Þjóðviljinn - 26.07.1975, Blaðsíða 1
Laugardagur 26. júlí 1975 — 40. árg. —166. tbl.
Skattskráin afhjúpar stéttamuninn á íslandi
Hafa mánaðartekjur
verkamanns á dag!
í skattskránni sem kom
út í Reykjavík í gær er að
finna mörg fróðleg dæmi
um það hvernig ,,stórlax-
ar" sleppa við að greiða
eðlileg gjöld til opinberra
framkvæmda í þjóðfélag-
inu meðan þeir smáu og
tekjulágu eru skattaðir
samviskusamlega. En í
skattskránni kemur einnig
fram sá gífurlegi tekju-
mismunur sem er hér á
landi.
1 skattskránni kemur fram að
15 menn hafa haft yfir 10 miljónir
króna i árstekjur sl. ár. Er þó
ekki víst að allt komi fram, en
segjum það: Þá eru þessir menn
með á dag ámóta kaup og verka-
maðurinn hefur á einum mánuði
og er þá að sjálfsögðu miðað við
síðastliðið ár þvi allir skattar eru
teknir eftir á.
Það vekur einnig sérstaka at-
hygli hverjir það eru sem eru með
hæstu gjöldin. Þar er yfirleitt um
að ræða byggingamenn og lækna.
Hins vegar er leitun að heildsala,
fasteignasala eða útgerðarmanni
meðal hæstu skattgreiðenda i
Reykjavik — og liklega yrði leitin
án árangurs.
Lagt á einstaklinga,
en fyrirtækjum þyrmt
Astæðan til þess að þessir hópar
manna sleppa er að sjálfsögðu sú
' aðþeir hafa myndað hlutafélög
um rekstur sinn og á þau eru færð
neysluútgjöld fjölskyldunnar.
Ennfremur er ljóst að fyrirtækin
hafa sloppið miklu betur en ein-
staklingarnir i ár. Þannig hækka
gjöld á fyrirtækjunum um innan
við 40% meðan gjöld á almenn-
ingi — fyrir utan söluskatt —
hækka um 54%. Og söluskatturinn
hefur hækkað milli ára um 100%.
Skattskráin er fróðleg lesning.
Við munum glugga nánar i hana
næstu dagana.
Ekki var mikil örtröð á skattstofunni i gær, þar sem skattskráin liggur
frammi, enda flestir búnir að fá álagningarseðla senda heim. Forvitni
um náungann og þörfin á útskýringum ýmiskonar kom þó mörgum til
að lita þar inn i gær. (Mynd GSP)
Kemur ný steinhöll
í stað þessara húsa?
Ólöglegar hrefnuveiðar norðmanna
Rannsókn
í Noregi
Samkvæmt NTB frétt frá Osló
hefur norska stjórnin falið fiski-
veiðistjóra Noregs að kanna
hvort ásakanir um að norskir bát-
ar hafi stundað ólöglegar hrefnu-
veiðar innan 50 milna við ísiand,
hafi við rök að styöjast. Norska
sendiráðið í Reykjavik fór þess á
leit við sjávarútvegsráðuneytið I
Osló að þetta mál yrði kannað. t
fréttinni segir ennfremur að
norska sjávarútvegsráðuneytið
muni fylgjst vel með könnuninni
og aö þegar hafi verið haft sima-
samband við ýmsa aðila á tslandi
og i Noregi i sambandi við ásak-
anirnar.
Skipstjórar á hrefnubátunum
Björgvin EA, Nirði EA og Sólberg
EA skýrðu frá þvi fyrir skömmu
að ekki léki nokkur vafi á þvi að
norðmenn hefðu stundað ólögleg-
ar hrefnuveiðar á Skagagrunni
langt innan fimmtiu milna. Þessu
til sannindamerkis voru meðal
annars beinagrindur hvala á reki
nálægt landi. Tveir norsku bát-
anna, Andfjord N 65 BR og Haf-
lorva N 409 BR komu inn á ölafs-
fjörð og var annar báturinn með
hrefnukjöt á dekki. Af þvi drógu
menn þá ályktun að hrefnan hefði
verið skotin langt innan 50 miln-
anna, sennilega i mynni Eyja-
fjarðar. Skipstjórarnir á islensku
hrefnubátunum kaérðu veiðar
norðmannanna til sjávarútvegs-
ráðuneytisins.
Landhelgisgæslan hefur kann-
að veiðar norsku hrefnubátanna,
en ekki staðið þá að ólöglegum
veiðum, né fundið nokkuð athuga-
vert við veiðarfæri þeirra.
Nýlega var á hvalveiðiráð-
stefnu úrskurðað að kvótinn fyrir
hrefnuveiðar i Norður-Atlants-
hafi skyldi vera 2000 skepnur, en
Islendingar veiddu sl. ár liðlega
eitt hundrað hrefnur.
,,Það hafa allmargir aðilar spurst fyrir um þessar eignir, enda vafaiaust um að ræða einhvern eftir-
sóttasta stað i miöbænum fyrir þá sem hafa áhuga á aðstöðu á þessu svæði á næstu árum,” sagði
Ragnar Tómasson hjá Fasteignaþjónustunni, en skrifstofan auglýsti i gær til sölu húseignirnar Banka-
stræti 8 og 10 og Ingólfsstræti 2.
Ragnar sagði að verð á fasteignum væri fremur lágt i dag, en með hliðsjón af verði á fasteignum við
Laugarveginn væri talað um 40 miljón króna lágmarksverð og þætti sumum það of lágt. Það munu vera
erfingjar fleiri en eins aöila sem standa að sölunni og söluverðið væntanlega skiptast á milli allmargra
aðila, sem eiga misstóran erfðahlut. Fasteignaverð lóöarinnar, sem er 54 fm, er tæpar 12 miljónir, en
brunabótamatiö, sem er gamalt, á milli 15 og 16 milj. — þs.
alþýðu
mRmni
Alþýðublaðið kemur út
að nýju eftir sumarleyfi
laugardaginn annan
ágúst. Otgáfan verður
með sama sniði og áður.
Blaðið kemur út 5 daga
vikunnar og verður 12
síður að stærð. Blaða-
mannaliðið verður það
Alþýðublaðið áfram dagblað
Kemur út með sama hœtti og áður 2. ágúst
sama og áður og starfa
níu manns á ritstjórn
blaðsins að stjórnmála-
ritstjóra og Ijósmyndara
meðtöldum. Ritstjórnin
hefur þegar hafið vinnu
að Síðumúla 11, þar sem
ritstjórnarskrifstofur eru
til húsa.
Eyjólfur K. Sigurjónsson, for-
maður Blaðs h.f., sem gefur út
Alþýðublaðið, sagði i viðtali við
Þjóðviljann i gær, að gengið
hefði verið i það að bjarga fjár-
hag Alþýðublaðsins og væri
rekstur þess nú tryggður um
sinn. Vonast væri til þess að
blaðið gæti tekið inn Reuter-
fjarrita, sem auðvelda myndi
erlenda fréttaöflun. Eyjólfur
sagði að þetta sumarfri Alþýðu-
blaösins hefði komið vel út
rekstrarlega, og hugsanlega
yrði sami háttur hafður á i
framtiöinni. Þá sagði formaður
Blaðs h.f. að á árinu 1974 hefðu
rekstrarörðugleikar Alþýðu-
blaðsins ekki verið óyfirstigan-
legir, en i ár hefði reksturinn
verið stöðug glima við verð-
bólgudrauginn og vaxandi út-
gáfukostnað. Við þá lausn á erf-
iðleikum blaðsins, sem nú hefði
verið fundinn, heföi ekki verið
leitað til opinberra aðila, og yrði
það ekki gert. Að lokum sagði
Eyjólfur að Alþýðublaðið þyrfti
á fleiri áskrifendum aö halda og
farið væri á stað með útgáfuna á
ný i trausti þess að almenningur
hefði skilning á þvi að Alþýðu-
blaðið ætti sinn sess meðal is-
lenskra dagblaða og nauösyn-
legt væri að tryggja útkomu
þess til þess að viðhalda eðli-
Íegri skoðanamyndun i landinu.
—ekh.
Karamanlis
öruggur í sessi
6Tækniþróun
í iðnaði
Hvalfjörður —
myndir og texti