Þjóðviljinn - 28.09.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.09.1975, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. september 1975 Lars Gustafsson og Jan Myrdal: Dæmi um aö menn sýni sjónarmibum hvors annars heiöarlega forvitni. Rabb, mest um eina kappræöu Fita og forseta- skyttirí Hvað er til bragðs að taka á bliðum haustdegi? Spiegel skýrir frá þvi, að þegar þjóöverjar snúa aftur heim úr sumarleyfum i sólarlöndum, þá hafi þeir fitnað samtals um 17 þúsund smálestir. Hér mætti á eftir koma long skýrsla um megrunaræði hins efnaða hluta heimsins og enda á staðhæf ingu um að syndarhugtakið hafi i velmegunarþjóðfélagi verið að færast af kynlifinu yfir á átið. Sektarvitund og samviskubit fylgir ekki því sem gerist i rúrn^ inu heldur frammistöðu við mat- arborðið. Og baðvigtin er orðin skriftafaðir mannfólksins: á morgnana stiga menn á hann og segja með sjálfum sér: Faðir, ég hefi étið.. Og þá berst skothvellur vesian frá San Francisco. Kvenmaður ,, i rúllukragapeysu, siðbuxum og brúnum kúrekastigvélum” skaut á Ford forseta og Visir spyr í for- undran: „Hvers vegna hún hæfði ekki forsetann vita menn ekki. Færið var þó ekki nema þrettán metrar”. Blaðinu finnst bersýni- lega miður, að fréttin skyldi ekki verða enn hrikalegri en raun varð á. Og samkvæmt lögmáli um fréttaflutning, sem Einar Már rakti hér i Þjóðviljanum fyrr i vikunni, er strax haft hátt um að tilræðiskonan hafi „komið við sögu i uppþotum róttækra” (i út- varpi slæddist það reyndar inn að frúin hefði eitthvað verið á snær- um alrikislögreglunnar FBI um tima, en vonandi fyrnist fljótt yfir slikan ósóma). Reyndar er einnig búið að tengja þessa konu við blaðakóngsdótturina Patty Hearst og þá virðist liggja beint við að panta handa þeim báðum islenskan miðilsfund til að hrekja frá þeim ill öfl — eins og þegar hefur verið gert fyrir Patty Hearst (sbr. Velvakanda þennan sama dag, þriðjudag). Herra minn sæll og trúr. Nema hvað: kannski er þá óhjákvæmilegt, að forsetar og forsetaefni verði fyrir byssukúl- um: bandariskt þjóðfélag er mettað af byssum, byssum sem virðulegri og rökréttri röksemd i veruleika á tjaldinu, sem allir horfa á fjórar stundir á dag. Byssur þegja ekki við þessar að- stæður. Þær gelta. ónauðsynleg samtíð En einhversstaðar utan við þessar glefsur úr fréttum og skrifum vikunnar er að flækjast fyrir umræða um bókartetur sem kom út i Sviþjóð fyrir nokkrum mánuðum. Nú er að segja frá henni áður en það gleymist. Bók þessi er kappræða i formi bréfa milli tveggja sænskra rit- höfunda og kappræðugarpa, hins vfgreifa marxista Jans Myrdals og hins vinstrisinnaða frjáls- hyggjumanns Lars Gustafssons. Bókin heitir „Samtiðin ónauðsyn- lega” (Den onödiga samtiden, PAN, Norstedts). Upphaf kapp- ræðunnar og tilefni er staðhæfing frá Jan Myrdal um að hin ókræsi- lega samtið okkar sé eiginlega ó- nauðsynleg. Hann segir sem svo, að okkar timi, hefjist byltingar- árið 1848, sem hefði getað breytt heiminum. Samkvæmt skilgrein- ingu Karls Marx voru þá þegar allar forsendur fyrir þvi að gerð væri allsherjarbylting sem yrði upphaf stéttlauss samfélags. Að sjálfsögðu má segja sem svo, að það sé fáránlegt að veltá þvi fyrir sér, að ef eitthvað annað hefði gerst en það sem i raun gerðist, þá hefði allt farið á annan veg. En i meðferð þeirra félaga verður þetta efni einkar spenn- andi: Jan Myrdal nemur ekki staðar við það að bylting hafi ver- ið nauðsynleg og möguleg á miðri fyrri öld, heldur hafi þær aðstæð- ur i raun verið fyrir hendi þau 125 ár, sem siðan eru liðin. í þeim skilningi er okkar samtið „ónauð- synleg” — við hefðum fyrir löngu getað verið komin að markinu. Þetta samhengi hjá Myrdal og viðbrögð Lars Gustafsson eru skemmtileg ögrun við alla þá, sem i dag reyna að komast tií botns i stéttasamfélagi okkar tima og velta upp „staðleysu” (útopiu) okkar tima: mögu- leikanum á að skapa þjóðfélag sem ekki er til. Er hægt að notast við hugsanir Marx sem leiðarvisir i dag og þá i hvaða mæli? Mínusar viö Marx Báðir kappræðumenn hafa sinar efasemdir um marxismann eins og hann hefur verið iðkaður, honum beitt. En efasemdir þeirra byggja á mismunandi forsendum. Myrdal er sem gagnsýrður af hugmyndum Marx og rökræðir á hans forsendum. Gustafsson viðurkennir framlag Marx til heimspeki og söguskýringar og styðst við hann i sinum þanka- gangi. En efasemdir hans eru tengdar þvi, hvernig marxisma er beitt i heiminum i dag. Gustafsson telur, að sósialismi sá sem i dag er við lýði hafi ekki breyttstöðu verkamanna i grund- vallaratriðum. Hann telur að sósialisminn hafi orðið einskonar nýr kapitalismi, þar sem sömu framleiðslu afstæðureru i gildi og innan hins gamla — munurinn sé sá, að nú sé það rikið sem tekur til sín virðisaukann fræga, sem verkamenn skapa með vinnu sinni. Hann hafi ekki létt hlut þeirra t.d. með þvi að vinnutim- inn styttist. Sjálfur vill Gustais- son leita skýringa á þessari þróun með þvi, að meta sjálf fram- leiðslu tækin öðruvisi en Marx gerði. Hann heldur fyrir sitt leyti, að það sé i raun ekki hægt að breyta samfélaginu meðan haldið er við sjálfum þeim framleiðslu- ferli i iðnaði sem við nú þekkjum. Gustafsson telur að það séu hin sameiginlegu einkenni háþróaðs iðnvædds samfélags sem haldi verkafólki i stöðu sem breytist litt eða ekki. Rétt kenning Myrdal telur hins vegar ekkert að sjálfum skilningi Marx á þjóð- félaginu: það séu hins vegar hinir ýmsu marxistar, sem hafa teymt 7þróunina og gagnrýnina á kapitalismanum af réttri leið. Og hann bregður upp dæmum af þvi, hvað hefði getað gerst ef að þessi fræðimaður eða foringi hefði haft möguleika á að ráða ferðinni, en ekki hinn. Að dómi Jans Myrdals eru höfuðandstæðingarnir endur- skoðunarsinnar I verklýðsstétt. Með magnaðri beiskju lýsir hann verklýðshreyfingu sem hefur brætt sig saman við embættis- menn og auðhringaséffa, og myndað með þeim þá mafiu, sem sýnir á sér klærnar i málum eins og hinu þekkta IB-máli (ákærur á hendur vinstritimariti, sem hafði komið upp um ljósfælið leyni- þjónustuspilverk i Sviþjóð). Mál- fiutningi Myrdals lýkur með hat- rammri gagnrýni á Sviþjóð sem hákapitalisku ræningjasam- félagi. Þjóölýgi i bréfaskiptum þessum fersvo, að einnig Lars Gustafsson fellst á þá hugsun — eftir nokkurn mót- þróa — að samtiðin sé ekki nauð- GRÆN BYLTING eftir Birgi Svan Fer ennþá huldu höfði án teljandi blóðsúthellinga ganga dagarnir yfir borgarastéttina. Tommi horfir Austurstrætisaugum á sýslan kauphéðna. Visir er fyrstur með engar fréttir af morðsveitum komma. Það ber ekki allt upp á sama dag má lesa úr spánskgrænum augum Jóns Sivertsens. Ármannsfellið vandunnið nema til komi asni klyfjaður gulli. Það kæmi engum á óvart þó að slik bylting æti feitasta barnið sitt. synleg. Allt til 1848, segir hann, gat borgarastéttin talað I nafni alls mannkyns i vigorðunum frelsi, jafnrétti og bærðralag. Eftir 1848 segir hann, er borgara- leg menning ekki lengur fulltrúi mannkyns, en hún kemur fram rétt eins og svo væri. Þar með er hin opinbera lýgi fædd, sem lýst er i sögu Andersens, um nýju föt- in keisarans (og fleiri : bók- menntaleg dæmi eru rakin). Það er, segir hann, lýgi og leyndar- dómur á bak við samfélagið. Bæði Lars Gustafsson og Jan Myrdal láta sér IB-málið verða til dæmis um það, að hætta sé á þvi að hin opinbera lýgi taki völdin I land- inu. Þvi það er mikið djúp stað- fest milli yfirlýstrar hugmynda- fræði samfélagsins og þeirrar hugmyndafræði sem þetta sam- félag i raun hagar sér eftir., og upp kemur eins konar geðklofn- ing. Lars Gustafsson heldur þvi fram, að i Sviþjóð rétt eins og i Bandarikjunum, verði tilfinning- in fyrir „laumustjórn” æ sterk- ari. Við fellum tár yfir illsku heimsins og þrýstum Allende að brjósti okkar, en i reynd erum við hluti af þeirri gráðugu heims- valdastefnu sem myrðir Allende... Kappræður og við sjáeftir Hér hefur aðeins verið drepið á nokkra þætti málflutnings þeirra fél. i einfölduðu formi. Þvi fer fjarri að bókin hafi vakið einróma hrifningu. Olof Lagercrantz kvartaði yfir þvi i sinni gagnrýni, að höfundarnir væru sifellt að auðmýkja lesendur sina með ótimabærum lærdómi og enda- lausum tilvisunum i lesingu sina fremur en veruleikann. Sven Delblanc vill hnykkja á og kallar þá bullukolla sem gangi krafta- verki næst i þvi að vera „óvart spaugilegir”. Torben Broström er aftur á móti hrifinn af þeim „upplýsta krafti”, sem af þessari bók stafar. Hann segir að þessi torlesna bók taki mann sterkum tökum einmitt vegna þeirrar blöndu af lærdómi og ástriðu sem þar sé að finna. Ég vil að lokum vitna til vel við- eigandi klausu sem daninn Broström skrifar um þessa sænsku kappræðu: „Bókin á það skilið að við hér heima þekkjum hana, vegna þess að hún sýnir ekki aðeins möguieikanná kapp- ræðu milli marxista og ekki- marxista sem ekki barasta éta hver úr sínum poka hver á sinu máli, heldur sýnir hún einnig menningarlegt frelsi undan for- dómum og löngun til að hlusta á röksemdir hvers annars án þess að þær séu úr lagi færðar til þess að gera þær tortryggilegar”. Þetta er semsagt vel viðeigandi Karl Marx: — kenningin röng eða rangtúlkuð. klausa: hér er svo sannarlega vikið að hlutum er vanræktir eru hér á isa köldu landi. Við erum eins og allir vita miklir snillingar i þvi að hunsa umræðu um grund- vallaratriði eða láta hana hlaupa i skötuliki jafnskótt og hún er upp tekin. Það þarf að halda friðinn i flokknum, kirkjunni, eða leik- félaginu. Það má ekki styggja Hann sjálfan eða Þá. Það er líka erfitt og timafrekt að standa i svona veseni. Það er bæði auð- veldara og- vinsælla að slá öllu upp i hálfkæring, gifuryrði, yfir- boð i dægurmálum, ósjálfráða skrift sem heldur að hún sé skáldleg, falsanir á skoðunum annarra, klfkupot til að blása út verðleikana, ákall til almennra fordóma, draugagang, austur- lenska visku, opinberunarbók Jó- hannesar öskur og grát. Árni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.