Þjóðviljinn - 28.09.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 28.09.1975, Blaðsíða 20
UOÐVIUINN Sunnudagur 28. september 1975 Hvers vegna sameinast konur? Ástæðurnar eru margar, en hér birtast nokkrar: Hvers vegna sameín- ast konur úr öllum starfsstéttum og öllum stjórnmálaflokkum um „kvennafrí" þann 24. ■ Vegna þess að vanti starfs- mann til illa launaðra og litils- metinna starfa, er auglýst eftir konu. ■ Vegna þess að meðallaun kvenna við verslunar- og skrif- stofustörf eru aðeins 73% af meðallaunum karla við sömu störf. ■ Vegna þess að engin kona á sæti i aðalsamninganefnd Alþýðusambands tslands. ■ Vegna þess að mismunur á meðaltekjum verkakvenna og verkakarla er kr. 30.000 á mánuði. " Vegna þess að bændakonur eru ekki fullgildir aðilar að samtökum stéttar sinnar. ■ Vegna þess að algengt svar er, þegar spurt er um starf konu, sem gegnir húsmóður- starfi, ,,hún gerir ekki neitt, hún er bara heima”. * Vegna þess að til eru menn með ákvörðunarvald um stofn- un dagvistarheimila fyrir börn, sem telja þau aðeins til að auka á leti kvenna. ■ Vegna þess að vinnuframlag bændakvenna i búrekstri er metið til kr. 176.000 á ári. ■ Vegna þess að kynferði umsækjandaræðuroft meiru um stöðuveitingu en menntun og hæfni. . * Vegna þess að fordómar og I sumum tilvikum sjálft mennta- kerfið lokar ýmsum mennta- leiðum fyrir stúlkum. “ Vegna þess að starfsreynsla húsmóður er einskis metin á vinnumarkaðinum. Sameiginleg niðurstaða er sú, að framlag kvenna til sam- félagsins sé litils virt. Sýnum okkur sjálfum og öðr- um, hve mikilvægt framlag okkar er, með þvi að ieggja nið- ur vinnu 24. október. Sameinumst um að gera dag- inn að eftirminniiegum baráttu- og sameiningardegi undir kjör- orði kvennaárs Sameinuðu þjóðanna: ■ JAFNRÉTTI — ■ FRAMÞRÓUN — ■ FRIÐUR. Konur, íhugið stöðu ykkar! Fréttatilkynning um kvenna- fri. Fulltrúar u.þ.b. 50 félaga og samtaka i Reykjavik og ná- grenni stofnuðu þ. 11. sept. s.l. samstarfsnefnd um fram- kvæmd kvennafris þ. 24. okt. nk. á degi Sameinuðu þjóðanna. Að- ild að nefndinni eiga stéttarfé- lög, stjórnmálafélög, kvenfélög og aðrir áhuga- og hagsmuna- hópar kvenna. Þ. 15. sept var siðan stofnuð 10 manna fram- kvæmdanefnd og 5 starfshópar, spm vinna að undirbúningi. Hóparnir eru opnir öllum, sem vilja taka þátt i starfinu, og má tilkynna þátttöku i húsakynnum Kvenréttindafélags tslands að Hallveigarstöðum við Túngötu (efstu hæð), kl. 2—4 og 9—10 sið- degis, til 3. okt. Simi 18156. Kannanir hafa verið gerðar á ýmsum fjölmennum vinnustöð- um, og hefur niðurstaða þeirra verið, að 80—100 prósent kvenn- anna styðja nú þegar þessa að- gerð. Verkalýðshreyfingin hefur veitt málinu sterkan stuðning, t.d. samþykkti stjórn Sóknar einróma, að styðja fram- kvæmdina fjárhagslega og von er á framlögum frá fleiri félög- um. Framkvæmdanefndin mun leita eftir samvinnu við samtök kvenna viðsvegar um land og hafa einstaklingar og félög úti á landi þegar sýnt áhuga á að samstaða náist um allt land.' Áætlað er, að útifundur verði hámark dagskrárinnar i Reykjavik og að opið hús verði á fleiri en einum stað i borginni. Dreifibréf verður sent út til kvenna næstu daga. Framkvæmdanefnd um kvennafri: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Asdis Guðmundsdóttir, Ásthild- ur ólafsdóttir, Björk Thomsen, Elisabet Gunnarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Gerður Stein- þórsdóttir, Margrét Einarsdótt- ir, Stella Stefánsddltir, Valborg RpntsHíSftir Hvérs vegna „kvennafrí”? Hvers vegna sameinast nú yöldi kvenna úr ýmsum ólikum samtökum um að efna til kvennaverkfalls eða „vinnu- fris” kvenn^á degi Sameinuðu þjóðanna, þann 24. október n.k.? Framkvæmdanefndin sem undirbýr „vinnufri” kvenna I haust, hefur sent frá sér frétta- tilkynningu og ‘dreifibréf þar kem ástæður og markmið eru rakin. Þesgi orðsending birtist hérá baksiðu Þjóðviljans í dag, og einnig viðtal við Þuriði Magndsdóttur sem starfað hefur að undirbúningi „kvénna- frisins”. Þuríður.er ekki i fram- ' kvæindanefnd „kvennafrisins” og hún er ekki formælandi allra þeirra kvenna sem að væntan- legri aðgerð standa. Hún talar hér aðeins fyrir sjáifa sig. Að sanna samtakamáttinn Þurlður: Ég lit svo á, að til- gangur verkfallsins eða „kvennafrisins” sé tviþættur. 1 fyrsta lagi að konur sameinist um einhverja þá aðgerð, sem hefur þann tilgang að sýna kon- um sjálfum og einnig öðcum samtakamátt kvenna. Svo fjöl- mennur hópur sem konur á ls- landi eru, hlýtur að hafa mikinn samtakamátt, þ.e.a.s. ef þær sjálfar átta sig á honum. Þá vil ég aö það sjaist, hvað gerist i þjóð'félaginu, þegar kon-* 'ur leggja niður störí. . Hvað álitur þú að gerist? Já — þessa hefur oft' verið spurt. Mér finnst stórkostlegt að fá tækifæri til að sjá þetta — sjá hvað gerist. Telurðu að margar stofnanir lamist? Ef þátttaka verður almenn, sem allt bendir til að verði, K verða ýmsar stofnanir aö loka þelman dag, t.d. bankar, flugfé- lögin, stórir vinnustaðir þar sem konur eru grundvöllur vinnunnar, t.d. saumastofur, frystihús og fleira. Nú hafa sumar húsmæður sagt, að þær geti ekki farið I fri — þær geti ekki hlaupið frá börnunum? Já, og það er ekki hægt að svara fyrir einn eða neinn. Ein- Þuriður Magnúsdóttir. stæðar mæður og eiginkonur sjómanna eiga auövitaö ekki i mörg hús að venda. Ég vona þó aö þær komi á fundinn meö börnin meö sér. En i flestum til- fellum eiga börn heimavinnandi kvenna feður. Mér finnst sjálf- sagt að þessir feöur annist um börnin þeniían eina d§g, taki s‘ér frl úr .vinnu. Ég veit a.m.k. um einn föður, sem ætlar að taka fri úr vinnu og gæta barnanna og heimilisins þennan fridag kón- ’ unnar. Hann hringdi I mig sá góöi maður og sagði að sér fynd- ist sjálfsagt að feður gerðu.þetta — bað raunar um að viö rækjum áróður fyrir þvi að feður stæðu þannig með mæðrum barna þeirra. Hafið þið nokkuð heyrt frá vinnuveitendum — nokkrar hótanir um uþpsagnir? Nei, ejíkert slikt. En þegar*um • þetta var talað I byrjun, þá sagði kona ein, úflend: Þið eigið allar á hættu að vera reknar. Þetta fannst okkur fyndin tilhugsun — að helmingur þjóðarinnar ætlaði sé að reka hinn helminginn. islenskar konur for- dæmi i öðrum löndum Ertu viss um að þátttaka I „kvennafriinu” verði almenn — að aðferðin takist vel? Ég hef þá trú að þátttaka verði almenn. Og ég hef verið bjartsýn frá upphafi. Það hafa verið gerðar nokkrar kannanir á stórum vinnustöðum og þær sýna yfir 90% þátttöku. Hefur aðgerð sem þessi verið gerð I öðru landi? .* •Nei. En norðurlandakonur sem éghef rætt við telja, að tak- ist þetta vel hér, þá sé komið mjog sterkt fordæmi. Ég tel að stona aðgerð hljóti | að háfa vekjandi áhrif á konur, þvi að þegar svona skref hefur einu sinni verið stigið — aðgerð sem stafar af þvi að við erum ekki sáttar við stöðu ‘okkar i þjóðfélaginu — þá hljóti fleiri konur að vakna til umhugsunar. Hvernig munu konur svo verja frideginum? Það er nú ekki endanlega afráðið. Okkur langar til að geta haft „opin hús” viða I bænum þannigaðkonurgetifrá morgni til kvölds komið þar saman og rætt málin.'Svo verður haldinn fundur og sá fundur verður að likindum langur — sennilega útifundur á Lækjartorgi. — GG. o

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.