Þjóðviljinn - 10.07.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.07.1975, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. júlí 1975. Fimmtudagur 10. júli 1975, ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Þannig var u'mhóri’s i ijörunni þar sem gjallhaugnum var ýtt iramaf. Eins og sjá má er litiö eftir ai gjalli í fjörunni, töluveröu magni var mokað aftur upp en stór hluti haföi einnig skolast burt og sjást álmolarnir i sjávarmálinu. Á myndinni sést einnig i efsta topp gjallhaugsins. i forgrunni eru álmolar sem lindir hafa veriö úrcgjallhaugnum, sem sést aö liluta til á miðri myndinni. Af stærð bilsins má sjá hve stór haugurinn er og var það hlutverk Atlantshafsins að skola gjallið í burtu frá álmolunum. ÁLVERIÐ „Við stefnum að gjör- nýtinguhráefnisins” Afskipti heilbrigðis- eftirlitsins af Álver- inu eru ekkióalgeng — Það verður ekki hjá því komist að árekstrar á milli heilbrigðiseftirlits og fyrirtækja séu nokkuð tíðir sagði Sveinn Guðbjartsson hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðarbæjar. Hlut- verk okkar er að hafa eft- irlit og það er því oft sem við þurfum að gera at- hugasemdir. Slíkt kemur fyrir í sambandi við Álver- ið, eins og önnur fyrirtæki, allt er þar stærra í sniðum en samskiptin eru þó ávallt vinsamleg segja hafnfirðingar en við eigum að venjast, og ill og samskipti okkar við því er ekki að neita að það fyrirtæki ávallt vin- ýmislegt hefur komið upp samleg. Við Sí*unr) ekki fyrir. — Er þetta i fyrsta sinn sem Skllmngur þeirra hjá Ál- Álverið hendir úrgangsefnum i verinu hefur þó verið mik- sjó? „Mistök” Álvers- manna, er þeir ýttu margra ára birgðum af úrgangsefnum i sjó út, til þess að láta öldumar skola óverðmætu efnun- um burtu, hafa vakið kurr meðal margra. Sl. mánudag var farið á vettvang, rætt við Ragn- ar Halldórsson og fleiri starfsmenn Álversins, sem leiddu ljósmyndar- ann góðfúslega um svæðið þar sem úrgang- inum var ýtt út þar til hafnfirsk yfirvöld stöðv- uðu framkvæmdir sl. föstudagskvöld. Ragnar sagðist harma að þessi verknaður hefði átt sér stað. Birgöir af úrgangsefnum sem safnast höfðu saman siðustu árin svo að hundruðum tonna skipti ollu Alversmönnum áhyggjum sem eðlilegt er. beim var bannað að losa þau i sjó, bannað að flytja þau i hauga, annars staðar en á eigin umráðasvæði, þannig að myndast hafði álitlega stórt fjall af gjalli, söltum og sú'ráli, auk ál- mola, sem lágu þar innan um. Sjórinn skyldi skola gjalli frá álinu Með þvi að ýta haugnum út i sjó átti að skola gjallið og söltin burt, svo að álið sæti eftir i fjörunni og hægt væri að tina það upp. Ekki mun þarna hafa verið um losun eiturefria að ræða, en sóða- skapurinn, sem af hlýst, olli þvi að lögreglan i Hafnarfirði og hér- aðslæknir báðu um að fram- kvæmdum yrði hætt og urðu ál- versmenn við þeirri ósk. í reglu- að stefnt væri að þvi að breyta vinnuaðferðunum þannig að af- gangsefni á borð við þessi yrðu alls engin. Fyrirhugað væri að gjörnýta efnið sem unnið væri úr enda væri það eina leiðin til að leysa vandamálin sem skapast hefðu vegna úrgangsins. Ragnar sagði að þótt gjörnýtingin næðist e.t.v. innan tiðar yrði reynt að tina verðmætin úr þessum gjall- haug áður en honum yrði mokað ofan I gryfju, sem Alverið lét gera á sinum tima fyrir eitruð úr- gangsefni. Sú gryf ja átti f upphafi eingöngu að taka við svokölluðum kerbrotum, sem eru eitruð, en þegar það var ákveðið á sinum tima voru gjallhaugarnir seldir úr landi, þannig að ekki þurfti að koma þeim fyrir annars staðar. Nú hefur sala þessa efnis hins vegar stöðvast algjörlega siðustu árin og hefur þvi gjallið hlaðist upp i haug, sem nú veröur settur niður I kerbrotagryfjuna. Allt í vinsemd — Hefur oft komið til árekstra milli ykkar og hafnfirskra yfir- valda? — Ég vil nú ekki kaila þetta á- rekstra, sagði Ragnar. Okkur hefurhins vegar verið bent á mis- tök sem við höfum reynt að bæta fyrir eftir bestu getu og hafa sam- skipti okkar við heilbrigðiseftir- litið ávallt farið fram i vinsemd og án átaka. Varðandi þetta sið- asta atvik voru framkvæmdir stöðvaðar, um leið og þess var óskað, og Grimur Jónsson hér- aðslæknir hringdi siðan i mig á laugardagsmorguniiin og bað um að reynt yrði að taka upp úr sjón- um aftur eins mikið magn og frekast væri unnt. Þegar Grimur hringdi hafði ég ekkert heyrt um þetta mál annað en það sem ég sá I Þjóðviljanum þennan morgun en ég lét ósk hans berast áfram, og var þegar hafist handa við hreinsun fjörunnar. Þvi verki er nú lokið og meira verður ekki gert I þessu máli annað en að vona að svona nokkuð komi ekki fyrir aft- ur. — —gsp — Fram til ársins 1969 var öll fjaran frá Straumsvik til Hafnar- fjarðar hálfgerður ruslahaugur. Þá var gerð reglugerð um að ó- heimilt væri að fleygja hvers kyns drasli eða úrgangi á fjöruna og siðan það var gert er mér ekki kunnugt um alvarlega misbresti þar að lútandi fyrr en nú. Eitt- hvað hefur að visu slæðst i sjóinn frá Alverinu i gegnum árin, spýtnabrak, þegar bryggjan var byggð, sót, gjall o.fl.en úr þessu hefur verið bætt jafnóðum, og þessi siðari ár hefur ástandið ver- ið fremur gott. — Hafa kerbrot lent i fjörunni? — Kerbrot hafa að einhverju leyti farið i sjóinn i byrjun verk- smiðjurekstursins en magnið var óverulegt. Eins fóru einhver ker- brot á öskuhaugana en slikt er nú algjörlega óheimilt enda er ekki vitað með vissu hvort efni geta si- ast þaðan I einhver vatnsból. — Hefur Alveriö haft áhrif á jurta- og dýralif? — Það er ekki vitað nákvæm- lega en innan tiðar verður ráðist I lífrikiskönnun á svæðinu kringum Alverið og þá mun málið allt skýrast. —gsp Kerbrotin eru úrgangsefni, sem setjast innan I áikerin og þarf að brjóta þau úr á nokkurra ára fresti. Þau eru eitruö og verða aö geymast í sér- stakri þró. Hér er verið að brjóta innan úr einu kerjanna og þarf eins og sjá má stórvirk tæki til þess verks. VONUMST ÞANNIG TIL AÐ LEYSA VANDAMÁL VIÐ LOSUN ÚRGANGSEFNA — SEGJA ÁLVERSMENN gerð eða samningi milli álvers og hafnfirskra heilbrigðiseftirlitsins er skýrt tekið fram að öll losun úrgangsefna I sjó sé stranglega bönnuð. Haugfé Verðmætin, sem liggja i þess- um haug, eru á að giska 30 miljónir króna, og sagði Ragnar „Engar kvartanir vegna Álversins” segja bændurnir á Álftanesi Til að heyra í bændum á Álftanesi var þrammað á nokkra bæi og spurt um áhrif Álversins á gróður- sprettu og búsmala. Var ekki annað að heyra en að bændurnir væru sáttir við Álverið að mestu, sögðu þeir að lítið sem ekkert væri um að úrgangur það- an sæist í f jörunum þeirra megin eða á f irðinum yf ir- leitt. Eru margir þeirra þó á grásleppu á vorin og fylgjast því nokkuð með sjávarmengun í firðinum. Þó kom fram að loftmengun er nokkur yfir Alftanesi þegar vind- átt sténdur yfir fjörðinn. Virtist þetta þó ekki hafa áhrif á búsmal- Grásleppukarlarnir á Alftanesi könnuðust ekki við veruleg vandamát vegna staðsetningar Aiversins beint á móti þeim. ann en hins vegar væri annarleg- ur litarháttur á kindum sem gengju á hrauninu i kringum Alverið. Aðspurðir sögðu Alftaness- bændurnir að fjörugróðurværi að visu mun minni nú en áður. Ekki vildu þeir þó kenna Alverinu einu um það, heldur fyrst og fremst þvi að hætt væri fyrir löngu að skera þang i eldiviö og um leið og þvi var hætt hefði fjörugróður minnkað ár frá ári. -gsp- Úlfar Þormóðsson, blaðamaður: Orstuttureftirmáli vegna vl-réttarhalda islensk tunga hefur verið rænd nokkrum orðum. Það má ekki iengur nota orð eins og mannvitsbrekka, fallkandidat, bitlingameistari svo ekki sé tal- að um Watergatevixil. Fyrir þessu er fallinn dómur. Enginn skyldi þó taka þessi orð svo, að undirritaður sé óánægður með þann úrskurð, sem dómari I borgardómi Rvik- ur felldi yfir honum á dögunum I vl-málunum svokölluðu. Siður en svo. Sá dómur var svo rétt- látur sem framast mátti verða samkvæmt gildandi lögum. Það eru hins vegar lögin, sem hafa kveðið svo á um, að m.a. fjögur upptalin orð megi ekki notast, i það minnsta ekki þegar rætt er um menn eða málefni. Málaferli þessi hafa sum sé leitt það i ljós, að fallir þú á prófi eða I kosningum og sért þar með fallkandidat, má ég ekki segja það við þig. Ef þú ert I fullu starfi og hefur fjölda launaðra aukastarfa, bitlinga, má ég ekki segja að þú sért bitl- ingameistari. Ég má ekki einu sinni dást að greind þinni, ef hún þá er ein- hver, og segja að þú sért hin mesta mannvitsbrekka! Þú get- ur fyrir vikið farið i mál við mig og fengið staðfest fyrir rétti að þú sért ekki það gáfnaljós, að þú risir undir nafninu mannvits- brekka og þar með fengið lög- gildingu á fávisi þinni. Það er akkúrat það, sem vl- réttarhöldin hafa m.a. sér til á- gætis: 12 menn hafa farið fram á það við dómstóiana i landinu, að þeir úrskurði þá ekki mann- vitsbrekkur. Dómstóll hefur orðið við þessu og veit ég ekki til annars, en þetta sé fyrsti hópur manna, sem fær dómsúrskurð, vel að merkja að eigin ósk, fyrir þvi að þeir i hópnum séu ekki vitrir menn, með öðrum orðum, að þeir séu vitleysingar, löggilt- Nú hafa 12 menn fengið löggildingu fávisku sinnar ir og dómsúrskurðaðir vitleys- ingar! Ég mun ekki lýsa hryggð yfir þessum úrskurði, en ósköp held ég að illa sé komið fyrir Háskóla Islands. Annað hafa þessi vl-réttar- höld leitt i ljós. Þjóðviljinn hefur birt nokkra kafla, valda af handahófi, af framburði vl-menninga fyrir réttinum: Talsmáta háskóla- borgara og prófessora. Voru kaflar þessir birtir orðréttir upp úr skjölum þeim, sem rétturinn ritaöi eftir segulbandsupptöku af yfirheyslum yfir þessum mönnum. Eins og lesendur muna af birtingu þessara kafla, þá var aðaleinkenni þeirra allra það, aðþessir menn eru algjörlega ó- færir um að tjá sig á móðurmál- inu. Hugsun þeirra er þoku- kennd, órökvis og samhengis- laus. Þetta eru þó menn, sem taka laun fyrir að tala, eru at- vinnukjaftaskar, eins og til dæmis prófessorarnir þrir. Manni verður á að hugsa, hvemig komið sé fyrir islenskri tungu, þegar svo er orðið, að langskólagengnir menn, menn, sem setiðhafa áratugum saman á skólabekk og siðan verið ráðn- ir til þess að miðla öðrum af visku sinni, geta ekki lengur tjáð sig á móðurmálinu og skilja reyndar svo li'tið i þvi, að þeir séu vitleysingar eftir allt þetta nám. Hvað er þá með alþýðu- fólk, sem aðeins hefur notið tak- markaðrar skólamenntunar? Samkvæmt þeirri kenningu, að menntun geri menn hæfari en ef þeir nytu hennar ekki, ætti öll alþýða þessa lands að vera mál- laus, sljó I hugsun og samsafn fávita. En nú veit ég að svo er ekki. Þetta vita sjálfsagt allir. Það tungutak, sem vinnandi fólk til sjávar og sveita notar dag hvern er lifandi og kjarngott mál, hugsun og rökfimi almenn- ings er ekki siðri nú en verið hefur og tjáningargetu islenska alþýðumannsins hefur aldrei verið ástæða til að draga i efa. En það eru mennirnir i turn- unum sem ekkert skilja né geta. Mennirnir, sem loka sig frá al- þýðunni vegna mikillætis sjálf sin, vegna þess þeir telja sig yfir aðra hafna, þeir verða orðlausir þegar þeim er ætlað að tala mál, sem lifandi er i landinu. Þetta er enginn nýsannleikur. En er ástæða til þess að ætla, að menn, sem hafa óskað eftir lög- gildingu vitleysis sins, hafi gert sér þetta ljóst? Það held ég ekki. Réttarhöld vl-inganna voru þvi að þessu leyti timabær, og vonandi verða þau til þess, að alþýða manna lærir að þekkja löggilta vitleysinga frá öðrum mönnum, svo og til þess, að láta ekki framar hóp slikra leiða sig til óhæfuverka eins og þess að óska eftir ævarandi hernámi þjóðarinnar. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.