Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Þjóðviljinn - 10.09.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.09.1975, Blaðsíða 12
E JOÐVIUINN Miðvikudagur 10. september 1975. Lítið miðar í launajafnréttí Nýlega var gerð i Bretlandi könnun á þvi hvernig samanlögð- um þjóðarauði Bretaveldis er skipt milli þegnanna. Siðast var sams konar könnun gerð árið 1911 og sýndi hún að 1% breta „áttu” 69% þjóðarauðsins. 1 nýju könnuninni sem miðuð er við árið 1974 kemur i ljós að hlut- ur þessa eina hundraðshlutar hef- ur skroppið saman og er nú 24%. Hins vegar benda könnuðirnir á að 5% þjóðarinnar geti gert kröfu til helmings þjóðarauðsins og að engin umtalsverð breyting i átt til réttlátari auðskiptingar hafi átt sér stað siðastliðin fimmtán ár. Tœkniskóladeilan: SÆTTIR Saettir tókust i deilu kennara við Tækniskólann og Launa- deildar fjármálaráðuneytisins um kl. 11 i gærkveldi, rétt áður en blaðið fór í prentun. Fundur með deiluaðilum hafði þá staðið allan daginn með smá hiéum. Samkomulagið verður kunngert á morgun i heild, en eins og ávallt i kjarasamning- um, munu báðir aðiijar hafa slegið nokkuð af kröfum sin- um. Kennsla hefst þvi væntan- iega við tækniskólann i fyrra- málið. Ennþá undansláttur I landhelgismálinu Borgarráðsmenn Sjálfstœðis - flokksins vilja þjónusta v-þjóðverja. Framsókn fylgir eftir Borgarráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins neituðu i gær að taka til afgreiðsiu tillögu frá Sigurjóni Péturssyni þar sem hann lagði til að „eftiriitsskipum” veiðiþjófa innan isienskrar fiskveiðilögsögu verði ekki veitt þjónustu i Reykjavikurhöfn, og báru fyrir sig, að sllkt gæti torveldað samn- inga við veiðiþjófana. Tillaga sú, sem Sigurjón flutti á borgarráðsfundi i gær var svo- hljóðandi: „Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkir að eftirleiðis verði „eftir- litsskipum” þeirra þjóða, er ekki viðurkenna landhelgi Islands og fremja siendurtekin landheigis- brot ekki veitt önnur þjónusta i Reykjavikurhöfn en sú að setja þar á land sjúka og slasaða menn. Jafnframt skorar borgarráð á önnur sveitarfélög að gera sams konar ráðstafanir.” Þessari tillögu Sigurjóns svör- uðu borgarráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins með svohljóðandi til- lögu: „Vegna framkominnar tillögu borgarfulltrúa, Sigurjóns Péturs- sonar, er varðar aðgerðir gegn deiluaðiljum i landhelgismálinu telur borgarráð ekki tlmabært að gera nokkrar samþykktir er tor- veldað geti islenskum stjórnvöld- um eða samninganefndum störf, er miða að þvi að farsælt sam- komulag takist og samþykkir þvi að fresta atkvæðagreiðsiu um tii- lögu Sigurjóns Péturssonar.” Tillaga sjálfstæðismanna var siðan samþykkt með 3 atkvæðum gegn einu, en fulltrúi Framsókn- arflokksins i borgarráði sat hjá. Sigurjón Pétursson lét þá gera svofellda bókun: „bað er upplýst m.a. af starfs- mönnum landhelgisgæslunnar, að „eftirlitsskip” v-þjóðverja hér Sigurjón Pétursson við land eru einvörðungu til þess að njósna um ferðir islenskra varðskipa og gefa landhelgis- brjótum upplýsingar um ferðir þeirra. íslensk stjórnvöld hafa um langt skeið vitað um þessa iðju „eftirlitsskipanna”. Þrátt fyrir þessa vitneskju hafa engin viðbrögð komið fram hjá rikis- stjórninni til að stemma stigu við þessu háttarlagi. Ég tel þvi, að byggðarlögin i landinu verði sjálf að gripa til allra þeirra ráðstaf- ana, sem þau megna, til að tor- velda v-þjóðverjum veiðiþjófn- aðinn, þar sem engrar forystu virðist að vænta frá ríkisstjórn- inni i þeim efnum.” Af þessum viðbrögðum borgar- stjórnarihaldsins má ljóst vera, að sjálfstæðismenn eru enn á þeim buxUnum að semja við vini sina og Nató-samherja um veiðar innan fiskveiðimarkanna hér við land og styggja þá i engu, þrátt fyrir það, að þessir „vinir” beita islendinga viðskiptaþvingunum og sýna þeim dólgshátt á miðun- um við landið. Þar sem Fram- sókn hreyfði engum mótmælum i borgarráði er eðlilegt að álykta að borgarfulltrúar hennar séu sama sinnis og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. —úþ. Skólasamstaða um Tœkniskóladeiluna 1 gær barst blaðinu svofelld til- kynning, sem Stúdentaráð Há- skóla tslands sendi fjármála- ráðuneytinu, nemendum Tækni- skólans og fjölmiðlum: „Á fundi sinum 8. september gerði stjórn Stúdentaráðs eftir- farandi ályktun: „Stjórn S.H.l. lýsir yfir stuðn- ingi við þá kröfu nemenda Tækni- skólans að þegar i stað verði leyst deila Tækniskólakennara við stjórnvöld. Átelur stjórnin harð- lega það andvaraleysi stjórn- valda að leysa ekki deiluna en láta það dragast dögum saman að kennsla geti hafist. Getur þessi framkoma haft hinar alvarleg- ustu afleiðingar fyrir framtið skólans”.” Þá barst svofelld tilkynning frá Skólafélagi Kennaraháskóla ts- lands: „Tækniskóli tslands er lokaður. Liðin er hálf önnur vika frá þvi hann átti að taka til starfa. Astæðan er sú, að kennarar skól ans geta ekki lengur sætt sig við hægfara afgreiðslu mála i hæg- fara skrifstofubákni islenskra ráðuneyta. Hinn 8. sept. 1975 samþykktu nemendur tækniskólans yfirlýs- ingu þar sem menntamálaráðu- neytið er harðlega átalið fyrir slæleg vinnubrögð. Stúdentar Kennaraháskóla tslands, þolend- ur sömu vinnubragða sama ráðu- neytis, lýsa yfir fullum stuðningi við aðgerðir tækniskólanemenda i deilu þessari og krefjast þess að undinn verði að þvi bráður bugur að leysa hana nú þegar, svo að Tækniskóli tslands geti tekið til starfa.” Þegar Þjóðviljinn frétti síðast i gær hafði nokkur hreyfing komist á málin, en þó ekki vitað til hver árangur yrði. —úþ Gœslumenn vilja Fokkerinn Fundur starfsmanna Land- helgisgæslunnar, haldinn um borð í varðskipinu TÝ þ. 8. sept. 1975, lýsir fullum stuðningi við á- kvörðun rikisstjórnarinnar, um kaup á nýrri og velbúinni Fokker flugvél fyrir Landhelgisgæsluna. Bjarni Helgason skiph., Björn Jónsson flugstj., Guðjón Jónsson flugstj., Guðmundur Kjærnested skiph., Gunnar H. Ólafsson skiph., Helgi Hallvarðsson skiph., Höskuldur Skarphéðinsson skiph., Kristinn Arnason stýrim., Ólafur V. Sigurðsson stýrim., Páll Halldórsson, flug- stj., Sigurður Árnason skiph., Tómas Helgason flugm., Torfi Guðbjartsson yfir-flugvélavirki, Þórhallur Karlsson flugm., Þröstur Sigtryggsson skiph., Ævar Björnsson flugvélavirki. Saksóknari ríkisins um Armannsfellsmálið: Ekki grundvöllur fyrir dómsrannsókn Tveir gítarar og „ráptuðra ” reyndist ónógur útbúnaður á íslensku heiðarnar Tveir gítárar eru iítiö veganesti í gönguferð í slæmu veðri yfir íslensku heiðarnar. Ein lítil „ráp- taska'' i viðbótgerir meira að segja lítið annað en að þvælast fyrir og því fór illa fyrir íslensku stúlkun- um tveimur sem lögðu með þennan útbúnað í putta- ferðalagið (safjörður — Reykjavík — Akureyri — Isafjörður. Stúlkurnar gáfust upp á Dynjandisheiði og voru sóttar þangað af lögreglunni á Patreks- firöi. Þær höfðu þá látiö fyrirber- ast i skýli Slysavarnarfélags Is- lands um stund en hafði ekki tek- ist að kveikja upp I gasofni sem þar var. Var farið að draga nokk- uð af stúlkunum vegna kuldans enda skjólfatnaður þeirra bág- borinn. Atburður þessi átti sér stað sl. sunnudag og islensku heiðarnar orðnar nokkuð kaldar. Stúlkurnar voru fluttar á sjúkrahús en sáust siðan sitjandi á götukanti á Pat- reksfirði daginn eftir hinar hress-. ustu. Ekki er þó vitað hvort þær »hyggjast ótrauðar halda áfram með gitara sina til Reykjavikur og Akureyrar á tveimur jafnfljót- um og fögrum þumalfingrum. -gsp „Það hafa engin formleg til- mæli borist hingað um dómsrann- sókn i Ármannsfellsmálinu”, sagði Þórður Björnsson, rikissak- sóknari I gær. „Það er ákaflega fátitt að blaðaskrif leiði tii opin- berrar rannsóknar. Saksóknari hefur heimild til þess að hlutast til um að dómsrannsókn sé gerð, en venjulega er það ekki gert nema tilmæli eða krafa komi um það frá einhverjum aðila. 1 þessu tilviki hefði embættið gert sinar ráðstafanir ef krafa um dóms- rannsókn hefði komið frá ein- hverjum borgarráðsmanni. For- dæmi er fyrir þvi i Áhaidahúss- málinu, þar sem bæði meiri- og minnihluti borgarráðs óskaði eft- ir dómsrannsókn.” — En nú hefur þvi ekki verið visað á bug opinberlega af hálfu Sjálfstæðisflokksins að Ármanns- fell hafi lagt fé i Sjálfstæðishúsið Verð á fiskblokk til USA lækkar á meðan aðrar þarlendar matvörur hœkka stórlega Að sögn Sigurðar Markússonar hjá Sambandi islenskra sam- vinnufélaga hefur verðið á fisk- blokkinni dottið niður i 56 cent úr 58 centum frá þvi fyrr i sumar. Aðrar tegundir hafa hækkað og lækkað eftir þvi sem stöðugar verðbreytingar hafa ákveðið og sagði Sigurður að i heildina væri trúlega ekki um lækkun að ræða nema eingöngu á þorskblokkinni. Verð á henni er mælt i enskum pundum. Sigurður sagði lækkunina ó- verulega og að litil ástæða væri til megnrar óánægju. Hinu væri þó ekki að neita að lækkun hefði átt sér stað og að sjálfsögðu væri sliku ekki tekið neitt himinlifandL -gsp gegn loforði um lóð? „Davið Oddsson hefur ekki vilj- að staðfesta þau ummæli sem höfð eru eftir honum i Alþýðu- blaðinu, en aðeins sagt að þau séu röng i veigamiklum atriðum. Og það er afskaplega vafasamt að saksóknari geti hafist handa á grundvelli óstaðfestra sögusagna um atburði á lokuðum fundi stjórnmálaflokks.” Blaða- burður Blaðberar óskast I eftirtalin hverfi i vetur: Seltjarnarnes Kaplaskjólsveg Akurgerði Ljósheima Álfheima Bólstaðarhlíð og Lönguhlíð Vinsamlega hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans, Skólavörðustig 19 — Simi 17500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 204. tölublað (10.09.1975)
https://timarit.is/issue/221428

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

204. tölublað (10.09.1975)

Aðgerðir: