Þjóðviljinn - 09.11.1975, Síða 4

Þjóðviljinn - 09.11.1975, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. nóvember 1975. DJODVIUINN MALGAGN SÓSfALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS 'Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Kari Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. SPILIN Á BORÐIÐ, STRAX! Þjóðviljinn birti á fimmtudag upplýs- ingar um meðferð landhelgismálsins innan Framsóknarflokksins. Þar kom greinilega fram að þingflokkur hans hefur fjallað um málið og þar hefur farið fram skoðanakönnun um afstöðu flokksins. Virðast fjórir þingmenn hafa greitt at- kvæði gegn eða tjáð sig andviga þvi að heimila forustu flokksins að ræða við út- lendinga um veiðar innan 50 milnanna, þegar samningarnir renna út 13. nóvem- ber, eða i næstu viku. Framsóknarflokk- urinn hefur ekki borið þessar upplýsingar Þjóðviljans til baka og hefur málgagn flokksins ekki svarað þeim einu einasta aukateknu orði. Sú þögn bendir til þess að rétt hafi verið með farið i blaðinu, enda upplýsingar þess hafðar eftir þingmönn- um Framsóknarflokksins. En hvernig stendur á þvi að Timinn eða talsmenn flokksins þora ekki að minnast á málið einu aukateknu orði? Hvernig stendur á þvi að stjórnarmálgögnin hafa þagað grafarþögninni um landhelgismál- ið? Ástæður þagnarinnar eru auðvitað venjulegur aumingjaskapur forustu fram- sóknar, undirlægjuháttur hennar við sjón- armið ihaldsins. Þessi ræfildómur fram- sóknarforustunnar i landhelgismálinu er ekkert minna en hneyksli. Hún veit að meirihluti þjóðarinnar — yfirgnæfandi meirihluti — er i fyllstu andstöðu við samninga innan 50 milna markanna og af- staða stjórnarandstöðunnar er þannig að einörð afstaða framsóknar myndi tryggja það að ekki yrði samið um veiðar innan 50 milna markanna og forusta Sjálfstæðis- flokksins þyrði aldrei að láta koma til stjórnarslita vegna þessa máls. Stjórnin hefur til þessa þagað eins og steinn um landhelgismálið i heild. Samt er vitað að stjórnmálamenn og embættis- menn á vegum stjórnarinnar hafa verið að ræða um það við útlendinga i fullri alvöru UMMÆLI GUÐMUNDAR SKIPHERRA Þing Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands hófst i Reykjavik i vikunni. Sá kunni skipherra, Guðmundur Kjærne- sted, er formaður sambandsins og i setn- ingaræðu sinni sagði hann meðal annars: „Þegar þetta er skrifað þá voru að ber- ast fréttir um það að bretar ætli að senda herskip inn i islenska landhelgi eftir 13. nóvember, ef við gerum tilraun til þess að verja okkar landhelgi. Ef svo fer, skora ég á fulltrúa þessa þings að taka strax ein- arða afstöðu gegn sliku ofriki og gæti svo farið að rétt væri að skora á rikisstjórn Islands, að slita þegar stjórnmálasam- bandi við Bretland um leið og fyrsta breska freygátan birtist innan islenskrar fiskveiðilandhelgi og um leið að tilkynna samstarfsmönnum okkar i NATO, að okkar land sé lokað allri umferð þeirra rikja, sem i bandalaginu eru, svo lengi að heimila þeim að veiða hundruð þúsund tonna hér við land. í þeim viðræðum hafa verið nefndar ákveðnar tölur um magn og skipafjölda og timalengd samninga. Þessar tölur hafa ekki einasta verið nefndar af bretum og vestur-þjóðverjum, það eru sjálfir fulltrúar islensku rikis- stjórnarinnar sem hafa leyft sér að nefna ákveðnar tillögur i þessu sambandi. Þessar tölur og tillögur eru nefndar án alls umboðs frá alþingi, mánuðum saman forðaðist stjórnarliðið að kalla saman landhelgisnefnd flokkanna. Þessar tillög- ur hafa hvergi verið bornar upp nema ef vera kynni i stjórnarflokkunum sjálfum, Og allt bendir til þess vissulega, en pukrið með þær er með öllu forkastanlegt. Þjóðviljinn heitir á alla landsmenn að herða enn róðurinn i landhelgismálinu og heitir á alla islendinga að ljá þeirri kröfu lið að tillögur stjórnarflokkanna verði taf- arlaust birtar.— s. sem breski flotinn hafi afskipti af okkar innanr ikismá lum. Þessi ummæli skipherrans eru áreiðan- lega skýrt dæmi um þá afstöðu sem þjóðin hefur i landhelgismálinu og ef rikisstjórn- in ekki verður við áskorunum um hörð viðbrögð gegn ofbeldinu þá er hún að bregðast. Rikisstjórn sem bregst i striði á að segja af sér og gefa þjóðinni kost á að segja álit sitt. — s. Viðtal við nóbelshafann Kantorovitsj Stæröfræðin skipu- leggur auðlindanýtingu Annar tveggja manna sem hlutu Nóbelsverðlaun í ár fyrir framlag til hag- fræðivísinda er sovéski vísindamaðurinn Kant- orovitsj. Daginn sem til- kynning barst um verð- laun þessi átti f réttaritari sænska sjónvarpsins, Skansberg, viðtal við Kantorovítsj, sem hér á eftir verður rakið i stór- um dráttum. Kantorovitsj vildi fyrst engu spá um það, hvort hann færi til Stokkhólms að veita verð- laununum viðtöku, en bjóst þó heldur viö þvi. Hann sagði að verðlaunum þessum væri skipt á milli sín og bandariska fræði- mannsins Coupmans fyrir fram- lag þeirra til kenningar um það, hvernig best mætti nýta auð- lindir. Kenningar og tölvur 1 reynd þýðir þetta, sagði Kantorovitsj, aö á hinum ýmsu stigum framleiðsluferils er hægt að velja úr ýmsum kerfum ákvarðana, sem þó allar miðast viö sama markmið. Tilbrigði við þessar ákvarðanir geta verið firnamargar, kannski skipta þær hundruðum miljóna. Mælikvarði á rétta lausn fæst með skoðun á þvi, hve miklu er eytt af hrá- efnum, orku og vinnuafli til að ná settu marki. Ég hefi allt frá árinu 1939 unnið að þvi að búa til aðferðir sem leiða til þess að markmiðiði sé náð meö sem minnstri eyðslu. VÍSINDI OG SAMFÉLAG Þegar ég hóf þetta starf áriö 1939 voru tölvur ekki til. En þar eð þessar aðferðir eru byggðar á þvi, að hægt sé að gefa stærð- fræðilegar lausnir á efnahags- legum verkefnum, þá hafa tölvur gertþað miklu auðveldara en ella að beita þessum aðferðum, vegna þess að sjálfsögðu að út- reikningamöguleikar þeirra eru gifurlegir. Sjálfar eru aðferöir þessar þýðingarmiklar, hvað sem tölvum liður, en notkun tölvu- tækni gerir framkvæmd þessara aðferða miklu virkari en ella væri. Þær eru nú notaöar mjög viöa i Sovétrikjunum, ekki sist I sambandi við útbreiðslu sjálf- virkra stjórnunarkerfa. Spurning: Oft verður mikill hvellur út af veitingu.nóbelsverð- launa, til dæmis i sambandi við Solzjenitsin og Sakharof. Er það yður ekki til trafala að hér eru Nóbelsverðlaun oft gagnrýnd? Nóbelsdeilur Kantorovitsj: Ég held ekki aö það muni há mér, þvi að nokkrir sovéskir visindamenn, allt frá lifeðlisfræðingnum Pavlof, hafa fengið Nóbelsverðlaun, og ekki varð neinn hávaði af, og ég býst ekki við að sovétstjórnin eða sovéska þjóðin hafi neitt á móti verðlaunum til min frekar en þegar aðrir visindamenn hafa fengið verðlaunin. Spurning: Þér starfið innan ramma hefða sovéskra, marxiskra visinda. Þér eruö að sjálfsögðu hlynntur endurnýjan þessara visinda? Kantorovitsj: Ég er fyrst af öllu stærðfræðingur og hefi hlotið rikisverðl. fyrir störf á þvi sviði, en á siðustu35 árum hefi ég unnið að hagnýtingu stærðfræði i atvinnulifi, og i þvi sambandi hefi ég að sjálfsögðu fengist viö efna- hagsleg vandamál ekki aðeins aö þvi er varðar magn heldur og gæði. Mér finnst að hagnýting stærðfræði i hagvisindum stofni alls ekki til neinna árekstra við marxiska hagfræðikenningu, heldur geti stuðst viö hana og auðgað hana um leið með nýjum aðferðum — til dæmis við skil- greiningu á fyrirbærum eins og verðmyndun i sósiliskum búskap, hagkvæmni fjár- festingar, notkun náttúru- auðlinda og mat á henni frá sjónarmiði náttúruverndar og auðlindaverndar. Við spurðum tölvuna hvernig við ættum að spara orku, og hún svaraöi: Takið mig úr sambandi. Spurning: Hvert er álit yðar á svonefndum markaðssósialisma? Kantorovitsj: Mitt álit er þaö að sósialiskt samfélag hafi ekki þörf á þvi ef það vill gera atvinnu- lif og stjórnun virkari,að láta einskonar markaðskerfi koma i staðinn fyrir áætlunarbúskap. Heldur skapi sósialiskt samfélag hagkvæmust skilyrði til lausnar efnahagslegra vandamála á grundvelli áætlunarbúskapar. 1 lok samtals þessa lýsti Kantorovitsj ástæðulaus ummæli eins af meðlimum sænsku aka- demiunnar um að hann væri „laumugagnrýnir sovésks efna- hagskerfis”.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.