Þjóðviljinn - 30.08.1975, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. ágúst 1975
DJOÐVIUINN
MALGAGN SOSlALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 <5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
12 HÆGRI MÁNUÐIR
33 VINSTRI MÁNUÐIR - VERÐLAGSHÆKKUN SAMA
í alþingiskosningunum á siðasta ári var
það tvennt, sem Sjálfstæðisflokkurinn
setti á oddinn i kosningabaráttunni.
Kjósið okkur svo landið verði ekki varn-
arlaust, og Rússar gleypi ykkur, sögðu
Gunnar og Geir.
Kjósið okkur, sem getum og viljum
stöðva verðbólguna, sem bölvuð vinstri
stjórnin ber ábyrgð á, sögðu Matthias Á.
og Matthias B., — og Morgunblaðið og
Visir fóru hamförum við að blekkja kjós-
endur.
Siðan fékk Sjálfstæðisflokkurinn völdin i
hendur með ljúfu samþykki Framsóknar-
foringjanna.
Nú i vikunni var eitt ár liðið frá stjórn-
arskiptum. Sjálfsagt þykjast forkólfar
Sjálfstæðisflokksins hafa njörfað ame-
riska herinn fastan á Keflavikurflugvelli
um sinn, og má vera, að ráðherrarnir telji
sjálfa sig miklar hetjur i baráttunni við
Rússa, svo sem oft vill verða þar sem hug-
umstórir riddarar hefja strið við eigin
vindmyllur. En hefur þeim þá gengið jafn
vel i baráttunni við hinn drauginn; það er
að segja verðbólguna, þetta fyrsta ár á
valdastóli?
Helsti mælir á verðlagsþróun i landinu
er hin opinbera framfærsluvisitala, sem
Hagstofa íslands sendir frá sér fjórum
sinnum á ári.
Nú þann 1. ágúst s.l. var þessi opinbera
framfærsluvisitala orðin 459 stig, en var
297 stig 1. ágúst i fyrra, þegar vinstri
stjórnin lét af völdum. Hér er sem sagt um
að ræða, hvorki meira né minna en 54,5%
almenna verðlagshækkun á þessu fyrsta
valdaári þeirra manna, sem létu fólk
kjósa sig i trausti þess að þeir einir gætu
stöðvað verðbólguna!!!
Til samanburðar er rétt að geta þess, að
næsta ár á undan, þ.e. síðasta heila ár
vinstri stjórnarinnar frá 1. ágúst
’73-l.ágúst ’74 hækkaði framfærslukostn-
aðurinn samkvæmt visitölu þó ekki nema .
um rúm 40%, eða úr 210 stigum í 297.
Nú er sem sagt komið i Ijós, að ráðherr-
ar Sjálfstæðisflokksins, sem í fyrra áttu
aldrei nógu sterk orð til að lýsa óðaverð-
bólgunni, — telja greinilega besta ráðið
við henni það að magna hana. Þannig
standa þeir við kosningaloforðin.
Hér er reyndar einnig vert að hafa i
huga, að ef gerður væri samanburður á
þvi, að hve miklu leyti verðbólgan er af
innlendumrótumrunninnú á fyrsta valda-
ári hægri stjórnarinnar annars vegar, og á
siðasta valdaári vinstri stjórnarinnar hins
vegar þá er ekki að efa, að niðurstöður
yrðu hægri stjórninni enn óhagstæðari en
sá beini og einfaldi samanburður, sem
gerður var hér að framan.
Allir vita að siðasta hálfa valdaár
vinstri stjórnarinnar var um nokkra van-
stjórn efnahagsmála að ræða, þar sem
enginn starfhæfur þingmeirihluti var fyrir
hendi.
Og þótt samanburðurinn á verðbólgunni
nú á fyrsta valdaári nýrrar rikisstjórnar
Sjálfstæðisflokksins, sem er 54,5% og hins
vegar á siðasta ári vinstri stjórnarinnar
með verðbólgu upp á 41,4% samkvæmt
framfærsluvisitölu, sé alveg nægilegur til
að afhjúpa loddarana, er i fyrra þóttust
ætla að vinna sigur á verðbólgunni, — þá
er annar samanburður þó miklu sann-
gjamari.
Staðreyndin er nefnilega sú, að frá
valdatöku vinstri stjórnarinnar um mitt
ár 1971 og fram til 1. april 1974, — sem sagt
meðan vinstri stjórnin gat í raun og veru
stjórnað, — þá hækkaði verðlag i landinu
samkvæmt framfærsluvisitölu ekki nema
um 56% alls á 33 mánuðum, eða nánast
jafn mikið og á aðeins 12 mánuðum nú
undir bræðralagsmerki þeirra Geirs Hall-
grimssonar og Ólafs Jóhannessonar.
Ekki er óliklegt, að núverandi við-
skiptaráðherra landsins, ólafur Jó-
hannesson, formaður Framsóknarflokks-
ins liti stundum til baka, þar sem hann sit-
ur fastur i verðbólgufeninu, feni sem ein-
mitt hinir sömu núverandi bandamenn
hans og fyrir kosningar þóttust ætla að
sigra verðbólguna hafa átt stærstan þátt i
að draga hann niður i.
— Og einmitt i gær var enn tilkynnt um
20% hækkun á mjólk og smjöri og 15%
hækkun á simgjöldum.
Skyldu þeir Gunnar og Geir og
Matthiasarnir tveir koma fram fyrir þjóð-
ina i næstu kosningum, sem striðshetjur
gegn verðbólgunni?
— Þá yrði mörgum skemmt.
Nei, liklega væri þeim nær að tiunda
fyrir þjóðinni mikil afrek sin i hinu heilaga
striði við bölvaðan Rússann. Á þeim vig-
velli má alltaf vinna stóra sigra, þegar allt
er i kalda koli hinna fyrir.
—k.
KLIPPT...
I
MiHiliðagróðin n
Alþýöublaðið hefur undan-
farna daga vakið athygli að
vörugjaldið, sem stjórnin setti á
i sumar. hefur stóraukið tekjur
heildsala og smásala sem og
rlkissjóðs, og valdið miklu meiri
kaupmáttarrýrnun hjá almenn-
ingi en stjórnvöld viðurkenna.
Blaðið segir m.a.
Með álagningu 12% vöru-
gjaldsins hefur rikisstjórnin i
raun framkvæmt hækkun á
vöruverði, sem er allt aö tvöfalt
meiri, en 12% gjaldið gefur til-
efni til að ætla. Ástæðan er sú,
að bæði heildsölum og smásöl-
um er heimilað að leggja álagn-
ingu sina á þetta vörugjald og i
tilbót leggur rikissjóður á það
20% söluskatt. Vörugjald, sem
þannignemur kr. 42.828 krónum
á pappirnum er komið upp I
75.950 krónur þegar kemur að
neytandanum að borga. Hefur
heildsalinn þá fengið 5.216 krón-
ur I sinn hlut, smásalinn 14.606
krónur I sinn hlut og rikissjóður
Iformi söluskatts 12.658 krónur i
sinn hlut auk vörugjaldsins
sjálfs, sem nam 42.828 kr. eins
og að framan segir. Jafngildir
þetta þvi, að vöruverðshækkun-
in miðað við tollverð hafi numið
röskum 21% en ekki 12%, eins
oglátið hefur verið i veðri vaka.
Þetta 12% vörugjald, sem i
Í2=æ
VCRÐHAKKANIR NAR TVÖFRLl MEIRI LN lATIO £R ( VE0RI VAKA f
ÍKOLLALEIKURINN
IVÖRUGJALDJÐÍ
upphafi nam kr. 42.828, kostar
neytandann þvi þegar öll kurl
eru til gráíar komin aukin út-
gjöid að upphæð kr. 75.950 en
þaðsamsvarar rösklega 21% á-
lag’ á tollverð vörunnar —
þ.e.a.s. það verð, sem vöru-
gjaldiö er reiknað af Mismunur-
inn — kr. 33.122 — hefur farið i
að auka tekjur milliliðanna og
rikissjóðs i formi álagningar og
söiuskatts.
Launþegar
tapa
Ásmundur Stefánsson, hag-
fræðingur ASÍ, hefur þetta um
vörugjaldið og hækkunaráhrif
þess að segja:
,,Þegar 12% vörugjaldið var
lagt á i sumar gerði Alþýðusam-
bandið tilraun til að hindra, að
verslunarálagning kæmi á toll-
verð eftir að þvi hafði verið bætt
við, til þess að koma i veg fyrir,
að álagning heildsala og kaup-
manna hækkaði, en sú tillaga
fékk ekki náð fyrir augum rikis-
stjórnarinnar”.
„Það sama gildir um aðrar
hækkanir, álagning milliliða
hækkar 1' hvert skipti sem hlutur
rikisins er aukinn, og má þar
t.d. nefna bensinskattinn. Enn-
fremur má benda á það, að sú
upphæð, sem rikissjóður hyggst
afla með vöruskattinum, er
Hvitpía
Stuðmenn og Steinunn
Bjarnadóttir hafa verið á lands-
hornaflakki i félagsheimilum og
skemmt fólki með sérstæðum
tónlistarflutningi. Meö i förinni
hafa verið tvær hörundsdökkar
söngkonur. Svo ósmekklega er
staöið að auglýsingum á
1 Alþýðubandaiagsblaöinu er
þessi raunasaga atvinnurek-
anda:
,,AB-blaðiö átti i gær,
fimmtudag, stutt spjall við Jón
M. Jónsson klæðskera, en hann
meira en þrisvar sinnum hærri
en sem nemur hækkun á niður-
greiðslum á landbúnaðarvör-
um, sem fékkst I tengslum við
kjarasamningana i sumar”.
skemmtiatriðum þessara
kvenna, að helst má ætla að hér
sé um að ræða einhverjar
kynjaverur eða nýja innflutn-
ingsvöru.
„Tvær ofsaflottar negrapiur
með Stuðmönnum i kvöld”
o.s.frv. Af þessu tilefni birtum
viö mynd af „ofsaflottri hvitpiu
i hópi blökkukvenna.”
byrjar nú eftir heigina árlega
haustútsölu si'na. Jón kvaðst
ekki kæra sig um að auglýsa út-
söluna i AB-blaðinu, þar eð hann
hefði ekki margt merkífegt að
bjóða að þessu sinni. Var á
honum að heyra að á þessari út-
sölu yrði ekki mikið að græða.
Nú væri erfiðir timar, sagði Jón.
Við ræddum siðan nokkuð á
við og dreif um viðskiptalifið og
sagðist Jón þá hafa veitt þvi at-
hygli að-ýmsir verkamenn bæru
jafnhátt eöa hærra útsvar en
hann sjálfur, og kvaðst gjarna
vildu skipta á starfi við þá.
Hann sagðist reyndar hafa fært
þetta I tal við menn þá sem
tæmdu hjá honum ruslatunnu
fyrir nokkru og kvartaði yfir þvi
að þeir hefðu ekki trúað sér.
Þá tók Jón undir þá skoðun
sem sett var fram i siðasta AB-
blaði, að einstaklingsframtakið
væri orðið mjög svo úrelt og ó-
arðbært og vafasamt að hægt
væri að leyfa mönnum að
stunda slikt sport öllu lengur.
AB-blaðið kann Jóni bestu
þakkir fyrir þetta stutta spjall
ogvekur athygli lesenda sinna á
þvi að með þvi að versla nokkuð
á útsölunni, þó ekki væri nema
að kaupa eins og eina sokka,
sem þar fást væntanlega við
mjög sanngjörnu verði, þá láta
þeir nokkuð af hendi rakna til
þess göfuga málefnis að áfram
verði hægt að fata þjóðina.
Sömuleiðis væri það fallega
gert ef einhver verkamaður fyr-
irfyndist hér i bæ, sem af góð-
vildi sinni vildi skipta kjörum
við Jón, að hann léti hann vita
sem fyrst. ”
—ekh.
... OG SKORIÐ
Hver vill skipta hjörum við Jón?