Þjóðviljinn - 22.07.1975, Page 10

Þjóðviljinn - 22.07.1975, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. júll 1975. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júnimánuð 1975, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10% en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið 21. júli 1975. Utsala — Utsala Útsalan hefst i dag. Kjólar frá kr. 1995. Alls konar sumarfatnaður. Komið og gerið góð kaup. Hjá Báru. FRÁ NORÐUR- LEIÐ H.F. Reykjavik — Norðurland, um Sprengisand eða Kjöl. Eins dags ferðir yfir hálendið: Ferðir hefjast fimmtudaginn 24/7 og verða út ágúst ef færð leyfir. Brottför frá Reykjavik norður Sprengi- sand: Mánudag kl. 8.00 frá B.S.Í. Fimmtud. kl. 8.00 frá B.S.Í. Brottför frá Akureyri suður Sprengisand: Miðvikudag kl. 8.30 frá FA Brottför frá Akureyri suður Kjöl: Laugard. kl. 8.30. frá FA Hver ferð tekur 14-15 klst.,kunnugur fara- stjóri er með i hverri ferð. Sérstaklega skal bentáþannmöguleika að fara hringferð um hálendið. Norður Sprengisand og suður Kjöl eða suður Kjöl og norður aftur um Sprengisand, jafnvel að fara aðra leiðina um hálendið og til baka um byggð! Hringferðirnar um há- lendið taka þrjá daga þar sem stoppað er einn dag á Akureyri eða i Reykjavik, eftir þvi sem við á. Upplýsingar á B.S.í.,s. 22300 Ferðaskrifstofa Akureyrar, s. 11475 , og Norðurleið. Lögtaksúrskurður Keflavik, Grindavik og Gullbringusýsla Lögtaksúrskurður fyrir vangreiddri fyrir- framleiðslu þinggjalda 1975 var uppkveðinn i dag, þriðjudaginn 15. júli 1975. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Keflavik, 15. júli 1975 Bæjarfógetinn i Keflavik og Grindavik. Sýsiumaðurinn i Gullbringusýslu. Kristvin Framhald af 7. síðu. minna á að ófaglært fólk á sin heildarsamtök, sem eru Verka- mannasambandið,og ég tel, að við eigum að nota það samband meira til þess að fá meiri sam- stöðu ófaglærðs fólks á vinnu- markaðnum. Ég er ekki með þessum orðum að dæma óhæfa samstöðu iðnaðarmanna og ófag- lærðs verkafólks, ég er aðeins að segja að við verðum að athuga stöðuna mjög vel og vita hvort við getum ekki fundið áhrifarikari leiðir til að fá þann hlut sem við eigum i allri þessari baráttu um betra mannlif. Á einum mannsaldri Er ekki fyrir löngu kominn timi til þess að stjórnvitringar svo- kallaðir fari að huga að þvi hvort kynslóðir á hverjum tima þurfi að greiða allar sinar þarfir upp á einum mannsaldri. Getur það tal- ist eðlilegt að t.d. þessi kynslóð greiði allan kostnað af orkuver- um sem næsta kynslóð nýtur svo til fulls. Svo má lika spyrja um húsnæðismálin okkar: Er nokkur sanngirni i þvi að hver og einn eigi að fá ibúðir i arf eftir foreldra sina sér að kostnaðarlausu. Væri ekki réttara að lánamálum væri þannig fyrir komið að lán til hús- bygginga næði yfir mikið lengri tima eins og gerist. i öðrum lönd- um. Þarna i þessum málum ber verkalýðshreyfingunni að hafa á- hrif. Henni verður að auðnast að skilja að það er ekki siður nauð- synlegt að berjast á þessum vig- stöðvum. Þegar við höfum staldr- að við og sjáum hvað hefur áunn- istþá sjáum við hvað það er sorg- lega litið sem hefur áunnist. Við sjáum að það er nauðsynlegt að fylkja liði til að við megum eiga von á þvi að fá meira i okkar hlut i þessu snarbrjálaða þjóðfélagi. Að endingu hljótum við að gera þá kröfu til hvers annars að vinna að samstöðu allra til þess að okk- ur auðnist að kollvarpa þvi kerfi sem er að gera land okkar ó- byggilegt. Ég þekki islenskt verkafólk nógu vel til þess að ég veit að það er reiðubúið til þess að mynda samstöðu. Viðtalið Framhald af bls. 5. höldum þetta &—8 fundi á ári, og milli dkkar hreppsnefndarmann- anna hefur alltaf verið hið ágætasta samstarf.” — En samstarfið innan sýsl - unnar og við kauptúnið i Búðar- dal? „Samstarf milli hreppanna er gott. Fyrst og fremst um skólann að Laugum, og enginn ágreining- ur um það mál. Þéttbýli hefur nokkurt vaxið upp i Búðardal á allra seinustu árum, og þar eru búsettir um 220 ibúar. Þangað sækja ibúar allra sveitahrepp- pnna viðskipti sin. Þar er Kaupfélag Hvammsfjarðar, sem allir sýslubúar standa að, nema ibúar Saurbæjarhrepps, sem standa að Kaupfélagi Saurbæ- inga. Kaupfélag Hvammsfjarðar rekur i Búðardal nýtt sláturhús, en Mjólkursamsalan rekur þar mjólkurbú. Búðardalur er þannig þjónustumiðstöð fyrir alla sýsl- una.” — Stóð ekki til að allir hreppar sýslunnar stæðu að byggingu og rekstri félagsheimilisins I Búðar- dal? „Laxárdalshreppur gerði öðr- um hreppum sýslunnar bréflega boð um að gerast aðilar að félags- heimilinu, en þegar á reyndi var ekki áhugi fyrir hendi hjá- þeim i Laxárdalshreppi um að koma á sliku samstarfi. Félagsheimilið i Búðardai er þó i reynd aðal sam- komustaður héraðsbúa. Félags- heimili er lika i Saurbænum, en ekki annars staðar i Suður- hreppnum.” — 1 grannhreppum þínum, Hörðudalshreppi eru 15 býli og 59 ibúar og í Haukadalshreppi 14 býli og 78 ibúar. Telur þú, að til greina kæmi sameining þessara hreppa innbyrðis eða jafnvel við I.axárdalshrepp, þannig að Suðurhrepparnir væru eitt sveitarfélag? „Nei, ekki að svo stöddu, það virðist ekki timabært.” — Eru það ekki of litlar félags- heildir, sem aðeins ná yfir 14 og 15 býli hver? „Afkoman er skinandi góð hjá hreppunum. Hreppssjóðirnir standa vel fyrir sinu að borga, og verkefnin eru ekki þau fyrir hendi, að ástæða sé til að láta Ibúana standa undir þeim kostn- aði, sem vafaiaust yrði, t.d. af sveitarstjóra/ef svæðið yrði einn hreppur. Allir geta fengið inni i félagsheimilinu i Búðardal, og þangað yrði ekkert styttra þótt það yrði frekar innansveitar en utan. Vegirnir eru svo góðir, að það talar enginn um það, að erfitt sé að komast i Búðardal á fund.” — Hvernig er háttað umdæm- um ræktunarsambands og bún- aðarfélaga I sýslunni? „Þegar ræktunarsamband var fyrststofnað fyrir allmörgum ár- um, náði það yfir fjóra Suður- hreppa sýslunnar. Var ég þá lengi formaður eða i stjórn þess. Nýbú- ið er að stækka það, syo að nú nær það yfir alla sýsluna. Nær það nú bæði yfir Vestur-Dali og Suður- Dali. Það var mikið verk á sinum tima að standa fyrir ræktunar- sambandinu. Ég hef oft verið að vinna fyrir aðra.” — Hver er helsti munurinn á hreppsnefndarstarfinu nú og fyrir 48 árum? „Samgöngurnar hafa tekið mestum breytingum. Áður fór dagurinn i það að komast milli bæja innansveitar á hestum. Nú tekur maður upp simtólið eða skreppur til málfunda við mann að loknu dagsverki. A þvi er mesti munurinn að komast um hreppinn.” KENNARAR Þrjá kennara vantar við barnaskólann á Selfossi. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar i sima 99-1640 og skólastjóri i sima 99-1320 Skólanefnd Kaupgreiðendur sem hafa i þjónustu sinni starfsmenn búsetta i Kópavogi, éru beðnir um að taka af launum starfsmanna upp i þinggjöld svo sem verið hefur þó að krafa hafi ekki borist frá skrifstofu minni. Kröfur verða sendar út svo fljótt sem frekast er unnt eftir að skattaálagning hefur farið fram. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Þinggjöld 1975 Gjaldendur eru minntir á að ljúka fyrir- framgreiðslum þinggjalda 1975 nú þegar. Lögtök vegna vangreiddra fyrirfram- greiðslna eru að hefjast. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Laus staða Staða 2 lögreglumanna i lögregluliði Vestmannaeyja er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 10. ágúst til yfirlögregluþjóns, sem gefur nánari upplýsingar. Bæjarfógetinn I Vestmannaeyjum, 17. júli 1975. FREDRIKKE KLAUSEN frá Eskifirði andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund i Reykja- vik sunnudaginn 20. júli. Vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa, Þorvarðar Guðna Guðmundssonar Bleiksárhllð 49, Eskifirði. Lilja Sverrisdóttir, Anna Þorvarðardóttir Hjálmar Nieisson Asta Þorvarðardóttir, Björgvin Jóhannsson Sjöfn Þorvarðardóttir, og dætrasynir. Stefán Jónsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.