Þjóðviljinn - 09.11.1975, Síða 3
Sunmulagur !>. ,ióv.-mb,-r 1975. ÞJÖdVilJINN - SIÐA 3
Samkvæmt ákvörðun félagsmálaráðs, er
forstöðustarf fyrir heimilishjálp og
heimilisþjónustu Reykjavikurborgar aug-
lýst til umsóknar.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf þurfa að berast stofnuninni
fyrir 25. nóv. n.k.
Upplýsingar veitir skrifstofustjóri f. há-
degi.
_________________________________________S
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
W Vonarstræti 4 sími 25500
Kcmbrandt víldi helst byrja dag bvern á þennan (ioetlie drakk þrjár flöskur af vini á dag. Kona lians
hátt: stórt vinglas I hendi og Saskia á hnjám lians ekki minna. Sonur þeirra varð alkóhólisti og lést
rúmlega fertugur.
Flaskan og
andansmenn
Það er nokkuð viss passi, hér á
landi og annarsstaðar, að þegar
rikiðá i fjárhagslegum kröggum,
þá gripur það til fiöskunnar —
m.ö.o. hækkar verð á áfengum
drykkjum. Kikin hafa firnatekjur
af áfengi — sem um leið er firna
skaölegt eins og menn vita: þau
þurfa þvi i senn að vera á móti
áfengisneyslu og sjá til þess að
hún geti þrifist, og er þetta svo-
sem ekki eina dæmið um geðklofa
I samtimanum.
Ekki eru menn á eitt sáttir um
það, hve mikils áfengis er óhætt
að neyta án þess að biða tjón af.
Til eru læknar sem segja, að
menn séu þá fyrstilla settir þegar
þeirneyta meira en SOgramma af
hreinum vinanda dag hvern —
þetta er um tveir pottar af bjór
eða tæpur litri af rauðvini eða
þrettán snapsglös af brennivini.
Meðal frægðarmanna eru
reyndar fáir sem hafa sneitt með
öllu hjá áfengi — Hitler var
reyndar þeirra frægastur. Hann
kallaði andstæðing sinn Churchill
viskiþambara með fyrirlitningu,
en hann álasaði öðrum fjand-
manni sinum. Stalin, ekki fyrir
vodkaþamb, enda var hann
lúmskt hrifinn af Jósep. Hvorki
dó Churchill né heldur Stalin úr
lifrarveiki, en llitler var heilsu-
laus maður undir lokin— ekki sist
vegna lyfja þeirra sem liflæknir
hans. Morcll dældi óspart i hann
lil að halda honum á floti.
Bismarck var vanur að koma
sér i baráttuskap áður en hann
héldi ræðu i rikisþinginu með þvi
að þamba i snatri svosem flösku
af kampavini. Heima fyrir átti
læknir hans i eilifu striði við járn-
kanslarann út af drykkjuskap:
einhverju sinni henti læknirinn i
bræði sinni flösku af kornbrenni-
vini út um gluggann hjá gamla
manninum til að stöðva hann af.
Goethe var vanur að koma sér i
yrkingaskap með léttu vini eða
kampavini. „Aðrir sváfu vimuna
úr sér, sagði hann, ,,en ég setti
mina vimu á pappir”. Hann var
tiður gestur á vinstofum frá 17
ára aldri, og þegar hann var i
Marienbad á áttræðisaldri lét
hann senda á eftir sér þangað 150
litra af uppáhaldsvini sinu.
Vinið fór verr með fjölskyldu
Goethes. Kona hans Christiane,
hneykslaði oft samkvæmi i
Weimar með ölvun og dólgslegum
ræðum. Sonur hans, August, dó i
delirium.
Endalaus er sú röð af skáldum
sem háfa’ lofað vinið hástöf-
um og innbyrt eftir þvi.
Hóras og Hafis, Schiller og
Mörike. Schiller og Gottfried
Keller. Vin viröist sækja mjög
á snjalla menn. Rembrandt
drakk stift. Hoffman. höfund-
ur viðfrægra rómantiskra
furðusagna, eyddi öllu sinu i
brennivin og skildi ekki annað
eftir sig en knæpuskuldir. Edgar
Allan Poe og Hans Fallada drápu
sig á drykkju og eiturlyfjum.
Tónskáldið Igor Stravinski lét að
rússneskum sið ekkert glas ósnert
og drakk svotil að dánardægri, en
hann var 88 ára þegar hann lést.
Ernest Hemingway, sem þekktur
var fyrir að innbyrða á einu
kvöldi sextán tvöfalda daquiri-
kokkteila, lýsti þvi yfir fagnandi
þegar hann fékk nóbelsverðlaun,
að hann ætlaði svo sannarlega að
spandera þessum aurum i alkó-
hól.
Jafnvel bjórinn, þessi hvers-
dagslegi alþýðudrykkur hefur
fundið sin skáld. Allt frá þeim
sem ortu i Eddukvæðum um deil-
ur guða um gæði öls, til þeirra
sem setja saman texta stúdenta-
söngvabóka. Það var þvi ekki
nema eðlilegt og allt i stil eins og
þar stendur, að tónskáldið Wagn-
er, sem mjög hafði hugann við
fomgermanskar hefðir var kapp-
samur bjórþambari. Og Johann
Sebastian Bach hafði löngu á und-
an honum jafnvel sett saman
söngleik til heiðurs bjórnum.
Smíöafi úr ÁLI
Sindra-Stál hf hefur um áraraðir séð íslenzkum byggingariðnaði fyrir járni og
stáli, jafnframt því sem birgðastöð fyrirtækisins hefur kappkostað að hafa ætíð
á boðstólum nýjungar, sem stuðla að betri byggingarháttum.
Rafsuðumenn
Á næstunni verður bætt við rafsuðumönn-
um i verk við Sigöldu. Þeir sem áhuga
hafa, vinsamlegast hafi samband við
starfsmannastjóra i sima 86400.
LANDSVIRKJUN
Rafvirkjar óskast
til Snæfellsnessveitu með aðsetur i Ólafs-
vik.
Störfin eru við rafmagnseftirlit og raf-
veiturekstur. Nánari upplýsingar veitir
starfsmannastjóri
itafmagnsveitur rikisins
Laugavegi 116
Reykjavik.
SINDRA STAL
í dag býður Sindra-Stál h.f. ál til byggingaframkvæmda á
vegum sjávarútvegs, stofnanana og einstaklinga. í birgðastöð-
inni er jafnan úrval af bygginga-áli: — álplötum, flatáli,
vinkiláli, ferköntuðu áli o.fl. Álklæðningar frá Sindra-Stáli h.f.
hafa nú þegar sýnt sig að vera til hagkvæmni jafnt sem
fegurðarauka. Skoðið álklæðningu á nýtízku byggingum og þér
munuð vera okkur sammála um að „Sindra-ál“ er sérstaklega
athyglisvert.
SINDRA-STÁLHF Borgartúni 31 símar 19422-21684
Kaupið bílmerki
Landverndar
röKmr
EKKI
LUTANVEGA)
Til sölu hjá ESSO og SHELL
bensinafgreióslum og skrifstofu
Landverndar Skólavöröustig 25
Kaupið bílmerki
Landverndar
►Verjum
,88gróður)
verndumi
Til sölu hjá ESSO og SHELL
bensínafgreiðslum og skrifstofu
Landverndar Skólavöröustíg 25