Þjóðviljinn - 10.10.1975, Síða 2

Þjóðviljinn - 10.10.1975, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. október 1975. Ballerínan Maja Plisetskaja Sjónvarp í kvöld: Maja dansar Sjónvarpiö sýnir i kvöid (föstu- dag) sovéska ballettmynd sem nefnist: „Fölnaðar rósir”. Meö aöaihlutverk fer hin heimskunna iistakona Maja Plisetskaja. Hér fer á eftir kynning á iistakonunni. Plisetskaja er dóttir sviðsleik- konunnar Ra Messerer, er fræg var á þriðja áratugnum, og Mikail Plisetski', stjórnarerind- reka, og hún helgaði lif sitt ballettinum þegar frá barnæsku. Hún þreytti frumraun sína sem ballettdansm ær tveggja ára og átta mánaða á barnaskemmtun. Hún kom mjög snemma fram á sviði Bolsjoileikhússins. 1 mörg- um leiksýningum þess eru dans- ar, sem venjulega eru dansaðir af nemendum ballettskóla rikisins i Moskvu. Er Maja kom fram 13 ára gömul í nýrri útfærslu hins gamla og sigilda balletts „Pakjita” vakti hún aðdáun allra fyrir stökk sin og „split”. Hjá Bolsjoileikhúsinu þreytti hún frumraun sina i „Svanavatn- inu” eftir Tsjaikovski, en ekki i neinu aðalhlutverki, hún var einn af svönunum þremur. Siðar dans- aði hún „tvidans” i fyrsta þætti. Þegar Maja var aðeins i fimmta námsári sinu hjá leikhúsinu dans- aði hún Odette-Odile. Á yfir 30 ára ferli sinum hjá Bolsjoileikhúsinu hefur Maja Plisetskaja alls komið fram i 35 hlutve.rkum. Mörg þeirra hefur hún dansað svo tugum og hundr- uðum skiptir, t.d. hefur hún dans- að yfir 400 sinnum i „Svanavatn- inu”. Leit Plisetskaju að nýjum dansformum kom gleggst fram I „Carmen” sem kúbanski ballett- meistarinn Alberto Alonso færði sérstaklega upp fyrir hana árið 1967. „I þeim dönsum, sem Alonso semur hefur hvað hvaðeina sina merkingu, en hið sama er ekki hægt að segja um neinn annan ballett”, segir Maja Plisetskaja um „Carmen” „1 sigildum ballett eru margir sigildir dansar, sem ekki segja neina sögu, t.d. hinn stórbrotni sigildi dans i „Rajmonda”, tvidansinn i „Don Quixote”, tvidansinn i „Blund- andi fegurð” — allt eru þetta að- eins fallegir dansar. 1 sérhverjum sigildum ballett eru slikir tvi- dansar, utan söguþráðarins, i þvi skyni að dansendur geti sýnt tæknilega snilli sina. En i „Carmen” snýst allt á inntaki verksins.” 1972 þreytti Maja Plisetskaja frumraun sina á nýju sviði, sviði ballettmeistara. Setti hún á svið hjá Bolsjoileikhúsinu ballettinn „Anna Karenina” við tónlist eftir Rodion Stsjedrin. Sjálf fyrirtælunin um að gera ballett eftir sögu Tolstojs vakti mikla umræðu. Er það hægt, er það hyggileg vogun? Saga úr hversdagslifinu, heimspekileg, margslungin skáldsaga með fjöl- mörgum persónum, og svo allt i einu.... ballett með sinni sér- stöku hefð og tilhneigingu til skarpra andstæðna og einföldun- ar efnisins. Og að lokum, Maja Plisetskaja sem ballettmeistari? Er slik dirfska réttlætanleg? „Þetta er mjög furðu- legt. Ég get alls ekki skilið, hvers vegna engum hefur komið það til hugar fyrr að setja „önnu Kareninu” á svið sem baílett,” segir Maja Plisetskaja. „Það er eðlilegt að sú hugmynd að láta önnu syngja og tala á fjölum leik- sviðsins hafi oft verið fram- kvæmd. En felur það i sér vantrú á mátt ballettlistarinnar? Þvi miður, þetta er ekkert nýtt fyrir- bæri. Á sinum tima þótti það jafn framandi að sýna persónur Shakespeares i ballett. Nú eru allir orðnir þvi vanir, og sú spurning, hvort einhver geti dansað Shakespeare þarfnast ekki lengur svars. En ég held, að persónur Tolstojs séu enn sveigjanlegri heldur en Shakes- peares, og ég er þeirrar skoðun- ar, aðballettinn hafi á valdi sinu að tjá allar miklar bókmenntir.” Þótt verkið sé byggt upp i si- gildu formi, kann vera að ballett- inn sýnist ekki vel fallinn til að dansa hann, en það er engin til- viljun, að hin venjubundnu til- brigði, sem gefa dansendum tækifæri til að sýna glæsilega tækni og snilli i dansi, eru felld niður. Það var af ásettu ráði gert af ballettmeistaranum til þess að draga ekki athyglina frá hinum skapandi, virka þætti danslistar- innar. öll áhersla er lögð á að af- hjúpa hinn harmræna árekstur milli heilsteypts, einlægs innrætis og hræsni, falsks siðferðis og kaldlyndis samfélagsins. Anna Plisetskaja vinnur huga og hjörtu áhorfenda sökum þess, hve hallettinn dregur óvænt fram eðlilega mynd af henni. Likt og i Carmen vegsamar Plisetskaja hjá önnu það sem hefur hana upp yfir meðalmennskuna: Hugekkið sem gerir uppreisn gegn borgara- legri litilmennsku. sjónvarp neestu viku Sunnudagur 18.00 Stundin okkar 1 þessum þætti verður sýnd önnur teiknimyndin um kónginn i litla bænum i litla landinu, sem kennir þegnum sinum umferðarreglurnar. Bessi Bjarnason syngur Aravisur eftir Stefán Jónsson. Tveir þjófar brjótast inn i hesthús Mússu, en hún kann ráð til að reka þá burtu. Nokkrar stelpur syngja lög eftir Sigurð Grimsson, og loks verður sýndur annar flokkur myndaflokksins um litla bangsann Misha. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og aug- lýsingar 20.35 Heimsókn á Raufar- höfn og SiéttuMargir óttast, að nyrsta byggðarlag Islands leggist i eyði, eftir að sildarævintýrið er á enda þar. Sjónvarpsmenn heim- sóttu Raufarhöfn i haust og stöldruðu i leiðinni við á andi Ragna Ragnars. (Nordvision-Norska sjón- varpið) 22.45 Að kvöldi dags Séra Kolbeinn Þoreifsson flytur hugvekju. 22.55 Dagskrárlok Mánudagur 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 tþróttirMyndir og fréttir frá iþróttaviðburðum helgarinnar. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. 21.20 Nei, ég er hérna Nýr, breskur gamanmynda- flokkur. Aðalhlutverk Ronnie Corbett. 1. þáttur. Mamma. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 21.45 Kúbudeilan — fyrri hluti Bandarisk, leikin heimilda- mynd um Kúbudeiluna 1962, er heimurinn stóð á barmi styrjaldar. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.00 Dagskrárlok. þriöjudagur 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar. ■V.X V, Bandariska biómyndin laugardaginn 18. október heitir A Walk In The Spring Rain og er frá 1970. Aðalhlutverkin leika Ingrid Berg- man og Anthony Quinn. bæjunum Leirhöfn, Höskuldarnesi og Ormalóni. Kvikmyndun Þórarinn Guðnason. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 21.25 Allra veðra von Bresk framhaldsmynd. 6. þáttur. Hvar er Shirley? Efni 5. þáttar: Tom Simpkins ber fram bónorð við Normu Moffat, en henni finnst of skammt liðið frá láti manns sins til að geta tekið ákvörðun. Philip Hart býður sig fram I bæjarstjórnar- kosningum á móti Simp- kins. Hann hefur ekki séð Andreu Warner i marga mánuði. Andrea verður fyrir bil og handleggs- brotnar, og Philip er fyrsti maður á vettvang. Shirley er æ sjaldnar heima, og kvöld eitt fer Nick að leita hennar. Hann finnur hana á krá, þar sem hún er með Don Bedford, vandræða- unglingnum, sem rekinn var frá ifyrirtæki Simpkins. Shirley neitar að fara heim með Nick, og hann segir henni þá, að Tom Simpkins sé faðir hennar. Um nóttina hringir Norma til Toms og segir honum, að Shirley sé hlaupin að heiman. Þýðandi Oskar Ingimarsson. 22.20 Litið inn hjá Liv Ull- mann Norsk blaðakona ræðir við leikkonuna Liv Ullmann að lokinni frum- sýningu á Broadway á Brúðuheimili Ibsens. Þýð- 20.35 200 mílurnar Umræður um landhelgismálin. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 21.10 Svona er ástin. Banda- risk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.00 Kúbudeilan — seinni hluti. Bandarisk, leikin heimildamynd. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.15 Dagskrárlok. Miðvikudagur 18.00 Höfuðpaurinn Bandarisk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.25 Gluggar Breskur fræðslumyndaflokkur. Þýðandi Jón O. Edwald. 18.50 Kaplaskjól Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dickens. Hægláti hesturinn. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Vaka Dagskrá um bókmenntir og listir á liöandi stund. Umsjónarmaður Aðalsteinn Ingólfsson. 21.15 Farþeginn Breskt saka- málaleikrit i þremur þáttum. Ung stúlka þiggur far af auðugum kaupsýslu- manni, sem er á ferð i glæsibifreið sinni. Bifreiðin verður bensinlaus, og maðurinn gengur til næstu bensinstöðvar. Aðalhlut- verk Peter Barkworth og Paul Grist. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.00 Rýnt I rúnir steinaldar. Fræðslumynd um steina- hringina i Stonehenge i Englandi og svipaðar leifar fornrar menningar annars staðar, sem Magnús Magnússon gerði fyrir breska sjónvarpið. Rætt er við roskinn, skoskan verk- fræðing, Alexander Thom að nafni, en hann telur, að þessi ævafornu mannvirki hafi verið notuð við rann- sóknir á stöðu himintungla og unnt hafi verið að reikna út tungl- og sólmyrkva með þeim. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 23.50 Dagskrárlok. Föstudagur 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónar- maður Guöjón Einarsson. 21.30 (Jr sögu jassins.Sveiflan á Fjórða áratugnum. 1 þættinum verður m.a. rætt við ýmsa fræga jassleikara frá timum „swingsins” s.s. Count Basie, Bennie Good- man, Jo Jones, Lionel Hampton o.fl. Þýðandi Jón Skaftason. 22.05 Skálkarnir Breskur sakamálamyndaflokkur. 12. þáttur. Leyst frá skjóðunni. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.55 Dagskrárlok. Laugardagur 17.00 íþróttir.M.a. sýnd mynd frá Reykjavikurmótinu i körfuknattleik. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. 18.30 Sumardagur i sveit.Einn góðan veðurdag sumarið 1969 fóru sjónvarpsmenn i heimsókn að Asum i Gnúp- verjahreppi, til hjónanna Guðmundar Bjarnasonar og Stefaniu Ágústsdóttur og barna þeirra. Umsjón Hinrik Bjarnason. Kvikmyndun Ernst Kettler. Þessi þáttur var frum- sýndur 7. febrúar 1970. 19.00 Enska knattspyrnan. Hlé •20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Læknir i vanda Breskur gamanmyndaflokkur. Þegiðu og borðaðu matinn þinn. Þýðandi Stefán Jökulsson. 20.55 Anna i Hliö Þáttur ætlaður ungu fólki. Meðal efnis: trommueinvigi aldarinnar: kynning á nýjum, islenskum hljóm- plötum, sem væntanlegar eru næstu vikur: daglegur talsmáti unglinga: hljóm- sveitin Dögg kynnt o.fl. Umsjónarmaður þessa þáttar er Helgi Pétursson. 21.25 Vordraumur(A Walk In The Spring Rain) Bandarisk biómynd frá árinu 1970. Aðalhlutverk Ingrid Berg- man og Anthony Quinn. Háskólakennari fær ársleyfi frá störfum og sest að uppi i sveit ásamt konu sinni, þar sem konan hyggst stunda ritstörf. Konan verður ást- fangin af bónda, og greinir myndin frá stuttu ástar- ævintýri þeirra. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 23.00 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.