Þjóðviljinn - 21.08.1975, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 21.08.1975, Qupperneq 12
Góð uppskera undan plasti Kartöflurnar eru fljótvaxnar þrátt fyrir slœmt tíðarfar Hitaveita Suðurnesja: Framkvœmdir leyfðar í Grindavík Gerðardómur í Svartsengismálinu i október Fimmtudagur 21. ágúst 1975 Bandaríkjamenn skjóta upp geimfari Á að kanna líf á Mars KANAVERAL-HÖFÐA 20/8 - 1 kvöld kl. 20 aö islenskum tima munu bandarikjamenn senda á loft Marsflaugina „Vlking 1”, sem á aö reyna aö komast aö þvi hvort lif I ein- hverri mynd finnist á plánet- unni Mars. Upphaflega átti aö senda Marsflaugina upp I geiminn fyrr I þessum mánuöi, en þvl var tvivegis frestað vegna vélarbilunar. Samkvæmt áætluninni á geimflaugin aö lenda á Mars 4. júli 1976, um leiö og þess er minnst aö tvær aldir eru siöan bandaríkja- menn lýstu yfir sjálfstæði sinu. Stranda- glópur í Indónesíu LISSABON 20/8 — Indónesar komu I veg fyrir aö sérstakur sendimaður Portúgalsstjórn- ar, Antonio Soares major, kæmist til portúgalska hluta eyjarinnar Timor, til þess að hann gæti kynnt sér ástandiö þar. Þar hefur verið mikil upplausn aö undanförnu eftir að stjórnmálaflokkur, sem kraföist algers sjálfstæöis reyndi aö gripa völdin. Antonio Soares reyndi aö komast þangaö frá Indóneslu I þrjá daga en varö aö gefast upp. Portúgalar ráöa öðrum helmingi eyjarinnar Timor, en indónesar hinum helmingn- um. Fréttamaður Reuters skýrir frá þvi aö einnig hafi indónesar bannaö allar ferðir fréttamanna til eyjarinnar. Tugir farast í fellibyl TÓKIO 20/8 — Tala þeirra sem beöið hafa bana af völd- um fellibylsins Phillis I Japan er nú komin upp I 60, tólf er saknaö og 146 hafa slasast. Er þetta einn harðasti fellibylur sem geisað hefur í Japan. Yfirmenn japönsku lögregl- unnar sögöu að fellibylurinn, sem geisaði á suövesturströnd Japans um helgina, heföi skemmt eða eyðilegt 1124 hús, en 28.000 hús hefðu orðiö fyrir flóðum. „Já, þetta hefur nú vcriö mitt sport i 25 ár. Ég hef ræktað kartöflur I öll þessi ár og vinnan sem fer I þctta gefur bæöi útivist og ánægju.” Þetta sagði Jón Guðmundsson, slökkviliðsstarfsmaður á Reykja- víkurflugvelli, þegar hann sýndi okkur fyrstu uppskeruna i ár. Þctta voru stórar og fallegar kartöflur, sem hann ræktar i Skerjafirði við flugvöllinn. — Nú hefur viðrað illa til kartöfluræktar sunnanlands i ár. Hvernig ferðu að þvi að fram- kalla svo skjótan oggóðan vöxt? — Ég er með 2 til 3 hundruð fer- metra garð og þek hluta hans með plasti. Undir plastinu vex kartafl- an miklu hraðar og ég fæ uppskeruna svo sem þrem vikum fyrr en venjulega, og fyllilega það i köldum árum eins og nú. Það má búast við að ekki verði farið að taka upp almennt fyrr en ein- hverntima I september. — Er ekki erfitt að vera með plast yfir görðunum? — Jú, það getur verið það, og kostnaðarsamt er það, ef breitt er yfir stór svæði. En sé farið vel með plastið má nota það nokkur ár I senn. — Notarðu einhverjar fleiri að- ferðir til að bæta uppskeruna? — Nei, ég nota engin bellibrögð, en nostra við þetta, og nota mik- inn áburð, bæði óllfrænan og lif- rænan. Og set mig til dæmis aldrei úr færi ef ég næ i gott þang. Framhald á bls. 10 Verkfall ef hann verður árangurslaus Eins og frá hefur verið skýrt í blöðum er óánægja orðin mjög mikil meðal starfsmanna, er vinna að undirbúningi fram- kvæmda við Járnblendi- verksmiðjuna á Grundar- tanga. Alla aðstöðu skortir Mál Hitaveitu Suðurnesja og Landeigendafélagsins, er heldur nytjarétt á Svartsengi við Grindavfk, er nú fyrir gerðar- dómi. t gerðardómsákvæðunum sem báðir aöiiar, stjórn hitaveitunnar og landeigendafélagið, hafa sam- þykkt, segir, að nú þegar sé Hita- veitunni heimilt að hefja fram- kvæmdir i Grindavík. Jóhann Einvarðsson bæjar- stjóri i Keflavik er formaður stjórnar Hitaveitunnar og tjáði hann Þjóðviljanum, að ákveðið hefði verið að gerðardómurinn lyki störfum i október. Verð það, sem suðurnesjamenn verða dæmdir til að greiða landeigend- um fyrir að veita heitu vatni frá Svartsengi til Grindavikur, verður væntanlega ákveðið hlut- fall af heildarverðinu sem al- menningur á Suðurnesjum verður á endanum að greiða eigendum Kissinger leggur af stað í samningaferð BEIRUT 20/8 — tsraelskar herflugvélar gerðu f dag sprengjuárás á stöövar palestfnu- manna í norðausturhluta Lfbanons, fáum klukkustundum áður en Henry Kissinger, utan- rikisráðherra Bandarikjanna, átti að leggja af stað I nýja samn- ingaferð um löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. Talsmenn israelska hersins i Tel Aviv sögðu aö flugvélarnar hefðu gert árás á bækistöðvar Alþýðuhreyfingarinnar fyrir frelsun Palestinu PFLP, og hefðu allar flugvélarnar snúið heilar til baka. Heimildarmenn I Beirut staðfestu þessa fregn en vildu ekki skýra neitt frá staðnum þar sem árásin var gerð annað en að hann væri á Baalbeck-svæðinu, nálægt landamærum Sýrlands. Þessi árás var refsiaðgerð Israelsmanna eftir að Israelskir landamæraverðir höfðu lent I bardaga við skæruliöa frá PFLP fyrr I morgun. Þrlr skæruliðar féllu, og segjast skæruliðar hafa fellt marga israelsmenn en þeir fyrir starfsmennina, bæði svefnskála, salerni og annað, sem skylt er að hafa á vinnustöðum, f jarri þéttbýli. Verkalýðsfélag Akraness hefur látið málið til sin taka og verður fyrir hádegi i dag haldinn fundur með fulltrúum verktakans og stjórnar Islenska járnblendi- félagsins. Verði ekki orðið við kröfum um úrbætur þegar i stað hafa verkalýðsfélagiö og önnur félög, sem hlut eiga að máli, ákveöið að boða til vinnustöðvun- ar á Grundartanga. Svartsengis. Deiluaðilar hafa komið sér saman um hlutfallstöl- una, og þvi getur Hitaveitan nú byrjað að undirbúa útboð vegna væntanlegra framkvæmda i Grindavik þótt greiðsla fyrir heitavatnsnýtinguna sé ekki ákveðin. „Það eru þannig likur á að framkvæmdir verði langt komnar i Grindavik einhvern tima i vetur”, sagði Jóhann Einvarðsson, „og i október verður gerðardómurinn kominn og upp úr þvi verður vonandi hægt að hefja framkvæmdir annars stðar á Suðurnesjum”. Gerðardóminn skipa lagaprófessorarnir Guðmundur Magnússon og Gaukur Jörunds- son og Pétur Stefánsson verk- fræðingur. Lögmaður Hitaveitu Suðurnesja er Benedikt Blöndal en lögmaður landeigenda er Jón- as A. Aðalsteinsson. —GG vilja ekki viðurkenna að nema einn hafi fallið. ísraelsmenn hafa mjög verið á verði við landamærin að undan- förnu til að koma I veg fyrir skæruliðaaðgerðir I sambandi við komu Kissingers. Oryggislög- reglumenn frá Bandarikjunum og tsrael hafa nánast þvi breytt Jerúsalem i lokað virki til að tryggja öryggi bandariska utan- rikisráðherrans, en hann mun hefja tiu daga ferö sina um austurlönd nær með komu sinni til Jerúsalem á morgun. Málamiðlunartilraun Kissingers mætir andstöðu bæði i Israel og arabalöndum. t tsrael boðuðu stjórnarandstæðingar til mótmælafundar gegn hvers konar brottflutningi israelsks herliðs úr Sinai nema þvi aðeins að egyptar samþykktu opinbera friðarsamninga. Hópur manna braust inn i heimili utanrikisráð- Framhald á bls. 10 Blaðberar Þjóðviljinn óskar eftir blaðberum i eft- irtalin hverfi: Höfðahverfi (Há-, Höföa-, Miö- og Samtún) Nökkvavogur (auk Karfa- og Snekkju- voga) Langholtsvegur (Af leysing vegna sumarleyfa). Skipasund (Af leysing vegna sumarleyfa). Þjóðviljinn Simi 17500 Blaðberar í vetur Um næstu mánaðamót, ágúst/september, verða laus nokkur blaðburðarhverfi hjá Þjóð- viljanum. Það tekur hálfan til einn klukkutima að bera út i hvert hverfi, svo að þessi vinna hentar td. skólafólki ágætlega. Þessi hverfi eru laus eða verða laus um mánaðamótin: Nökkvavogur Drápuhlíð Þórsgata Þingholtin Seltjarnarnes, vesturhluti. Breiðholt—Fellin (J-Æ) Laugavegur, neðri hluti Hverfisgata, neðri hluti. Vinsamlega hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans sem fyrst, simi 17500. Fundur um aðbúnað á Grundartanga Bardagar ísraelsmanna og araba

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.