Þjóðviljinn - 10.10.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Kennarar i Hagaskóla
gagnrýna menntamálaráðuneytið
Fyrirmælin koma
Þau meginrök eru færð fyrir
marsprófum að niðurstaða
þeirra liggi ljós fyrir áður en
kennslu lýkur á vori. Ljóst er
hinsvegarað úrvinnsla þeirra er
mjög skjótunnin og óþarfi að
halda þau á þessum árstima af
þeirri ástæðu. Þar að auki sýn-
ist ekki brýn ástæða til þess að
úrslit samræmdra prófa liggi
fyrir við kennslulok.
Samkvæmt grunnskólalögum
skulu 12 dagar ætlaðir til prófa á
ári — viaðist drjúgur hluti
þeirra ætlaður til marsprófa.
Það virðist þvi vera stefnt að
lauslegri umsögn kennara i mai
i stað raunverulegra vorprófa.
Er liklegt að framhaldsskólar
telji slikar niðurstöður mark-
tækar? Niðurstaða þessa fyrir-
hugaða skipulags hlýtur að
verða sú, að úrslit marspróf-
anna einna verði talin marktæk
til framhaldsnáms, en hin
„frjálsa og óbundna” kennsla
kennara i april og mai hafi
raunverulega litið gildi. Má þá
geta sér til um vinnufrið og
starfsáhuga siðustu vikur skóla-
ársins.
Gert er ráð fyrir þvi að „ein-
kunnir á samræmdum prófum
verði hlutfallseinkunnir þannig
að nokkurn veginn ákveðinn
hundraðshluti nemenda hljóti
hverja einkunn.” Þetta er stór-
fellt nýmæli i einkunnagjöf hér
á landi, og skal enginn dómur
lagður á það að svo stöddu. Hins
vegar er vandséð hvernig fella
megi saman hlutfallseinkunn
of
seint
nemanda, sem sýnir einungis
stöðu hans gagnvart heildinni,
og hefðbundna einkunn skólans,
sem leitast við að sýna kunnáttu
nemandans i tiltekinni náms-
grein.
Á almennum kennarafundi
(októberfundi) sem haldinn vari
Hagaskóla miðvikudaginn 1.
okt. var m.a. rætt um þann
seinagang, sem oft er á fyrir-
mælum og tilskipunum frá
menntamálaráðuneytinu.
Einkum var þó rætt um fyrir-
huguð könnunarpróf i mars
næstkomandi. Eftirfarandi á-
lyktanir voru samþykktar sam-
hljóða:
I.
Kennarafundur i Hagaskóla,
haldinn 1. október 1975, átelur
harðlega seinagang mennta-
málaráðuneytisins varðandi til-
kynningar um breytingar á
prófum, kennsluháttum og út-
gáfu bóka. Skulu nefnd fáein
dæmi um sikt:
Tilkynningar um breytingar á
kennsluháttum, sem rætt er um
i grunnskólalögum, hafa enn
ekki borist. Þessar breytingar
eru þó taldar forsendur fyrir
syttingu gagnfræðanáms úr 4
vetrum i 3.
Tilkynningar um valkosti
nemenda i 3. bekk á þessu
skólaári bárust um það bil mán-
uði eftir að kennslu lauk siðast-
liðið vor. Var þvi óhægara um
vik og láta nemendur velja við-
fangsefni fyrir þetta skólaár.
Tilkynning um að gefa skyldi i
heilum tölum á gagnfræðaprófi
siðastliðið vor barst um leið og
próf hófust, en þá var búið að
gefa einkunnir i a.m.k. tveim
greinum, sem lokapróf var tekið
i upp úr 3. bekk, og tveim grein-
um öðrum.
Ætlast er til þess að kennsla
skuli ætið vera markviss, og er
þvi brýnt að kennarar geti
skipulágt starf sitt i upphafi
skólaárs. Það hlýtur þvi að telj-
ast óhjákvæmilegt að öll fyrir-
mæli um nýmæli i kennsluhátt-
um og breytingar á skólastarfi
liggi fyrir áður en skólaár hefst.
II.
Kennarafundurinn lætur i
ljósi vantrú sina á gildi mars-
prófa, sem fyrirhuguð eru, og
færir eftirfarandi rök fyrir þvi:
Marspróf valda röskun á
kennslu og skólastarfi meðan
þau standa: þau valda einnig
breyttu viðhorfi og hugarfari
nemenda þegar þau eru afstað-
in.
Guðrún Guðmundsdo
A Á
1(1
Minning
Fimmtudaginn 25. sept. siðast-
liðinn var gerð frá Dómkirkjunni
i Reykjavik útför Guðrúnar
Guðmundsdóttur Bræðraborgar-
stig 4.
Guðrún var vesturbæingur,
fædd 22. janúar 1896 i litlum fal -
legum steinbæ sem stóð i áratugi
við Framnesveg 5 og var kallaður
Kröggólfsstaðir. Guðrún var svo
lánsöm, að vera uppalin hjá
reglusömum, dugmiklum og góð-
um foreldrum, en þau voru,
Ragnheiður Brynjólfsdóttir og
Guðmundur Guðmundsson
verkamaður, bæði ættuð úr Ár-
nessýslu.
Systkini Gunnu á Krögg, eins og
vinir hennar kölluðu hana stund-
um, voru hálfbróðirinn Brynjólf-
ur Magnússon vélstjóri, sem lést
1919, og yngri systir Ina Wess-
man, gift Róbert Wessman klæð-
skera. Þau búa i Kaupmanna-
höfn. Siðar bættist við fóstursyst-
írDagnýWessman, gift Elof Willy
Wessman klæðakera. 1 fjarveru
tnu reyndist Dagný Guðrúnu sem
besta systir. Annars var samband
þeirra inu og Guðrúnar heitinnai;
mikið og gott, þótt fjarlægðir
væru á milli þeirra. Þær heim-
sóttu hvor aðra og skrifuðust
stöðugt á. Guðrún var elskuleg i
viðmóti, glaðsinna og skemmti-
leg, þó stillt og prúð i alla staði.
Ég held að séu engar öfgar þó
sagt sé að hún hafi verið virt og
dáð af öllum þeim sem þekktu
hana. Guðrún var með afbrigðum
trygg og vinaföst, og átti hún
sömu vinkonurnar frá barnæsku,
til dauðadags. Sem dæmi má
nefna Gunnarsholtssystur, sem
lengi áttu heima á Holtsgötu 2.
Þær hétu Þórunn Guðrún og Jón-
ina Arnadætur, Jónssonar. Móðir
þeirra var Oddný Þorleifsdóttir
og voru þau hjón vinafólk Krögg-
ólfsstaðahjónanna.
Guðrún var sérstaklega vel
verki farin, enda vandist hún sem
barn á að vinna alla vinnu, innan
húss, sem utan, þar sem garðar
voru og fiskstakkstæði á Krögg-
ólfsstaðalóðinni.
Eftir fermingu Guðrúnar réði
móðir hennar hana i vist til
Lovisu og Hannesar Thoraren-
sen, sem lengi bjuggu við Laufás-
veg 31 og síðar var hún i vist hjá
frú Guðrúnu og Axel Tuliniusi,
sem einnig áttu heima við Lauf-
ásveg.
1 þá daga þótti það jafngilda
góðum hússtjórnunarskóla að
komast i vist til góðra og mynd-
arlegra húsmæðra, enda settu
þær margar metnað sinn i það að
kenna stúlkum sinum, sem mest
af þvi sem þær kunnu sjálfar. Að
auki voru þær varaðar við mestu
hættum lifsins, svo sem neyslu
áfengis og tóbaks. Guðrún vann
.einnig um nokkurra ára skeið, við
afgreiðslustörf, siðast i Alþýðu-
brauðgerðinni Laugavegi 61. Eft-
ir að Ragnheiður móðir Guðrúnar
tók að eldast og lýjast, hætti Guð-
rún að vinna utan heimilis, og
helgaði heimilinu eingöngu störf
sin upp frá þvi.
Guðrún giftist árið 1943 Helga
Helgasyni sjómanni, sem reynd-
ist henni sannur vinur, og þau
hvort öðru, enda bæði rik að
mannkostum og lik i framkomu.
Helgi lést árið 1968.
Elsku Gunna min, ég kveð þig
nú, og þakka hlýlega brosið þitt,
og fyrir að þú sýndir mér alltaf,
þegar é heimsótti þig, fallegu
rósavettlingana, sem þú prjónað-
ir, og ég þreyttist aldrei á að
skoða.
Guð leiði þig yfir landamærin
miklu.
Þin frænka.
Guðrún Guðjónsdóttir.
NÚTÍMA
VERKSTJÓRN
KREFST NÚTÍMA
FRÆÐSLU
Þetta vita þeir 900 verkstjórar, sem sótt hafa
verkstjórnarnámskeið á undanförnum árum.
Á almennum 4ra vikna námskeiðum er lögð
j áhersla á þessar greinar:
o Nútima verkstjórn, vinnusálarfræði
o Öryggi, eldvarnir, heilsufræði
o Atvinnulöggjöí, rekstrarhagfræði
o Vinnurannsóknir, skipulagstækni
A framhaldsnámskeiöum gefst fyrri þátttakendum tækifæri á
upprifjun og skiptum á reynslu.
KENNSLUSKRÁ VETRARINS:
1A7C 50. námskeið, fyrri hluti 3. til 15. nóvember.
51. námskeið, fyrri hluti 17. til 29. nóvember.
Framhaldsnámskeið 11., 12. og 13. desember.
lð7( 50. námskeið, siðari hluti 5. til 17. janúar.
52. námskeið, fyrri hluti 19. til 31. janúar.
51. námskeið, siðari hluti 16. til 28. febrúar
52. námskeið, síðari hluti 15. til 27. marz.
Innritun og upplýsingar I slma 81533 hjá Verkstjórnarfræðslunni
Iðnþróunarstofnun tsiands, Skipholti 37.
Bújörð til leigu
Jörðin Hrisar i Dalvikurkaupstað er laus
til ábúðar nú þegar.
Einnig er til sölu vélbundið hey.
Tilboð um leigu sendist undirrituðum fyrir
15. þessa mánaðar, sem jafnframt veitir
frekari upplýsingar.
Bæjarstjórinn á Dalvik.
aaDoaaaoDoaDnDaaoDODDnDDaaaaDoaDaaaDDaDaDDDac
° a
5 _ D
D
D
D
D
D
□
D
□
D
D
D
P
D
D
D
O. L.
Dönsku drengjajakkarnir
komnir. Loðfóðraðir. Mjög
stærðirnar 6—14.
loksins
fallegir,
O.
Laugavegi 71
Simi
D
D
20141 g
D &
ODDaDaDDDDDDDDDDDDaDDDDDDDDDaaDDDDDDDDDDaDaDO
KOSTABOD
KiARAPÖLLUM
SERTILB0Ð SÉRTILB0Ð SÉRTILBOÐ SÉRTILBOÐ SÉRTILB0Ð
FLÓRSYKUR
121/
00
KJ0T & FISKUR %
SELJABRAUT 54
SIMAR: 74200 - 74201