Þjóðviljinn - 10.09.1975, Page 7

Þjóðviljinn - 10.09.1975, Page 7
IVIiövikudagur 10. septcmber 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Rætt viö höfunda Ringulreiðar sem nú fer fram í kjallara Þjóðleikhússins Flosi: „...þaö er ekki hægt aö bjóöa fólki upp á annaö en afturúr- stefnu núoröiö...” Flosi Ólafsson (Teikn. Árni Elfar) ,,Músíkin í Ringulreið varð eiginlega til að fyrstu æfingunum og á meðan verið var að æfa. Ef grannt væri skoðað er sjálfsagt hægt að finna þrjá eða f jóra tóna eftir Flosa og kannski eina eða tvær Ijóðltnur eftir mig", sagði Magnús Ingimars- son tónsmiður, annar höfunda Ringulreiðar, í viðtali við Þjóðviljann. Óperan Ringulreið var frumsýnd í gærkvöldi, en viðtalið sem hér fer á eft- ir var tekið við höf undana báða á f rumsýningardag- inn þegar langvarandi og ströngum æfingum var nýlega lokið. Höfundarn- ir drukku kók og nutu þess að eiga frídag. Flosi: Við Magnús vitum raunar ekki hvor á hvað i óper- unni eöa hver á hvaö. Samvinn- an hefur verið með eindæmum góð og fer batnandi. Er tónlist þin alveg frumsam- in? Magnús: 1 einstökum tilfell- um er notað hljóðfall sem fólk kannast viö úr öðrum leikhúsverkum, svona til að minna á ýmislegt, en annars er músikin öll frumsamin. Fjölmenn hljómsveit? Magnús: Plássins vegna er ekki hægt að koma fyrir nema fjórum hljóðfæraleikurum. Við kusum þvi að láta það rými sem við höfum undir hljóðfæri og völdum siðan mikilhæfa hljóð- færaleikara sem geta leikið á fleiri en eitt hljóðfæri. Einn hljóðfæraleikarinn leikur t.d. á sextán hljóðfæri. Flosi: Á sama hátt eru mögu- leikar sviðsins nýttir til hins ýtrasta, þannig að bæði orð og æði fær notið sin i þeim mæli sem mögulegt er. Áhorfendur sitja við borð i salnum og það sakar ekki að geta þess að barinn verður op- inn — kannski fær einhver sér i glas. Hvað um söguþráö óperunn- ar? Flosi: Hann er dramatiskur og gengureins og rauður þráður i kringum tvöfaldan „trekant”, þetta er sannkallað örlaga- drama. Einhvers staöar voruö þiö fé- Iagar kallaöir á prenti boöber- ar „arrier garde” stcfnunnar, cöa afturúrstefnunnar — hvers vegna? — Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á annað en afturúr- stefnu núorðið. bað er þessi stefna sem fólk heimtar, sú stefna sem allir vilja sjá. Magnús: Og i þvi sambandi má nefna, að við höfum nú fund- ið endanlega lausn á þessu ,,tre- kant”- vandamáli sem hefur Magnús Ingimarsson (Teikn. Árni Elfar) Allt gaman er upphaf mikillar alvöru vafist svo voðalega fyrir leik- húsmönnum og öðrum, t.d. Ib- sen og Strindberg — en ekki meira um það, því að sjón er sögu rikari. Kingulreið er árangur sam- starfs ykkar nú um hriö, en þiö hafið áöur lagt krafta ykkar saman? Magnús: Já, og þótt Ringul- Magnús: ....viö höfum fundið endanlega lausn á málinu...” ,trekant”-vanda- reið brjóti kannski blað i leik- listarsögu islendinga og tónlist- arsögu, þá brýtur verkið ekki blað i samskiptum okkar Flosa. Flosi:Nei, nei, þetta var auð- velt. Ilvaö tekur nú viö hjá ykkur? Flosi: Jólabókin i ár verður að sjálfsögðu... Magnús: Við erum þegar byrjaðir að ihuga næsta verk. Það er hugarfóstur sem við höf- um hug á að hafa tilbúið eftir nokkur misseri, ef vera kynni að aðsókn að Ringulreið væri þá tekin að dvina. Nú eru sumir flytjendur Ring- ulreiðar þekktir fyrir annaö en söng, hvernig er að setja upp óperu með leikurum? Flosi: Já. Hann Guðmundur Jónsson spurði mig einu sinni að þvi, hvers vegna i andskotanum ég hefði ekki lært að syngja og ég sagði þá við Guðmund: Ég kann ágætlega að syngja. Nýja hugarfóstriö — verður það ópera? Flosi:Það verður söngleikur i einhverri mynd — i léttum dúr með alvarlegum undirtóni, þvi að hvað sagði ekki spekingur- inn: allt gaman er upphaf mik- illar alvöru og það sagði lika lærisveinn hans, kona ein, þegar hún var barin i rot á dansleik i Hlégarði. Björn Björnsson gerði leik- tjöld i Ringulreið og eru þau að sögn Flosa og Magnúsar með afar þjóðlegu sniði; „það verður ekki þverfótað fyrir fánalitun- um”, sagöi Flosi. Listrænt samstarf Flosa og Magnúsar hófst veturinn 1959—1960 þegar þeir unnu saman að söngleiknum „Rjúk- andi ráð” með lögum eftir Jón Múla. Magnús hefur annars annast tónlistarhliðina á einum sjö sjónvarpsþáttum sem Flosi hefur samið og stjórnaðj ein- hvern tima unnu þeir að revi- unni „Sunnan sex” sem færð var á svið Sjálfstæðishússins 1961. Magnús útsetti og stjórn- aði hljómsveit á fyrstu sýning- um á „Járnhausnum” eftir Jón- as og Jón Múla Árnasyni, endurútsetti músik i „Delirium búbónis”, útsetti tónlist i „ttalskur stráhattur” sem Þjóðleikhúsið sýndi og reyndar fleira og fleira. En nú er það Ringulreið i anda arriere-garde. —GG Nýr flugvöllur í Tálknafirði 700 metra löng flugbraut Nýr flugvöllur var tekinn i notkun í Tálknafirði 5. þessa mánaöar, en þá lenti þar f fyrsta sinn 18 nianna vél frá flugfélaginu Vængjum. Nýi flugvöllurinn er á Tanna- nesi, 10 kilómetrum utan við þorpið. Flugbrautin nýja er 700 metra löng. Af fréttum i Tálknafirði er það annars að segja, að sjómenn tóku sérfri frá sjóróðrum i ágústmán- uði.ogeruróðrar nú að hefjast að nýju. Fást um 6 tonn i róðri. Kvenfélag staðarins er að láta reisa hús, sem það hyggst af- henda hreppnum til þess að reka þar barnaheimili. Húsið er orðið fokhelt. Slátrun hefst i Tálknafirði um 20. þessa mánaðar. Tiðarfar hef- ur verið afleitt i sumar. —úþ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.