Þjóðviljinn - 26.07.1975, Side 7

Þjóðviljinn - 26.07.1975, Side 7
Laugardagur 26. júll 1975. ÞJÓÐVIL.ÍINN — SIÐA 7 Staupasteinn Það er ekki sjaldan að hér uppá Kjalarnesið og Hvalfirðinum er bölvað. sér Innri Akraneshrepp Það er vegna hins nær 100 blasa við sér aðeins fáa km langa aukakróks sem kílómetra handan Hval- menn verða að taka á sig f jarðarins, vitandi það að ef þeir ætla landleiðina þurfa að aka um 100 km uppi Borgarfjörð eða krók f yrir f jörðinn, segja norður í land. Þegar fólk margir Ijótt. Og ég er viss er komið i bifreið sinni um að margir líta ekki Harðarhólmi Tlðaskarð Hvalfjörður Hvalfjörð og umhverfi hans réttu auga fyrir bragðið og sjá ekki feg- urð hans, en sannleikur- inn er sá að Hvalf jörður er sennilega einn fegursti f jörður á landinu ef menn vildu taka eftir því. Fyrir utan landslagsfegurð eru margir sögufrægir staðir I Hvalfirði. Auðvitað dettur manni þá i hug Saurbær, þar sem sálmaskáldið bjó og gerði að sögufrægum stað. Þar fyrir utan má svo nefna Harðarhólma þar sem kappinn Hörður Grimkelsson dvaldist i Utlegð sinni forðum tið með sinni fögru konu Helgu Jarls- dóttur og tveim sonum þeirra. Þá er þarría að sjá hinn sér- kennilega Staupastein, sem margir hafa dábst að en nú hef- ur veginum verið breytt þannig að hann er ekki lengur i alfara- leið en hann er vel þess virði að taka á sig krók til að skoða hann. Þarna var forðum kunn- asti áningarstaður i Hvalfirði. Kom þar fleira en eitt til, góðir hagar fyrir þarfasta þjóninn að kroppa i meðan áð var og ekki siður veðursæld og skjól og ekki hefur hinn sérkennilegi steinn hrakið menn frá. Séu menn á suðurleið blasir Tiðaskarð viö og er mjög fagurt á að lita. Ekki hef ég heyrt að það sé að nokkru leyti sögufrægt en það er hinsvegar frægt sem eitthvert mesta veðravíti sem til er sunnan fjalla. Þarna verð- ur stundum ótrúlega hvasst. Dæmi er um að stór rútubifreið með 40 manns innanborðs tókst á loft og fauk útaf veginum i skarðinu. Og margur fólksbill- inn hefur þar fokið útaf. Nú, talandi um Harðarhólma og sögu hans má ekki gleyma hinu fagra fjalli Þyrli, sem kemur ekki svo litið við sögu þeirra hólmverja. Þar er skarð I fjallinu sem nefnt er Helgu- skarð. Segir sagan að Helga hafi, þegar maður hennar var narraður i land og svikinn af ó- vinum sinum, tekiö það til bragðs að synda i skjóli myrk- urs til lands og tekið land undir Þyrli. Siðan kleif hún fajllið með sonum sinum litlu, sem hún barg á sundinu eða eins og segir i ljóði Daviðs Stefánssonar um þennan atburð: Við mig hafði ég Björninn bundinn Bróður hans var nóg að eggja.. Þar sem Helga kleif fjallið heitir Helguskarð. Þar upp fór hún og yfir i Skorradal, þar sem hún átti sk jóls að vænta og bjarg- aðist hún og synir hennar undan óvinum Harðar eftir að þeir höfðu drepið hann. Sögufróðir menn kunna ef- laust margar fleiri sögur tengd- ar Hvalfirðinum en undirritaður er það ekki og þvi skulum við láta staðar numið. En þér er ó- hætt lesandi góður að skreppa einhvern góðviðrisdaginn uppi Halfjörð, það verður enginn svikinn af þvi, fari menn með þvi hugarfari að skoða fagurt landslag en ekki bara að þurfa að aka 100 km krókinn til þess að komast eitthvert annað að skoða landslag. —S.dór Helguskarð I Þyrli

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.