Þjóðviljinn - 06.09.1975, Síða 9
Laugardagur 6. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Minningarorð
Rristín Ólafsdóttir
verkakona, Vestmannaeyjum
F. 17.3. 1889 - D. 1.9. 1975
A æskuárum minum voru Eyj-
ar eitt helsta bolsabæli landsins.
Sinkt og heilagt dundu á manni á-
róðursbylgjur um þetta voðalega
fólk, menn tútnuðu af æsingi þeg-
ar það bar á góma á gatnamót-
um, þessu hyski nægði ekki að af-
neita guði almáttugum, það ætl-
aði lika að leggja i rúst þetta
allragagn þjóðfélagið með æs-
ingaskrifum, verkföllum og
barnaheimilum, aðallega að
manni skildist af meðfæddri ill-
mennsku en einnig til að geðjast
skuggavöldunum i Rússiá. Maður
skalf frá hvirfli til ilja þegar þess-
ar bylgjur skullu á manni — af
hræðslublahdinni forvitni. bað
fór að visu ekki milli mála að fs-
Electrolux
ffil
Frystikista
310 Itr
Electrolux Frystikista TC114
310 lítra Frystigeta
21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita-
stillir (Termostat). Öryggisljós.
Ein karfa. ÚtbúnaSur til að fjar-
lægja vatn úr frystihólfinu. Seg-
ullæsing. Fjöður, sem heldur
lokinu uppi.
Vörumarkaðurinn hf.
ARMÚLA lA. SÍMI 86112. REVKOAVÍK
I
t;.T___ nrn n m
ni3iíi»aríFsíl3!SlOTrilí!BfE.i1
lataiaosiKiaiB^
Kynnið ykkur
okkar
hagstæða
hVETRAI
VERÐ
sem gjldir frá
1. september.*
Sérstakur
afsláttur fyrir
HÓPA
°9 longdvalar-4
gesti.
HÖT^OF
2-88*-66
leifur Högnason, Helga kona hans
Rafnsdóttir og Jón bróðir hennar
voru stórhættuleg og Bergur i
Hjálmholti afar viðsjárverður
náungi enda nauðalikur Stalin,
einkum skeggið. En hvað um þá
góðlátlegu jafnlyndismenn Högna
i Vatnsdal og Tobba á Kirkjubæ,
háðfuglinn Halla i Garðshorni,
æringjana Tóta á Háeyri og
Gvend yngri i Ey, voru þeir einn-
ig útsmognir samsærismenn sem
klæddust hversdagsgrimu sak-
leysisins? Það komu dagar sem
voru svo kyrrir og viðburða-
snauðir að maður gekk i berhögg
við eigið siðgæði og óskaði þess að
vera kominn þar sem andrúms-
loftið titraði af glæfraspennu frá
morgni til kvölds. Þegar maður
siðarmeir steig innfyrir kreml-
múra leyndardómsins, æ þvilik
vonbrigði og léttir i senn, það var
engin hætta á að Landakirkja yrði
sprengd i loft upp eitthvert þrett-
ándakvöldið, meira að segja
Tangavaldið gat verið tiltölulega
öruggt með umsvif sin næstu
sólarhringana. Þetta ægilega
byltingalið reyndist nefnilega
eitthvert mesta gæðafólk sem ég
hef kynnst um dagana, gat að
visu stundum beitt hörku til að
koma gæðum sinum fram, t.d. til
að fá viðurkenndan samningsrétt
launþega eða ef lækka átti kaup-
ið, jafnvel við að reka sveltandi
fólk á bæinn. Gæðamat þess fór
sem sé i sumum tilfellum á svig
við fúkkaðar dyggðir borgarlegs
velsæmis. Hversu dimmir skugg-
ar sem nú þafa fallið á heitið
kommúnisti, þá staðhæfi ég að
þetta mitt fólk var hjartahreint i
hugsjón sinni um bjartari heim og
betra samfélag öllum manna til
handa. Oft var fjölmennt á Bolsa-
stöðum og Faxastignum hjá
Helgu og tsleifi og ekki á kot visað
bæði gagnvandaðar manneskjur
að maður ekki tali um Jón Rafns-
son, sem átti varla spjarirnar
utaná sig, öll hans orka fór i bar-
áttuna, harður og mjúkur i senn,
þjóðlegur i háttum og orðafari,
skáld gott og spámaður og gat
orðið galgopi á góðri stund. t
þessum hópi voru þær hálfsyst-
urnar óladætur Kristin og ólafia
(Lóa i Stighúsi) báðar snauðar
verkakonur en hressar og hug-
djarfar, Lóa sikát og hraðmælsk
framákoma i Snót og bæjarfull-
trúi, Kristin svipmikil, skapstór,
þung á bárunni þó hún hefði sig
minna i frammi. Ekki kann ég að
rekja ættir þeirra systra en upp-
runnar voru þær úr Mjóafirði
samfeðra Páli Eggert Ólasyni
prófessor. Mun þetta fólk hafa
verið nokkuð fyrir sér. Ung var
Kristin talin frið kona og heit,
giftist enda glæsimenni, Sigurjóni
Sigurðssyni sem um skeið var
meðal ágætustu formanna Eyja-
flotans. Þau eignuðust fimm börn
sem upp komust, Sigurbjörgu
sem nú er látin, Sigurö (Sigga á
Freyjunni) Jóhönnu, Margréti og
Aðalheiði, tvö börn misstu þau i
frumbernsku. Attu þau myndar-
legt hús og heimili og sómdi
Kristin sin vel i barnahópnum.
Lifið blómstraði, um stund. Þá
fékk Kristin berkla og lá rúmföst
um eins árs skeið. Siðar slitu þau
hjón samvistum meðan yngstu
dæturnar voru enn i ómegð og
fylgdu þær móður sinni. Þetta
gerðist nokkru áður en ég kynnt-
ist þessu fólki og var aldrei á það
minnst, en maður fann þó til sárs-
aukans undan átökunum. A þess-
um atvinnuleysisárum kreppunn-
ar var það verkakonu enginn
rósadans að komast af með þrjú
eða fjögur börn þegar hún þar á
ofan var ekki beint innundir hjá
þeim sem réðu yfir atvinnunni.
En Kristin óladóttir var ekki af
þvi geði gerð að leggja árar i bát
þó ein reri, hún vann i hverju sem
bauðst, allskonar fiskvinnu vetur
og sumar enda harðdugleg og
bætti svo kannski á sig skúringum
að kvöldi. Ef til vill hefur hún átt
haúka i hornum og Sigurður son-
ur hennar reyndist henni betri en
enginn og raunar systurnar einn-
ig um leið og þær máttu sin ein-
hvers. Þegar timi gafst til lá
Kristin i bókum og var mörgum
naskari á þau lifgrös sem þar
finnast þvi konan var bráðgreind,
viðræðugóð i betra lagi og kunni
þrátt fyrir þreytu dægranna að
meta það skritna og skemmtilega
við mannskepnuna. Ég kynntist
Kristinu á einu skeiði lifs mins og
mat hana mikils. Þá var ég ung-
ur, það er kannski þessvegna að
mér finnst stundum sem ár
kreppunnar séu vanmetin. Vegpa
óbilandi kjarks náði þetta fólk að
laga sig að aðstæðum, það þjapp-
aði sér saman i bliðu og striðu,
mat að verðleikum það sem það
hafði, einkum timann, las mikið,
söng, lék, barðist og vann sigra
sem verkalýðshreyfingin byggir
á enn i dag. Ég efast um að þetta
fólk hafi verið gæfuminna með
tvær hendur tómar en þeir sem nú
hafa meira handa milli. Þetta var
manndómsfólk, ein i hópnum var
Kristin óladóttir, sem lést á dög-
unum 87 ára gömul og verður i
dag lögð i mold Landakirkju-
garðs.
Asi i Bæ.
í dag er til moldar borin frá
Landakirkju Kristin óladóttir 86
ára gömul. Hún andaðist á
sjúkrahúsinu i Vestmannaeyjum
eftir margra ára sjúkdómslegu,
sem hún bar með einstæðum sál-
arstyrk og æðruleysi, eins og svo
fjölmargt annað mótdrægt, sem
mætti henni á langri og viðburða-
rikri lifsgöngu. Með henni er
gengin merk og gáfuð kona.
Ég hafði náin kynni af Kristinu
um langt árabil, og þegar and-
látsfregn hennar barst mér á öld-
um ljósvakans var fyrsta hugsun
min: „Fáa.veit ég að ævilokum
heiðurs verðari — engan betur að
hvildinni kominn en hana”.
Ég læt hugann liða nokkra ára-
tugi aftur i timann, og á tjaldi
minninganna stiga fram einstak-
lingar úr baráttusveitum verka-
lýðsins i Eyjum á krepputimun-
um. Meðal þeirra er mynd
Kristinar sérstaklega hugstæð,
þar sem hún árvökul og hvetjandi
tók virkan þátt i sókn til mann-
sæmandi lifskjara.
Þegar heildarsaga verkalýðs-
samtakanna i Vestmannaeyjum
verður skráð eftir heimildum,
sem fyrir liggja, mun nafn
Kristinar ekki gleymast.
Kristin óladóttir var fædd 17.3.
1889aðÞinghól iMjóafirði eystra.
Foreldrar hennar voru Jóhanna
Karlsdóttir frá Eyrarbakka og
Óli Kristján Þorvarðarson, stein-
smiður. Var hann hálfbróðir Þor-
varðar, prentara, sem var þekkt-
ur sem brautryðjandi islenskra
verkalýðssamtaka. Faðir þeirra
bræðra var bóndi á Kalastöðum á
Hvalfjarðarströnd.
Kristin átti tvær alsystur,Karó-
linu og Rannveigu, og þrjú hálf-
systkin en þau voru: Páll Eggert
Ólason, fræðimaður og prófessor,
hann var sex árum eldri en
Kristin, og dvaldi hann i bernsku
hjá fööur sinum og stjúpu; Ólafia
óladóttir, vel þekkt sem forystu-
kona i verkakvennasamtökum i
Eyjum, — hún lést árið 1965) og
þriðja hálfsystkinið var ögmund-
ur ólafsson, bakarasveinn. Við
lát Kristinar eru öll þessi mætu
systkin horfin yfir móðuna miklu.
Kristin missti móður sina ung
aö aldri, en ólst upp undir hand-
arjaðri föður sins og seinni konu
hans Ragnhildar ólafsdóttur. Til
Vestmannaeyja kom hún um tvi-
tugs aldur og kvæntist litlu siðar
Sigurjóni Sigurðssyni frá Brekku-
húsi, alkunnum atgerfismanni og
fengsælum formanni. Þau eign-
uðust átta börn, — tvö þeirra dóu
ung, en sex komust til fullorðins
ára, hið mannvænlegasta fólk.
Elst var Sigurbjörg (Stella) gift
Boga Ólafssyni, skipstjóra
Reykjavik; hún andaðist snögg-
lega 24. júni 1971 og var öllum
vinum sinum mikill harmdauði.
Hin börnin eru: Sigurður, for-
maður i Vestmannaeyjum, giftur
Jóhönnu Helgadóttur; Jóhanna
gift Sigurði Guðmundssyni
slökkviliðsmanni i Reykjavik;
Ragnhildur gift Sigurði Eyjólfs-
syni, forstjóra Hagprents;
Margrét gift Eliasi Gunnlaugs-
syni, verkstjóra Vestmannaeyj-
um; og Aðalheiður gift Gisla
Ólafssyni, bifreiðastjóra,
Reykjavik.
Kristin óladóttir og Sigurjón
maður hennar slitu samvistum.
Eftir það hélt Kristin heimili með
börnum sinum, aðallega með
tveim yngstu dætrunum, þar til
þær stofnuðu sin eigin heimili.
Um skeið bjó hún i Reykjavik hjá
elstu dóttur sinni Stellu og Boga
tengdasyni sinum, en flutti svo
aftur til Eyja og var hjá Margréti
dóttur sinni og manni hennar þar
til hún veiktist og hófst það langa
þrautastrið, sem nú er lokið.
Þegar Kristin er nú kvödd
hinstu kveðju er mér efst i huga
þakklæti. Blessuð sé minning
hennar.
Helga Rafnsdóttir
Þegar minnst er slikrar konu
eins og Kristinar óladóttur, þá
kemur margt i hugann. Margt
sem mætti skrifa um mörg orð og
einnig margar góðar minningar
sem hver á með sjálfum sér sem
kynntist Kristinu óladóttur.
Kristin óladóttir var fædd á
Þinghóli i Mjóafirði árið 1889, for-
eldrar hennar voru Óli Kr. Þor-
varðarson og Jóhanna Karels-
dóttir.
Á tvitugsaldri flytur Kristin til
Vestmannaeyja og fljótlega eftir
það kvæntist hún Sigurjóni
Sigurðssyni frá Brekkhúsum i
Vestmannaeyjum. Þau eignuðust
8 börn, Sigurbjörgu sem látin er
fyrir nokkrum árum, Sigurð,
Jóhönnu, Ragnhildi, Margréti og
Aðalheiði öll á lifi og tvö börn er
létust i æsku.
Kristin og Sigurjón slitu sam-
vistum er yngsta Iparnið var
fjögurra ára.
Kristin varð þvi sjálf að ala upp
bamahópinn með ólTum þefm
vanda sem þvi fylgdi. Eina dóttur
varð Kristin að láta i fóstur, og
var hún svo lánsöm að fá til þess
sæmdarhjónin Jóhann Björnsson
og Ingibjörgu Þórarinsdóttur i
Höfðahúsi i Vestmannaeyjum.
Kristin var mikill dugnaðar-
forkur sem aldrei lét bugast við
erfiða og miskunnarlausa lifsbar-
áttu. Hún gekk til starfa i fisk-
vinnu, jafnframt þvi sem hún sá
um uppeldi barnanna. Þá var oft
langur vinnudagur, sem ekki gaf
alltaf mikið i aðra hönd, en
krafðist þess meira af þreki og
krafti. Aldrei lét hún bugast þrátt
fyrir mikið mótlæti
Kristin gerði sér fljótlega ljóst
að staða verkakonunnar á þeim
árum var óviðunandi Engin sam-
tök á meðal þeirra til að tryggja
þeim réttindi, þær urðu að láta
sér nægja þá mola sem að þeim
voru réttir eða ganga atvinnu-
lausar. Hún beitti sér fyrir þvi
ásamt fleirum að stofnað yrði
félag verkakvenna i Vestmanna-
eyjum og það tókst og hún var
kjörin fyrsti formaður þess.
Hennar harða lifsbarátta
meitlaði fastar og ákveðnar skoð-
anir i huga hennar og þeim skoð-
unum var hún trú til dauðadags.
Hún var róttæk i skoðunum og
trúði á samstöðu og samhug
alþýðumanna.
Hún krafðist ekki meira af
öðrum en hún gat framkvæmt
sjálf, og sérhlifni átti hún ekki til.
Ég minnist þess frá minni æsku
hversu mikið dálæti við bama-
börnin höfðum að heimsóknum
hennar, það var alltaf hátið i bæ
þegar amma Kristin kom i
heimsókn. Hún kom lika alltaf
færandi hendi, hún kunni að
gleðja og kunni vel við sig innan
um börn.
Hennar ævi var ekki dans á
rósum og mætti ætla að hún hefði
haft ástæðu til að vera bitur
vegna þeirra erfiðleika sem á
hana voru lagðir. Aldrei áfelldist
hún neinn, bar sfnar raunir i
hljóði og hélt sinu striki.
Er hún lést þann 1. sept. s.l.
hafði hún um langan tima verið
rúmföst, gætti þá nokkurrar
þreytu og fannst henni stundum
biðin löng eftir hvildinni. Hún
hefur nú fengið þá hvild eftir
erfiða ævi.
Kristin skilur eftir sig mörkuð
spor sem ekki mást út, þvi þau
voru stigin til þess að tryggja
eftirkomendum auðveldara ævi-
skeið en hún og margir af hennar
kynslóð þurftu að ganga i
gegnum.
Vonandi á islensk þjóð eftir að
fæða af sér margar slikar dætur.
EDDI
Stina min.
Mig langar til að fyljgja þér úr
hlaði með nokkrum fátæklegum
linum. Þakka þéralla þina tryggð
við mig og dætur minar. Alltaf
varst þú sú sterka og duglega.
þegar á reyndi, og alltaf tilbúin að
gera öðrum gott. Það er prýði að
þvi fólki, sem skilur eftir sig
svona málstað. Þú varst ein
þeirra.
Hafðu þökk frá mér fyrir öll
þau mörgu ár, sem liðin eru. l.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i að byggja þrjá sökkla undir
dreifistöðvarhús fyrir Rafmagnsveitu
Reykjavikur, við Völvufell, Tangarhöfða
og Rofabæ 27 Reykjavik.
Tilboðsgögn verða afhent á skrifstofu
vorri, Frikirkjuvegi 3. gegn 5.000,- kr.
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað
miðvikudaginn 17. september 1975 kl. 11.00
f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar, er verða sýndar
að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 9. sept. kl.
12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu
vorri kl. 5.
Sala varnarliðseigna