Þjóðviljinn - 30.08.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.08.1975, Blaðsíða 2
,2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. ágúst 1975 SKAMMTUR íslendingum er það sameiginlegt að sitja ekki á rökstólum um önnur efni en þau, sem máli skipta hverju sinni fyrir land og lýð. Það þykir til dæmis ekki ýkja mikil ástæða til að vera að orðleng ja það, þótt gerð haf i ver- ið gangskör að því um langa hríð að rýra kjör manna til mikilla muna, heldur eru mönnum önnur málefni ofar í huga. Þannig er setið á málþingi dag eftir dag og prentsvertu eytt í það ár eftir ár að dispútera, athuga og ígrunda stórmál eins og það hvernig mjólkurhyrnur eigi að vera í laginu, hvort leyfa eigi alvörubjór, hvort það sé forsvaran- legt að leika tónlist útum hátalara úr Karna- bæ, ef hún heyrist innum glugga í Útvegs- bankanum, að ekki sé talað um spíritisma, Sverri Runólfsson og „blöndun á staðnum", hundahald og prestkosningar. En það sem hef ur orðið einna notadrýgst til umræðu er áreiðanlega íslenska sjónvarpið. Ár ef tir ár hafa landsmenn borið gæf u til að geta ausið hráef ni í endalaust þras úr nægtar- brunni sjónvarpsins, og eins og vænta má eru það f rekar þeir sem eru óánægðir, sem láta til -sín heyra. Þetta hef ur að sjálfsögðu heldur ýtt undir forráðamenn sjónvarpsins að bæta dag- skrána til stórra muna. Hvort það hef ur tekist eður ei skal ósagt látið, en hitt er víst að í vændum er að gríðarlega stórt skref verði stigið í þá átt. Það stendur nefnilega ti.l að fara að sjón- varpa í litum, hvorki meira né minna, og sannleikurinn er sá, að hér er áreiðanlega langþráð lausn á leiðindavanda íslenska sjón- varpsins fundin, því hverju skiptir innihaldið ef það er orðið gult og rautt og grænt og blátt? (Ég tala nú ekki um ef það væri gert af meist- ara höndum, sem fróðir menn telja þó harla ó- líklegt að muni koma til greina). En hvað um það, hér finn ég mig knúinn til að skjóta inn lítilli dæmisögu: Einn af mínum bestu vinum er kona nokkur, sem komið hefur þrem börnum á legg upp á það,. sem kallað hefur verið „sitt eindæmi". Hér fyrr á árum var oft æði þröngt f búi hjá þessari ágætu vinkonu minni og var stundum dögum saman ekkert til að éta á heimilinu annaðen skyrhræringur, en krakkarnir hver á sinu árinu, sá elsti sjö ára. Eins og geta má nærri gekk þetta ekki til langframa, einfald- lega vegna þess að börnin fengu þegar framí sótti hinn megnasta ímugust á þessari ægilegu fæðutegund, sem þó megnaði að halda í þeim líf inu. Þá var það að hin hjartaprúða og ráða- góða vinkona mín fann upp það snjallræði að fá lánaðan matarlit í öllum regnbogans litum (gulan, rauðan, grænan og bláan) og var hræingurinn eftir það borinn fram í framan- gréindri litaröð dag frá degi og rann ofan í blessuð börnin möglunarlaust um nokkra hríð (ekki man ég hvað lengi þó). ' Ég segi þessa dæmisögu bara til að stappa stálinu í forráðamenn sjónvarpsins. Þeir geta gengið útfrá því sem vísu, að ef íslenskt efni kemur á skerminn í gulu, rauðu, grænu og bláu, þá má einu gilda hvert innihaldið er, og þókannski séekki úr háum söðli að detta hvað dagskrá sjónvarpsins snertir, þá væri ef til vill hugsanlegt að auka enn við haf ragrautinn og minnka skyrið í dagskránni. Ég er búinn að vera í allt sumar í „Guðs eig- in landi", eins og Bandaríkin eru jaf nan kölluð af heimamönnum, og hefur mér gefist gullið tækifæri til að virða fyrir mér litadýrð sjón- varpsútsendinga þeirra fyrir vestan, en ein- hvern veginn fór mér nú svo, að fljótlega gafst ég uppá að hanga yfir lélegu efni, jafn- vel þótt í litum væri. Þess vegna flökrar það nú að mér (ástæðulaust að taka mikið mark á því), að ef til vill sé innihaldið meira virði en litirnir. Þó mundi óneitanlega vera talsvert uppörv- andi og til mikilla bóta í fréttaflutningi ef fréttamönnum sjónvarpsins yrði sjónvarpað hverjum með sínum lit. Þá legði ég til að Magnús yrði gulur, Eiður rauður, Omar grænn og Ólafur Ragnarsson blár, en veðurf ræðing- ar grír. Því hvað sagði raunar ekki formaður út- varpsráps um árið, þegar hann var inntur eft- ir því hverjir væru höfuðkostir litasjónvarps: Ein er staðreynd okkur kunn í útvarpsráði vitum, að dagskrá má vera djöfull þunn ef drýgð er hún bara i litum. Flosi. AF LITASJÓNVARPI Helgi Björnsson9 Hnífsdal: Seiðadráp í Isafjarðardjúpi Það er staðreynd að ísafjarðar- djúp var eitthvert auðugasta líf- riki við. Islandsstrendur. Það er lika söguleg staðreynd að þeir sem búsetu höfðu við ísafjarðar- djúp urðu ekki hungurmorða né fóru á vergang vegna fæðuskorts. Nei, hið auðuga ætifiskalifriki, Gullkistan, sá um það. Mun svo hafa verið frá fyrstu byggð lands- ins og allar götur fram til áranna eftir 1930 er islendingar fóru að skrapa alla firði og vikur með snurvoð að danskri fyrirmynd. Það kom og fljótt i ljós að snur- voðin var mjög skaðlegt veiðar- færi gagnvart hinum ýmsu fiski- stofnum og jaðraði við að skar- kolanum yrði útrýmt. Isafjarðar- djúp beið að sjálfsögðu mikið af- hroðá þessum skrapárum eins og allir aðrir staðir þar sem snurvoð varð við komið. En þessar snur- voðaveiðar fengu farsælan endi. Eftir 10 ára skrap var þessi veiði- aðferð bönnuð og rikið látið kaupa upp veiðarfærin. Þannig endaði það ævintýri. En svo kom rækjutrollið, stór- virkasta gjöreyðingartæki á öll- um fiskseiöum, hvaða nöfnum sem þau nefnast. Enda er það komið á daginn með vaxandi sókn og fjölgun rækjuveiðibáta. Er nú lifrikið „Gullkistan” i ísafjarðar- djúpi orðin eyðimörk, ýsa fyrir- finnst þar ekki. Svo er að þessum stofni sorfið að togararnir sem gerðir eru út frá tsafirði fá tæp- lega ýsu i soðningu fyrir sjálfa sig túr eftir túr enda þótt þorskaflinn sé enn mjög sæmilegur yfir hávertiðina. En hvað verður lengi hægt að gera togarana út á ókyn- þroska bútung? Ef allar uppeldis- stöðvar fiska eru gjöreyddar með seiöadrápi og allt æti sem fiskur- inn lifir á er uppurið hlýtur að vera stutt i að þeir fiskstofnar sem mesthafa verið veiddir hljóti sömu örlög og sildin. Og kæmi þá að litlu haldi þó landhelgin yrði færð út i 1.000 milur. Hvað skal þá til varnar verða vorum sóma? Það eina sem ég tel að til greina geti komið er algjör friðun ísafjarðardjúps fyrir öll- um veiðum næstu 5 ár og að aldrei verði leyft að kasta rækjutrolli i þann sjó. Verði það gert er ég sannfærður um að aftur muni morgna, fiskstofnar munu aukast og margfaldast þjóð vorri til far- sældar og forráðamönnum sjávarútvegs til sóma ef þeir hefðu þann manndóm til að bera að stöðva þessa svivirðiiegu rán- yrkju sem fram hefur farið i Isa- fjarðardjúpi á undanförnum ár- um. Þvi hefur verið haldið nokkuð á lofti I sambandi við 1100 ára af- mæli byggðar á Islandi að forfeð- ur vorir hafi farið gáleysislega með gróður landsins og eytt skóg- um. Það má að sjálfsögðu til sanns vegar færa. Hitt er svo rétt að hafa i huga að þeir áttu ekki margra kosta völ til að ylja upp i húsum sinum. Nú hafa alþingis- menn vorir stigið á stokk og strengt þess heit að landsskuldin skuli greidd og landið upp grætt á ný- En hvenær og hver á að greiða fyrir þá gjöreyðingu sem fram hefur farið i Isafjarðardjúpi á undanförnum árum? Og hver ber ábyrgðina? Er það sjálft sjávar- útvegsráðuneytið sem hleypir 55 rækjuveiðibátum á um það bil 10 mllna breitt svæði, sem afmark- ast af Snæfjallaströnd að norðan og Hnifsdalsvik að viestan, með þaim afleiðingum að engin padda eða lif á undankomuauðið. Og enda þótt eitt og eitt lif sleppi framhjá trollihu er það samt dæmt til að tortímast i þvi sam- fellda sandgruggi sem myndast þegar báturinn plægir upp botn- inn með veiðarfærum sinum. Það er þvi augljóst mál að verði rækjutrolli beitt jafn gáleysislega á helstu uppeldisstöðvar ungfiska eins og gert hefur verið á Isa- fjarðardjúpi biður umræddra fiskistofna ekkert annað en algjör tortiming. Mér þætti ekki óliklegt að einn rækjubátur drepi jafnmikið af seiðum að magni til, miðað við að upp komist, eins og allir Vest- fjaröatogararnir fiska til samans á einu ári. Ég tel að þótt öllum togurum landsmanna væri leyft að toga i Isafjarðardjúpi gerðu þeir ekki meiri skaða en rækju- bátarnir. Þeir myndu að sjálf- sögðu drepa alla lúðu og þorsk sem inn skriði en það gera rækju- bátarnir lika. En seiðin myndu frekar sleppa undan togurunum. Klögumálin ganga á vixl. Rækjuveiðimenn telja að það kæmi i sama stað niður hvort þeir drepa seiðin eða togararnir þvi þeir siðarnefndu drepi allan ungfisk áður en hann verður kyn- þroska og vinnsluhæfur. t þessu felst að sjálfsögðu mikill sann- leikur. Það tjáði mér togarasjó- maður nú 14. júli að vegna hafiss- ins gætu togararnir ekki verið nema á grunnslóð út af Vestfjörð- um og fiskiriið væri 500 kg. á 4 tima togi. En af þeim afla væri 300kg. mokað i sjóinn aftur vegna smæðar. Þarna var enska togara- flotanum beitt til hins Itrasta við smáfiskadrápið samkvæmt samningi við Öla Jó sem að sjálf- sögðu verður endurnýjaður af nú- verandi hallærisstjórn. Þannig eru friðunarráðstafanir islendinga I framkvæmd i dag, þe. ailsherjar gjöreyðing. Það bitur hver i kökuna eins og hann hefur kjaftvidd til meðan eitthvað er að hafa. Samanber það að 3/5 togaraaflans er mokað i sjóinn aftur dauðu og óvinnsluhæfu. Er ekki mál að linni? Er ekki timabært að taka upp nýja stefnu að hætti siðaðra manna? Þar á ég við að komið verði á heildar- skipulagi og svæðaskiptingu fyrir islenska fiskveiðiflotann innan 50 mllna markanna. Erlend skip komi þar ekki til greina. Ekkert Islenskt togveiðiskip fái veiði- heimild innan 25 milna marka þar til séð verður hvort ekki rætist úr með fiskstofnana og smáfiska- drápið stöðvað á grunnslóðum. Þá hef ég trú á nokkuð skjótum afturbata. En ef að likum lætur hefst sami darraðardansinn, eftir nokkra daga verður 50-60 hrint úr vör með sin áður umræddu gjöreyð- ingartæki til að skrapa og ryk- suga Gullkistuna. Ég hef verið nokkuð langorður um skaðsemi rækjuveiða á viss- um svæðum og dreg ekki neitt til baka þar um. En hitt skal viður- kennt að rækjuveiðarnar hafa skapað umtalsverða vinnu og þeim sem að hafa staðið mjög góðar tekjur. En þarf ekki að fara að öllu með gát? Erþað rétt stefna þjóðhagslega séð að eyðiieggja með öllu lifriki og uppeldisstöðv- ar allra annarra nytjafiska en rækju, sem virðist færast i auk- ana við það að allir aðrir fisk- stofnar sem á henni lifa eru drepnir ? En einhvers staðar verða vondir að vera. Það er búið að leggja mikið fjármagn i rækju- veiðar og vinnslu I landi og þess vegna ekki eins auðvelt að snúa við I snarhasti. En margt er hægt að gera ef vilji er fyrir hendi og þjóðarhagur krefst þess. Setjum svo að sjávarútvegsráðuneytið bannaði allar rækjuveiðar i ísa- fjarðardjúpi á hausti komanda. Þá yrðu 50 bátár og rækjuvinnslu- stöðvar verkefnalausar nema annað komi til. Og þar kemur margt til greina. Stærstu rækju- bátána mætti gera út á linu, bátar um og yfir 12 tonn gætu stundað kúfisk ef hagkvæmt þætti,en smá- bátana má hifa upp á kamb og geyma þar til næstu handfæra- vertiðar. Það eru fleytur sem löngu er búið að afskrifa niður i núll i flestum tilvikum og þess vegna ekki um neina vaxtabyrði af þeim að ræða. Ein er sú leiðin enn, sem hægt er að fara i hinum svokölluðu rækjumálum en það er úthafsrækjan. Það virðist vera nægur skipakostur i landinu sem er verkefnalitill eins og er, en myndi henta vel til úthafsrækju- veiða. Rækjuvinnslustöðvarnar gætu tekið upp meiri fjölbreytni i úrvinnslu hráefnis án stórkost- legs kostnaðarauka. Dettur mér þá fyrst i hug niðursuða, niður- lagning og margt fleira. Hnífsdal 13/8 ’75 Helgi Rjörnsson. GULLKISTAN EYÐIMÖRK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.