Þjóðviljinn - 24.08.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.08.1975, Blaðsíða 11
10 'ÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. ágúst 1975 Sunnudagur 24. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Hjónin, mannfræðingarnir og sálfræðingarnir Nena og George O’Neill hafa skrifað bók um hjónabandið, sem mikla athygli hefur vakið beggja vegna „Við hefðum ekki haft áhuga á að rannsaka þetta efni og hefðum ekki getað skrifað þessa bók, ef við hefðum ekki haft trú á meðfæddum eiginleikum manneskjunnar, endursköp- unarhæfileika hennar og for- vitni”, segir I upphafi formála að bók, sem undanfarin ár hefur vakið mikla athygli beggja vegna Atlantshafsins. Þessi bók fjallar um efni, sem óhætt mun að segja að flestir hafi einhvern áhuga á, þvi allir fá einhver kynni af hjónabandinu, annað hvort sfnu eigin eða annarra. Þau kynni geta verið margvls- leg, en svo mikið er vist að ekki býður þjóðfélagið upp á mikla hjálp eða leiðbeiningu I öllum þeim fjöldamörgu vandamálum sem þar berja að dyrum. Atlantshafsins og nefnist á frummálinu „Open Marriage” (opið hjónaband) — Það þarf þvl engan að undra þótt bók, skrifuð af tveimur sál- fræðingum og mannfræðingum — sem þar að auki eru hjón — og fjallar um hjónabandsrann- sóknir, mannfræðirannsóknir og gefur fólki að auki ákveðnar ábendingar til þess að lifa eftir I hjónabandinu, vekji áihuga fólks, sem yfirleitt hefur sára- litla möguleika á ráðleggingum og hjálp I þessum efnum. Þessi ágætu hjón heita Nena og Ge- orge O’Neill og hafa dvalist langtimum saman I Norður- og Suður-Ameriku og rannsakað lifnaðarhætti frumstæðra þjóð- flokka. Frá þvi árið 1967 hafa þau unnið við hjónabandsrann- sóknir i Bandarikjunum og byggir bók þessi, sem heitir „Opið hjónaband” (Open marriage), að mestu á þeim rannsóknum. Við ætlum nú að freista þess að gera nokkra grein fyrir hugmyndum þeirra um mannleg samskipti á þess- um siðustu og verstu timum, þótt vissulega sé slikt erfitt i einni blaðagrein, og hætt sé við að sumir fái ekki rétta mynd af skoðunum þeirra. Ekki verður fram hjá þvi gengið að bók þessi virðist fyrst og fremst ætluð ungu og mið- aldra fólki með sæmilega menntun og atvinnu. Mikill hluti vinnandi fólks hefur tæplega mikia möguleika til þess að not- færa sér kenningar þeirra nema að takmörkuðu leyti, m.a. vegna skorts á peningum, menntun, húsnæði og öðru, sem þarf að verða fyrir hendi, eigi fólk að geta notið þess frelsis sem bókin boðar. En það er stór hluti yngra fólks, sem hefur tek- ið bókinni fegins hendi — þó ekki nema til þess að kveikja um- ræður og afstöðu til hjónabands- ins. Sumir telja bókina sölu- bragð, þar sem hitt er á efni sem flestir hafa áhuga á og aðr- ir telja hana bæði þarfa og skemmtilega lesningu. Þótt tal- að sé um hjónaband, er að sjálf- sögðu jafnt átt við fólk I „óvigðri sambúð”. Það er ljóst að afstaða manna og hegðun I hjónabandi, verður alltaf I nokkru samræmi við lifs- afstöðuna almennt. Þess vegna er fólk trúlega misvel til þess fallið að nýta sér kenningar þeirra; Erich Fromm segir I Listin að elska: „Astin er virk i eðli sinu og það kemur ekki að- eins fram I þvi að gefa, heldur felur hún auk þess alltaf i sér á- kveðin grundvallaratriði I öllum forraum sinum. Þau eru um- hyggja, ábyrgðarkennd, virðing og þekking”. 011 þessi atriði eru mjög þýðingarmikil hjá Nenu og George og byggja þau bók sina i raun að miklu leyti á þvi, að þessir þættir skipti meira máli en hin rósbleika ást, sem margir telja sér trú um að end- ist um alla eilifð. Þegar dýrðar- Ijóminn hverfur og rómantikin dofnar i hversdagsleikanum skortir fólk þá þekkingu á mannlegum samskiptum, þann grundvöll sem þau I raun byggj- ast á, til þess að geta búið sam- an. Árangurinn verður mis- heppnuð hjónabönd þar sem makarnir geta ekki rætt saman eða hjónaskilnaður. Til þess að koma I veg fyrir þessa þróun leggja þau mikla á- herslu á að fólk geri sér grein fyrir þvi, að hjónaband má aldrei verða „samruni” tveggja einstaklinga. Til þess að það geti gefið báðum aðilunum hamingju og þroska, verður það að byggjast á fullkomnu trausti og frelsi til þess að fá að þrosk- ast eins og persónuleiki ein- staklingsins og vilji krefst. Til þess þarf einstaklingurinn að vera sjálfstæður, meðvitaður um sjálfan sig og aðra, kjark- mikill og um leið sveigjanlegur. Hann þarf að hafa vilja og getu til þess að brjótast undan alda- gömlum fordómum um hlutverk kynjanna og hina eilifu ást. Hlutverk kynjanna hefur hér mjög mikla þýðingu, þvi grund- völlur frelsisins er algjört jafn- ræði beggja aðilanna I hjóna- bandinu. Vissulega eru margir sem ganga miklu lengra en þau og spá þvi, að hjónabandið og' tvenndarsambandið yfirleitt eigi ekki eftir að verða langlift I framtiðinni. En þau telja hins vegar að tvenndarsambandið bjóði upp á þá „nálægð” trúnað og einlægni, sem ekkert annað sambands- sambýlisform bjóði upp á. Það þurfi aðeins að ala fólk upp I nýjum sjónarmiðum um hjónabandið og rifa niður alla þá fordóma, þær reglur — skráðar og óskráðar — og þá yfirborðskenndu ásjónu sem hjónabandið hefur tekið á sig. „Tveir rauðir þræðir gengu I gegnum viðtöl okkar og rann- sóknir á hjónabandinu; Annar var þörfin eftir frelsi, hinn var þörfin eftir nánu sambandi við aðra manneskju.. Við vonum að hugtakið „opið hjónaband” geti hjálpað hjónum til að skynja að það er til bæði náið samband og um leið frelsi i hjónabandi og að frelsið með sinum þroskamögu- leikum og þeirri ábyrgð sem þvi fylgi, getur lagt grundvöllinn að trúnaði og ást”, segja Nena og George. Þau setja upp dæmið um „lokað hjónaband” og „opið hjónaband” og gefa 8 „ábending- ar” fyrir opna hjónabandið, sem þó má á engan hátt taka sem lög og reglur. Þær eru aðeins settar fram til þess að auðvelda fólki að gera sér grein fyrir þvi sem við er átt með hugtakinu opið hjóna- band. Ábendingarnar eru þessar: 1. Að lifa fyrir liðandi stundu, með raunhæfar vonir. 2. Að eiga einkalif. 3. Opin og einlæg tjáskipti. 4. Margbreytileg hlutverk. 5. Opin vinátta. 6. Jafnrétti. 7. Samsömun. 8. Tillitssemi. Við sjáum að hér er hvergi minnst á ást, kynlif eða trúnað, sem við viljum gjarnan lita á sem hornsteina hjónabandsins. En mikið af vandamálum hins lok- aða hjónabands stafa einmitt af þeirri rangsnúnu mynd af hlut- verki ástar, kynlifs og trúnaðar I sambandi tveggja einstaklinga, sem fólk hefur trúað á. Ef per- sónuleg meðvitund er byggð á ást, jafnrétti mælist eftir kyngetu og tillitssemi skilgreinist sem trúnaður (þ.e. að vera „trúr”), þá mun eigin sjálfsvitund brotna niður um leið og hinir rómantisku logar ástarinnar dofna, jafnréttið minnka með tilviljanakenndum mistökum i kynlifi og tillitssemin verða að engu við minnsta merki um „ótrúnað”. Að lifa fyrir iiðandi stundu með raunhæfar vonir Þarna er fyrst og fremst átt við nauðsyn þess að lifa fyrir nútim- ann og augnablikið. Njóta þess sem þaö býður upp á I stað þess að láta efnisleg stöðutákn verða kjarna sambandsins. Auðvitað á fólk að vita hvað það vill, en efn- isleg og veraldleg gæði mega aldrei verða höfuðatriði: öryggið verður aldrei byggt á veraldleg- um gæðum heldur á sambandinu sjálfu. Vonir manns um framtiðina verða aö vera raunhæfar. Vonir um eilift hjónaband og eilifan „trúnað” makans eru heldur ekki raunhæfar i heimi þar sem „framhjáhöld” og hjónaskilnaðir eru daglegt brauð. Við skulum gera okkur grein fyrir eftirfarandi: Það er ekki vist að hjónabandið endist alla æfi. Það er ekki vist að það færi hamingju, öryggi og trúnað. Hjónaband felur ekki i sér að hinn aðilinn tilheyri þér. Það táknar ekki að þú verðir aldrei framar einmana. Hjónabandið færir þér ekki stöðuga athygli, aðdáun og umhyggju. Við skulum einnig gera okkur grein fyrir: Að barn bjargar ekki hjóna- bandi, sem er að bresta. Að afbrýðisemi er ekki það sama og ást. Að trúnaður I kynllfi er ekki mælistika á ástina. Aðþað er ekki vist að maki þinn verði alltaf „einlægur” við þig og að hann muni aldrei verða hrifinn af annarri manneskju. Að gott kynlif (rétt tækni og stellingar) leysir ekki hjóna- bandserfiðleikana. Að hjón hafa ekki liffræðileg mismunandi hlutverk I hjóna- bandinu. Og að lokum — það er óraun- hæft að gera þær kröfur til mak- ans að hann uppfylli allar þinar kröfur, andlegar, likamlegar, til- finningalegar, vitsmunalegar og fjárhagslegar. Þess I stað skulum við gera okkur grein fyrir nokkrum raun- hæfum „vonum” hins opna hjónabands: Aðhjón deila flestu en ekki öllu. Að báðir aðilar breytast og breytingar geta bæði fært með sér árekstra og þroska. Aðhvor um sig ber sina ábyrgð og lætur hinn gera hiö sama. Aðmaður getur ekki vænst þess eöa raun- hæft líf? að hinn aöilinn uppfylli allar manns kröfur eða taki á sig það sem maöur á sjálfur að gera. Aðaðilarnir hafa ólikar þarfir, eiginleika, gildismat og kröfur vegna þess að þeir eru ólikir — ekki bara vegna þess að annar er karl og hinn kona. Að sameiginlegt markmiö er náiö samband, en ekki sumarbú- staður eða barn. Að börn eru ekki nauðsynleg tákn um ást til hvors annars. Aðvelji maður að eignast barn verður maður einnig meðvitað og óþvingað að skilja að það er stærsta ábyrgð lífsins. Að væntumþykja og ást vex af þeirri gagnkvæmu virðingu sem hið opna samband skapar. Einkalífið Það er ekki nauðsynlegt að hjón séu spyrt saman frá morgni til miönættis til þess að sanna hvort öðru ást sina. Þvert á móti er mjög þýðingarmikiðað hjón skilji þörf hvers annars til þess að fá að vera i friði, til þess að eiga sinn fritima sjálf fyrir sig og jafnvel sumarleyfi, ef þess er óskað. Það er ástæðulaust að vera meö sam- viskubit, þó maður vilji vera einn. Hins vegar má ekki rugla þessu saman við fullkomið afskiptaleysi eða einangrun, sem á sér oftast allt aðrar rætur. Sé sjálfsvitund einstaklingsins ekki sterkari en svo að hann geti ekki verið einn með sjálfum sér á milli, er hæpið að hún sé nægilega sterk fyrir raunverulegt, náið samband og að hinum aðilanum muni ekki veitast auðveldara að ná sam- bandi við þann fyrrnefnda, en honum sjálfum. Opin og einlæg tjáskipti Tjáskipti eru ekki bara töluð orð, heldur einnig ýmsir „kækir”, hreyfingar, svipbrigði og fleira. Likamleg nálægð getur skapað orðalaust tungumál, sem getur haft mikla þýðingu fyrir samlif hjónanna. Snertiþörfin er oftast kæfð snemma I börnum og lítils metin hjá fullorðnum og árangur- inn verður oft skortur á næmni, — likamlegri og tilfinningalegri. Þetta þarf fólk að rækta með sér I hjónabandinu. Þá er ekki siður þýðingarmikiö að læra að tala út um hlutina, vera einlægur og op- inn um sjálfan sig og sin vanda- mál. Sjálfsgagnrýni og skilningur á nauðsyn þess að ræða um það, sem kann að vera deiluefni verð- ur að vera fyrir hendi, eigi sllkar umræður að hafa eitthvað já- kvætt I för með sér. „Rifrildis- tækni” er næstum orðin sérgrein og hefur verið mjög notuð af sál- fræðingum viða um heim, en Ge- orge Bach og Peter Wyden hafa skrifað merka bók um leiöir til þess að útkljá deiluefni i hjóna- bandinu. Bók þessi nefnist „The Intimate Enemy” og Nena og Ge- orge taka upp nokkrar kenningar bókarinnar sem ábendingar um meðhöndlun deiluefna. Fyrst og fremst er nauðsynlegt að skilja þýðingu þess að „gera upp” jafn- óðumL þ.e. geyma ekki alla sina óánægju til eilifðarnóns, heldur reyna aö takast á við vandamálin þegar þau koma upp og leysa þau. Rifrildi þýðir ekki að ástin hafi dvinað, en stanslaust nag og nagg bendir oft til þess að eitthvað stærra vandamál liggi grafið undir. Mikið er fjallað um þessi atriði i bókinni, sem ekki er unnt að gera nánar grein fyrir hér. Margbreytileg hlutverk Hér er fjallað um hlutverk kynjanna, eins og þau hafa verið um aldaraðir, en einn grund- vallarþátturinn I opna hjóna- bandinu er jafnrétti. Það er ó- sannað að til sé eitthvað sem heit- ir „kvenlegt” eða „karlmann- legt” iupprunalegu eðli fólks. öll hin óskrifuðu lög um hlutverk kynjanna eru kannski versti óvin- ur hjónabandsins. Það eru ekki aðeins sjálfsögð og eðlileg mann- réttindi, að konur njóti sama rétt- ar og karlmenn i og utan hjóna- bands, það er lifsnauðsyn eigi að takast að byggja upp þroskandi og uppbyggilegt samband á milli kynjanna. Móðurhlutverkið verð- ur að leysa frá húsmóðurhlut- verkinu. Móðurhlutverkið er þýð- ingarmikið en það má ekki gefa þvi ranga og ýkta mynd, sem hið einaþýðingarmikla hlutverk kon- unnar. Mannfræðirannsóknir sýna að það sem við köllum „kvenlegt” er ekki endilega það sama og t.d. Tchambuli þjóð- flokkurinn kallar „kvenlegt”. Ekkert starf má tilheyra öðrum aðilanum bara vegna kyns hans. Stöðug skipti á hlutverkum innan heimilisins eru nauðsynleg til þess að heimilisstörfin verði ekki kvöð og verði ekki notuð til þess að kúga annan aðilann. Frelsi beggja einstaklinganna er lika háð möguleikum þeirra til þess að umgangast fólk, og öðlast reynslu og þekkingu, sem sjaldnast er að fá innan veggja heimilisins. Raunverulegur skilningur milli hjónanna er I raun útilokaður, ef hlutverk þeirra eru eingöngu bundin við kyn þeirra. Opin vinátta Við getum ekki fullnægt öllum kröfum hins aöilans, þess vegna hljótum við að skilja þörf hans til þess að eiga sina eigin vini. Við reynum jú að eignast vini og læra af þeim á meðan við erum unglingar, en þegar við giftum okkur er stundum eins og þar með sé okkur borgið fyrir fullt og allt og upp frá þvi þurfum við ekki á frekari félagsskap að halda. Hið lokaða hjónaband krefst þess að hjónin verði vinir allra vina hvors annars, jafnvel þótt þeim liki ekki við þá og finni fátt sameiginlegt með þeim. Þetta er óeðlilegt og bein afleiðing þeirrar tilhneiging- ar að ætla fólki stöðugt að þrosk- ast sameiginlega i hjónabandinu. Auðvitað fylgja vissar áhættur allri vináttu. Vinátta getur alltaf orðið að ást, en sú „hætta” er oft- ast meiri, þegar vináttan verður til i þvinguðu og lokuðu hjóna- bandi. Sé samband hjónanna i raun og veru gott, er það engin ógnun þótt annar aðilinn eigi góðar stundir með öðru fólki og jafnvel standi I kynferðislegu sambandi við ann- an aðila. Þetta atriði er ekki neitt grundvallaratriði i kenningum Nenu og Georges, en þvi er af- neitað að það sé ekki hægt að láta sér þykja vænt um fleiri en eina fullorðna manneskju, frekar en að manni geti ekki þótt vænt um nema eitt barn. Hvort heldur slik væntumþykja leiðir til kynferðis- legs sambands eða ekki er ekki höfuðatriði, en það er liklegra ef hjónabandið er lokað, enda væru „framhjáhöld” ella ekki svo al- geng sem raun ber vitni i hinum lokuðu hjónaböndum. Um leið er bent á að afbrýðisemi er ekki ást- artákn, heldur oftast fyrst og fremst tákn um ósjálfstæði, eigin- girni og skort á sjálfsvitund. Samband hjónanna verður þvi að vera mjög sterkt og náið, eigi það að þola alla utanaðkomandi á- reitni, sem oft fylgir opinni vin- áttu. Sú algenga skoðun að „fram- hjáhöld” séu réttlætanleg, eigi þau sér stað i ölæði og með aðila, sem á engan hátt telst samboðin hinum gifta, en sambönd (kyn- ferðisleg eða ekki), sem hafa raunverulega og þroskandi þýð- ingu fyrir þann hinn sama séu ó- fyrirgefanleg, sýnir að það er ekki umhyggja fyrir makanum sem ræður þessari afstöðu. Það er fyrst og fremst hræðsla við að hann upplifi eitthvað þýðingar- meira en maður getur sjálfur boðið. Og sögnin um grasið græna hinum megin við girðinguna, sem ekki er lengur grænt þegar girð- ingin er horfin, útskýrir þetta vel. Það sem er bannað, verður oft ennþá eftirsóttara I gráum hvers- dagsleikanum. Þess vegna er i raun ekkert liklegra að fólk sæki um skilnaö vegna annars aðila, þótt það hafi fullkomlega frjálst samneyti utan hjónabandsins. Jafnrétti Jafnrétti er ekki sama og mála- miðlun. Fullkomið jafnrétti þýðir ekki ætið að öllu skuli deilt til helminga eða að maður láti af helmingi af sínum kröfum og ósk- um. Ef maðurinn vill fara á völl- inn, þýðir það ekki að hann skuldi konunni þar með eitt kvöld, eða gagnkvæmt. „Ef þú gerir þetta, fæ ég að gera þetta”, segja hjónin I lokaða hjónabandinu. Þvert á móti verður fólk að ráða sinum fritima og áhugamálum sjálft og það skuldar engum neitt, þótt það geri svo, á meðan hinn aðilinn lið- ur ekki fyrir það, t.d. með þvi að þurfa ætið að gæta barnanna á meðan o.s.frv. Samsömun Það er nokkuð erfitt að útskýra orðið „identitet” á islensku, en orðið samsömun er orðið nokkuð algeng þýðing. Það þýðir eins konar sjálfskynjun, — meðvitund um sjálfan sig, að finna sig til- heyra e-u. Það er einmitt það sem er svo þýðingarmikið i hjóna- bandinu og raunar öllu lifinu — að finna, skilja og þekkja sjálfan sig — vita hvað maður vill, hverju (stétt eða hóp) maður tilheyrir — finna sig geta tekið ákvarðanir. Og sú samsömun, sem hefur til- heyrt hinu lokaða hjónabandi er mjög kynbundin, karlmaðurinn tilheyrir fyrst og fremst fyrir- vinnuhópnum, konan húsmóður- hópnum. Þeirra eigin persónu- bundna samsömun er þar ekki til. Sterk sjálfsvitund er ekki eigin- girni, eins og margir kunna að halda, heldur þvert á móti. Eigin- girnin er fyrst og fremst hræðsla um að missa svo mikið að maður eigi ekkert eftir fyrir sjálfan sig, og þvi sterkari sem maður er sem einstaklingur, þeim mun meira getur maður gefið af sjálfum sér. Orlæti og samsömun standa þvi i nánu sambandi hvort við annað. Tillitssemi Tillitssemi er þýðingarmesti eiginleiki sambands karls og konu i hjónabandi. Smálygar, hvort sem heldur eru til þess aö forðast ágreining eða til þess að fela gerðir sem liklegar eru til þess að vekja óánægju, eru ekki byggðar á tillitssemi. En tillits- semin verður að vera raunhæf, hún verður að viðurkenna mak- ann eins og hann er, en ekki eins og þjóðfélagið eða einhver annar vill að hann sé. Þegar tillitssemin er fullkomin, þarf ekki að ljúga eða fela sannleikann, þvi jafnvel sá sannleikur, sem manni kann að sárna kemur ekki fullkomlega á óvart, þvi maður gerir eðlilegar kröfur og skilur að enginn er full- kominn. Að lokum nokkur orð um af- brýðisemina, sem margir eiga bágt með að kyngja. Afbrýðisemi er ekki til hjá vissum þjóðflokk- um og mjög óveruleg hjá öðrum. Það þýðir að hún er ekki meðfædd og óhjákvæmileg, segja Nena og George. Hún er eyðileggjandi til- finning og oft i engu samræmi við raunveruleikann. Hún segir meira um sjálfsvitund og þroska einstaklingsins sem hleypir henni óbeislaðri út, en um hegðun aðil- ans, sem hún beinist gegn. Varð- andi „trúnað” i hjónabandinu, er rétt að lita á mannkynssöguna — þar sem litið hefur verið á „fram- hjáhöld” ýmsum augum eftir þvi hver átti i hlut og hvenær. Og enn- þá eru þau algeng og þá er spurn- ingin: Er það sá „ótrúi” sem er misheppnaður eða eru það regl- urnar sem honum eru settar? En vissulega er þetta einstaklings- bundið og þvi fer fjarri að Nena og George ráðleggi fólki á einn eða annan veg i þvi efni. Kynlifið er ekki tæknifyrir- brigði, en háð flestum þeim atrið- um, sem rætt er um hér að fram- an. Vitundin um að vera sjálf- stæður einstaklingur, sem getur upplifað þá reynslu og hamingju sem lifið biður upp á, án þess að vera bundinn eða þvingaður, býð- ur upp á miklu meiri möguleika til ánægjulegs samlifs i hjóna- bandinu og um leið hamingju- sams og árangursriks lifs. (þs endursagði).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.