Þjóðviljinn - 28.09.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.09.1975, Blaðsíða 11
10 SÍÐA — ÞJóÐVILJINN Sunnudagur 28. september 1975 Sunnudagur 28. september 1975 ÞJÓÐVr . s — SÍDA 11 MÖRG TÆKIFÆRI í IÐNAÐAR- FRAMLEIÐSLU ÚR GOSEFNUM NÝIÐNAÐARTÆKIFÆRI ÍSLENDINGA ERU MARGVÍSLEG Milliveggjaeinangrun úr gifsperlusteini Fyrir nokkru hafði blaðið viðtal við Hörð Jónsson verkfræðing hjá Iðnþróunarstofnun tslands, bæði vegna álits iðnþróunarnefndar sem kom út fyrr i sumar, svo og vegna þess að Hörður er formaður gosefnanefndar, en sú nefnd hefur látið fara frá sér álitsgerð varðandi vinnslu úr gosefnum. En þar i er framleiðsla á perlusteini, en tilraunaframleiðsla á honum er nú að komast á lokastig hjá Sementsverk- smiðjunni á Akranesi. Við spurðum Hörð fyrst um möguleikana á iðnað- arframleiðslu úr gosefnum: — Eölilegast er þá að byrja að ræða um perlusteininn. Þá er rétt að nefna að perlusteinsverkefni er hluti af stærra verkefni, sem er gosefni, eða basalt, vikur og perlusteinn. Það sem er ef til vill óvenjulegt við vinnutilhögun hjá okkur er að við höfum skipt verk- efninu niður á nokkra sjálfstæða vinnuhópa, þannig að það eru hópar einstaklinga sem hafa það á sinni verkefnaskrá að kanna á- kveðna afmarkaða þætti i heild- arverkefninu og byggjum við þannig i félagi heildarmyndina. Það sem nú ber hæst i þessum at- hugunum okkar er tilraunafram- leiðsla á perlusteini hjá Sements- verksmiðjunni á Akranesi. Þess- ari tilraunaframleiðslu er skipt i tvö aðalstig. Fyrsta stigið er möl- un, þurrkun og sigtun og þar er þá hugmyndin að fá efni til tilrauna fyrir okkur sjálfa og til að kanna erlenda markaði. Annar liðurinn i þessari til- raunaframleiðslu er þensla, þ.e. perlusteinninn er hitaður upp i 900 gr. C og þenst hann þá út. Fyrir er rúmþyngdin um 1 g/cm3, en eftir þenslu 0,05—0,lg/cm3. Tilgangurinn er að fá efni til tilrauna og til þess að kanna innlendan markað. Kostn- aðurinn við þessa tilraunafram- leiðslu er eitthvað um 25 miljónir króna og til þessa hefur fengist stutt lán hjá Iðnrekstrarsjóði. Við gerum ráð fyrir að þessi tilrauna- framleiðsla muni fara af stað i okt. og nóv. — En hvernig er með mögu leika á sölu á perlusteini? — Við teljum að perlusteins- vinnsla hafi mikla möguleika, það hefur komið fjöldi fyrir- in vera eitthvað I kringum 24 þús- und tonn á ári. Þá má nefna að verið er að athuga hvort ekki sé hægt að nýta steinullina til plötu- gerðar ýmis konar þar sem bindi- efnið væri t.d. sement. Gefi þessar athuganir jákvæða niðurstöðu er hugsanlegt að hér sé hagkvæmt að reisa steinullar- verksmiðju. — Hvað með önnur nýiðnaðar tækifæri, hefur eitthvað verið at hugað á þeim sviðum? Ef rætt er um iðnaðartækifæri almennt, þá er rétt að hugleiða fyrst hvernig fara á að þvi að Blásturstæki fyrir steinull. koma af stað nýiðnaði i íslensku hagkerfi. Þá erum við okkur þess vel miðvitandi að tengja þarf helst á könnunarstigi þekkingu á framleiðslu og mörkuðum, fjár- magni, áhuga og þori á fram- kvæmd iðnaðartækifæris. Þekking á ýmsum iðnaðar- möguleikum i gosefnaiðnaði er að myndast hér. Fjármagn er til i opinberum sjóðum, en þor og áhuga er helst aö finna hjá ein- staklingum. Nefna má I þessu sambandi að mörg iðnaðartæki- færi eru smá I eðli sinu og stærðarhagkvæmni ekki alltaf raunveruleg. Undanfarin ár hafa fjölmargir stóriðnaðardraumar svifið yfir vötnum, en æskilegt væri að minni iðnaðarfyrirtæki væru einnig skoðuð, það er að segja iðnaðartækifæri er mundu I stofn- kostnaði nema svo sem einum skuttogara, en leysa þarf þá meðal annars fjármögnun slikra iðnaðartækifæra þannig að for- sendan sé ekki alltaf að rikisvald- ið, t.d. i samvinnu við erlenda að- ila, verði eini raunverulegi hlut- hafinn. spurna erlendis frá um kaup á flokkuðum perlusteini, þ.e. möl- uðum, þurrkuðum og sigtuðum perlusteini og er það út af fyrir sig mjög ánægjulegt, en þó er enn þá ánægjulegra að reyna að stuðla að iðnaðarframleiðslu hér heima. Þar höfum við fjöldann allan af möguleikum. Það sem væri ein- faldast að gera er að selja þaninn perlustein til byggingariðnaðar- ins bæði I pússningu og sem ein- angrun, þ.e. hitaeinangrun. Einnig í beinu framhaldi af þessu þá er farið að vinna að athugun á framleiðslu á milliveggjaeining- um úr gipsi og perlusteini, sem yrðu þá í ákveðnum einingastærð- um. Þetta virðist álitlegt og ætti að vera nokkuð stór markaður fyrir slikar plötur hér á landi og hafa tvö fyrirtæki sýnt áhuga á að fara út i þessa framleiðslu. Fleiri möguleika varðandi perlustein er verið að skoða eins og t.d. sýjuperlustein. Fengist hefur sérstakur styrkur frá SÞ til að vinna að þvi verkefni. Hörður Jónsson verkfræðingur Sýjuperlusteinn er framleiddur með mölun á þöndum perlusteini. en fyrir hann þannig unninn fæst hliðstætt verð og fyrir kisilgúrinn eða um 250 $ fyrir tonnið cif. i Evrópu. Sú einingastærð sem verið er að tala um hér til fram- leiðslu á sýjuperlusteini er frem- ur litil eða um 3000 tonn á ári en ætti engu siður að geta gengið. — Hvernig er mcð framlciösh úr öðrum gosefnum, hefur eitt hvað verið hugieitt i þeim efnum: — Já, það sem einnig er verið að hugleiða i sambandi við fram- leiðslu úr gosefnum er fram- leiðsla á ýmiss konar trefjum úr basalti. Við flytjum inn um 500 tonn af plasti til framleiðslu á frauði og steinull og glerull er einnig flutt inn i vaxandi mæli. Það ættu ekki að vera neinir tæknilegir örðug- leikar á að framleiða hér á landi steinull úr islensku hráefni, þ.e. basalti. Nú er það að 'visu svo að 500 tonnum af frauðplasti samsvara um 5000 tonn af steinull, en minnsta hagkvæma framleiöslu- einingin á steinull erlendis er tal- Sitt úr hverri áttinni Finnar eru lestrarhestar t Nordisk kulturtidskrift rekumst við á tölur um bóka- útgáfu í Finnlandi, sem eru reyndar ekki alveg nýjar, en gefa engu að siður glögga mynd af vissri þróun. í fyrsta lagi er ljóst, að finnar eru lesglaðir menn. Þeir gefa útnæstum því helmingi fleiri bækur (miðað við íbúafjölda) en gengur og geristi Evrdpu. Fjöldi bókatitla hefur rúmlega tvö- faldast á tuttugu árum. Arið 1950 seldust I landinu 4,9 miljónir bóka, en 13,6 miljónir árið 1970. En hlutfallið i bókaútgáfunni hefur breyst verulega. Hlutur kennslubóka fer sivaxandi i heildarframleiðslu á bókum, fræðibækur halda velli, en hlutur fagurbókmennta og barnabóka fer minnkandi. Hér skulu sýnd dæmi. 1945 1960 1970 Kennslubækur 18% 37% 52% Fræðslubækur 22% 37% 23% Fagurbókmenntir 38% 29% 19% Barna- ogunglingab. 22% 12% 6% Arið 1972 komu út á finnsku 355 frumsamdarbækursem teljast til fagurbókmennta og 47 á sænsku. A finnsku voru þýddar á árinu 539 bækur úr ensku, 137 úr sænsku, 60 úr frönsku, 59 úr þýsku, 50 úr dönsku og 27 úr rússnesku. Erfiðleikar í íþróttum Bandarikjamaðurinn Joseph McKellar hefur gert sitt besta til að setja nýtt heimsmet. Hann spýtti út úr sér melónukjarna 11,06 metra. Þvi miður er ekki liklegt að þetta met fái verðugan sess i heimsmetabók Guinness, sem fjallar mörgum öðrum bók- um betur um mannlega hégóma- dýrð. Astæðan er sú, að lands- samband melónuframleiðenda, sem sótti um staðfestingu á met- inu i auglýsingaskyni fyrir fram- leiðslu sina, hafði ekki gengið úr slcugga um það, hvort McKellar hefði spýtt á móti vindi eða undan vindi, og þá hve sterkur þessi vindur var. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI TÓKSAMAN: Skipamál Stakanhöfði og Vinagautur I Flóamanna sögu er frá þvi greint að maður nokkur heyrði á tal tveggja skipa er hétu Stakanhöfði og Vinagautur. Stakanhöfði mælti: „Veistu það, Vinagautur, að Þorgils skal eiga okkur?” „Veit ég það,” svaraði Vinagautur, „og þykir mér það vel.”—-Þetta gekk eftir, að Þor- gils örrabeinsfóstri eignaðist bæði skipin, Stakanhöfða og Vinagaut. Vitund og viðbrögð skipa Þeirri trú bregður viða fyrir, enda er hún vafalaust forn, að skip hafi nokkurskonar vitund, og benda til þess hin ýmsu viti og varúðir sem tengd eru skipum, að i umgengni við þau sé margs að gæta; auðvelt sé að misbjóða þeim, og aðgát i nær- veru sálar sé þar brýn engu siður en I samskiptum manna. Ólafsson á Meðalfelli; „var það hið þægasta skip og hægasta: Þegar hann hafði lokið við það, sagði hann: „Það verður mönn- unum að kenna ef þetta skip ferst á sjó, og þó mun það farast.” Einn dag átti að fara með flutning á þvi suður i Reykjavik; en þá varð þvi með engu móti ýtt fyrr en mann- söfnuður var gerður að þvi. Gekk það þá seinast svo hart fram að varla varð stöðvað. Var svo farið á stað með farminn, en aldrei spurðist til þess skips siðan”. Illugi var mjög efnis- vandur að skipasmiðum sinum, og lúta að þvi eftirfarandi sagnir: „Einu sinni kom hann þar að sem menn voru að smiða skip. Þá sagði hann: „Ekki eruð þið efnisvandir að hafa vindeik i skipið.” Þeir gáfu þvi engan gaum. Það skip fauk og brotnaði i spón. Einu sinni sem oftar var hann fenginn til að smiða skip, og þegar honum var fengið kjalarefnið, sagöi hann: „Þetta „höfum við nú verið saman þrjátiu ár og erum við orðin gömul, en ef annað ferst þá skulum við farast bæði.” „Það mun þó ekki verða. Gott veður er i kvöld, en annað veður mun verða á morgun, og mun enginn róa nema formaður þinn, en ég mun eftir verða og öll skip önnur. En þú munt fara og aldrei aftur koma; munum við eigi standa hér saman oftar.” „Það skal ekki verða og mun ég ekki fram ganga.” „Þú munt þó verða að ganga fram, og er þessi nótt hin siðasta sem við verðum saman.” „Aldrei skal ég fram ganga ef þú ferð ekki.” „Það mun þó verða”. „Ekki nema andskotinn sjálfur komi til.” Eftir þetta töluðu skipin svo hljótt að heyrandinn i holtinu nær heyrði ekki hljóð- skraf þeirra. Morguninn eftir var veður iskyggilegt mjög og sýndist engum ráð að róa nema einum formanni og skipshöfn hans. Gengu þeir til sjóar og margir fleiri sem ekki varð ur að réru. „Skinnklæðið ykkur i Jesú nafni,” segir formaður sem titt er. Þeir gjöra svo. „Setjum fram skipið i Jesú nafni,” segir formaður eins og vant var. Þeir Ef steini er kastað yfir skip þegar það leggur frá landi, ferst það og kemur ekki að aftur. Ef bent er á skip á sjó eða þau eru talin, þá farast þau, og fleira mætti nefna. Gamlir formenn virðast margir hverjir hafa umgengist skip sin af nærgætni og alúð, sem væru þau vitundarverur, og mun raunar stutt i þaö hjá hverjum þeim sem lengi hefur haft sama hlutinn með höndum i lifandi tengslum við önn dagsins, honum verður hlut- urinn kær vegna nytsemi hans og notagildis, samfara vana- festu og tryggð. Illugi smiður Islenskar þjóðsögur kunna sitt af hverju um viðbrögð skipa. Sagt er um Illuga smið i Skálholti aö hann hafi sagt fyrir um hvert það skip er hann smið- aði fyrir Magnús lögmann er blóðeik; ég vii ekki smíöa skip úr þvi tré.” Þessu var ekki sinnt og varð hann að brúka tréð. Þá sagði hann: „Þetta skip verður manndrápsbolli, en við þvi skal ég gera að aldrei skal það af kjölnum fara.” Það skip klofnaði á sjó." Skipamál I safni Jóns Árnasonar er eftirfarandi saga um skipamál: „Stundum heyrist marra i skipum þó logn sé og þau standi i naustum. Það er mál skipanna, sem fáum er gefið að skilja. Einu sinni var maður sem skildi skipamál. Hann kom að sjó þar sem tvö skip stóðu, og heyrir hann að annað skipið segir: „Lengi höfum við nú saman verið, en á morgun verðum við að skilja.”' „Það skal aldrei verða að við skiljum,” sagði hitt skipið , taka til, en skipið gekk ekki fram. Heitir þá formaður á sjómenn aðra sem þar voru staddir að duga þeim, en það kom fyrir ekki. Þá heitir hann á alla sem við voru að setja fram skipið, og gekk þá maður undir manns hönd, og kallar nú formaður: „Setjum fram skipið” með sama formála sem áður. En skipið gekk ekki að heldur. Þá kallar formaður hátt: „Setjið fram skipið i and- skotans nafni.” Hljóp þá skipið fram, og svo hart að ekki varð við ráðið og á sjó út. Höfðu skip- haldsmenn nóg að vinna; siðan var róið, en ekki hefur sést til þess skips siðan og ekki spurst til nokkurs sem á þvi var.” A öðrum stað er saga þessi tengd við tólfæringana Skútu og Mókoll, sem sagt er að lengi hafi fylgt Strönd og Selvogi. (Flóamannasaga, Þjóðs. Jóns Arnasonar o.fl.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.