Þjóðviljinn - 24.08.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.08.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. ágúst 1975 DJÚÐVIUINN MÁLGAGN SÖSlALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sími 17500 (5 iinur) Prentun: Blaöaprent h.f. HVERS VEGNA VERÐA ÚTLENDINGAR AÐ VÍKJA AF MIÐUNUM? Rikisstjórnin hefur nú tilkynnt að innan skamms verði teknar upp viðræður bæði við breta og vestur-þjóðverja um útfærslu islensku fiskveiðilandhelginnar og veiðar þessara þjóða á íslandsmiðum. Áður en þessar viðræður hefjast er nauðsynlegt að ekki aðeins islenskir valdamenn heldur þjóðin öll geri sér ljósa grein fyrir þvi, hvað miklu varðar fyrir okkur islendinga að takast megi að bægja erlendum veiðiskipum af miðunum kring- um landið. Landsmenn allir þurfa i fyrsta lagi að gjörþekkja allar helstu staðreyndir máls- ins, og siðan i ljósi þeirrar þekkingar að veita stjórnvöldum svo rikulegt aðhald, að dugi til að hindra alla undanhalds- samninga. Rifjum upp nokkrar staðreyndir: 1. íslendingar eru háðari sjávarafla en nokkur önnur þjóð i veröldinni, sem best sést af þvi, að sé hin erlenda álverk- smiðja ekki talin með þá eru fiskafurðir enn i dag yfir 90% af útflutningsvörum okkar. 2. Erlend veiðiskip hafa á undanförnum árum veitt að jafnaði um 50%, eða helming þess afla, sem tekinn hefur verið á íslandsmiðum, — þó á siðasta ári ekki nema um 35%, og kemur þar til árangur af 50 milna útfærslunni. 3. Fyrir liggur sem samdóma álit nefndar fiskifræðinga frá 8 löndum við Norður-Atlantshaf, að til að koma þorskstofnum hér um slóðir á ný i eðli- legt horf, þarf sóknin á miðin að minnka um hvorki meira né minna en helming um eitthvert árabil, eða jafn mikið og nemur hlutdeild erlendra veiðiskipa á Islandsmiðum á undanförnum árum. 4.1 samræmi við þetta hafa islenskir fiskifræðingar lýst þvi yfir, að sjálfir sé- um við islendingar fyllilega i stakk bún- ir til að fullnýta einir helstu fiskistofna hér við land. í þeim drögum að haf- réttarsáttmála sem liggja fyrir ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um þessi efni, er ráð fyrir þvi gert að hver þjóð ákveði það upp á eigin spýtur, hvort hún treysti sér til að fullnýta fiskistofna við land sitt innan fyrirhugaðrar 200 milna auðlindalögsögu. Samkvæmt þessum drögum, sem almennastan stuðning virðast hafa á hafréttarráðstefnunni, er öðrum þjóðum þvi aðeins ætlaður réttur til veiða innan 200 milna auðlindalög- sögu strandrikis, að strandrikið sjálft sé ekki i aðstöðu til að fullnýta fiskistofn- ana. 5. Þorskveiðarnar eru og hafa verið undirstaðan i islenskum sjávarútvegi og mun þorskaflinn vera milli 85 og 90% af allri veiði bolfiska hér við land. — Nú er svo komið, að þorskstofninn á ís- landsmiðum er i bráðri gjöreyðingar- hættu vegna ofveiði. 6. Samkvæmt upplýsingum fiskifræðinga eru nú árlega drepnir 70 af hverjum 100 kynþroska þorskum, sem i sjónum synda hér á Islandsmiðum, og sé litið á þriggja ára timabil telja fiskifræðingar, að við lok þess hafi verið veiddir hvorki meira né minna en 97 af sérhverjum 100 kynþroska þorskum, sem i sjónum syntu þremur árum áður. Aðeins 3 lifa eftir af hverjum 100 eða 30 af hverjum þúsund þorskum. 7. Þetta dauðahlutfall i þorskstofninum, sem var fyrir strið 45% á ári, er nú á siðustu árum sem sagt komið upp i 70% á ári. Það er samdóma álit fiski- fræðinga að i þessum efnum sé 60% hins vegar algert itrasta hámark, — ,,rautt strik”, sem alls ekki megi fara yfir, ef komast eigi hjá bráðri hættu á eyðingu stofnsins. Og fiskifræðingar bæði hér á íslandi og i öðrum löndum eru á einu máli um það, að enginn fiskstofn geti lifað af svo taumlausa sókn, sem nú er stunduð i islenska þorskstofninn. 8. Árið 1948 var um 60% af þeim vertiðar- þorski, sem islendingar veiddu 10 ára og eldri, tuttugu árum siðar árið 1968 var 10 ára þorskur og eldri hins vegar að- eins 5% þorskafla á vertiðinni og siðustu fimm árin má heita, að slikur stór- þorskur sjáist alls ekki. Æ stærri hluti aflans er hins vegar ókynþroska smá- fiskur, en slikar veiðar eru auðvitað hrein rányrkja, sem stefnir i beinan voða. Af öllum þeim þjóðum, sem veiðar hafa stundað á Islandsmiðum hafa bret- ar verið verstir, hvað smáfiskadrápið snertir. Þannig komust fiskifræðingar að þeirri niðurstöðu fyrir nokkrum ár- um að þótt bretar veiddu hér þó ekki nema um 30% af heildarþorskaflanum við Island, þá veiddu þeir samt um 50% einstakra þorska, vegna þess, hvernig þeir mokuðu upp ungviðinu. 9. Eyðing sildarstofnsins islenska er sorgarsaga, sem öllum er kunn. Eigi þorskurinn að fara sömu leið, vegna þess að stjórnvöld semji um áframhald- andi veiði útlendra þjóða hér, og vegna vanstjórnar heima fyrir, — þá er hætt við að mörgum, sem nú baðar sig i vel- lystingum út á verðmæti, sem sjómenn okkar færa að landi, mundi þykja þröngt fyrir dyrum. Minna má áWið lok siðasta áratugs var ýsuaflinn hér aðeins um 40% af þvi, sem hann hafði verið við byrjun ára- tugsins. 10. Á undanförnum árum hafa útlendingar tekið hér við land annan af hverjum tveimur fiskum, sem veiddir hafa verið. Fyrir okkur islendinga eru fiskveiðarn- ar langtum þýðingarmeiri en t.d. skóg- ræktin fyrir finna. Hvað segðu menn um það ef rússar tækju i sinn hlut annað hvert tré, sem fellt er i finnskum skógum og teldu sina eign, máske með „sögulegum rétti”? Samlikingin er ljós, — hana ættu ráða- menn breta og þjóðverja væntanlega að skilja. —k 60 þúsund kvikmynda- geröarmenn Kvikmyndatökustjórinn Grigori Rosjal, scm gerði sina fyrstu kvikmynd þegar áriö 1926 og m.a. er kunnur fyrir myndirnar „Artamanovsmál- ið”, „Systurnar” og „Kyrrlát- ur morgunn”, hafði frum- kvæði um það árið 1957 að stofna sérstaka nefnd til stuönings kvikmyndagcrð á- hugamanna i Sovétrikjunum. Ilér gerir hann grein fyrir skoðunum sinum varöandi þróunina i þessu þýðingar- mikla sviöi sovésks menn- ingarlifs. Einn af kunnari sovéskum kvikmyndatökustjórum á siðari árum, Gleb Panovilov, hóf feril sinn sem áhugakvikmynda- gerðarmaður. Hann er aðeins eitt dæmi um hina miklu þýðingu á- hugamannakvikmyndanna fyrir kvikmyndagerðarlistina. Ahugamannakvikmyndir i Sovétrikjunum eiga langa sögu að baki, jafnvel fyrir fimmtiu árum voru uppi virkir áhugakvik- myndatökumenn, sem höfðu mikla þýðingu fyrir þróun sovéskrar kvikmyndalistar. Margir hinna eldri kvikmynda- tökustjóra, hófu feril sinn sem á- hugamenn. Josef Heifitz, Alex- ander Zartsji og Leonid Lukov eru meðal hinna kunnari sem stigu sin fyrstu skref á kvik- myndagerðarbrautinni sem á- hugamenn. ör þróun áhugamanna kvikmyndanna Við telium þó, að áhugamanna kvikmyndagerð hafi hafist af al- vöru árið 1957. Á alþjóðlega æsku- lýðsmótinu i Moskvu var haldin fyrsta stóra opinbera sýning kvikmynda áhugamanna. Siðan hefur kvikmyndagerð á- hugamanna öðlast mjög aukna þýðingu i Sovétrikjunum. A fyrstu sýningu áhugamannakvik- mynda vofu skráðar 143 kvik- myndir, en þátttakan náði til allra Sovétrikjanna. Samsvar- andi tala nú eftir 15 ár nálgast 3000. Hver er skýringin á þessum mikla áhuga? 1 fyrsta lagi er mikill kvikmyndaáhugi i Sovét- rikjunum. Að meðaltali er dag- legur fjöldi kvikmyndahúsagesta nálega 13 miljónir. Við þetta bæt- ist, að æ fleiri taka þátt i kvik- myndagerð sem virku tóm- stundastarfi. Og það eru engar ýkjur að segja, að flestir áhuga- kvikmyndagerðarmennirnir gera þetta ekki sér til gamans, heldur lita á þetta sem annað starf sitt. Sérstakar vinnustofur á- hugakvikmyndagerðar- manna Áhugakvikmyndagerðarmenn sækja æ meir til sérstakra vinnu- stofa sem gerðar hafa verið fyrir þá i klúbbum, menningarhöllum, og fleiri slikum stöðum af hálfu hins opinbera. í Moskvu einni saman eru þannig yfir 100 af u.þ.b. 5 þúsund slikum kvik- my ndagerðarvinnustofum i Sovétrikjunum, sem sóttar eru af um 60 þúsund manns. Kvikmyndagerðarvinnustof- urnar eru opnar öllum, sem á- huga hafa á kvikmyndagerð og þarfnast hjálpar við upptökur sinar. Þar hafa menn aðgang að klippiborði, hljóðupptökutækjum, framköllunartækjum, og yfirleitt öllum tækjum sem þarf til kvik- myndagerðar. Allt er þetta ó- keypis. Aðalkostnaðinn bera verkalýðsfélögin og fleiri samtök, sem leggja til dýr tæki til afnota. Venjulega velja kvikmynda- gerðarmennirnir úr’ sinum hóp stjórnanda vinnunnar á vinnu- stofunni. Þó ber við, að atvinnu- kvikmyndageröarmanni er boðið að stjórna starfseminni. 1 Moskvu og Leningrad hefur verið komið upp sérstökum kennarastöðum við vinnustofur áhugakvik- myndagerðarmannanna. Hvaða efni velja menn sér til kvikmyndunar? Venjulega byrja menn á að gera kvikmynd um fjölskyldu sina. Þegar menn siðar taka að vinna i starfshópum, verður fyrst fyrirað taka kvikmynd um starf- ið sem menn vinna, staðinn eða bæinn, þar sem menn eiga heima. Smám saman færist efnis- valið út yfir allt svið daglegs lifs. Ahugakvikmyndagerðarmenn fást við sömu viðfangsefni og at- vinnumenn á kvikmyndagerðar- sviðinu: Leiknar kvikmyndir, heimildakvikmyndir, gaman- myndir og tónlistarmyndir Ahugamannakvikmyndin er stutt, að jafnaði um 10 minútur að lengd. Hvar eru áhugamanna- kvikmyndirnar sýndar? Kvikmyndirnar eru sýndar i klúbbum og sjónvarpi. Verð- launakvikmyndir eru jafnvel sýndar i almennum kvikmynda- húsum. Nýverið var flokkur slikra mynda sýndur á kvik- myndahúsum i Moskvu við góðar undirtektir. I Sovétrikjunum eru haldnar ýmsar kvikmyndahátiðir fyrir á- hugamannakvikmyndir og er samkeppnin hörð. Fyrir skömmu fékk kvikmynd, sem skólanem- endur við kvikmyndavinnustof- una Aistjata höfðu gert, fyrstu verðlaun á kvikmyndahátið i Hel- sinki. Náin tengsl atvinnukvik- myndagerðarmanna og á- hugamanna Nefndin sem stofnuð var til styrktar áhugakvikmyndagerð er Framhald á bls. 18

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.