Þjóðviljinn - 22.10.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.10.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 22. október 1975. Hvað gera Hauk- arnir gegn FH? er liðin mætast í 1. deildar keppninni í kvöld Einn af þýAingarmestu leikjum fyrri umferðar 1. deildar keppninnar i hand- knattieik fer fram i kvöld i iþróttahúsinu i Hafnarfirði þegar erkifjendurnir FH og Haukar mætast. Þá fer einnig fram annar leikur, sem gæti orðiðþýðingarmikill 1 fallbar- áttunni, en þá mætast Grótta og Fram. Það er raunar leikur Gróttu og Fram, sem fram fer á und- an og hefst hann kl. 20.15. Mið- að við frammistöðu Fram- liðsins að undanförnu verður ekki annað séð en að liðið verði i fallbaráttunni i vetur. Vissulega er kannski of snemmt að spá neinu fyrir um hana, en þaö verður mikil breyting að verða á Fram-lið- inu ef það á að sleppa við aö taka þátt i henni og vist er um það að leikurinn i kvöld verður mjög jafn, Grótta og Fram virðast vera með áþekk lið um þessar mundir. Hinn leikurinn á milli FH og Hauka verður áreiðanlega mikill baráttuleikur. Flestir hafa spáö þvi að Haukarnir komi til meö að eiga i erfið- leikum i vetur þar eð þeir eru þjálfaralausir, leikmenn sjá sjálfir um þjálfunina. beir komu hinsvegar mjög á óvart er þeir sigruðu meistara Vik- ings með miklum mun sl. laugardag og þvi er þaö spurningin, hvað gera þeir gegn erki óvininum FH? Sennilega hefur Reynir Ólafsson ekki enn lokiö við smiði mulningsvéiarinnar hjá FH, en einhver hluti hennar er tekinn til starfa og verður gaman að sjá hvernig hún virkar i kvöld. En eitt er vist að ef Haukarnir leika jafn grimman varnarleik og gegn Vikingum, þá mega FH-ingar taka á öllu sinu i sóknarleikn- um, ætli þeir að vinna leikinn. — S.dór Ársþing FRÍ 23. nóvemb. Ársþing Frjálsiþróttasam- hands islands fer fram að Hótel Esju dagana 29. og 30. nóvember n.k. Málefni, sem sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulutilkynnt stjórn FRt minnst 2 vikum fyrir þing. EB í knattspyrnu: Jón Alfreðsson, fyrirliði islandsmeistara ÍA sést hér I viðureign við leikmenn kýpurliðs- ons Omonia sem skagamenn sigruðu 4:0 á Laugardalsvelli I 1. umferð EB og tryggðu sér þar með rétt til þátttöku i 2. umferðinni. Hans og félaga hans bíður erfitt hlutverk f kvöld, að verjast stórstjörnum Dynamo Kiev-liðsins. (Ljósm. GSP) Skagamenn íeldlínunni í kvöld þegar þeir mæta úkraínumönnum austur í Kiev — Þaö hafa áreiðanlega verið uppörfandi fréttir fyrir ÍA-Iiðið þegar því barst fregnin af 5:0 tapi andstæðinga þeirra í EB meistaraliða, Dynamo Kiev um síðustu helgi eftir hina erfiðu ferð islending- ana til Ukrainu, segir í fréttaskeyti frá Reuter í gær þar sem rætt er um þá EB leiki sem fram fara í kvöld. Og það er einmitt i kvöld sem skagamenn mæta Dynamo Kiev austur þar. Sennilega skiptir 5:0 tap Dynamoliðsins engu máli I sambandi við þennan leik, nema ef vera skyldi að úkrainu- mennirnir leggi enn meiri áherslu en áður á stór sigur yfir ÍA til að sanna umheiminum að 5:0 tapið hafi aðeins verið slys og vist er um það að skagamenn mega þakka fyrir að tapa með minni mun en 5 mörkum gegn þessu sterkasta félagsliði Evrópu. En sá leikurinn sem flestir munu biða eftir með hvað mestri eftirvæntingu er leikur Real Mad- rid og ensku meistaranna Derby County. Sumir segja að það liðið sem vinnur þá viðureign, (úr báð- um leikjunum) komist i úrslit keppninnar og vissulega hefur Derby mikla möguleika, liöið virðist vera að ná sama styrk- leika og i fyrra og klifrar hratt upp stigatöfluna i 1. deild i Eng- landi. Aðeins eitt annað lið en 1A, frá Norðurlöndunum komst i 2. um- ferð EB meistaraliða en það er sænska liðið Malmö FF. Það leik- ur i kvöld gegn Evrópumeistur- um Bayern Munchen og verður fróðlegt að bylgjast með þeirri viðureign. Og það verða fleiri leikir i kvöld sem gaman verður að fylgjast með úrslitum úr en við munum segja frá úrslitum þeirra i blaðinu á morgun. —S.dór Nýi grasvöllurinn í Kópavogi stórskemmdur? Allt útlit er nú fyrir, að Breiðablik, kandidatar 1. deildar i knattspyrnu næsta ár, leiki ekki á hinum nýja grasvelli sinum i Kópavogi og kemur þrennt til, sem kemur i veg fyrir að það verði hægt. I fyrsta lagi vantar bilastæði og áhorfendastæði við völlinn, i 2. lagi á eftir að girða völlinn, en úr þvi er þó hægt að bæta með tiltölulega litlum til- kostnaði og i 3ja lagi og það sem er alvarlegast, er það að sjálfur Akureyrarliðin sigruðu Tveir leikir fóru fram norður á Akureyri um siðustu helgi, en þá fór Breiðablik norður og lék við KA og Þór i 2. deildarkeppninni i hand- knattleik. Akureyrarliðin birðast bæði rnjög sterk um þessar mundir og sigruðu bæði með yfirburð- um. KA sigraði UBK 25:12 en Þór 28:15. Ef marka má þessa lciki virðast þau mjög áþekk að styrkleika. völlurinn mun vera stórskemmd- ur. Ástæðan fyrir þvi er talin sú, að i sumar var óvart settur alltof mikill hiti á leiðslurnar sem liggja undir grasinu og mun rótin hafa skemmst við það, þannig að hún er svo meir að engin festa er i henni. Menn i Kópavogi óttast það fyrir alvöru aö Breiðablik verði að fá lánaðan Melavöllinn, enn einu sinni, fyrir heimaleiki sina I 1. deild næsta ár. —S.dór. Bikarkeppni í kvenna- flokki í handknattleik Stjórn HSt hefur ákveðið að i vetur fari fram bikarkeppni i mfl. kvenna i handknattleik og verður þá háð bikarkeppni i mfl. karla og kvenna og 2. fl. karla. Fyrirhugað er að bikarkeppni HSÍ i öllum þessum flokkum fari fram i mars og april. Núverandi stjórn HSt hefur gert meira fyrir kvennahand- knattleikinn á þeim tveimur ár- um sem hún hefur setið en nokkur önnur stjórn HSI og er þessi bikarkeppni einn liðurinn i þvi að lyfta kvennahandknattleiknum uppúr þeim öldudal sem hann hefur verið i nokkur undanfarin ár. Fyrir svo utan þetta eru fyrir- hugaðir nokkrir landsleikir kvenna i handknattleik i vetur, sá fyrsti gegn færeyingum fyrir næstu áramót. — S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.