Þjóðviljinn - 22.10.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.10.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 22. október 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Agúst Islenskir Stefán Vésteinn Þnrgeir höfundarIðunnar Iðunn, Skálholt og Hlaðbúð gefa i ár út margar bækur eftir islenska höfunda. Agúst H. Bjarnason menntaskólakennari skrifar þar bókina Almenn vist- fræði. Guðlaugur Arason gefur út sina fyrstu skáldsögu, en hún hefur ekki hlotið endanlegt nafn. Guðrún Helgadóttir skrif- ar nýja bók um þá bræður Jón Odd og Jón Bjarna. Njörður P. Njarðvik skrifar einnig barna- bók. Sú heitir Sigrún fer á sjúkrahús. Þessar siðarnefndu bækur eru myndskreyttar af Sigrúnu Eldjárn. Páll Skúlason, prófessor, skrifar bókina Hugs- un og veruleiki. Þá er gefin út bókin Sálarfræði II eftir Sigur- jón Björnssn sálfræðing. Ný skáldsaga eftir Stefán Júliusson heitir Agúst. Skáldsaga Vé- steins Lúðvikssonar heitir Eftirþankar Jóhönnu og eftir Þorgeir Þorgeirsson koma út tvær bækur, Það er eitthvað sem enginn veit, sem byggð er á frásögn Lineyjar Jóhannesdótt- ur skáldkonu frá Laxamýri og ljóðabókin 9563-3005:11. Flensborgardeilan Svar „ur héraði” Þess hefur nokkuð gætt, að fólk geri sér ekki fulla grein fyrir þvi, um hvað „Flensborgardeilan” svonefnda stóð — né heldur hver hafi um sinn orðið lok þeirrar deilu. Þvi þykir okkur kennurum við Flensborgarskóla rétt að taka fram eftirfarandi: Deilan stendur framar öllu um viðurkenningu á „fjölbrautaskól- anum”. I mjög stórum dráttum má segja, að fjölbrautaskóli starfi á sama grundvelli og menntaskóli, þó með þeirri breyt- ingu, að i fjölbrautaskóla geta nemendur valið sér ákveðnar verklegar greinar, auk bóklegra. Auk stúdentsprófs geta nemendur brautskráöst eftir skemmri námsbraut. Fyrr á þessu ári var Flensborg- arskóla formlega breytt i fjöl- brautaskóla. 1 siðari hluta júli- mánaðar voru fyrstu fjölbrauta- skólakennararnir settir i stöður við Flensborgarskóla frá og með 1. sept. Gerðar voru sömu kröfur til menntunar og gerðar eru til menntaskólakennara. Endursendir útreikningar Nú gerist það, að skipa á þessum kennurum i launaflokka, að ágreiningur ris. Menntamála- ráðuneytið hafði fyrir sina parta þegar skipað þessum kennurum i launaflokka samkvæmt samningi FM, Félags menntaskólakenn- ara. Fjármálaráðuneytið neitaði hins vegar að viðurkenna þá niðurröðun, sendi alla þessa út- reikninga til baka og krafðist þess, að þessir kennarar fengju laun samkvæmt samningi LSFK og FHK, þ.e. Landsam- bands framhaldsskólakennara og Félags háskólamenntaðra kenn- ara. Og hvað gerist? Mennta- málaráðuneytið lætur sig hafa það að éta ofan i sig sinn eigin úr- skurð og reikna út upp á nýtt launin samkvæmt kokkabókum fjármálaráðuneytisins. Fjármálaráðuneytinu hafði þannig tekist að hunsa yfirlýstan vilja þriggja stéttarfélaga: A fundi um þetta mál 13. ágúst stóð fulltrúi fjármálaráðuneytisins einn uppi gegn deildarstjóra menntamálaráðuneytisins, for- stöðumönnum fjölbrautaskól- anna beggja og fulltrúum LSFK, FHK og FM. Menntamálaráð- herra hlýtur þvi að hafa verið fullkunnugt um þann ágreining, sem upp var kominn, enda reit hann fjármálaráðuneytinu bréf og itrekaði afstöðu ráðuneytis sins, — enda þótt hann virðist, samkvæmt viðtali við Morgun- blaðið, telja það eðlilegt og sjálf- sagt, að hann sé ekki virtur svars i tvo mánuði. Reynt aö múta kennurum Eftir þenna umrædda fund taldi skólameistari Flensborgar, að málið væri úr sögunni. En á kenn- arafundi i byrjun skólaárs kom i ljós, að fjármálaráðuneytið hafði ekki greitt laun samkvæmt samn- ingi sinum við FM. Kom þá sterk- lega til álita, hvort gripa ætti til aðgerða af hálfu kennara. Skóla- meistari fór hins vegar fram á það, að ekki komi til vinnustöðv- unar, heldur yrði sér gefinn timi til mánaðamóta sept. okt. að leysa þetta mál eftir eigin leiðum. Þegar sýnt var, að tilraunir skólameistara höfðu ekki borið árangur og fjármálaráðuneytið sat fast við sinn keip, töldu kenn- arar sig nauðbeygða til að taka til sinna ráða og lögðu niður vinnu 7. október. Þann sama dag átti skóla- meistari fund með fjármála- ráðherra og menntamálaráð- herra. Siðar um daginn flutti skólameistari kennurum þau boð fjármálaráðherra, að hann æskti þess, að kennsla hæfist á ný, og skyldi hann þá sjá til þess, „að málið kæmist á skrið”. Enn- fremur benti hann kennurum Flensborgar á það, að þar sem þeir væru allir bóknámskennar- ar, gætu þeir vænst þess að fá leiðrétting sinna mála. Þetta gátu téðir kennarar ekki skilið nema á einn veg: Ætlunin var að múta þeim til þess að svikja verknáms- kennara i Flensborg og Breiðholti Framhald á bls. 10 Minningarorð Svava Thordersen nújcGCQ toQkni í ýungumú Með snældum (kassettum) og kennslubókum getur nemandinn af eigin rammleik náð góðu valdi á tungumálum með 10 — 15 mínútna daglegu námi í 3 — 6 mánuði. Hann þarf ekki aðra leiðsögn en þá sem er að finna í námsgögnunum. ú eru á boðstólum: Enska án erfiðis: kennslubók, 3 snældur og íslensk þýðing. Þýska án erfiðis: kennslubók, 3 snældur og íslensk þýðing. Spænska án erfiðis: kennslubók, 3 snældur og íslensk þýðing. Sænska handa ykkur: kennslubók, æfingabók, 4 snældur og íslensk þýðing. French without toil: kennslubók á ensku og 3 snældur. Italian without toil: kennslubók á ensku og 3 snældur. Russian Wlthout toil: kennslubók á ensku og 3 snældur. Ennfremur eru á boðátólum bréfanámskeið í ensku, þýsku, dönsku, spænsku, frönsku og esperanto. HEIMANÁM SEM HENTAR ÖLLUM BRÉFASKÓLINN Suöurlandsbraut 32 Reykjavík sími 81255 SAMSÆTI Undirritaðir aðilar hafa ákveðið að efna til samsætis i tilefni sjötugsafmælis Ragn- ars Guðleifssonar mánudaginn 27. október nk. Samsætið hefst kl. 20.30. öllum vinum og velunnurum hans er boðin þátttaka. Uppl. i sima 92-2085. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavikur og nágrennis. Bæjarstjórn Keflavikur. Kaupfélag Suðurnesja. Sóknarnefnd Keflavikur. Byggingarfélag alþýðu, Reykjavík 2ja herbergja ibúð i 1. byggingarflokki til sölu. Umsóknum sé skilað á skrifstofu fé- lagsins, Bræðraborgarstig 47, fyrir kl. 19 föstudaginn 31. þessa mánaðar. skrifstofustjóri, Hafnarfirði Samverkamennirnir hverfa sjónum okkar einn og einn. Á langri vegferð verður ekki komist hjá þvf að sjá á bak þeim ættingj- um, vinum og félögum, sem herða gönguna til fyrirheitna landsins umfram okkur hin, sem á eftir komum.Straumur lifsins stendur aldrei i stað. Hann stefnir upp á við, hærra og hærra, og miklu lengra en skyn okkar nær. Samt sem áður verður eftir i hugum okkar söknuður og tóm- leiki, það er eins og við höfum misst eitthvað af okkur sjálfum i hvert skipti sem kallið kemur. Sjálf erum við ekki eins og áður. Það vantar eitthvað i lifsmynd okkar, eitthvað, sem við getum aldrei bætt okkur upp. Þannig er þvi farið þegar við kveðjum Svövu Thordersen, skrifstofustjóra hjá Kaupfélagi Hafnfirðinga i siðasta sinn. Ara- tug eftir áratug gekk hún til starfa sinna með þeim áhuga og af þeirri trúmennsku, sem ein- kenndi hana allt hennar lif. Hljóð- lát og góð öllum, sem með henni unnu, leysti hún hin margþættu störf sin af hendi. Svava Thordersen var fædd 30. jan. 1911 og var þvi burt kölluð mitt i önnum starfsdagsins. Hún gekk í st. Danielsher nr. 4 hinn 29. nóv. 1926 og vigðist þar með til stárfa I Góðtemplararegluna. Þar einsog i skyldustarfi sinu var hún afburða trú og vinsæl og allra hugljúfi. Hún var hlédræg og lét aldrei mikið á sér bera en það munaði um verkin hennar hvar sem hún tók til hendi. Svava var sérstaklega traustur og góður félagi, sem við söknum og eigum bágt með að átta okkur á að sé horfinn úr okkar hópi. Við stúkufélagarnir þökkum af hlýhug Svövu Thordersen fyrir samfylgdina, fyrir öll hennar góðu störf og framúrskarandi trúmennsku og skyldurækni við sameiginlegan málstað okkar. Blessuð sé minning hennar. Blessun fylgi henni héðan frá okkur. Stefán H. Halldórsson Stjórnin. HVIRFINGUR Hvirfingur heldur fund miðvikudaginn 22. október kl. 20.30 að Freyjugötu 27. Umræðuefni: Framtið islensks iðnaðar. Framsögumenn: Guðmundur Ágústsson, hagfræðingur og Gunnar Guttormsson, fulltrúi i iðnaðarráðuneytinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.