Þjóðviljinn - 24.08.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.08.1975, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. ágúst 1975 I i ! 1 i' I [ I i i f i i i i i i i í i . i i i i > f i i i i Jónas Jónasson segir i islenskum þjóðháttum: „Hestahald hefur ætíð verið mikið á Islandi, og má enda sjá það á fornsögum vorum viða, að menn lögðu mikla rækt við þá: stóð höfðu menn vönduð, og voru oft stóðhestar með hryssum hafðir að vingjöfum, enda voru stóðhestar til viga, góðir reiðhestar og fylhross i stóði kölluð metfé, og hélst það enn fram á 18. öld. Reiðhesta sina ólu ménn og að fornu á töðu og hýstu á vetrum þau hrossin sem mestþótti til koma, og gáfu þeim: stundum sendu menn jafnvel konungi islenska hesta að gjöf. En þegar fram liðu stundir, er svo að sjá, sem minna hafi verið gert af islenskum hestum en áður var gert. t*ó er getið á siðari öldum ágætra hesta, til dæmis hests Daða Guðmundssonar i Snóks- dal og Tólfdala-Brúns Jóns biskups Vidalins o.m.fl.” Á sömu lund og fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla tiundar hún einnig afrek hestsins, sem að verðleikum hefur verið talinn styrkasti förunautur islendingsins um aldir, og það svo mjög að gagn- semi hans er siður en svo ein um hituna: viðhorf manna til hans nálgast oft átrúnað, sem rekja má til heiðins siðar. Væri vel ef meðhöndlun hans hefði ætið verið i réttu hlutfalli við traust manna til þessa gæfa og þolgóða dýrs. Það liggur i augum uppi að afburðahross verða annáls- verð með sama hætti og afburðarmenn, en sýnilega hafa sagnir um forna hesta vaxið i augum siðari alda manna, i sama mæli og fleiri fortiðar- hillingar. Jónas frá Hrafnagili bætir við: „Sögur fara af þvi, að islenskir hestar hafi fyrrum verið öllu stærri en þeir gerast nú á dögum: voru til á 18, öld hestar, sem alvanalegt var að leggja á tvær mjöltunnur úr 'kaupstað. Alkunnugt er um hest Flóvents gamla á Jórunnar- stöðum á 18. öld, bleikan á lit, að mæld voru 13 fet á milli skafla- fara hans áEyjafjarðará er karl þandi hann þar á isnum á veturna. Flóvent var alkunnur tamninga- og reiðmaður. Fjöldi hesta féll i móðuharðindunum, eins og kunnugt er, og er það almælt, að siðan séu hestar smærri, — kynið hafi úrræst við það hrun, og má vel vera að svo sé”. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI TÓK SAMAN sem verið hefur á landinu, og þorði enginn hinna að fara þar á eftir honum. Af þvi dregur þessi vegur nafn og heitir enn i dag Skúlaskeið. Þegar Skúli kom heim til sin féll hesturinn dauður niður af þreytu og mæði: gerði hann hestinum það þá til virðingar að hann hélt erfisdrykkju eftir hann og lét taka gröf að kárnum og grafa hann.” 1 ferðadagbók sinni 1792 segir Sveinn Pálsson læknir um Skúlaskeið: „Skúlaskeið er hið versta yfirferðar sakir stórgrýtisurða, og liggur leiðin þar sumsstaðar um brött einstigi Kleift væri þó að ryðja þar veg, ef eitthvert eftirlit væri haft með vegum”. Þessi hugmynd Sveins Páls- sonar varð að veruleika þegar Bjarni Thorarensen skáld og amtmaður hófst handa og lét ryðja Skúlaskeið, en það fram- ták varð hann að kosta á eigin spýtur. Skúlaskeið er sam- felldur fláki af illvigu stórgrýti sem þótt hefur hæfa hestinum i þjóðsögunni, þegar hann fórnar lifinu fyrir lif Skúla sakamanns. — Ekki vita menn söguleg rök til þjóðsagnarinnar um Skúla- skeið, en bent hefur verið á að sagan, og þó einkum hið alkunna kvæði Grims Thomsens, minni á flótta Tómasar Böðvarssonar frá Vallalaugarþingi i Skagafirði á öndverðri 17 öld, er hann slapp þaðan þeysandi á hestbaki undan sifjasökum, enda eru til villusagnir sem telja hann hafa sloppið af öxarárþingi. (Isl. þjóðhættir, Þjóðsagnir Magnúsar Bjarnasonar frá Hnappavöllum, Þjóðsögur og munnmæli Jóns Þorkelssonar, Þjóðsögur Jóns Arnasonar, Ferðabók Sveins Pálssonar, o.fl.) SKÚLASKEIÐ skyldi lofa hestinum að drekka og kvað visu: Hafðu ráð min holl og trú, ég held þau skaði þig ekki, mörg fer stundin miður sú, þó mæddur klárinn drekki. Sakamaðurinn gjörði svo, og i þvi sáu leitarmenn til þeirra, en héldu þó að það væru einhverjir aðrir en sakamaðurinn, þvi þeir þóttust vita að hann mundi halda óðfluga áfram, en þessir voru kyrrir. Fóru þeir svo aðra leið, en sakamaðurinn komst undan.” Frá sakamanni og Kölska 1 næstu sogu er ekki allt einleikið um reiðskjóta þann er bjargar lifi sakamannsins: hann er nykurgrár einsog Sleipnir og sver sig i ætt við arf- taka Óðins i þjóðtrúnni, myrkrahöfðingjann sjálfan, sem leggur raunar ráðin á I þessari sögu. „Kvöldið áður en af taka skyldi sakamann nokkurn, sumir segja á alþingi, hét hann á Satan handa honum að hlaupa á, en kölski lést svo mega fyrir hann svara, að hann fengi ráðrúm til að hlaupa á klárinn. Maður þessi er sagt að héti Kálfur, og lofaði hann kölska fyrir lausnina, að hann mætti eiga sig, ef hann fengi náð sér fyrir annað alþingi, og varð það að kaupi með þeim. Daginn eftir, þegar aflifa átti manninn og á aftökustaðinn var komið, hljóp maður einn inn i mannþröngina, alláhyggjufullur, með sprota i hendi, eineygður i heklu siðri. Hann kvað visu þessa svo skýrt, að allir heyrðu: Vinduteininn firðar fundu, fór sú grein af vinduteini, vinduteinn lét aldrei undan, einatt hvein i vinduteini. Varð sprotinn þá að vindu- teini, og sveiflaði hinn ókunni maður honum að mönnum: varð mörgum við hverft og kom hik á menn, og i þvi hljóp Kálfur á gráan hest. Sáu hann aungvir aðrir, en það var gandreið, og þegar hvarf vinduteinsmaður. En sagt er, að Kálfi kæmi undan galdramaður nokkur fyrir annað alþingi, og hefði kölski hans ekki.” öllum saman, að hún sé eftir kölska, og segja sumri að hann hafi fyrstur fundið upp þennan bragarhátt, hrynhendu eða Liljulag, sem kaliað er Þó segja aðrir, að skufsi hafi sælst til að yrkja visuna undir þessum bragarhætti, af þvi að hann hafi ekki viljað verða minni en bróðir Eysteinn, höfundur Lilju, enda mun kölski varla hafa haft miklar mætur á þvi kvæði.” Skúlaskeið „Maður hét Skúli: hann var dæmdur liflaus á alþingi, en gat flúið þaðan. Elti hann þá mikill sægur af fjandmönnum hans: en hesturinn hans var svo góður að hann varð langt á undan þeim öllum. Hann reið upp Hof- mannaflöt og Tröllaháls, til Hallbjarnarvarða og norður á Kaldadal. Þar nam hann litla stund staðar, hellti vini af ferða- pelanum sinum i steinþró og kallaði þeim hæðnisorðum til þeirra sem eltu hann að hann vildi launa þeim með þessu svo fjölmenna fylgd. Siðan hleypti hann klárnum með flugaferð á einhvern hinn illgrýttasta óveg Sérstöku afrekshlutverki gegnir hesturinn i islenskum þjóðsögum þegar á baki hans situr sekur maður: islenskir sakamenn flýja gjarnan á hest- baki og hafa samúðina með sér fyrir tilstyrk reiðskjóta sinna. Mörg fer stundin miður en sú — „Einu sinni flýði sakamaður nokkur langan veg, og var hans strax leitað i allar áttir. Kom sakamaðurinn til vinar sins og beiddi hann að fylgja sér. Vinur hans gjörði svo, og er þeir komu að læk nokkrum, ætlaði hest- urinn, er sakamaðurinn reið, að fara að drekka, en hann vildi ekki lofa honum það, heldur flýtti sér sem mest hann mátti. — Vinur hans sagði að hann að leysa sig frá aftöku. Dreymdi hann þá, að kölski kæmi að sér um nóttina og héti honum þvi að koma honum undan lifláti, og að hestur skyldi standa búinn til Við þessa sögn Friðriks Eggerz bætir Jón Þorkelsson svofelldum orðum: „Saga þessi mun að visu sögð á ýmsa vegu, en um visuna ber

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.