Þjóðviljinn - 10.09.1975, Qupperneq 5
Miðvikudagur 10. september 1975. ÞJÓÐVÍLJINN — SÍÐA 5 •
Hliii
Fyrir siðustu helgi
hófst í New York 7. auka-
þing Sameinuðu
þjóðanna. Að þessu sinni
er fjallað um efnahags-
mál heimsins og einkum
háværar kröfur þróunar-
landa um að skiptingu
auðsins í heiminum verði
breytt þeim í hag. Frétta-
menn gera ekki ráð fyrir
að mikill árangur náist á
þessu þingi en sú stað-
reynd að það er haldið, er
ein talin mikill sigur
þjóða hins svonefnda
//þriðja heims".
Fram aö þessu hafa Vestur-
lönd með Bandarikin i farar-
broddi barist af hörku gegn
öllum tilraunum þróunarlanda
til að færa umræður um rang-
láta skiptingu heimsgæða inn á
vettvang SÞ. En með vaxandi
samstöðu þróunarlanda og
auknum skilningi á orsökum
vandans hefur krafan orðið of
hávær til að Vesturlönd fengju
staðið gegn henni.
Abdelaziz Bouteflika utanrikis-
ráðherra Alsirs er einn skelegg-
asti málsvari þróunarlanda á
alþjóðavettvangi.
og vandamál tengd henni. Á
þessu sviði er það einkum
hráefnaverslunin sem verður i
brennipunkti. Frá striðslokum
hefur meðalverð á öllum hrá-
efnum lækkað hlutfallslega
miðað við verð á fullunnum
iðnvarningi auk þess sem það
hefur tekið miklum sveiflum
sem gert hafa þróunarlöndunum
— sem framleiða 80% allra hrá-
t þriðja lagi breytingar á
gjaldeyrismálum heimsins. Á
þessu sviði er aðalkrafa
þróunarlandanna sú að rót-
tækar breytingar verði gerðar á
fjármagnsstreymi milli rikra
þjóða og snauðra. 1 fyrra nam
samanlögð þróunaraðstoð
„fyrsta heimsins” 11 miljörðum
dollara en á verðlagi ársins 1970
jafngildir hún aðeins 6 miljörð-
um sem er lægra en nokkurt
annað ár þessa áratugar sem á
máli SÞ heitir 2. þróunarára-
tugur og gerir ráð fyrir stór-
kostlegri aukningu þróunar-
aðstoðar. Auk þess hafa
útflutningstekjur þróunarlanda
rýrnað mjög vegna kreppu á
Vesturlöndum.
Hins vegar er mikill straumur
fjármagns hina leiðina, þe. frá
þróunarlöndunum til þeirra
riku. Þau fyrrnefndu þurfa að
greiða 11% samanlagðra
útflutningstekna sinna i afborg-
anir og vexti af lánum (i
Indlandi og Pakistan nemur
þessi tala 25%). Við þetta bætist
gróði iðnrikjanna af fjár-
festingum sinum sem árið 1973
nam amk. 12 miljörðum dollara.
Þróunarlöndin vilja
róttækar breytingar
Allir eru sammála um að
efnahagsvandi heimsins er stór
og að hann verður ekki leystur
nema með samstilltu átaki allra
heimsins barna. Um það vitna
þær mörgu ráðstefnur sem
haldnar hafa verið undanfarin
þrjú ár: umhverfisráðstefnan,
aukaþing SÞ um hráefni i fyrra,
hafréttarráðstefnan, mann-
fjöldaráðstefnan og nú siðast
matvælaráðstefnan. Nú á hins
vegar að ræða þá grundvallar-
mótsögn sem allar hinar hvila
á: þá staðreynd að 25% jarðar-
búa — Vestur-Evrópa,
Bandarikin og Japan — sitja að
75% heimsframleiðslunnar
meðan hin 75 prósentin skipta
með sér afganginum og sveita.
Og vitaskuld reyna þeir siðar-
nefndu að knýja fram
breytingar og þau fyrrnefndu að
verja rikjandi kerfi fyrir öllum
meiriháttar áföllum.
Segja má að markvissar til-
raunir þróunarlanda til að
breyta efnahagsskipan
heimsins hafi hafist á siðasta
aukaþingi SÞ en það var haldið i
fyrra og fjallaði um hráefni og
orkumál. Þar tóku þróunar-
löndin — gegn vilja þeirra
þróuðu—-ýmis viðkvæm mál til
meðferðar, svo sem rétt þjóða
til nýtingar eigin auðlinda, rétt
til þjóðnýtinga og rétt til að
stofna samtök hráefnafram-
leiðenda eins og OPEC. Litill
árangur náðist þar og var þvi
umræðunni haldið áfram á alls-
herjarþingi SÞ um haustið. Þar
var samþykktur með miklum
meirihluta atkvæða — 115 með,
6 á móti, 10 sátu hjá —
„Sáttmáli um efnahagsleg rétt-
indi þjóða til að nýta auðlindir
sinar og stjórna efnahagsþróun-
inni, eftirlit með starfsemi fjöl-
þjóðlegra fyrirtækja og að hún
samrýmist lögum og reglum
einstakra landa og efnahags- og
félagsmálastefnu þeirra.
„Fjölþjóðafyrirtæki skulu ekki
blanda sér i innri mál þjóða”
segir I sáttmálanum.
Þessi mál voru rædd áfram á
aðalfundi UNIDO, Iðnþróunar-
stofnunar SÞ, þar sem lögð voru
drög að þeim tillögum sem nú
eru ræddar. Auk þessa ræddu
róunarlöndin stefnu sina i
ssum málum á nýafstöðnum
fundi rikja utan hernaðar-
bandalaga i Perú.
Yfirstandandi aukaþing hefur
sex höfuðmálaflokka á dagskrá
og skal hér gerð nánar grein
fyrir þeim.
t fyrsta lagi alþjóðaverslunin
á efnahagsskipan
heimsins sem er
á dagskrá
7. aukaþings
Sameinuðu
þjóðanna
efna heimsins — erfitt fyrir með
alla áætlanagerð. Þróunar-
löndin krefjast stofnunar hrá-
efnalagers sem á að gera verð-
lagið stöðugt en auk þess vilja
þau tengja hráefnaverð við verð
á fullunnum iðnvarningi, þ.e.
„visitölubinda” hráefnaverðið.
Einnig vilja þau að riku löndin
afnemi alla tollmúra sem
vernda eiga innlenda fram-
leiðslu fyrir þeim framleiðslu-
vörum þróunarlandanna sem
samkeppnishæfar eru.
Riku löndin eru flest samþykk
stofnun hráefnalagers þar sem
þau sjá irarn á að hann tryggi
þeim hráefni á stöðugu verði.
Hins vegar eiga þau erfiðara
með að kyngja „visitölu-
bindingu” hráefnaverðsins þar
sem hún felur i sér afsal þeirra
á þeim hagvexti, sem þau hafa
búið við undanfarna áratugi auk
þess sem hún myndi blása mjög
i glæður verðbólgubálsins.
t öðru lagi Iðnvæðing.
Eins og stendur er hlutur
þróunarlanda i iðnframleiðslu
heimsirís aðeins 7%. A fundi
Unido var samþykkt að stefna
að þvi að auka þennan hlut i 25%
árið 2000. Til þess að ná þvi
krefjast þróunarlöndin þess að
m.a. þessar ráðstafanir verði
gerðar: afnám allra tollmúra,
flutningur framleiðslutækja frá
iðnrikjunum til „þriðja
heimsins”, aukin verði
þróunaraðstoð i formi tækni-
aðstoðar, að sú krafa verði gerð
til fjölþjóðafyrirtækja að starf-
semi þeirra i þróunarlöndunum
samrýmist stefnu stjórnvalda i
hverju landi á sviði efnahags- og
félagsmála og að hvert land hafi
fullan yfirráðarétt yfir
auðlindum sinum.
Ekki er talið liklegt að iðn-
rikin gangi að þessum kröfum
þvi þær þýða i raun afnám hins
marglofaða markaðsbúskapar.
Þróunarlöndin krefjast þess
einnig að áhrif þeirra innan
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins verði
aukin að mun en hingað til hefur
„klúbbur hinna 10 rikustu’V
tekið allar meiriháttar ákvarð-
anir fyrir sjóðinn.
t fjórða lagi visindi og tækni. -
A þessu sviði reyna þróunar-
löndin að knýja fram samningu
reglugerðar um flutning tækni-
kunnáttu frá iðnrikjunum til
þróunarlandanna og að beiting
hennar verði i samræmi við
þarfir þeirra siðarnefndu. Þetta
jafngildir beinni árás á fjöl-
þjóðafyrirtækin sem einoka
lungann úr þekkingu mann-
kynsins á sviði tækni og rann-
sókna. Þetta fást iðnrikin senni-
lega seint tilað samþykkja enda
sagði Kissinger i ræðu sinni i
aukaþinginu i siðustu viku að
þróunarlöndin ættu að láta af
fjandskap sinum við fjölþjóða-
fyrirtækin þvi „andúð á fjár-
festingum þeirra i þróunarlönd-
unum kemur engum til góða”.
1 fimmta lagi þróun land-
búnaðarins.Landbúnaðurinn er
viðast hvar eitt helsta viðfangs-
efni stjórnvalda i þróunar-
löndunum þvi vel rekinn land-
búnaður er traustasta for-
sendan fyrir sjálfstæðri iðn-
væðingu. Þótt vandamál land-
búnaðarins verði einkum leyst i
hverju landi fyrir sig hafa
alþjóðaviðskipti ýmis áhrif á
þróun hans. Þótt aðeins 30%
alheimsviðskipta með land-
búnaðarvörur snerti þróunar-
löndin fer 75% útflutnings
þeirra á landbúnaðarvörum til
iðnrikjanna. Krafa þróunarrikj-
anna á þessu sviði er þvi afnám
allra tollmúra og hærra og
stöðugra verð á landbúnaðar-
vörum.
Loks verða ræddar breytingar
á skipulagi Sameinuðu þjóð-
anna en út i þá sálma verður
ekki farið hér.
Á það skal þó minnst að þess
má vænta að nokkurs klofnings
gæti milli iðnrikjanna
innbyrðis. Til dæmis eru EBE-
löndin miklu háðari hráefnainn-
flutningi frá þróunarlöndunum
en Bandarikin og Kanada og má
þvi búast við að þau fyrrnefndu
freisti þess að bera klæði á
vopnin. Bandarikin eru hins
vegar reiðubúin til að láta hart
mæta hörðu og andæfa gegn
öllum kröfum meirihluta
jarðarbúa um réttlátari skipt-
ingu heimsins gæða.
—ÞH — byggt á Information
og Prensa Latina.
Eitt verka Hallsteins meðan hann vann við það. Nú er það orðið mun
stærra og gálginn horfinn.
Gdlfskrið kallar Hallsteinn þetta verk.
Höggmyndir á Korpúlfsstöðum
„Stórkostlegir
möguleikar”
Hallsteinn Sigurðsson sýnir
þessa dagana átján höggmyndir
sinar i vinnustofu sinni i kjallara
Korpúlfsstaðahússins.
Ilallsteinn hefur haft vinnu-
stofu á Korpúlfsstöðum nú i eitt
og hálft ár, og sýning hans I
vinnustofunni stendur fram á
næsta sunnudag.
1 stuttu samtali við Þjóðviljann
sagði Hallsteinn að um 400 manns
hefðu skoðað sýninguna á Korp-
úlfsstöðum nú i haust, en sýningin
er opin frá klukkan 14 til 22 á
hverjum degi.
„Það er skemmtilegt að vera
þarna á Korpúlfsstöðum”, sagði
listamaðurinn, „verst hvað þetta
mikla hús er illa nýtt. Allar vist-
arverur á hæðunum eru fullar af
drasli. Risið er t.d. alveg stór-
kostlegt — þar væri hægt að hafa
bæði sýningarsali og leikhús. Þar
er hátt undir loft, einir átta metr-
ar hugsa ég”.
Hallsteinn hefur unnið við
höggmyndagerð siðan hann lauk
námi i list sinni, og hann hefur
einnig starfað á vegum Reykja-
víkurborgar við viðgerðir á verk-
um i eigu borgarinnar.
Hallsteinn nam i Myndlista- og
handiðaskólanum 1963 til 1966, i
London 1966-’72 m.a. i St.
Martins School of Art og fór
námsferðir til Grikklands og
einnig til Bandarikjanna.
Sýningar hefur Hallsteinn hald-
iði Reykjavik (1971 og 1972), tók
þátt i haustsýningum FIM ’63, ’65
og ’74, útisýningu á Skólavörðu-
holti 1967 og '68 og i sýningunni
Ungir myndlistarmenn á Kjar-
valsstöðum i júni 1973, sýndi með
Young Artists i New York ’73 og
ásamt 18 öðrum i'sl. listamönnum
i Bergen 1975. ,
Myndirnar sem Hallsteinn sýn-
irnú á Korpúlfsstöðum eru nýjar,
Rœtt við
Hallstein
Sigurðsson
myn d höggva ra
engin eldri en frá ’73 en margar
gerðar á þessu ári. Höggmynd-
irnar eru úr járni og stáli. vir og
blýi.
„Einn tilgangur þessarar sýn-
ingar núna”, sagði Hallsteinn.
,,er að vekja athygli á þessu hús-
næði á Korpúlfsstöðum”.
—GG