Þjóðviljinn - 22.07.1975, Síða 9
Þriðjudagur 22. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Eyjamenn voru
óheppnir á móti
FH-ingum
og uröu að sætta sig við 0-0 jafntefli þrátt fyrir
aragrúa marktækifæra ^
Þeirvoru svo sannarlega
óheppnir, vestmannaey-
ingarnir sem sóttu FH
heim sl. laugardag. Tæki-
færi þeirra í leiknum voru
mýmörg en framlínu-
mönnunum brást alltaf
bogalistin þegar á reyndi
og komu boltanum aldrei í
netið. Lokatölur urðu þvi 0-
0, vart var við því að búast
að hafnfirðingar skoruðu
mark, þeir sýndu litið
skemmtilegt í þessum leik
og höfðu ærinn starfa f
vörninni einni saman.
Þó áttu FH-ingar fyrsta tæki-
færið i leiknum. Það kom á 10.
min. Þegar Leifur Helgason
skaut að marki, boltinn hrökk i
boga frá marklinu út að mark-
teigslinu þar sem Janus Guð-
laugsson þurfti ekki annað en að
Blaklandsliðið fer
í undankeppni OL
leikur fjóra æfingalandsleiki áður en
það fer í keppnina sem fram fer
á Ítalíu
Blaklandssamband lslands hefur ákveðið að fslenska landsliðið I
blaki taki þátt f undankeppni Ófympfuleikanna f blaki, sem fram fer
á næsta ári. Fer kcppnin fram á ttaliu i janúar 1976. Ekki er enn
vitað með hvaða þjóðum tsland verður f riðli.
Áður en þessi keppni hefst mun landsliðið leika fjóra landsleiki,
sem einskonar æfingaleiki fyrir keppnina. Verða þeir gegn engiend-
ingum og færeyingum. Fara þeir fram I nóvember og desember f
haust.
Þegar hefur verið valinn 14 manna landsliðshópur, sem er
byrjaður æfingar fyrir undankeppnina.
tslenskir blakmenn hafa ekki áður tekið þátt f undankeppni ÓL,
og er þetta i raun fyrsta stórverkefni íslenska landsliðsins, ef undan
er skilin þátttaka þess f sfðasta NM. Verður gaman aö fyfgjast með
árangri blakliðsins, en áhugi á blaki og geta fslenskra blakmanna
hefur farið sfvaxandi sl. 2-3 ár.
—S.dór
■ ■ •-!______________________
hneigja sig til þess að senda bolt-
ann i tómt markið. En atburða-
rásin var of hörð fyrir Janus,
honum fataðist skallataktikin og
boltinn fór hátt yfir.
Þá var komið að Sigurlási, mið-
framherja eyjamanna, að leggja
fyrsta hlekkinn I óhappakeðju
sina I þessum leik. Hann var i
dauðafæri á 25. min. og aftur i
galopnu færi á 30. min. þegar
hann var aleinn fyrir innan alla
varnarmenn FH en skaut fram-
hjá.Sigurlás átti eftir að koma oft
ar við sögu i leiknum, hann klúðr-
aði sinum tækifærum á sama hátt
og aðrir félagar hans i framlin-
unni en þeim var það öllum sam-
eiginlegt að skorta þann neista,
sem þarf til þess aö reka enda-
hnútinn á ágætar sóknarlotur sin-
ar.
I síðari hálfleik hélst sami hátt-
ur á. Sveinn Sveinsson átti
þrumuskot fyrir IBV af löngu færi
i þverslá og út. Afram sóttu vest-
mannaeyingar en vissulega tóku
heimamenn spretti við og við sem
sköpuðu þeim þó ekki umtalsverð
tækifæri.
0-0 urðu þvi lokatölurnar i þess-
um tilþriflitla leik sem bauö upp á
enga skemmtun, nema þessi
tækifæri sem runnu þó öll út sand-
inn. Dómari var Eysteinn
Guðmundsson. —gsp
Ekki var óalgengt aö tveir FH-ingar væru tii varnar gegn hverjum
eyjamanni eins og hér á myndinni.
Stefán felldi byrjunar-
hæðina í stangarstökki
og fyrir bragðið varð fsland
í neðsta sæti í sínum riðli
I
tugþrautarkeppninnar
tslendingarnir sem þátt tóku i
Evrópukeppninni I Barcelona um
helgina unnu ekki stórafrek. Þeir
höfnuðu i neðsta sæti f sinum riðli
en hefðu þó unniö bæði breta og
spánverja ef Stefán Hallgrimsson
heföi ekki fellt byrjunarhæðina i
stangarstökki, 3,70 metra.
Islenska liðið var skipað þeim
Hafsteini Jóhannessyni
Breiðabliki (fékk 6.185 stig),
Ellasi Sveinssyni (6.920 stig)
Stefáni Hallgrimssyni (6.660 stig)
og Valbirni Þorlákssyni sem átti I
erfiðleikum i spjótkastinu og fékk
fyrir bragðið aðeins 5.904 stig.
Arangur islensku keppendanna
er langt frá þeirra besta og má
e.t.v. kenna miklum hita þar um
og þá ekki sist i stangarstökkinu
en þar breytir hitinn mjög eigin-
leikum stanganna sjálfra.
Sigurvegari i riðlinum varð A-
Þýskaland með 22.969 stig og
Frakkar fengu 22.689 stig. Þessar
tvær þjóðir komast því áfram i
lokakeppnina.
Staöan
Úrslit úr 9. umferð 1.
deildar:
FII — ÍBV 0:0
Víkingur — Akranes 2:2
Valur — KR 2:2
t kvöld leika Fram og tBK á
Laugardalsvelli. Staðan I 1.
deild er því þessi:
Akranes
Fram
Vlkingur
Keflavlk
Valur
KR
FH
Vestm.eyjar
9 1
19:9 13
10:3 12
11:8 9
7:8 8
11:11 8
6:8 7
6:14 7
8:13 6
Orslit 19. umferð 2. deildar:
Selfoss — Völsungur 4:1
Armann — Vlkingur Ó 1:0
Þróttur — Reynir 4:2
UBK — Ilaukar 4:0
t 2. deild er staðan þessi eft-
ir 9. umferð
Breiðablik 9 8 0 1 36: 6 16
Þróttur 9 7 1 1 20: 8 15
Armann 9 5 : 2 : 2 15: 8 12
Selfoss 8 4 2 2 18 : 13 10
Ilaukar 9 3 1 5 13 : 18 7
Reynir 9 3 0 4 11 :22 6
Völsungur 9 1 2 6 5 : 19 4
Víkingur Ó 8 0 0 8 4 : 29 0
KR missti máttinn
eftir aö hafa náö 2:0 forystu og Valsmenn
jöfnuðu 2:2 og voru óheppnir að vinna ekki
(
„Rauðu ljónin” úr vesturbæn-
um byrjuðu leikinn gegn Val I
gærkveldi af þvlllkum krafti að
maður hélt um tima að þau ætl-
uðu að sigra Val með yfirburðum.
Eftir aöeins 20 mlnútur af leik var
staðan orðin 2:0 KR I vil og ekkert
lát á sókn liösins. Og það sem eft-
ir liföi fyrri hálfleiks sóttu
KR-ingar stift, áttu nokkur ágæt
marktækifæri sem ekki nýttust og
manni virtist Vals-liðið algerlega
heillum horfið, alveg sérstaklega
vörnin sem var cins og gatasigti.
En það hefur verið eitthvað
krassandi scm þjálfari Vals, Gil-
roy, hefur sagt við sina menn I
leikhléi, þvi að dæmið snerist við.
Valsmcnn tóku leikinn I slnár
hendur, voru búnir að jafna eftir
16 minútur og KR réöi ekki við
neitt og var stálheppið að sleppa
með jafnteflið.
Mörkin:
12. min. Jóhann Torfason skor-
aði 1:0 eftir aö Arni Steinsson
hafði skotið i þverslá, en Jóhann
fylgdi vel á eftir.
A 19. min. Haukur Ottesen fékk
boltann við vitateigslinu, lék á
Grim Sæmundsen bakvörð og
skoraði 2:0.
58. mín. Albert Guðmundsson
framkvæmdi hornspyrnu, boltinn
barst til Guðmundar Þorbjörns-
sonar sem skoraði 2:1.
61. mín. Atli Eðvaldsson skaut
að marki af 25 m færi, Magnús
markvörður var hlaupinn úr
markinu af einhverjum orsökum
og boltinn fór i bláhornið, 2:2.
Eftir þetta sóttu Valsmenn lát-
laust og hvað eftir annað áttu þeir
gullin tækifæri til að ná forystunni
en voru bæði klaufskir og óheppn-
ir. Tvö dauðafæri misnotaði Her-
mann Gunnarsson sem virðist al-
veg heillum horfinn uppvið mörk-
in. Og eitt sinn var Ingi Björn of
seinn er hann stóð meter frá
marklinu og enginn i markinu.
Boltinn var hirtur af tánum á
honum.
Eftir atvikum voru þessi úrslit
sanngjörn. KR-ingar áttu mörg
góð marktækifæri i fyrn hálfleik,
og það hefði verið blóðugt fyrir þá
að tapa þessum leik, jafnvel þótt
liðið hafi misst allan vind I siðari
hálfleik.
Hjá KR áttu þeir Guðjón
Hilmarsson og Baldvin Eliasson
bestan leik, en hjá Val Hörður
Hilmarsson, Albert Guðmunds-
son og Guðmundur Þorbjörnsson.
Dómari var Hinrik Lárusson og
var dómgæsla hans hreint
hneyksli. Bæði var misræmi i
dómum hans og eins sleppti hann
grófum brotum, einkum á
KR-ingana, sem' eru að veröa
grófasta liðið i 1. deild. En svo
stóð hann I að gefa mönnum gula
spjaldið fyrir eitthvert orðbragð.
—S.dór
Haukarnir auðveld bráð
Breiðabliksmenn áttu ekki i
erfiðleikum með lið Hauka úr
Hafnarfirði, þegar lið þessi
mættust i Kópavogi i gær-
kvöld . Staðan i leikhléi var
3:0 og i siðari hálfleik bættu
Blikarnir við sinu 4. marki og
lauk leiknum þannig, 4:0 fyrir
Breiðablik.
Mörk Breiðabliks skoruðu:
Gisli Sigurðsson 2 (1 úr viti),
Hinrik Þórhallsons 1 og Olafur
Friðriksson 1.
Haukarnir voru ekki upp á
marga fiska i þessum leik.
Þeir áttu þó þokkalega spretti
i siðari hálfleik og sóttu nokk-
uð á móti Blikunum, sem hins-
vegar virtust ekki hafa áhuga
á fleiri mörkum og var sem
þeir biðu þess eins, að flauta
dómarans gylli við að leiks-
lokum. — gsp