Þjóðviljinn - 22.10.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.10.1975, Blaðsíða 4
4 StDA — ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 22. októbcr 1975. DIOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA/ VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS lOtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: EJinar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. TILRÆÐI VIÐ FRAMTÍÐINA Þjóðviljinn birti i gær í heild skýrslu Hafrannsóknarstofnunarinnar um ástand fiskistofnanna og nauðsynlegar aðgerðir til friðunar og til þess að skipuleggja veiðamar. Þessi skýrsla er einn samfelld- ur rökstuðningur fyrir þvi að ekki geti komið til mála að veita útlendingum neinar veiðiheimildir innan 50 milna markanna þar sem meirihluti botnfisk- aflans hefur verið tekinn. 1 inngangi skýrslunnar kemur fram að ,,mikilvæg- ustu fiskistofnar okkar eru þegar ofveidd- ir”. í skýrslunni er lögð rik áhersla á það að islendingar verði einir um veiðar botnfisks á landgrunnssvæðinu, eða eins og það er orðað i skýrslunni alveg afdráttarlaust: ,,Það er mjög þýðingar- mikið að útlendingar hætti fiskveiðum á islenska landgrunninu.” í skýrslunni er fjallað um einstakar tegundir fisks. Þar er fyrst bent á að ekki megi veiða meira en 230 þúsund tonn af þorski á næsta ári, en það er einmitt svipað magn og islendingar hafa einir veitt við landið á undanförnum árum. Ef hins vegar ekki yrði farið að tillögum Hafrannsóknarstofnunarinnar yrði hrygningarstofn þorsksins eftir 3 ár kom- inn niður i 1/7 þess, sem hann var 1970. Þetta þýðir með öðrum orðum að sjálfum tilverugrundvellinum væri að verulegu leyti kippt undan þjóðarbúinu og við blasti efnahagslegt hrun fyrir islenska þjóð- félagið ef ekki yrði gripið til ráðstafana strax. Þessar alvarlegu aðvaranir verða menn að gera sér ljósar og það með að áframhaldandi fiskveiðar útlendinga inn- an 50 milna landhelginnar eftir 13. nóvember jafngilda þvi að við séum að gefa þeim fjármagn úr þeim sjóðum sem við sjálfir þurfum að nota til lifsviður- væris eftir nokkur ár. Hið sama er uppi á teningnum varðandi aðrar fiskitegundir hér við land; ýsuaflinn má á næsta ári ekki fara fram yfir 38 þúsund lestir, en það er nálega sama^ magn og islendingar hafa einir veitt við landið. Ufsinn er nær fullnýttur með veið- um islendinga einna. Talið er óhætt að veiða nokkru meira magn af karfanum, en sú viðbót er svo litil að litlu sem engu breytir nema þá fyrir þau stóru islensku fiskiskip sem hljóta að sækja karfann á næstu misserum. Ein röksemdin fyrir þvi að neita út- lendingum um veiðar innan 50 milnanna er sú sem hér hefur verið rakin, að við erum hreinlega ekki aflögufærir og þurf- um helst að gæta vandlega að eigin fiski- sókn ef ekki á að keyra úr hófi fram. Við þetta bætist sú staðreynd að með samn- ingum við útlendinga um veiðar i land- helginni er útilokað að hafa þá stjórn á fiskveiðum og friðun sem nauðsynleg er og Hafrannsóknarstofnunin telur i skýrslu sinni frumskilyrði þess að ekki fari illa, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Skýrsla Hafrannsóknarstofnunarinnar kemur engum þeim á óvart sem eitthvað hefur fylgst með umræðum um ástand fiskistofnanna á undanförnum árum. En skýrslan er engu að siður enn einröksemd- in gegn samningum við útlendinga um veiðar innan landhelginnar og m. tilliti til hennar væri blátt áfram glæpsamlegt að heimila öðrum en landsmönnum að nýta fiskimiðin innan 50 milnanna. Enda hefur meirihluti þjóðarinnar i ■ ótal fundar- samþykktum lýst yfir eindreginni and- stöðu við samninga um veiðar útlendinga innan 50 mílna markanna. Þjóðviljinn hefur áður beint aðvörunar- orðum til rikisstjórnarinnar og þjóðarinn- ar vegna landhelgismálsins. Þau hafa sumpart verið endurtekin hér, en þvi skal bætt við að rikisstjórn sem nú semdi um veiðar innan 50 milnanna bæri ábyrgð á tilræði við framtið þjóðarinnar. Þetta eru stór orð. En þau eru sönn. Það skilur þjóðin. —s. KLIPPT... Loftfimleikar kinversku iistámannanna voru stórkostlegir... Lén Formósu bað er ekki langt siðan alþýðulýðveldið Kina varð til i kortabókum utanrikis- ráðuneytisins. Það var i liðlega 20 ár opinber stefna islenskra stjórnarvalda að meginland Kina væri eins konar lén hins mikla höfðingja Formósu. Til þess að sanna þá kenningu birti Morgunblaðið æfisögur þessa mikla leiðtoga eylandsins samfara stórkostlegum lyga- fréttum um þá menn sem i óþökk leiðtogans höfðu á svivirðilegasta hátt sölsað undir sig yfirráð Kina. Margir leiðarar voru skrifaðir i borgaraleg blöð hér á landi til að sanna að veldi Maós þessa yfir Kina væri hreinasta bráða- birgðaráðstöfun; áður en langt liði myndi sá mikli Sjang Kai Sjek snúa aftur til fólksins og steypa þeim aulabárði, Mao Tse Tung var sagður vera. bess var vandlega gætt i borgaralegum blöðum að geta þess hvergi' að hungrið sjálft, enn erkióvinur þriðjungs mannkyns hefði yfir- gefið meginland Kina. Þess var og vandlega gætt að geta hvergi um sigra kinversku alþýðunnar á öðrum sviðum.Samt fór ekki hjá þvi að þeir islendingar sem best voru upplvstir fréttu af þvi og gekk á fund Maos; nú varð sá siðarnefndi alltieinu maður með mönnum i forheimskunar- dálkum Morgunblaðsins. Vinstristjórnin á Island:' ákvað að viðurkenna Peking- stjórnina. Það var átakanlegt að sjá og heyra — þegar það mál var á dagskrá alþingis haustið 1971 — þegar einn þing- manna Sjálfstæðisflokksins stóð upp og belgdi sig allan upp á móti þvi að Pekingstjórnin yrði viðurkennd. Þögnin geymir best nafn þessa postula fáfræðinnar; þó hann sé enn þekktur forustu- maður ihaldsins skal. honum hlift við nafnbirtingu að sinni I þessu samhengi. Að stalli Maós Nú er Kinverska alþýðulýð- veldið til i skrám islensku utan- rikisþjónustunnar; þó voru embættismennirnir i utanrikis- ráðuneytinu seinir að átta sig eins og fyrri daginn, enda samanlagt hæggengari en nokkur einn embættismaður annars staðar i „kerfinu” margumrædda. Embættismenn utanrikisráðuneytisins gleymdu að þetta meginland niu hundruð miljóna hafði sinn sérstaka þióðfana. Þess vegna var fáni Morgunblaðsins á Formósu dreginn að húni yfir höfðum fulltrúa Kinverska alþýðulýðveldisins á Þing- völlum i fyrrasumar; fulltrúar Maós bónda gengu þá á brott og yfirgáfu Matthias formann þjóðhátiðarnefndarinnar. En nú er allt fallið i ljúfa löð, „happy end” eins og i amerisku sleikjubrjóstsykursmyndunum i sjónvarpinu. Nú er fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins orðinn sendiherra i þvi landi sem hann sagði allan sinn ritstjóraferil að væri alls ekki til, en núverandi ritstjóri Morgunblaðsins fellur að fótum fram við stall Maos. Þessi ritstjóri Morgunblaðsins hefur fágætan hæfileika; þegar Sigurður Bjarnason er nú sendi- herra tslands i Kina. Hann varði öllum starfsstundum sinum á Morgunblaðinu árum saman i að telja fólki trú um að Kina væri ekki til. einn guðinn bregst honum snýr hann sér óðar við og beygir sig fyrir hinum næsta. Loftfimleikar Matthíasar Johannesens Koma kinversku loftfimleika- mannanna hér til lands er eins og háðsmerki aftan við tilraunir Morgunblaðsins i meira en 20 ár' við að telja landsmönnum trú um að Kinverska alþýðu- lýðveldið væri alls ekki til. Kinversku listamennirnir voru stórkostlegir, þar sem þeir blátt áfram ögruðu grund- vallarlögmálum nátturunnar hvað eftir annað. En — með fullri virðingu fyrir kinversku iistamönnunum og þakklæti fyrir ánægjulega eftirmiðdags- stund: Andlegir loftfimleikar Matthiasar Johannesens eru i rauninni miklu stórfenglegri ögrun við rökrétta hugsun. — s. að mikil undúr höfðu gerst i Kina. Ber að þakka það Þjóð- viljanum og fáeinum bókum Máls og menningar. Þannig vissu margir orðið um- bvltineanna eða um gönguna miklu, sem er svo einstakt afrek, svo stór brotin dáð, að allar göngur siðan eru smáar og litilf jörlegar. Kina er til En staðreyndir samtimasög- unnar þrengdu iskyggilega að þeim „Morgunblaðslærðu.” Það var ekki hægt til lengdar að neita þvi að fjórðungur til þriðj- ungur mannkyns bjó á megin- landi Kina. Það var ekki lengur hægt að neita þvi að Kina undir leiðsögn Pekingstjórnarinnar er eitt af stórveldum heimsins. Svo fór að sjálfur erkipáfinn forseti Bandarikjanna beygöi höfuð sitt ...en þeir blikna I samanburOi við andlega loftfimleika Morg- unbiaðsins og Matthiasar Jo- hannesens. OG SKORIÐ ■ a •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.