Þjóðviljinn - 28.09.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.09.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 28. september 1975 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 13 Æran varin í þjón- ustu bandaríkjahers Um liðþjálfann Matlovich og það sem kom fyrir hann eftir að hann fékk purpuraorðuna heiöarleikanum sem honum sem hermanni bar að ástunda. Þess vegna sagði hann yfirmönnum sinum frá þvi hvernig komið væri fyrir sér i bréfi 6. mars sl. Hann kvaðst að vísu þekkja ákvæðin um bann við kynvillu innan hersins en eigi að siður vildi hann þjóna honum áfram. Hann gleymdi ekki að geta um verð- leika sina og hann hefði fengið purpuraorðuna fyrir frammi- stöðu sina i Vietnam (reyndar vegna sára sem hann fékk þegar honum varð það á að stiga á jarð- sprengju i Danang). En herinn — bandariski herinn — þolir ekki ærulausan mann i sinni þjónustuogeftir 10 vikna bið fékk Matlovich bréf frá Ritchie yfirmanni hans við Langley-flug- stöðina i Hampton þar sem hon- um var tilkynnt að honum yrði sagt upp i herþjónustunni „á al- mennum forsendum” sem þýðir að neitað er um heiðursvott. Ekki ölóður Matlovich berst nú vonlitilli baráttu fyrir hermannsæru sinni. Hann ætlar að mótmæla uppsögn- inni og láta málið ganga til liðs- foringjaréttar og ef með þarf upp allan gráðustigann innan hersins. Siðan hefur hann borgaralegu dómstólana i bakhéndinni og sjálfan hæstarétt að lokum. En mál hans má heita vonlitið. Til lítils vitna leiðtogar mannrétt- indahreyfingar kynvilltra i stjórnarskrárbundin réttindi til einkalifs og jafnréttis fyrir lögun- um. Á móti eru skýr ákvæði i reglum hersins um bann við kyn- villu. Hún er þar brottrekstrarsök ogeru fáar undantekningar leyfð- ar. Mildandi ástæður þykja þó ef viðkomandi hefur framið kynvillu sina i ölæði eða ef hann er foreldri og nálægt efri mörkum þjónustu- aldurs. Vitnisburður frökenar Fröken Jeanne Holm majór, starfsmannastjóri flughersins, hefur gefið út yfirlýsingu um málið, og segir að ekki sé unnt að líða kynvillu hjá hernum þar eð honum er trúað fyrir ungum sveinum, en það mundu foreldrar veigra sér við að gera ef vitað væri um kynvillu i herbúðunum. „Enda er kynvilla ekki viður- kennd i menningu þjóðarinnar,” sagði frökenin. Lifemi i Norfolk Mál þetta hefur vakið mikla at- hygli i Bandarikjunum og er á forsiðum blaðanna, m.a. hjá Herald Tribune, sem þessi frá- sögn er byggð á. Bent er á að lik- iega séu eins margir kynvillingar I þjónustu hersins að tiltölu eins og almennt úti i þjóðlifinu. Og þeir virðast vera hundruðum saman i Hampton þar sem Matlo- vich þjónar. Blaðamenn upplýsa að Matlovich léggi oft leiðir sinar um helgar á stóran dansstað i Norfiolk (þar er einmitt yfirflota- foringi NATOs staðsettur — Þ). Staðurinn er einokaður af homm- um og „eina nóttina gengum við á gestina og hver af öðrum kváðust þeir vera i þjónustu hersins, bæði karlar og konur”. hj— „Æran ofar öllu” gætu verið einkunnarorð bandariska hers- ins. Hvað sem gert er skal það gert á heiðarlegan hátt, það er aö segja: ef ekki beinlinis eftir skip- un, þá á venjubundinn hátt. Þvi aðeins er verknaðurinn æru- verður, hver sem hann er. Æruverð umbun Þetta hefur vesalings liðþjálf- inn Matlovich sannarlega fengið að reyna. Hann er búinn að vera i flughemum i 12 ár og allt var i góöu gengi þangað til veikleiki hans kom i ljós. Matlovich var framan af ærukær og marksæk- inn og sem slikur sótti hann um að komast til Vietnams og fékk það. Þar fékk hann að.sk jóta litla gula djöfla og var hrósað fyrir. Hann fékk að fljúga með eiturgas yfir frumskóginn og dreifa þvi svo að gróðurinn visnaði og skýldi ekki lengur óvinunum. Hvað gerði það til, þó að það eyðilegðust akrar og garðlönd um leiö? Matlovich fékk lika að fara i spennandi leiðangra með sprengiefni og skyldi sprengja upp hús, vegi, brýr og jafnvel sliflugarða. Um kvöldið var komið með sérstaklega sætar litlar stelpur i parti til þeirra á- hafnarfélaganna og þeir máttu gera hvað sem var við þær. t launaskyni. A fridögum mátti hann standa við barinn allan dag- inn ef honum bauð svo við að horfa. Hann var frjáls maður og mátti veita sér allar nautnir — og þó! Föðurlandsvinur Allt frá æsku hafði Matlovich fundið hjá sér undarlegar til- hneigingar sem hann vissi að ekki voru litnar hýru auga hjá yfir- mönnunum. Honum geðjaðist að strákum. Hann hafði haldið að hann værikominnyfirþetta. Ekki sist eftir vietnamæfintýrið. En það blossaði upp i honum aftur þegar hann var kominn heim og tekinn að fást við kynþáttavanda- mál i Florida á vegum hersins. Þegar hann var unglingur hafði hann verið allur á bandi þeirra hvitu i kynþáttamálunum og brennandi löngunin að „gera nú eitthvað fyrir Ameríku” dreif hann svo i herinn. En smám sam- an fór heimurinn að breytast fyrir honum. Kannske voru það þessir litlu gulu djöflar i Asiu sem hann átti ýmist að skjóta eða elska — á löglegan hátt? Og það varð lika breyting gagnvart þeim svörtu. Við eitt verkefnið var það svartur maður sem hann varð að taka við skipunum frá ,,og svo fór þetta að hrynja hvað af öðru”, að þvi er hann sjálfur segir. Lifsfyllmgin Svo var það i Florida að hann fór á fjörugan skemmtistað „þar sem ég hitti bankastjóra, bensin- afgreiðslumann og fleiri gæja sem allir voru hommar”. Matlovich fór að hugsa. Sjálfur hafði hann verið settur i það verk- efni að halda eins konar skóla gegn mismunun i kynþáttamál- um. En voru hommarnir ekki annar hópur sem varð fyrir mis- munun? Hann fór að segja hinum nýju vinum sinum utan hersins frá hneigðum sinum og tók siðan að stunda kynvillu sér til mikillar lifsfyllingar. Almennar forsendur En Matlovich gleymdi ekki Lágu haustfargjöldin okkar lengja sumaríð hjá þér 30% lækkun á fargjöldum býöur upp ásumarauka fyrir okkartil Evrópu á tímabilinu þig í stórborgum Evrópu. 15. september til 31.október, ^iJCf£lac LOFTLEIDIR ISLANDS Félög með eigin skrifstofur í 30 stórborgum erlendis

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.