Þjóðviljinn - 10.09.1975, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 10. september 1975.
De Valera heldur ræöu I Dublin
1925.
De Valera á siöari árum.
„Ef mig langar til að vita hvað
irar vilja, þá lit ég inn i mitt eigið
hjarta”.
Þetta mun vera einn þekktasti
orðskviður Eamons de Valera,
hins aldna irska stjórnmála-
manns, sem andaðist i Dublin
fyrir skömmu, 92 ára gamall, eft-
ir að hafa verið forseti landsins i
fjórtán ár, og voru það orð að
sönnu, þvi sjaldgæft er að nokkur
leiðtogi hafi borið á herðum sér i
jafnrikum mæli sjálfstæðishug-
sjón þjóðar sinnar. Að þessu leyti
mætti likja honum við ýmsa leið-
toga þriðja heimsins, og sú sam-
liking er reyndar ekki fjarri lagi,
þvi að vissulega var Irland „van-
þróuð” nýlenda i byrjun þessarar
aldar. Stundum er sagt að irska
þjóðin hafi verið fyrsta þjóðin
sem sleit sig lausa úr heimsveldi
á 20. öld og markað þá leið sem
aðrir fylgdu siðar. En uppreisn
ira hefur þó sina sérstöðu i sög-
unni, og ferill De Valera er gott
dæmi um allar þær mótsagnir og
erfiðleika sem irar hafa átt við að
striða og örlög irsku þjóðarinnar
á siðustu öld og þessari.
Upphaflega var þessi mikli
leiðtogi ira bandariskur ríkis-
borgari: hann fæddist i New York
12. október 1882 og var þá skíröur
Edward, en rómanskt ættarnafn
sitt fékk hann frá föður sfnum,
sem var spánskur listamaður.
Catherine Coll, móðir hans, var
hins vegar irsk. Hún var i hópi
þeirra miljón ira, sem flosnuðu
upp á áratugunum eftir hungurs-
neyðina miklu 1840 og urðu að
leita sér hælis i Bandarikjunum.
Vist er að þessi hungursneyð, sem
er eitt versta áfall sem Irland
hefur nokkurn tima orðið fyrir
(um 250 000 manns dóu og heilar
sveitir fóru i auön), var afleiðing
Eamon de Valera
af efnahagsstefnu englendinga i
málum Irlands, og gerðu eng-
lendingar litið til að milda afleið-
ingar hennar. Jafnvel er sagt að
þeir hafi hindrað aðflutning mat-
væla og enskt blað skrifaði:
„Bráöum verða ekki fleiri irar
eftir á bökkum Shannon en
indiánar á bökkum Potomac”.
Andúð gegn englendingum var
einkum sterk meðal ira sem urðu
að flytja til Ameriku og stóðu þeir
að baki ýmsum andófshreyfing-
um.
En það varð þó ekki hlutskipti
De Valera að verða bandarfskur
iri og mótast af hugsunarhætti
þeirra, þótt uppruni hans ætti sið-
ar eftir að hafa óvænt áhrif á feril
hans. Þegar hann var tveggja
ára, dó faðir hans og þá sendi
móðir hans hann til fjölskyldu
sinnar.en það voru fátækir bænd-
ur skammt frá Limerick.
Edward de Valera, sem fijót-
lega var kallaður Eamon upp á
gelisku, ólst nú upp i irsku um-
hverfi, og strangri kaþólskri trú.
Hann sýndi mikla námshæfileika,
einkum á sviði stærðfræði, og
komst i skóla sem kaþólska kirkj-
anrak, fyrst i Cork, siðar i Black-
rock I úthverf i Dublin og loks i há-
skóla írlands.
Eftir það var hann stærðfræði-
Hermenn úr IRA ganga fyrir Eamon de Valera (yst tll vinstri á pallinum) um 1921.
höfundur
Irlands
nútímans
kennari um stund, en hann fór að
hafa mikinn áhuga á endurvakn-
ingu geliskrar tungu. Arið 1910
kvæntist hann stúlku sem var
nemandi i gelfsku og fór þá að
læra málið á kerfisbundinn hátt
uns þaö var orðið honum jafn
tamt og móðurmálið. Um leið fór
hann aö taka þátt I frelsisbaráttu
ira og árið 1913 gekk hann i flokk-
inn „The Irish Volunteers”. Fá-
um árum siðar, 1916, stóð flokk-
urinn aö hinni svonefndu „páska-
uppreisn” gegn englendingum.
De Valera var mjög framarlega i
flókkiog meðal þeirra sem siðast
gáfust upp. Eins og allir for-
sprakkar uppreisnarinnar var
hann dæmdur til dauöa.
Fljótlega eftir uppreisnina
skutu englendingar sextán irska
þjóðernissinna fyrir þátttöku i
henni. Svo vildi þó til að De Val-
era slapp, og mun það einkupi
hafa verið bandariskum uppruna
sinum að þakka. Dómi hans var
þá breytt i ævilangt fangelsi, og
þannig var einnig farið með aðra
uppreisnarmenn sem ekki höfðu
verið teknir af lifi strax i upphafi.
Ari siðar fengu uppreisnarmenn
siðan sakaruppgjöf, og var De
Valera þá látinn laus.
Þessi sakaruppgjöf stafaði þó
ekki af þvi að englendingar hefðu
raunverulega breytt um stefnu i
málum Irlands. Það litur nefni-
lega út fyrir að englendingar hafi
veriö staðráðnir i að halda Irlandi
og beita til þess öllum hugsanleg-
um ráðum. En það vildi svo til að
framferði þeirra i páskaupp-
reisninni og aftökurnar skömmu
siðar mæltust ákaflega illa fyrir
meðal ira i Bandarikjunum og
reyndar fleiri bandari'kjamanna.
Nú þurftu englendingar á stuðn-
ingi bandarikjamanna að halda i
styrjöldinni við þjóðverja, og þvi
neyddust þeir beinlinis til þess að
draga úr hörkunni i Irlandi til að
eiga ekki á hættu að missa stuðn-
ing þeirra. Enginn veit hvað gerst
hefði við aðrar kringumstæður og
er eins liklegt að til heiftarlegrar
styrjaldar hefði komið.
De Valera var nú þjóðhetja og
helsti forystumaður irska þjóð-
ernissinnaflokksins Sinn Fein.
Hann var kosinn á þing, en eins og
aðrir þingmenn flokksins neitaði
hann að taka sæti á breska þing-
inu.
Strax árið 1918 var hann hand-
tekinn á nýjan leik og var honum
þá gefið að sök „samsæri; þágu
Þýskalands”, en eftir skamma
fangelsisvist tókst honum aö flýja
úr fangelsi á ævintýralegan hátt.
Félagar hans útnefndu hann þá
„forseta irska lýðveldisins” sem
enn var ekki til: Hann tók þá þann
kostinn aö fara til Bandarikjanna
og reka þar áróður fyrir málstað
Ira, þvi að hann vissi að það var
sterkasta vopniö gegn bresku
stjórninni. Á jóladag 1920 sneri
hann aftur heim til trlands, og
höfðu dagblöð, sem fylgdu mál-
stað englendinga, þau orð um
hann, að hann væri „svikari og
morðingi”.
Nú hófst mikill skæruhernaður
gegn englendingum á Irlandi og
áttust þar viö hin illræmda enska
lögregla „Black and Tan” og neð-
anjarðarhreyfingin IRA, sem var
undirstjórn Sinn Fein. Framferði
englendinga vakti mikla reiði i
Evrópu og Bandarikjunum, ekki
sistvegna þess að Versalafundur-
inn var þá nýbúinn að staðfesta
regluna um sjálfsákvörðunarrétt
þjóða.
Þann 11. júli 1921 bauð Lloyd
George, sem þá var forsætisráð-
herra Englands, De Valera til
viðræðna. Kom hann fram meö á-
ætlun um skiptingu trlands i tvo
hluta, kaþólskt riki sem yrði
sjálfstætt, og riki mótmælenda á
Norður-trlandi. En þegar De Val-
era frétti hvað til stóð, neitaði
hann að taka þátt i umræðunum,
þvi að hann vildi ekki ræða skipt-
ingu trlands. Skæruhernaðurinn
hélt áfram, en 10. október þetta
sama ár féllust ýmsir af forystu-
mönnum ira á þessa tillögu.
Þetta leiddi siðan til þess að Ir-
landi var skipt I tvennt, i irskt
lýðveldi og hiö svokailaða Norð-
ur-Irland eða Ulster (sem þó er
rangnefni,þvi að mótmælendarik-
ið nær ekki til alls hins forna
„Ulaðstirs”). Hin fáránlegu
landamæri Norður-trlands sem
klippa írska lýöveldið svo til i
tvennt á einum stað, svo að ekki
er nema örmjór gangur milli
Donegals og annarra héraða lýð-
veldisins, stafa af þvi aö það voru
mótmælendur á Norður-lrlandi,
sem réðu þeim, og stefndu þeir aö
þvi að fá sem stærst land en þó
þannig að þeir yrðu sjálfir i
tryggum meirihluta. Þetta var
erfitt, þvi að byggð mótmælenda
er hvergi samfelld nema um-
hverfis Belfast.
De Valera vildi alls ekki una
þessari skipun mála, og hófst nú
einhver ömurlegasti kafli sögu ír-
lands á siðustu timum: borgara-
styrjöldin milli fylgismanna og
andstæðinga skiptingarinnar. De
Valera var forsprakki þeirra sem
börðust gegn skiptingunni, og sat
hann um stund i fangelsi. En árið
1923 urðu þáttaskil i baráttu
hans: hann sá að frekari blóðsút-
hellingar stoðuðu ekki, og hann
fyrirskipaði þeim IRA-sveitum,
sem voru undir hans stjórn að
leggja niður vopn. Arið 1928 stofn-
aði hann svo nýjan stjórnmála-
flokk, „Fianna Fail” eða „her-
sveit örlaganna”, sem átti að
berjast fyrir sömu markmiðum
og IRA en á lýðræðislegan hátt.
Fáum árum siðar, árið 1932,
fékk þessi flokkur meirihluta á
irska þinginu, og De Valera varð
forsætisráðherra. Eftir það for-
dæmdi hann jafnan „hryðju-
verkastarfsemi” þeirra sem
vildu sameina trland með vopna-
valdi — þótt hann væri sjálfur
gamall „hryðjuverkamaður” —
og beitti neðanjarðarhreyfinguna
IRA hörðu. Astæðan fyrir þessari
stefnubreytingu mun vera sú, aö
De Valera sá þegar hér var komið
sögu, að englendingar, sem höfðu
neyðst til að sleppa meginhluta
trlands vegna sérstakra sögu-
legra aðstæðna, voru staðráðnir i
að láta ekki frekar undan og
halda þvi sem eftir væri af „eyj-
unni grænu”. Nú er erfitt að verj-
ast þeirri hugsun, að það hefði
sparað miklar hörmungar ef tr-
land hefði fengið sjálfstæði i heild
á þessum tima. De Valera og
fylgismenn hans sáu jafnan til
þess að mótmælendur nytu fyllstu
jafnréttinda í irska lýðveldinu, og
gengust fyrir þvi að mótmælandi
var kosinn forseti árið 1938, en
kaþólskir menn hafa jafnan verið
réttindalitlir og grátt leiknir á
Noröur-lrlandi.
Eftir að De Valera var orðinn
forsætisráðherra stefndi hann að
þvi að afmá öll merki um yfirráö
englendinga f írlandi, þótt landið
væri i orði kveðnu hluti breska
samveldisins. Arið 1937 gekkst
hann fyrir samningu nýrrar
stjórnarskrár, þar sem gert var
tilkall til yfirráða yfir öllu tr-
landi. Englendingar svöruöu
þessum aðgerðum með viðskipta-
striði, og svaraði De Valera þvi
með þvl að reyna að efla irskan
landbúnað. Þótt hann væri sjálfur
bindindismaður gekk hann svo
langt að hvetja ira til að drekka
hefðbundna irska drykki, og ekki
sist bjór, fremur en bannsett te-
ið... En smám saman lagaöist
sambúð ira og englendinga.
Þegar seinni heimsstyrjöldin
skall á, beitti De Valera mestu
hörku til að halda trlandi alger-
lega utan styrjaldarinnar, því að
hann vissi að minnstu mistök á
þessu sviði gætu kostað ira ný-
fengið sjálfstæði. Hann barði nið-
ur þá menn sem vildu að irar
gengu I lið með þjóðverjum af
hatri við englendinga, og hann.
skeytti þvi engu þótt hann væri
sakaður um nasisma af þvi að
hann vildi ekki ganga i iið meö
englendingum.
De Valera var forsætisráðherra
lengst af frá 1932 til 1959, að und-
anskildum tveim kjörtimabilum.
Þannig vildi svo til að hann var i
stjómarandstöðu 1949, þegar sið-
ustu tengslin við breska samveld-
ið voru rofin. Siðasta kosninga-
sigurinn vann hann 1957, þá 75 ára
gamall. Tveimur árum siðar var
hann kosinn forseti landsins, og
þvi embætti gegndi hann til ni-
ræðisaldurs. Hann lét af embætti
1973, og var þá orðinn blindur fyr-
ir löngu en heilsugóður að öðru
leyti.
Margir munu sjálfsagt halda
þvi fram að meginstyrkur De
Valera hafi verið járnvilji og
stefnufesta. Sjálfur var hann
strangkaþólskur og lifði fábrotnu
lífi. Hann var fremur langoröur
og þvi ekki snjall ræðumaöur, en
samt sýndi hann mikla lipurð i
venjulegri stjórnmálabaráttu.
Um það verður ekki efast að hann
hefur lagt allra manna mest af
mörkum tilað skapa sjálfstætt tr-
land nútimans, en það er þó ekki
nein ástæöa til að undrast yfir þvi
þótt ekki hafi enn verið leyst öll
vandamál sem aldaiöng nýlendu-
áþján hefur skapað.
e.m.j.