Þjóðviljinn - 22.10.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.10.1975, Blaðsíða 7
Miövikudagur 22. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Stórir fundir og litlir í Háskólanum í gær Lánaskerðingin verður ekki þoluð án virkra aðgerða Það var mikið um að vera í Háskóla íslands í gær. Bók- staf lega í hverju horni var þingað um lánamálinT starfs- hópar unnu að tilbúningi ályktana eða ákveðinna punkta sem leggja átti fyrir stærri fundi, nokkrar deildir skól- ans voru í algjöru verkfalli og í öðrum neituðu allir nema ,,nokkur velmegunarbörn” eins og einn stúdentanna sagði, að þiggja kennslu. örn Bjarnason tekur lagiö og segir rikisstjórninni aö „Skamma spegil- ínn”. Þegar i gærmorgun voru nokkrar deildir Háskólans i al- gjöru verkfalli. Voru það félags- fræðideild, heimspekideild og verkfræði- og raunvisindadeild. Aðgerðirnar smituðu út frá sér, lögfræðinemar neituðu flestir að mæta i tima, viðskiptafræðinem- ar sömuleiðis og um klukkan 10 i gærmorgun sögðu guöfræðinem- ar einnig stopp. Litlir fundir voru viða i gangi fyrir hádegi. Menn undirbjuggu stærri sameiginlegan fund klukk- an eitt, sumir skrifuðu ræður, aðrir ályktanir og enn aörir bjuggu sig undir aö taka lagið til þess að létta á alvöruþunga fund- anna. Klukkan tólf á hádegi læstu guðfræðinemar að sér og þinguðu um framhaldsaðgerðir. Var blaðamanni Þjóðviljans leyft að fylgjast með gangi mála á þeim fundi og kynnast þvi þannig af eigin raun, hvað er að gerast inn- an þeirra veggja sem siðan senda frá sér samþykktir og tillögur um mótmælaaðgerðir vegna lána- skerðingarinnar. Guðfræðinemar samþykktu einróma að vera i verkfalli þar til á hádegi i dag. Frá þeim tima hefur stjórn Stúdentaráðsins boð- að algjört verkfall i skólanum og nemendur munu hittast á Austur- velli klukkan 13.30. Verður þar haldinn útifundur með þátttöku fjölmargra skóla. Þegar guðfræðinemar höföu lokið fundi sinum var skálmað yf- ir i Árnagarð, en þar hafði verið boðað til fundar hjá heimspeki- deild, sem öllum var þó heimilt að sækja. Að minnsta kosti 250 manns böggluðu sér inn i sam- komusalinn þar sem starfshópar skýrðu frá niðurstöðum sinum, á- vörp voru flutt og lagið tekið af eldmóði. Má geta þess, að Örn Bjarnason söng nokkur ljóð og Megas hinn góðkunni tróð einnig upp við góðan hljómgrunn annars alvöruþrunginna fundarmanna. Greinilegt var að mikill hugur er i nemendum Háskólans. And- staðan gegn niðurskurði stjórn- valda er mikil og hún nær viðar en hvað snertir lánaskerðinguna eina. Menn átöldu það t.d. að nið- urskurður á fjárveitingum skyldi vera svo mikill til almannatrygg- inga og þótt allir hafi e.t.v. verið tilbúnir til að viðurkenna erfið- leika stjórnvalda vegna fjár- skorts sungu menn einum rómi á fundinum með Erni Bjarnasyni: SKAMMAÐU SPEGILINN — SKAMMAÐU SPEGILINN. Voru þannig afsakanir stjórnvalda reknar heim til föðurhúsanna i snarhasti — þar gætu menn svo sannarlega sjálfum sér um kennt. Stúdentar ræddu einnig um nauðsyn þess, að skýra sin sjón- armið á hlutlausan hátt fyrir al- menningi. Hörmuðu þeir þá af- greiðslu ihaldsblaðanna að náms- menn væru margir hverjir litið annað en afætur, uppivöðslusegg- ir og letingjar, sem gerðu fátt annað en að samþykkja einhverja vitleysu og senda siðan i blöðin. En fyrir bragðið væri rik þörf á þvi að kynna málefni stúdenta betur, leita nánari tengsla viö al- þýðu manna og tengja hags- munabaráttu nemenda betur við baráttu annarra vinnandi hópa innan þjóðfélagsins. —gsp Margir veröa hreinlega að hætta námi segir Flóki Kristinsson guðfræðinemi um áhrif yfirvofandi skerðingar á námslánum Flóki Kristinsson — fcg er sannfærður um það, að verði af þessari lána- skerðingu munu þó nokkrir hreinlega neyðast til þess að leggja háskólanám á hilluna — sagð'i Fióki Kristinsson eftir að fundi guðfræðinema um lána- málin lauk á hádegi f gær. — Vissulega eru ekki nær allir nemendur sem eru i brýnni þörf fyrir námslán. En þeir eru þó margir, sem byggja allt sitt nám hér á lánum auk þess sem margir vinna eitthvaö meðfram. Þaö er þetta fólk sem verður bremsað af, — stjórn- völd eru að sauma aö þeim sem minnst mega sin og það er einmitt það, sem vekur gremju svo margra. — Auðvitað vonumst við til þess aö þessar aögerðir okkar beri einhvern árangur. Verk- fallið er þó ekki til þess eins, að vekja athygli á kröfum okkar út á við Við ætlum að reyna að nota timann til þess aö ræöa málin nánar, komast að niður- stöðum og finna leiðir til úrbóta, sem allir vilja fara. — Þessar aðstæður ná siðan hámarki á morgun á Austur- velli. Við erum vissir um aö þar verður fjölmennt, allir þeir, sem rétt eiga á námslánum munu mæta og auk þess skólar eins og t.d. menntaskólarnir, og þeir aðrir, sem á næstunni munu eiga tilkall til námslána. — Hvað gerist svo ef stjórn- völd neita að taka tillit til óska ykkar? — A fundinum okkar áðan var samþykkt að ræöa málin betur I fyrramáliö jafnfrafnt þvi, sem verkfallsvarsla verður i guðfræðideild. Við erum komnir i algjört verkfall frá og meðþessum fundi og ég geri ráð fyrir að framhald veröi á rót- tækum aðgerðum. Það er úti- lokað að una málum eins og þau standa nú og það verður hart látið mæta hörðu, — á þvi er enginn vafi. Hitt er svo annaö að verkföll okkar hafa e.t.v. ekki tiltöluleg áhrif strax,við stöðvum enga framleiðslu eða sambönd við umheiminn. En eitthvað verður þó aö gera. Sjálfur hef ég trú á því, að kennsla við þennan skóla muni einfaldlega leggjast niður þar til ráðin hefur verið bót á lánamálunum. —gsp Frá fundi heimspekideildar þar sem Megas og fleiri skemmtikraftar komu fram. Myndir: —gsp „Aukapeningur fyrir suma en framfærslu- eyrir fyrir flesta” en auðvitað reyna menn að þrauka við námið eins lengi og hægt er- — Það er alveg ljóst að fyrir flesta i þessum skóla eru náms- lánin ekki aukapeningur heldur fyrst og fremst framfærslueyr- ir, sagði Kristján Jakobsson verkfræðinemi i spjalli eftir einn af fundum raunvisinda- manna i gærmorgun. — Við höf- um ekki tckið við kennslu i morgun og hjá okkur verður verkfall alveg þangað til fund- urinn á Austurvelli hefst. — Það eru þó nokkrir nem- endur hér sem eru skyldaðir til þess að vinna á ákveðnum stöð- um i „sumarfriinu”. Smiðju- vinna er eitt af þvi, sem mönn- um er gert að taka þátt i yfir sumarmánuðina og oft eru tekjumöguleikar hverfandi. Það er m.a. þannig fólk, sem notar námslánin sem beinan og kær- kominn framfærslueyri. — Vissulega kemur fólk i skól- ann viða að og sem betur fer frá öllum þjóðfélagshópum. En það er útbreiddur misskilningur að allir hér geti hallað sér að pabba og mömmu og lifað góðu lifi i örmum þeirra. Fólk er oft búið að stofna bú og e.t.v. ekki frá það efnamiklum heimilum að þau séu einhver fjárhirsla sem ganga má i þegar þörf krefur. Kristján Jakobsson — Ég er viss um að fólk á eftir að hrekjast frá námi ef lánin verða ekki hækkuð. Það segir sig lika sjálft. Fjárþörf hvers og eins verður reiknuð út og liggja þá fyrir tölur um það lán, sem hver þarfnast til þess að geta með ýtrustu sparsemi fram- fleytt sér á. Þegar siðan á ekki að lána nema helming þeirrar upphæðar er engum blöðum um það að fletta að margir hrökkl- ast frá, — þ.e.a.s. þeir, sem ekki hafa tök á að leita á náðir for- eldra eða skyldmenna. Það er verið að veitast að þvi fólki með þessari lánaskerðingu. — Ég held að mótmæli náms- manna hljóti að hafa áhrif. Stjórnvöld hljóta aö sjá að sér þegar málið fær svona sam- henta meðferð hjá öllum náms- mönnum. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.