Þjóðviljinn - 21.08.1975, Síða 3
Fimmtudagur 21. ágúst 1975 WÖÐVIUINN — StDA 3
Sól á Suður-
og Vesturlandi
en skýjað fyrir norðan og
r
austan — A morgun snýst það við
Veðurguðirnir voru í
sólskinsskapi í gær, amk.
þeir,sem hafa með Suður-
og Vesturland að gera.
Þar var alls staðar bjart
veður, 15—16 stiga hiti á
Suðurlandi en heldur
svalara á Vesturlandi.
Á Norður- og Austurlandi var
hins vegar þrútið loft og viða
súld og hitinn fór allt niður i 5—6
stig á annesjum. Við hérna á
suðvesturhorninu getum nú sagt
að þeir eigi það skilið eftir alla
sólina i sumar meðan við mátt-
um hirast i eilifri rigningu.
Markús Á. Einarsson veður-
fræðingur sagði okkur i gær að
búist væri við óbreyttu veðri i
dag en á föstudaginn þykknaði
liklega upp og vindurinn hallaði
sér i suðrið. Þá ætti sólin að
birtast á ný fyrir norðan...
Myndirnar sem fylgja tók
Haukur Már i fyrradag en þá
var indælis veður þótt sólin
glennti sig ekki mikið. Lista-
maðurinn var samt við öllu bú-
inn og dúðaði sig i úlpu þar sem
hann sat og festi vöruskemmur
Eimskips á léreftið handan við
Rauðárárvikina. Stúlkunum á
gæsluvellinum við Vesturgötu
þótti hinsvegar ástæðulaust að
vera að kappklæða sig.
—ÞH
Finnsk myndlist í Keflavík
Um helgina gefst keflvikingum
og þeim sem þangað lcggja leið
sina kostur á að kynnast sýnis-
horni af finnskri myndlist. Þar
sýnir finnsk listakona, Elina
Sandström, myndir eftir sig og
tvo landa sina.
Elina er búsett i Finniandi en
bjó um margra ára skeið hér á
landi. Hún nam list sina i lista-
skóla einum i Helsinki sem
nefnist Ateneum. Siðan hefur hún
fengist við listmálun og keramik i
rúma tvo áratugi. Efnivið i
mvndir sinar sækir hún einkum út
i náttúruna en einnig fæst hún við
mannamyndir. Á sýningunni
verða um 15 stærri oliumyndir og
fjöldi smámynda.
Einnig verða á sýningunni
nokkur málverk eftir finnana
Juhani Taivaljarvi og Kalervo
Konster en þeir munu báðir hafa
sýnt verk sin áður hér á landi.
Sýningin verður i sýningarsal
Iðnaðarmannafélags Suðurnesja
að Tjarnargötu 3 en þar verður
opið milli kl. 14 og 22 föstudag og
laugardag og kl. 16—23 á sunnu-
dag. Allar myndirnar á sýning-
unni eru til sölu.
—ÞH
Laugavegur 3
,augns tunginn9
— en hœtt við að breyta risinu
Byggingarnefnd Reykjavíkur-
borgar samþykkti 10. júli I vor
mcð 3 atkvæðum gegn 2 breyting-
ar á húseigninni Laugavegi 3,
sem fela m.a. i sér endur-
byggingu þaks og glugga hússins.
Magnús Skúlason og Gunnar
Hansson greiddu atkvæði gegn
breytingunum, en áður hafði
þjóðminjavörður, Þór Magnús-
son, (15. mai) sent álitsgerð til
formanns byggingarnefndar að
hans beiðni og sagði þar m.a. um
húsið: „Mér virðist i fljótu bragði
séð að alimikil eftirsjá væri að þvi
ef þessu húsi væri breytt á ytra
borði, einkum á það við um
gluggana, sem gefa húsinu og
byggingarstilnum hinn sérstæða
blæ, hinar smáu rúður, sem til-
heyra svo greinilega byggingar-
stilþessa tima.Þess vegna vildi ég
leyfa mér að ieggja til að útliti
hússins verði ekki breytt, ef ekki
er brýn nauðsyn til”. Húsið er
reist laust fyrir 1930.
Blaðið hafði samband við for-
mann hússtjórnar Laugavegs 3,
Svavar Jóhannsson, en Búnaðar-
bankinn á stærstan hluta i húsinu,
og sagði hann, að hætt væri við að
breyta þakinu, en óhjákvæmilegt
væri að skipta um glugga þar sem
gluggalistarnir væru ónýtir og
nauðsynlegt að setja tvöfalt gler.
Er gert ráð fyrir að þessum við-
gerðum og öðrum verði lokið fyrir
haustið. Magnús Skúlason sagði i
viðtali við blaðið, að gluggana
mætti vel endurbyggja og nefndi
sem dæmi hús Félags isl.
stórkaupmanna þar sem allir
gluggar voru færðir i sitt upp-
runalega form við endurbyggingu
og notaðar til þess gamlar
teikningar. Kvaðst hann telja
Laugaveg 3 vel byggt hús og al-
gerlega óþarft að „augnstinga”
húsið enda væru smárúðóttir
gluggar á mörgum opinberum
stofnúnum, t.d. Borgarskrifstof-
unum. Þess má geta að
byggingarnefnd hafði áður f jallað
um þessar breytingar og þá
synjað þeim.
þs
Bíldudalur:
Atvinnulífið komið
í eðlilegt horf
Eins og sagt var frá i Þjóð-
viljanum i fyrri viku var rafmagn
til frystihússins á Bíldudal tekið
af vegna skulda Boða h.f„ sem
var fyrri rekstraraðili hússins, en
er nú til gjaldþrotameðferðar.
Nú er atvinnulif á Bildudal
aftur komið I eðlilegt horf, enda
var Rafmagnsveitunum gert
samkvæmt tilskipun frá iðnaðar-
og orkuráðuneytinu að opna fyrir
rafstraum til frystihússins á ný.
Allt er hinsvegar á huldu um
hvort Rafmagnsveitunum tekst
að innheimta 2 miljóna króna
skuld Boða h.f. Framkvæmda-
stjóri Boða h.f. er erlendis um
þessar mundir og hefur dvalist
ytra nokkra mánuði. Hér er um
að ræða Eyjölf Þorkelsson, sem
verið hefur i félagi við Hörð
Einarsson og Óttar Ingvason
um rækjuverksmiðju á Bildudal.
Byggðasjóður rekur nú frysti-
húsið á Bildudal til bráðabirgða,
en eigandi þess er Fiskveiða-
sjóður. Undirbúningur er hafinn á
Bildudal að stofnun nýs félags um
rekstur hússins.
Elina Sandström. Myndin er tekin á sýningu sem hún hélt I aprillok i
höfuðborg Lapplands, Royaniemi.