez naut tiltölulega mikils trausts vegna þess að svo var að sjá að hann hefði verið kosinn forseti á nokkuð svo lýðræðislegan hátt, eftir þvi sem hægt er að búast við i Kólombiu, þar sem kosn- ingasvik og baktjaldamakk telj- ast sjálfsagðar pólitiskar erfðir. Þannig gerðu ihaldið og frjáls- lyndir 1957 samning með sér um að skiptast áum að hafa forseta- embættið á hendi, og hafa þau helmingaskipti viðgengist lengst af siðan. Margir voru I upphafi stjórn- artiðar Lopezar svo bjartsýnir að halda að hann myndi gera eitthvað til að bæta úr mesta ófremdarástandinu i landbún- aðarmálum, húsnáeðismálum, félagsmálum og svo framvegis. En fljótlega sýndi sig að stjórn Lopezar var ekki i neinum meg- inatriðum frábrugðin fyrri stjórnum. Verulegrar spillingar gætti frá byrjun, sem meðal annars fólst i þvi að valdhafarn- ir úthlutuðu vinum og vensla- mönnum feitustu embættunum. Þessu háttalagi ævareiddust annarsvegar bændur og verka- menn, en hinsvegar ihaldið,’ hinir fyrrnefndu vegna þess að þeir voru sviknir um fyrirheitn- ar umbætur og ihaldið vegna þess að gæðingar þess misstu spón úr aski sinum vegna téðrar embættaveitingar. Yfir 20% verkamanna atvinnulausir að mestu eða öllu Svo skall oliukreppan yfir þetta vesalings land og spillti efnahag þess enn að miklum mun og rýrði kjör almennings. Verðbólgan rauk upp og at- vinnuleysið færðist i aukana, og hafði það þó áður verið meira i Kólombiu en nokkru öðru róm- ansk-amerisku landi. Er var- lega áætlað að um tiundi hluti vinnuafls landsins (um 800.000 manns) sé stöðugt atvinnulaus, og ivið fleiri hafa aðeins vinnu endrum og eins. Atvinnurek- endur hafa þverneitað verka- mönnum um launahækkanir til að vega á móti verðbólgunni og njóta til þess stuðnings rikis- stjórnarinnar. Þeim verka- mönnum, sem beita sér fyrir kjarabótum félögum sinum til handa, er purkunarlaust vikið úr starfi, þótt þessháttar of- Herforingjarnir hinir raunverulegu valdhafar Harðnandi viðnám alþýðu gegn gerræði og lögleysum stjórnarvalda og auðvalds hefur svo haft i för með sér harkaleg- viðbrögð af hálfu hersins, en herforingjar Kólombiu eru svæsnasta ihald og aldrei frekar en nú, þar eð herinn hefur ný- lega verið hreinsaður af frjáls- lyndari foringjum. Það er þrýstingur af hálfu herforingj- anna, sem olli mestu um það að Lopez forseti lýsti yfir umsát- ursástandi i landinu. i raun og veru þýðir þetta að völdin i landinu eru að mestu i höndum herforingjanna. Af þeim eru fremstir i flokki nýskipaður yfirhershöfðingi, Carlos Camacho Leyva, og varnar- málaráðherrann, Varón Valen- cia hershöfðingi. Siðan umsátursástandinu var lýst hefur ruddaskapurinn og lögleysurnar af hálfu yfirvald- anna að sjálfsögðu aukist. Um 5000 manns að minnsta kosti, fyrst og fremst framámenn i samtökum bænda og verka- manna, hafa verið handteknir. Það verður óneitanlega áhuga- vert að fylgjast með þvi, sem gerast kann i Kólombiu næstu mánuðina eða árin. Rómansk- Ameriskir skæruliðar i sveit og borg, sem berjast fyrir þvi að koma á mannsæmandi þjóð- skipulagi þar i álfu, hafa ekki haft heppnina með sér siðustu árin. Þeir hafa verið barðir niður af þrælvopnuðum herjum og lögreglusveitum rikisstjórn- anna, sem notið hafa þjálfunar bandariskra herforingja með nýja reynslu frá Vietnam og CIA. (Núverandi mánudags- mynd Háskólabiós, Etat de Siege, gefur mjög góða og raun- sanna hugmynd um þesskonar „tækniaðstoð”, sem Bandarikin veita rikisstjórnum sér hliðholl- um gegnum samtök eins og AID, „menningarstofnanir” og fleira af þvi tagi.) I Kolombiu eru alþýðusamtökin hinsvegar tiltölulega vel skipulögð og bar- áttukjarkur vopnaðra frelsis- hreyfinga er ekki á þrotum. Þar ^gæti þvi kannski tekist að snúa vlh’n upp i sókn. dþ. í fátækrahverfi I Bogotá, höfuðborg Kólombiu. Eins og I svo að segja öllum löndum Rómönsku-Amerlku — að Kúbu undanskilinni — er þjóðfélagslegt misrétti gifurlegt I Kólombiu og mikill þorri iandsmanna býr stöðugt við sáran skort á brýnustu lifsnauðsynjum, menntun og heilbrigðisþjónustu. Herlög í Kólombíu Gunnar Mikkelsen og Irma Jensen. Danskur listaverkasafnari Vill gefa íslendingum 3-400 sígild listaverk Danskur lista verkasafnari, Gunnar Mikkelsen, hefur undan- farna daga dvalist hér á tslandi og rætt við ýmsa ráðamenn vegna málverkasafns, sem hann hyggst gefa islendingum. Við ræddum við Gunnar og sagði hann að hann ætti mikið safn sígildra listaverka og hefði hann i hyggju að gefa islendingum 3—400 myndir sem málaðar eru á 17., 18. og 19. öld. „Mér skilst að íslendingar eigi ekki mikið til af sigildum erlend- um verkum. Ástæðan til þess að ég vilgefa islendingum þetta safn er fyrst og fremst sú, að ég vil gefa vaxandi kynslóð islendinga kost á að komast i snertingu við sigilda list” sagði Gunnar. Hann hefur nú rætt við ýmsa ráðamenn hér i Reykjavik og einnig i Keflavik og á Húsavik, en honum er mjög i mun að lands- byggðin fái einnig að njóta góðs af þessari gjöf. „Mér hefur hvarvetna verið ákaflega vel tekið og ég hef hug- leitt að setjast hér að sjálfur, ef af þessu verður. Að sjálfsögðu geri ég ákveðnar kröfur, t.d. hvað snertir húsnæði. Mitt fyrsta verk- efni þegar heim kemur er að skrifa formlega greinargerð varðandi gjöfina til islenskra yfirvalda,” sagði Gunnar enn- fremur. Blaðið hafði einnig samband við Knút Hallsson i menntamála-; ráðuneytinu og sagði hann að ekkert væri hægt um þetta mál að segja, fyrr en fyrir liggur formleg yfirlýsing Gunnars varðandi gjöf- ina. Ennþá hefði aðeins verið rætt um þetta og engin afstaða yrði tekin fyrr en formlegt bréf hefði komið. Gunnar Mikkelsen fór til Kaupmannahafnar i gær ásamt konu sinni, Irmu Jensen, sem hér var með honum. Listaverkin sem Gunnar vili gefa Islendingum eru eftir ýmsa fræga málara. Þetta er eftir hollendinginn Jan Lievens, sem var vinur Rembrands, en málverkiðer málað um miðja 17. öld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.