Þjóðviljinn - 24.08.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.08.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. ágúst 1975 Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Blátt eða bleikt? 1 framhaldi af tali okkar hér á síðunni um barnastóla ætlum við að benda afgreiðslufóiki i barnafataverslunum á að, það erákaflega hvimleitt að vera si- fellt spurður, hvort ,,það sé strákur eða stelpa” ef maður biður um gjöf handa smábarni, t.d. föt. Hvernig væri nú að af- greiðslufólk leggði þennan sið niður og leyfði fólki að velja liti ÞÆGILEGIR OG STERKIR Það eru 7 mismunandi möguleikar á notkun þessa stóls, en hann kostar 9800 krónur I Vörðunni. Hann er bæði ódýr og þægilegur þessi, kostar 3800 krónur og fæst i Leikfangaveri og hjá Kristjáni Siggeirssyni. Ódýrasta barnasætið, Tauróla á 1750 kr. Fæst i Leikfangahúsinu. án tillits til kynja. ,,Ég sýni þér ekki bleikt fyrir strák”, sagði elskuleg afgreiðslustúlka við mig um daginn og þegar ég hváði við, varð hún alveg undr- andi, eins og hér væri um óskráð lög að ræða. Nýtt verö og gamalt 1 siðasta blaði sagði lesandi okkur farir sinar ekki sléttar af bókakaupum. Nú hefur annar lesandi sagt okkur svipaða sögu. Hann var rð leita sér að veggklukku og i einni verslun kostaði klukka, sem hann hafði áhuga á, 3500 krónur en i næstu verslun var nákvæmlega sama klukkan á yfir 6000 krónur. Auð- vitað er mögulegt að hún hafi verið úr nýrri sendingu, en þess þá frekar er rétt að fullvissa sig um að varan sem maður kaupir Sé úr elstu hugsanlegu send- ingu, hafi maður á annað borð tima til þess að ganga i allar verslanir. En eins og við sjáum á getur það sannarlega borgað sig. Sendiö okkur bréfkorn eöa sláiö á þráöinn Við óskum eftir fleiri hug- myndum i sparnaðarhornið. A ekki einhver eða veit um skemmtilegan hlut sem búinn hefur verið til með litlum til- kostnaði. Látið okkur vita og við tökum mynd. Sömuleiðis væri vel þegiö að fá fleiri hug- myndir um það sem „gæti verið betra”. Merkið bréfin „Til hnifs og skeiðar”. BARNA- STÓLAR Þessi stóll er ætlaður fyrir börn allt frá 3ja mánaða aldri, en hann fæst svipaður þeim á myndinni, m.a. i Mæörabúðinni og I Vörðunni. Kostar 3800 og 3980 krónur. Miklar framfarir hafa oröið á seinni árum í gerð ýmissa hluta og tækja f yrir börn, t.d. barnavagna, skiptiborða og barnastóla. Mikið af þessu er þó a11- dýrt, enda gengur það gjarna kaupum og sölum frá einni f jölskyldu til ann- arrar. Við litum inn í nokkrar verslanir sem selja barnastóla af ýmsu tagi. Áður en keyptur er stóll fyrir barnið er rétt að huga að nokkrum atriðum. Stóllinn þarf fyrst og fremst að vera öruggur. Mörg börn hafa meitt sig á þvi að detta úr eða með stól, sem ekki erstöðugur. Stólarsem eru teknir i sundur eru sérstaklega var- hugaverðir hvað þetta snertir, en gæta þarf þess vel að þeir séu alltaf vel festir þar sem festingar eru. Háir stólar eru einkum hættulegir ef auðvelt virðist að velta þeim, t.d. ef barnið stendur upp i stólnum. Þess vegna þurfa fæturnir að neðan að vera með góðu millibili. Sömuleiðis þurfa að vera sæmilega háar brikur á sætinu þar sem barnið situr, svo ekki sé hætta á að það detti. En stóllinn má þó aldrei þrengja að barninu eða þvinga það. Efnið i stólnum er einnig þýðingarmikið, en nauðsynlegt er að það sé auð- velt að þvo það, það sé endingar- gott og hættulaust, þó barnið sleiki það. Litlir stólar eru þægilegir fyrir ungabörn, en hér á landi hefur hvað mest verið keypt af plast- stólum, sem hægt er að hækka og lækka og breyta á ýmsa lund. Kosta þeir frá rúmum 2.200 kr. Stólar með mjúku taui, sem vagga er barnið hreyfir sig, eru einnig komnir hingað til landsins. Þeir hafa verið vinsælir viða er- lendis um árabil, enda taldir mjög þægilegir fyrir barnið, sem getur sjálft stjórnað hreyfingum stólsins. Þeir kosta 3800 i Mæðra- búðinni. Þegar barnið fer að stækka vill það gjarnan sitja til borðs með þeim fullorðnu og þá koma háu stólarnir að góðum not- um. Ódýrasti hái stóllinn sem við sáum, fæst hjá Kristjáni Siggeirs- syni og i Leikfangaveri (hugsanl. viðar) en hann er með trégrind og plastsetu. Litirnir eru grænt og appelsinugult plast með ólitaðri furu i fótunum. Verðið er 3800 án borðs en með litlu plastborði að framan er verðið 4200. Ódýrasta sætið sem við sáum fyrir börn, var reyndar róla i Leikfangaveri, sem er úr rauðum striga og kostar 1750 krónur. Róla þessi var ekki ólik pokunum sem notaðir eru til þess að bera börn á Þessi stóll er mjög skemmtilegur. Hann kostar 9800 krónur I Vörð unni og er I senn stóll, blll og borð. Verð frá 1750 kr. í yfir tíu þúsund bakinu eða maganum, og uppeld- isfræðingar mæla mjög með. Ýmsir frumstæðir þjóðflokkar bera börn sin æfinlega á sér og er talið að það hafi mjög góð áhrif á þau, auki öryggiskennd þeirra og tengi þau foreldrunum. Yfirleitt er mjög mælt með mjúkum stól- um fyrir ung börn, þar sem þeir likjast meira fangi foreldranna og þeir styrkja vöðva þeirra. Hægt er að fá poka til þess að bera börn i hér af ýmsum gerðum og er verðið allt frá 1990.- (litlir taupokar). t Vörðunni sáum við sérlega skemmtilegan stól, sem heitir „hókus pókus” en hann er úr plasti (hertu) með mjúku sæti, eða öllu heldur þremur sætum, þvi stóllinn er i senn hár stóll, bill, Framhald á 18. siðu. sturtu? Ef svo er ættirðu að athuga hvort gúmmispráutur festar við krana geta ekki hjálpað þér, en þessar sprautur eru með langri slöngu og þvi tilvaldar til þess að nota við hárþvott o.fl. Þær má festa á hvaða krana sem er og hægt að fá bæði með tvöföld- um stút (fyrir heitt og kalt vatn) og einnig með einföldum, ef blöndunin er i krananum sjálfum. Tvöföld kostar spraut- an 465 krónur og einföld 345 krónur, en það er J. Þorláksson og Norðman sem selur þær. Þær má taka af á milli, þvi enginn skrúfgangur er á þeim. Þar fást lika úðarar á eldhúskrana, sem eru mjög þægilegir við uppvask og t.d. þegar hreinsað er gærn- meti, fiskur o.s.frv. Kosta að- eins 85 krónur stykkið og er sömuleiðis smellt upp á kran- ann og hægt að taka af eftir notkun. Fryst grænmeti Það er ótrúlegur sparnaður að rækta sitt eigið grænmeti, fyrir utan ánægjuna sem maður hef- ur af þvi. Einkum langar mig að benda á kryddjurtaræktun, en nýjar kryddjurtir eru miklu hollari en þurrkað krydd og einnig ódýrari. Steinselja, sól- selja (dill) og graslaukur eru meðal algengustu kryddjurt- anna, en fjöldamargar aðrar tegundir er hægt að rækta á svölum eða i garðshorninu. Hægt er að koma sér upp birgð- um af kryddi fyrir veturinn með þvi að þurrka jurtirnar, en enn- þá betra er að frysta þær. Eru þá nokkrar greinar settar i plastpoka og hnýtt fyrir. Um leið og pokinn er svo tekinn úr frysti til notkunar, er hann kraminn svo ab kryddið molnar i sundur. Þá er þvi stráð yfir matinn og þarf ekkert að saxa eða klippa. Þeir sem voru svo forsjálir i vor að sá kryddjurt- um i vor ættu að kikja á upp- skeruna, þvi nú er einmitt tim- inn til þess að byrja að klippa af þeim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.