Þjóðviljinn - 06.09.1975, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 06.09.1975, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. september 1975. ÚTLITIÐ ER SVART Páll I Litlu-Sandvik. Bærinn I baksýn. (Myndir: Haukur Már) Sigurður Guömundsson i Súluholti. en þurrk- dagar geta bjargað miklu Svo sem alþjóð er kunn- ugt hef ur sumarið í ár ver- ið einstaklega óhagstætt bændum. Óþurrkar með ó- líkindum og þeir fáu sólar- dagar sem komið hafa inn á milli haf a lítið gert annað en að striða bændum, þar sem hey hef ur ekki náð að þorna milli rigningakafla. Þjóðviljinn fór i stutta yfirferð um Arnessýslu á fimmtudaginn og ræddi þá stuttlega við bændur á nokkrum bæjum um ástandið og horfurnar i heyskaparmálum og skepnuhaldi. Slysið er skeð Við hittum Pál bónda Lýðsson á Litlu-Sandvik úti á túni, þar sem hann þyrlaði þvi heyi sem leyst hafði veriö úr sátum og breitt. — Við Sandvikurbændur þurf- um tvo daga til viðbótar til að bjarga þvi sem hér er, sagði Páll. — Við höfum reyndar farið nokk- uð vel út úr þessu, miöað viö marga aðra. Ég byrjaði snemma. Sló það fyrsta 5. júli. Siðan kom þurrkakafli upp úr 20. júli og það bjargaði ýmsu. Hins vegar er það augljóst, að þetta verður ekki gott hey. Slysið er skeð að þvi leyti til. Ætli það fari ekki svona fjórðung- ur af heyinu i vothey þar sem menn hafa súgþurrkun. Meira annars staðar. Nei, ætli við þurfum nokkuð að skera, en við hins vegar setjum ekki lömb á. Það er varla að maður minnist annars eins tiðarfars. Sumarið ’69 var vont, en þessu er helst að jafna við sumarið Þá var á- standið svipað, en tæknin hefur hins vegar aukist siðan og það bjargar þvi sem bjargað verður. Fækka sennilega fé Sigurður Guðmundsson i Súlu- holti var úti i túni að dreifa þegar við renndum að bænum. — Þetta hefur verið ákaflega slæmt, sagði hann er við inntum eftir horfum. — En ég vona að þetta bjargist ef maður vandar sig. Súgþurrkunin bjargar ýmsu en það verður að blása óhemju- lega i heyið. — Attu mikið eftir óhirt? — Ætli það séu ekki svona 300 hestar flattir hér úti á teignum, svo ég þarf ekki marga daga til að hirða þá, ef veðrið helst þurrt. — Þarftu að fækka fé? — Sennilega geri ég það nú. Það er nú reyndar stefnan hjá mér, að hafa fremur mjólkurframleiðslu en fjárbúskap. Tíðin andstæð bændum — Ég þarf að fá þrjá svona daga i viðbót, sagði Sigurjón Jónsson bóndi i Smjördölum þeg- ar viö hittum hann ásamt þrem piltum við aö dreifa heyi úr gölt- um. — Þetta er búið aö vera i mánuð i göltum hjá mér og jörðin er blaut hér eins og þú sérö. Svo þetta verður ekki gott hey. Það fara um þrjátiu prósent i súrhey Sigurjón i Sm jördölum var að dreifa. Þeir gengu fram með oddi og egg aö bjarga þvi sem bjargaö varö. i Laugardagur 6. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 ólafur Arnason Siguröur Björgvinsson á Neistastööum. harðneitaði aö vera mcð á mynd. Jóhann Arnason hjá mér. Þá verður maður að drýgja heyiö með mjöli. — Það er einna helst hægt að likja þessu tiðarfari við sumarið 1955, en þó er það betra aö sumu leyti núna. Þá var ekki hægt að fara út úr húsi vegna fárviðris dag eftir dag, og heyiö hraktist illa. Nú hefur þetta verið milt veður þrátt fyrir rigninguna og þannig gott fyrir súrheysverkun. — Ég set liklega á fimmtán lömb, svona til að viðhalda stofn- inum. En legg meiri áherslu á nautgripina. Ekki mjög mikið hrakið Landnámsjörðin Oddgeirshólar i Hraungerðishreppi stendur hátt og i sérlega fögru bæjarstæöi. — Okkur hefur verið kennt aö hér hafi numið land Oddgeir nokkur og skýrt bæinn sinn eftir þvi. En Þórhailur Vilmundarson hefur aðra skoðun á þvi. Hann segir að þetta sé samsett orð úr oddi og geiri — og þá á hann viö hólana hér fyrir ofan, annar þeirra hafi verið oddinn og hinn geirinn. Það var Jóhann Arnason á Odd- geirsstöðum sem gaf okkur þessa skýringu á nafni bæjarins. Jó- I hann býr þarna félagsbúi með J tveim bræðrum sinum, jt Guðmundi og ólafi, en þeir tóku || við búi þarna að föður sinum látn- m um, sem búið hafði að Oddgeirs- m± hólum frá 1906. Guðmundur var i| ekki heima við en við ræddum við | hina bræðurna tvo. — Þetta hefur gengið svona og 8 svona. Við eigum um 11 hektara * óhirta og það er ekki svo mjög hrakið. Segja má að 2—300 hestar *- séu hraktir að ráði, — annað er Frúin sæmilega grænt. — Nei, við þurfum ekki að fækka ef okkur tekst að bjarga þvi sem óhirt er. Fjórir svona þurrkadagar mundu bjarga miklu. En það er hins vegar aug- ljóst að viö þurfum að nota meiri fóðurbæti en ella, og hann hlýtur að hækka, það er augljóst. Fórum út kl. 5 í morgun — Við byrjuðum að búa árið 1955, þannig að fyrsta búskapar- árið kenndi okkur að ýmislegt gæti skeð i sveitinni, sagði Margrét Björnsdóttir húsfreyja að Neistastöðum þegar viö biðum eftir að Sigurður bóndi Björgvins- son kæmi úr skotferð til Selfoss. — Við höfum fækkaö mjólkur- kúm og erum aðallega með sauð- fé — og reyndar tvær geitur lika. Reyndar erum við búin að heyja það sem við þurfum, að mestu leyti og höfum þess vegna leigt öðrum bændum sláttur hérna. — Hér hafa auðvitað allir beðið eftir þessum þurrki og við létum klukkuna hringja klukkan fimm i morgun, eftir að við heyrðum spána i gær. Sigurður kom frá Selfossi og hafði sinar skoðanir á þessum vandræðum. — Ástandið þyrfti ekki að vera svona slæmt ef ekki væru allar þessar vélar, sagði hann. — Það má ekkert gerast. Ef vél bilar er allt komið i ógöngur. 1 raun og veru hefur þetta verið ágætis sumar. Að visu afleitt til heyja og sólbaða, en einstaklega gott fyrir náttúruna. —hm Eftir aö bandariskir auömenn neyddust til aö skella hælum I þjó og foröa sér úr spilavitum og hóruhús- um Havana eftir byltingu beindist hugur þeirra aö San Juan, höfuöborg Puerto Rico. Þar hafa risiö mörg glæsileg hótel og næturklúbbar á heimsmælikvaröa. En aöbaki þeirra eru fátækrahverfin... Alþjóöaráðstefna um Puerto Rico haldin á Kúbu Um þessa helgi er haldin á Kúbu alþjóðleg ráðstefna um málefni bandarísku nýlendunnar Puerto Rico. Ráðstefnuna sitja fulltrú- ar allra handa f jöldasam- taka i 28 löndum og 12 al- þjóðasambanda. Kúbanir áttu frumkvæðið að ráðstefnunni en þeir hafa undan- farið sýnt þróun mála á Puerto Rico mikinn áhuga og veitt and- stöðuöflum kúgunar Bandarikj- anna á eyjarskeggjum marghátt- aðan pólitiskan stuðning. Þetta er skiljanlegt þar sem eyjan er ör- stutt frá Kúbu og kúbumenn skilja mætavel afleiðingar bandariskrar heimsvaldastefnu. Kúbanir hafa til dæmis reynt mikið til að fá málið tekið upp innan þeirrar nefndar Sameinuðu þjóðanna sem fer með nýlendu- mál. Þar hafa þeir mætt harðri mótspyrnu af hálfu Bandarikj- anna sem m.a. hafa hótað öðrum aðildarrikjum nefndarinnar, t.d. Ekvador og Venesúela, efnahags- legum þvingunum ef þau styðja viöleitni kúbumanna. Ein miljón á ferkílómetra Bandarikin lögðu Puerto Rico undir sig árið 1898 en þá hafði eyj- an um langan aldur lotið stjórn spánverja. Stjórnarfar á eynni er dæmigert fyrir nýlendu: öll völd, efnahagsleg og pólitisk, eru i höndum bandariskra embættis- og fésýslumanna, innfæcfdir lifa við örbirgð og pólitiska kúgun. Efnahagsleg völd bandariskra auðhringa á eynni.eru geysimikil. Frá þvi Bandarikin lögöu hana undir sig hafa þeir fest niu mil- jaröa dollara i fyrirtækjum á eynni, þ.e. eina miljón dollara á hvern ferkilómetra. Enda eiga þeir allt, t.d. gleypa tvö stórfyrir- tæki — annað þeirra er Union Carbide — 16% allrar raforku sem framleidd er á eynni og greiða sama og ekkert fyrir með- an landslýöur má sætta sig við si- hækkandi orkuverð. Til skamms tima var talið að sáralitið væri um verðmæt jarð- efni á Puerto Rico. A undanförn- um árum hafa þó fundist þar um- talsverðar auðlindir, einkum nikkel, kopar, járn, mangan og olia. Bandarikjamenn hafa engan hug á að láta landsmenn njóta góðs af þessum auðlindum. Reyndu þeir á laun að selja nikk- el- og koparnámurnar i hendur þriggja bandariskra auðhringa og það var fyrir algera tilviljun að landsmenn fréttu af oliufund- inum i leyniskýrslu frá oliuleitar- fyrirtæki einu bandarisku. Þeir áttu ekkert að frétta af þvi. Puerto Rico er fyrst og fremst landbúnaðarland þótt Bandarikin hafi með ágætum árangri hrakið æ fleiri yrkjendur landsins af jörðum sinum inn i eymdarhverfi borganna eða til Miami og New York. Til dæmis hafa 10% besta ræktarlands eyjarinnar verið lögð undir bandariskar herstöðv- ar. Raunar má segja að eyjan sé ein stór bandarisk herstöð. 1 þess- um herstöðvum eru m.a. geymd- ar atómsprengjur og frá þeim hafa hermenn verið sendir til inn- rásar i Dóminikanska lýöveldið og Guatemala og njósnarar og hermdarverkamenn til Kúbu. Skipulögð fólksfækkun Geysilegur fjöldi eyjarskeggja hefur flúiö örbirgö og atvinnu- leysi til Bandarikjanna. Til dæm- is búa um tvær miljónir þeirra i New York einni saman. Þar hafa þeir flestir hafnað i fátækrahverf- unum og með vaxandi atvinnu- leysi i Bandarikjunum hafa margir þeirra hrakist aftur heim þar sem ekkert biður þeirra nema eymdin og atvinnuleysið. ■» En að mati bandarikjamanna er þessi landflótti ekki nægjan- legur, það þarf að fækka lands- mönnum enn meir. Til að bæta úr þvi beita þeir viötækum ófrjó- semisaðgerðum á kvenþjóð eyj- arinnar. Þessar aðgerðir hófust þegar á fjórða áratug aldarinnar og kostnaðurinn viö þær er greiddur af „góðgerðarstofnun- inni” Rockefeller Foundation. Opinberar tölur sýna að nú hafa 35% — rúmur þriðjungur — allra kvenna á barneignaaldri (15—44 ára) verið gerðar ófrjóar, rúm- lega 160 þúsund konur og þó er höfuðborgin San Juan og úthverfi hennar ekki talin með. t ljósi þessara staðreynda og fleiri, hafa innlend andstöðuöfl reynt að koma þvi til leiðar að Sameinuðu þjóðirnar sendi til eyjarinnar rannsóknarnefnd til að kanna hvernig komið er lifs- kjörum og mannréttindum ibú- anna. Þessa viðleitni hafa kúban- ir og aörar framsæknar þjóðir stutt á vettvangi Sþ en þvi miður hefur hún ekki borið árangur enn. Hliðstæður Þegar Oryggismálaráðstefna Evrópu stóð yfir höföu margir að- ilar miklar áhyggjur af þvi að þar væri verið að samþykkja og stað- festa innlimun baltnesku rikj- anna i Sovétrikin og borgara- pressan tjáði þessar áhyggjur af mikilli einurö. Ekki skal hér borið i bætifláka fyrir menningarlega kúgun stórrússa á ibúum balt- nesku rikjanna svo sem þá stefnu aö „skipta um jaröveg” i löndun- um, þ.e. flytja innfædda til ann- arra hluta Sovétrikjanna og koma rússum fyrir i staðinn. En óneitanlega hlýtur maður að merkja nokkurn holhljóm i þess- um áróðri þegar borgarapressan sameinast i grafarþögn um ná- kvæmlega samskonar kúgun og yfirgang bandarikjamanna á Pu- erto Rico. Og kannski verri: þvi við menningarlega kúgun og „jarðvegsskiptingu” bætist að puertorikönum er haldið i ömur- legri fátækt og eymd. —ÞH Landsmenn hraktir í útlegð, konur gerðar ófrjóar og besta ræktarlandið lagt undir bandarískar herstöðvar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.