Þjóðviljinn - 10.09.1975, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 10. scptember 1975.
DIOÐVIUINN
MALGAGN SÓSlALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Ótgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
ÞAÐ ER Á OKKAR VALDI
AÐ TAKMARKA VEIÐAR VESTUR-ÞJÓÐVERJA
Eina erlenda rikið sem enn stundar
veiðar án takmarkana af samningum inn-
an 50 milna fiskveiðilögsögu íslands er
Vestur-Þýskaland. Og sannarlega er það
sjálft vestur-þýska sambandsrikið sem
stendur að þessum veiðum, þar eð rikisá-
byrgð gerir UNILEVER og öðrum útgerð-
arhringum það fjárhagslega mjög létt-
bært að halda úti skipum á islensku yfir-
ráðasvæði, — rikið borgar svotil allt tjón
af árekstrum við islensku landhelgisgæsl-
una! Þetta hefur sannast af leyndarskjöl-
um þýskra togaraeigenda sem Þjóðviljinn
hefur dregið fram I dagsljósið.
Af öllum þeim þjóðum sem sótt hafa fisk
á hin gjöfulu íslandsmið eru það vest-
ur-þjóðverjar einir sem neita enn að virða
formlegan yfirráðarétt okkar islendinga
yfir landhelginni frá 1972, allar aðrar fisk-
veiðaþjóðir sem hér koma við sögu hafa
hins vegar gert það i einni eða annarri
mynd. Sumir hafa veitt landhelgi okkar
þögula viðurkenningu með þvi að hverfa
með allan yeiðiskap út fyrir 50 milur, við
aðrar fiskveiðiþjóðir höfum við náð samn-
ingum um tima- og staðbundnar veiðar
þeirra innan 50 milna markanna. Þeir
samningar stefna að þvi að þessar veiðar
hverfi með öllu smám saman og þeir hafa
falið tvennt i sér: annarsvegar de facto
viðurkenningu á lögsögu islendinga yfir
hafsvæðunum, hinsvegar stórfelldar tak-
markanir á sóknarþunga og veiðimagni
meðan veiðarnar enn viðgangast.
Óþarft er að rifja það upp hversu erfiðir
viðureignar bretar voru, og vist verður
þeim samningi ekki hrósað hér og nú sem
gerður var við þá að einkafrumkvæði
Ólafs Jóhannessonar i nóvember 1973. En
samt gerði samningurinn við þá ráð fyrir
takmörkun veiðanna — þótt litil eða engin
væri fram yfir þá takmörkun, sem þegar
var orðin af þvi að stunda veiðar undir
herskipavernd — og samningsgerðin sjálf
viðurkenndi i raun að islendingar hefðu
raunverulegt vald yfir þeim miðum sem
Haag-dómstóllinn sæli kvað liggja I úthöf-
unum.
Samningurinn við breta fellur úr gildi
skömmu eftir boðaða útfærslu i 200 milur i
haust. Og riður nú á öllu að hann verði
ekki endurnýjaður heldur láti bretar sér
nægja þá islensku þorska sem þeir nú þeg-
ar hafa klófest i skjóli herskipa og annars
yfirgangs.
Áður en samningurinn við breta var
gerður fyrir hartnær tveim árum höfðu
þeir og vestur-þjóðver jar algera samstöðu
gegn okkur: samræmdu aðgerðir sinar i
njósnum og hernaði á miðunum, stóðu
sameiginlega að kærunni til Haag og
fengu Efnahagsbandalagið til refsiað-
gerða gegn okkur i viðskiptamálum. í
þýsku leyndarskjölunum kemur fram
hvernig gæsluskip þýsku togaranna,
Meerkatze o.fl., upplýsa togaraskipstjór-
ana um ferðir isle'nsku varðskipanna og
vara við væntanlegum aðgerðum þeirra.
Þetta hefur landhelgisgæslan einnig sann-
reynt og staðfest. Skjöl þýsku togaraeig-
endanna leiða einnig I ljós hið nána sam-
starf sem tiðkaðist milli bresku herskip-
anna og vestur-þýsku gæsluskipanna, og
eiga þau þó að heita friðsamleg för og gerð
út af stjórnvaldi sjávarútvegsmála. En
það er grunnt á hernaðarhyggju stórveld-
anna, og bæði kapteinninn á Meerkatze og
þýska togaraeigendasambandið töldu ein-
sýnt að fara bæri með vopnavaldi á hend-
ur islendingum. Þeim ráðleggingum höfn-
uðu vestur-þýsk stjórnvöld með tilvisan til
fortiðarinnar en lögðu þeim mun meira
kapp á efnahagslegar þvinganir á islend-
inga. Nú er það vestur-þýska sambands-
stjórnin, hvött af þýsk-breska togaraauð-
valdinu (auðhringurinn UNILEVER er á-
hrifamikill um útgerð i báðum löndum),
sem ein bregður fyrir það fæti að islend-
ingar fái þau viðskiptafriðindi sem löngu
gerður viðskiptasamningur við Efnahags-
bandalagið gerir ráð fyrir.
Einmitt vegna samspils vestur-þýska
sambandsrikisins og togaraauðvaldsins
eykst nú sókn vestur-þýsku togaranna
sem aldrei fyrr, rétt áður en fulltrúar is-
lendinga setjast til viðræðna við þjóðverja
um fiskveiðimálin. Hér þarf að taka i
taumana. Gera þarf hvort tveggja i senn:
Hætta með öllu að afgreiða vestur-þýsku
njósnaskipin i islenskum höfnum. Herða
mjög á eftirliti landhelgisgæslunnar með
þýsku togurunum, halastýfa þá þegar það
á við en færa þá lika til hafnar og koma
þannig yfir þá islenskum lögum. Með
þessu móti má ná þvi markmiði að tak-
marka verulega veiðar þjóðverja innan
landhelgi og e.t.v. koma þeim i skilning
um að islendingar láta ekki kúgast — ekki
heldur þótt viðskiptafriðindi séu i boði.
—h.
KLIPPT..
Framtíð
Morgunblaðs
hallarinnar
Tillagan um endurskipulag
Grjótaþorps hefur enn ekki
komiö til afgreiðslu i borgar-
ráði, en ljóst er að hún mætir
mikilli andstöðu eins og greini-
lega kom fram á . almennum
fundi i Norræna húsiríu um
helgina.
, t sambandi við Grjotaþorps-
umræðuna hafa komið fram
ýmsar hugmyndir um framtið
Morgunblaðshallarinnar, sem á
slnum tima var klesst niður
fyrir enda Austurstrætis.
Magnús Skúlason, arkitekt,
gerði það að tillögu sinni i
útvarpsþætti, að öll hús fengju
að standa i Grjótaþorpi nema
Morgunblaðshöllin, og þótti
mörgum það hæfilegt svar við
hugmyndum arkitektanna
tveggja, sem að Grjótaþorpstil-
lögunni standa, um að rífa öll
hús i hverfinu nema Morgun-
blaðshöllina.
Helgi Skúli Kjartansson var á
þveröfugri skoðun á fundinum i
Norræna húsinu. Hann lagði til
að athugað yrði hvað ætti að
varðveita af skipulags-
mistökum. Þau gætu haft mikil-
vægt sögulegt heimildagildi
vegna þeirrar sögu sem þau
segðu um ráðandi öfl i
þjóðfélaginu á hverjum tima.
Helga Skúla fannst tilvalið að
varðveita Morgunblaðshöllina
sem dæmigerð skipulagsmistök.
Þingið á að
vera rann
sóknaraðili
Eins og fram kemur i blaðinu
I dag telur saksóknari rikisins
ekjti efni til þess að hafa frum-
kvæði að dómsrannsókn á
Ármannsfellsmálinu, Það sam-
ræmist ekki hefðum embættis
hans svo hann hefur ýmislegt
sér til málsbóta.
Magnús Kjartansson skrifaði
á sinum tima mikið um það i
Þjóðviljann, hvort ekki væri
ráðlegt að koma hér á fót rann-
sóknarnefndum á vegum þings-
ins til þess að kanna ýmiskonar
mál, þar sem grunur léki á mis-
ferli embættismanna og
ýmiskonar óheiðarleika i við-
skiptum og á öðrum sviðum.
Hann vitnaði þá til bandarisku
þingnefndanna, sem gegna
mikilvægu hlutverki i banda-
risku réttarfari. Styrkleiki
þeirra er fyrst og fremst
siðferðilegur. Sá sem verðpr
uppvis að þvi að ljúga frammi
fyrir slikri rannsóknarnefnd
gerist sekur um meinsæri og
missir æruna bæði i augum
bandarisks almennings og
dómstóla þar.
I Alþýðublaðinu hefur að
undanförnu verið lögð áhersla á
að koma ætti á einhverskonar
þingnefndaskipulagi af þessu
tagi hér á landi. Þjóðviljanum
finnst ástæða til þess að taka
undir þessa kröfu.
í stjórnarskránni eru að visu
ákvæði um heimild þingsins til
þess að skipa rannsóknar-
nefndir, en gallinn er sá að það
er einvörðungu meirihluti
Alþingis sem krafist getur þing-
rannsóknar i einstökum málum.
Þeir sem hafa kynnt sér Skúla-
málin þekkja sögu slikra þing-
nefnda og er augljóst að i sliku
flokksskipulagi, sem við eigum
við að búa nú væri litið gagn af
þeim. Hinsvegar mætti koma
þvi þannig fyrir að þingið yrði
að hefja rannsókn máls að kröfu
10 til 15 þingmanna.
A að skera
Albert?
Eins og eðlilegt má teljast
eftir 12 ára herleiðingu ihaldsins
á viðreisnarárunum hefur
Alþýðublaðið góðan aðgang að
heimildum i Sjálfstæðis-
flokknum. Sem dæmi um innan-
flokkserjurnar i þeim flokki er
eftirfarandi frásögn i Alþýðu-
blaðinu:
— Allt er þetta með ráðum
gert þessar árásir innan Sjálf-
stæðisflokksins á Albert
Guðmundsson og félaga hans
vegna Armannsfellsmálsins,
sagði nafnkunnur Sjálfstæðis-
maður, sem hafði samband við
Alþýðublaðið um helgina.
— Hér er um að ræða þraut-
skipulagða sókn á Albert og fé-
laga innan flokksins og með
henni er upp kominn enn einn
nýr flötur i deilum þeim, sem
átt hafa sér stað i flokknum að
undanförnu og sifellt hafa farið
harðnandi, m.a. vegna Visis-
málsins. Er þetta eina mál nú
tekið út úr I þeim eina tilgangi
að sýna ákveðnum mönnum i
tvo heimana með ógnunum um
uppljóstranir. Eigi að fylgja
þvi máli eftir. fæ ég ekki betur
séð, en að endirinn verði sá, að
menn neyðist til þess að gera
grein fyrir allri þeirri aðstoð,
sem flokkurinn hefur fengið til
byggingar Sjálfstæðishússins —
og jafnvel á fleiri vettvöngum.
Væri þá flokkurinn farinn að
refsa mönnum og fyrirtækjum
fyrir að rétta honum hjálpar-
hönd, en það er kannski þaö sem
menn vilja.
Sjálfstæðismanni þessum var
auðheyranlega heitt i hamsi og
þungt niðri fyrir.
Enginn hefur
neitað mútum
Armannsfells
Armannsfellsmálið vekur
margar spurningar og þeim er
flestum ósvaað.
Það sem hlýtur þó að vekja
mesta athygli er sú staðreynd
að enn hefur enginn Sjálfstæðis-
maður neitað þvi að Armanns-
fell hafi greitt i húsbyggingar-
... OG
sjóð Sjálfstæðisflokksins gegn
loforði um lóðaúthlutun. Davið
Oddsson, hefur eingöngu sagt að
frásögn Alþýðublaðsins af
flokksstjórnarfundi i Sjálf-
stæðisflokknum, þar sem harð-
vitugar deilur urðu um
Armannsfellsmálið, sé i veiga-
miklum atriðum röng. Hver
voru þau atriði? Það hefur ekki
komið fram.
Fleira mætti tina til. Það er
vitað að borgarstjóri var á
sinum tima lögfræðingur fyrir-
tækisins. En hver eru frekari
tengsl hans og fjölskyldu við
fyrirtækið? Þeirri spurningu er
ósvarað.
Hvenœr skrifar
Jónas um
Armannsfell?
Dagblaðið er komið út,
„frjálst og óháð”. En hvenær
ætlar Jónas Kristjánsson,
ritstjóri, að skrifa um
Arm annsfellsm álið?
Það verður liklega seint.
Sveinn R. Eyjólfsson er nefni-
lega framkvæmdastjóri Visis og
um leiðhluthafi í Ármannsfelli.
Hann var einn af stofnendum
fyrirtækisins og stjórnarfor-
maður þess fyrstu fimm árin.
Albert Guðmundsson er og
var formaður byggingar-
nefndar Sjálfstæðisflokksins og
hann er einn af helstu bak-
mönnum Dagblaðsins og vafa-
laust stór hluthafi, ef marka má
hans eigin orð.
Menn biða spenntir, Jónas.
SKORIÐ