Þjóðviljinn - 10.09.1975, Page 10
10 ÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 10. september 1975.
Barnamúsíkskóli
Reykjavíkur
Breiðholtsútibú, annað starfsár
Breiðholtsibúar athugið:
Barnamúsikskólinn mun starfrækja útibú
i Fellahelli i vetur fyrir 6 og 7 ára börn i
Breiðholtshverfi. Athugið að aðeins verða
tekin 6 og 7 ára börn, ekki eldri.
Innritun væntanlegra nemenda fer fram i
Iðnskólahúsinu við Skólavörðuholt, inn-
gangur frá Vitastig, 5. hæð, dagana
11.—13. september (fimmtudag, föstudag
og laugardag) kl. 2—6 siðdegis. Hafið með
ykkur stundaskrá barnanna úr barnaskól-
anum.
Einnig er innritað i sima 28477 á sama
tima.
Athugið einnig, að nokkur 7 ára börn geta
enn innritast i stofnskólann i Iðnskólahús-
inu sömu daga og á sama tima.
Skólastjóri.
Atvinna ■ Atvinna
Laus staða
Staða aðalbókara við embætti tollstjórans
i Reykjavik er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
rikisins. Umsóknir um stöðuna, ásamt
upplýsingum um menntun og starfsferil,
skulu sendar ráðuneytinu fyrir 10. októ-
ber.
Fjármálaráðuneytið, 9. sept. 1975.
|1| Félagsráðgjafi
Staða félagsráðgjafa við Borgarspitalann
er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt kjarasamningi borgar-
stofnana. Umsóknir, ásamt upplýsingum
um aldur, menntun og fyrri störf sendist
Borgarspitalanum fyrir 25. sept. 1975.
Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir
Geðdeildar, Karl Strand.
Reykjavik, 9. sept. 1975.
Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborg-
ar.
Störf á
teiknistofu
Rafmagnsveita Reykjavikur óskar eftir
að ráða starfsfólk i eftirtalin störf á teikni-
stofu:
1. Starf við kortavinnu, innfærslu á kort
o.fl.
2. Starf tækniteiknara.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
um störfin fást á skrifstofu Rafmagnsveit-
unnar, Hafnarhúsinu, 4. hæð. Umsóknar-
frestur er til 18. september 1975.
Rafmagnsveita Reykjavikur
Minning
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Fædd 6. ágúst 1914 — dáin 3. september 1975
Anna, min elskulega mágkona
er látin, 61 árs að aldri. Það er
ekki hár aldur i dag og hér átti
lika i hlut sérlega ungleg kona,
ekki bara i útliti heldur einnig i
andanum. Það þýðir ekki að hana
hafi skort lifsreynslu eða þroska,
hvorttveggja hafði hún i rikum
mæli.
Þegar ég kynntist henni fyrir
réttum 40 árum var hún, þá 21
árs, að flytja búferlum til
Heykjavikur frá Vopnafirði
ásamt eiginmanni sinum, Krist-
jáni Fr. Guðmundssyni með elsta
son sinn á þriðja ári á handleggn-
um, bar þriðja barn sitt undir
belti og búin að missa dreng á
fyrsta ári sem var þar á milli.
Móðir min tók á móti þeim og þau
voru kærkomnir gestir á heimili
okkar að Bergþórugötu 18. Ekki
voru húsakynnin stór, aðeins tvö
herbergi og eldhús. Við vorum 7
systkinin fyrir heima þegar
Kristján hálfbróðir kom með fjöl-
skyldu sina til okkar. Faðir okkar
hafði látist árið áður, en móðir
min átti hjartarúm og þess vegna
var lika húsrúm.
Kristján kom suður i atvinnu-
leit og honum tókst fljótlega að
finna sér atvinnu og húsnæði, á
Stokkseyri til að byrja með. Þar
bjuggu þau i 1 ár, en siðan fluttu
þau aftur til Reykjavikur og hafa
búið hér siðan. Mér fannst frá
fyrstu fundum okkar Onnu að ég
hefði eignast eina góða systur til
viðbótar þeim sem fyrir voru og
hefur það haldist óbreytt i þessi 40
ár.
Anna fæddist 6. ágúst 1914 að
Skálum i Vopnafirði, dóttir hjón-
anna Birgittu Sveinsdóttur og
Sigurjóns Gunnlaugssonar út-
vegsbónda. Hún ólst upp i föður-
húsum ásamt 8 systkinum. Með
önnueru fjögur systkinanna látin
en eftir lifa Guðni leigubilstjóri i
Reykjavik, Sigurður sjómaður i
Vestmannaeyjum, Helga hús-
móðir á Akureyri, Guðrún hús-
móðir 1 Neskaupstað og Kristin i
Vopnafirði.
Anna og Kristján eignuðust 6
börn, fimm þeirra komust upp og
búa i Reykjavik og Kópavogi.
Þau eru: Birgir verkstjóri i
Norðurstjörnunni i Hafnarfirði,
giftur Elinu Ellertsdóttur og eiga
þau fimm börn, Agatha, gift
Kristjáni Halldórssyni verkstjóra
I Osta- og smjörsölunni, þau eiga
2börn, Bóas eigandi Blómahall-
arinnar, giftur Eddu Kristjáns-
dóttur, þau eiga 2 börn, Sigurjón,
slökkviliðsmaður i Reykjavik,
giftur Mattinu Sigurðardóttur,
þau eiga 3 börn, og yngstur er
Friðfinnur eigandi Blómastofu
Friðfinns, hann á eina dóttur.
Allur þessi hópur elskaði hana
og virti, enda hafði hún unnið til
þess. Þau voru hennar heimur,
hún helgaði þeim alla sina ást og
alla sina krafta. Þar fyrir utan
fylgdist Anna vel með þvi sem
var að gerast i þjóðmálunum og
hún var bókhneigð kona, las mik-
ið seinni árin, einnig hafði hún
mikið yndi af músik. Hún kunni
lika vel að taka þátt i annarra
kjörum, bæði á gleðistundum og
eins i erfiðleikum. Ef eitthvað
íþróttir
Framhald af bls 8.
meira en litið að þegar sumir
landsliðsmenn okkar eru að
meira eða minna leyti að hug-
leiða að leggja knattspyrnuna á
hilluna tafarlaust. Menn sem
standa á hátindi ferils sins
hugsa ekki þannig nema á-
standið jaðri við að vera óþol-
andi. —gsp
Pipulagnir
, ij
Nýlagnir, breytingar, |
hitaveitutengingar. ■]
Simi 36929 (milli kl. ;
12 og 1 og eftir 7 á
kvöldin).
bjátaði á hafði hún alltaf lag á að
hressa mann upp.
Það er stór hópur vina og
vandamanna sem saknar þess að
þau hjónin skyldu ekki njóta þess
lengur að búa i litla húsinu þeirra
með stóra fallega garðinum að
Njátsgötu 56, þar sem þau höfðu
nýlega búið svo fallega um sig, en
það átti ekki fyrir þeim að liggja.
Ég og fjölskylda min þakka
henni allar okkar samverustundir
og sendi Kristjáni og allri hans
fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur i þeirra miklu sorg.
Sigríður E. Guðmundsdóttir
Miðstöövarketill
óskast
30—40 fermetra ketill ásamt tilheyrandi
umbúnaði. Tilboð berist til Verkfræði- og
teiknistofunnar s.f., Akranesi, Heiðar-
braut 40, simi 93-1785 og 93-1085.
Norska sendiráðið
Tilboð óskast i að reisa og fullgera skrif-
stofu- og ibúðarhús fyrir norska sendiráð-
ið, að Fjólugötu 17, Reykjavik. Verklok
skulu vera vorið 1977.
Otboðsgögn verða afhent á skrifstofu
vorri, gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þ. 8. okt.
1975 kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
ENSKAN
Kennslan í hinum vinsælu enskunám
skeiðum fyrir fullorðna hefsf mánu
dag 22. sepfember.
Byrjendaf lokkar
Framhaldsf lokkar
Samtalsflokkar hjá Englendingum
Ferðalög
Smásögur
Bygging málsins
Verzlunarenska
Síðdegistímar — kvöldtimar, sími 10004
(kl. 1-7 e.h.)
Málaskólinn
MÍMIR
Brautarholti 4
Námskeið fyrir
verðandi
iðnaðarmenn
Menntamálaráöuneytiö hefur ákveöið aö halda námskeið
til undirbúnings iðnnáms fyrir þá sem ekki hafa tilskilda
menntun, en eru orðnir 18 ára gamlir.
Kennslugreinar veröa:
islenska, danska, enska, stæröfræði.
Kenndar veröa 30stundir á viku. Námskeiöiö verður hald-
ið I Vöröuskóla I Reykjavik (Gagnfræðaskóla Austurbæj-
ar) og hefst 1. okt. n.k. og lýkur um miðjan desember.
Tekið verður á móti umsóknum I skólanum fimmtudaginn
11. og föstudaginn 12. september klukkan 9—12 og 5—7 sið-
degis.
Þeir sem ekki geta komið i skólann á þessum tima skulu
láta innrita sig i sima 13745.
Menntamálaráðuneytið.