Þjóðviljinn - 09.11.1975, Page 7

Þjóðviljinn - 09.11.1975, Page 7
Sunnudagur í). nóvember 1 »75. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7 ’þeir gætu hugsað sér að bretar fengju, að ákveðnum skilyrðum uppfylítum, heimild til að veiða aflamagn, sem er langt umfram það, sem liugsanlegt er að þeir tækju utan 50 míInanna.Sem sagt boðið þeim inn fyrir 50 milurnar. Samkvæmt fréttum Reuters- fréttastofunnar töluðu íslensku ráðherrarnir um 70-80.000 tonn á ári. Má vera, að talan hafi verið eitthvað litið lægri, en algerlega ljóst, hvað hér er á ferðinni með tilliti til 50 milnanna. Það liggur ' einnig fyrir, að formaður bresku samninganefndarinnar hefur skýrt frá þvi opinberlega, svo sem fram hefur komið i fréttum, að þarrta hafi verið um tilboð að ræða af hálfu islensku rikis- stjórnarinnar, og enginn vafi að svo hefur verið i reynd, þótt til- boðið hafi ekki verið formlegt að öllu leyti. Það sem þarna hefur gerst er þetta: Bretar hafa sýnt mun meiri kröfuhörku en almenningur á tslandi hefur átt von á. íslensku ráðherrarnir hafa hrakist undan og opnaö fyrir 50 milurnar þeim mun meir, sem bretarnir voru harðari, samkvæmt boðorðinu: Samninga umfram allt. Auðvitað ber enn mikið á milli, en greini- legt á hvaða leið málið er, þvi að þegar bretar hafa togað islensku ráðherrana á asnaeyrunum nógu langt út i fenið, þá munu bretar auðvitað hvenær sem er geta breytt um tón og fallið frá ein- hverju af sinum öfgafyllstu kröf- um til að Ijúka samningsgerð. Varðandi allar bollaleggingar um samningsgerð við breta er sérstaklega vert að hafa i huga, að samkvæmt skýrslum Alþjóða- hafrannsóknaráðsins hafa ein- mitt bretar veitt hér við land af þorski fullan helming þeirra fiska, sem á land hafa komið af íslandsmiðum, enda þótt afli þeirra hafi ekki verið nema þriðjungur heildarþorskaflans hvað þyngd snertir. Ástæða þessa mikla mismunar cr auðvitað sú, að bretar hafa veitt hér mun meira af ungfiski en allar aðrar þjóðir til samans að okkur sjálf- um meðtöldum. Það glapræði að hleypa bretum enn innfyrir 50 milurnar getur þjóðin stöðvað, en til þess þarf að taka fram fyrir hendurnar á ráð- herrunum ráðvilltu. Viðræöur við Þjóðverja Um samningana við vestur- þjóðverja hefur Þjóðviljanum einnig tekist að afla nokkurra upplýsinga. Þar ber verulega miklu minna á milli en i samning- um við breta. Þjóðverjar hafa Alþýðubandalagið í Reykjavík: Almennur félagsfundur verður haldinn i Lindarbæ miðvikudaginn 12. nóv. kl. 20.30. Dagskrá: l. Kosningar luUtrúa á llokksráðstund. i. Lskulýður, verkalýöur, Alþýöubanda- lag. Umræður um í'lokksmálefni Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik. Svanur Kristjánsson hefur framsögu. 3. Önnur mál. St jornin. Rafvirki óskast til Skagafjarðarveitu. Æskilegt er að hann hafi búsetu á Sauðárkróki. Nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri eða Hákon Pálsson, rafveitustjóri á Sauðárkróki. llafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 [IKYKJAVÍK boðið að fara með alla frystitog- ara út fyrir 50 milurnar, (þótt sjávarútvegsráðherrann og fleiri i islensku rikisstjórninni hafi reyndar fyrir ári verið bún- ir að samþykkja frystiskip innan 50 milnanna, samanber Morgun- blaðið 14. nóvember 1974!), gegn þvi að fá að veiða hér alls 70- 80.000 tonn á ári og sums staðar upp að 12 milum fyrir smærri tog- ara. t samningunum hafa is- lensku ráðherrarnir einnig látið uppi tölur, sem bera með sér að opnað er fyrir 50 milurnar einnig gagnvart þjóðverjum. Það sem af hálfu islensku rikis- stjórnarinnar stendur fyrst og fremst i vegi nú fyrir samnings- gerð við þjóðverja er trúlega, að án samninga við breta jafnhliða fengist ekki trygging frá Efna- hagsbandalaginu fyrir þvi að tollasamningurinn margumræddi kæmi til framkvæmda i Efna- hagsban alagslöndum utan Þýskalands svo sem i Bretlandi, hvað islenskar sjávarafurðir snertir. Sá biti stendur þrátt fyrir allt i islensku ráðherrunum að eiga að undirrita samning t.d. við þjóðverja, án þess að fá trygg- ingu fyrir niðurfellingu tollanna hjá Efnahagsbandalaginu i heild. Svo sem hér hefur verið rakið er rikisstjórnin greinilega komin á bólakaf i samningamakk um veiðar útlendinga ekki bara innan 200 milnanna, heldur einnig innan 50 milnanna. 13 Framsóknar menn sviku 50 mílurnar Og allt fer þetta fram sam- kvæmt heimildum, veittum af þingflokkunum, sem rikisstjórn- ina styðja. Þjóðviljinn skýrði frá þvi nú i vikunni, að slik heimild hefði verið veitt af hálfu þing- flokks Framsóknarflokksins með atkvæðagreiðslu i þingflokknum i siðasta mánuði. þar sem aðeins 4 af 17 þingmönnum flokksins vildu standa fast á 50 milunum. Svona alvarlega er málið á vegi statt, þrátt fyrir fögur orð, fyrir- lieit og svardaga um að frá 50 milunum skyldi þó aldrei hvikað. Framsóknarflokkurinn þolir ekki að vera i samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn. i sliku samstarfi biður hans það hlutskipti eitt að drekka úr hóffarinu. — tæma bik- ar niðurlægingarinnar i botn. Nú er komið að þvi fólki um allt land. sem stutt hefur Fram- sóknarflokkinn að láta i sér heyra. Enn er hægt að stöðva samningaglapræði. Undanfarnar vikur hafa átt sér stað samningaviðræður um kjaramál milli fulltrúa fjár- málaráðherra og þeirra, sem starfa hjá rikinu. Og brátt liður að þvi, að samningar hefjist um kaup og kjör á hinum almenna vinnumarkaði. 1 þessum umræðum og við- ræðum hefur einsog ævinlega tvennt verið áberandi óviðkunn- anlegt. í fyrsta lagi sjálfbirg- ingslegur eymdarsöngur rikis- stjórnarinnar um vonda afkomu þjóðarbúsinsogfullyrðingar um að kaupmáttur launafólks á fyrri hluta árs 1974 hafi verið „óraunhæfur”. í öðru lagi sú á- rátta margra launamanna að miða fyrst og fremst kröfur sln- ar við kaup og kjör annarra launastétta og mismun á kjara- rýrnun sins flokks og annarra, rétt einsog meginatriðið sé að halda einhverju ákveðnu bili milli einstakra starfshópa. En með sliku háttalagi er vart hugsað út fyrir þann ramma, sem settur er af framkvæmda- nefnd vinnukaupendavaldsins, en það er sjálf rikisstjórnin. Tölur og trúgirni 1 fyrsta lagi er litil ástæða til að taka undir eymdarvælið „úlfur, úlfur” um hraklega af- komu þjóðarbúsins. Þótt aldur- innsé ekki býsna hár, hefur ekki þurft að fara fram hjá neinum, sem fylgst hefur með blöðum og útvarpi siðustu áratugi, að þjóð- arskútan hefur verið að sigla i strand á hverju einasta ári eða menn voru að fara 'fram af bjargbrúninni, og ýmsar fleiri skáldlegar samlikingarhafa séð dagsins ljós og flotið fram af munni óskáldlegustu manna. Og allt er þetta svo sannað með ,,ó- hrekjanlegum tölulegum stað- reyndum”. Oftast er það við- komandi rikisstjórn, sem temur sér þvilikt orðafar, a.m k. þegar launafólk reynir að fá kjör sin bætt að nokkru. Það gæti orðið dágóður höfuðstóll að heimilda- banka. þótt ekki væri annað gert en taka saman ummæli þessa efnis I áramótahugleiðingum forsætisráðherra siðustu 80 árin. Aldrei hefur þó verið farið fram af búninni, og það hefur m.a.s. stundum sýnt sig, þegar stjórnarskipti hafa orðið, að það var lafhægt að bjarga hlutunum við og launafólk gat jafnvel fengið einhverja réttingu sinna mála. Það reyndist vera spum- ing um vilja og stjórnarstefnu. Eftirá segir svo ævinlega næsta kjaraskerðingarstjórn: 'Það er ekkert að marka, þótt hinir gætu leyft kaupmættinum að hækka eitthvað. Þá rikti nefni- lega svo mikið góðæri til lands og sjávar eða hagstæð við- skiptakjör. Auk þess er kjara- bótastjórn ætið sögð hafa farið illa með fjármuni, en það telst i munni slikra manna illa farið með fé, ef launafólk fær aukna hlutdeild i þjóðartekjunum. Það er lika svolitið undarleg tilvilj- un, þegar litið er til baka, að það er einsog þessi óskýrgreindu góðæri hafi ávallt fylgt vissum flokkum i rikisstjórn, nefnilega þeim sem hafa félagslegar að- gerðir eða sósialisma á stefnu- skrá sinni. Af þessum sökum er maður löngu farinn að treysta meir á almenna skynsemi en „óhrekjanlegar tölur”. ÁRNI BJÖRNSSON SKRIFAR: Misskipting þjóðartekna Enda má lika nefna aðrar töl- ur. Það liggur ljóst fyrir sam- kvæmt tölum kjararannsóknar- nefndar, að kaupmáttur launa- fólks hefur rýrnað um a.m.k. 15—30% frá fyrsta ársfjórðungi 1974, mismunandi eftir starf- stéttum og launaflokkum. Nú er upplýst, að þjóðartekjur á mann minnkuðu ekki nema um 1% á árinu 1974, og jafnvel Geir Hallgrimsson treystir sér ekki til að spá nema 9% minni þjóð- artekjum á mann þetta árið. Jafnéel þótt sú spá yrði tekin trúanleg, sem að visu væri þó- nokkur barnaskapur, þá er hinu ósvarað, hvers vegna kaup- máttur launafólks ætti endilega að rýrna um 5—20% meira en nemur rýrnun þjóðartekna á mann. Hér er einmitt komið að kjarna málsins. sem allirlauna- menn verða að snúa sér að, hvaða launaflokki sem þeir ann- ars hafa lent i. Það er ekki til annars en skemmta skrattan- um, að þeir eyði meginorku sinni i að metast um kjör sin innbyrðis og togast á um þetta blauta hráskinn, sem rikis- stjórnin fleygir til þeirra, hvort sem það eru verkamenn, sjó- menn, iðnaðarmenn, BSRB, BHM eða aðrir. Slikur hrá- skinnsleikur verður annaðhvort til þess, að einhverjir hópar, hinir sterkustu, kippa öðrum á knén eða skinnið rifnar og allir detta á rassinn. Og á meðan fitnar púkinn, sem er vinnu- kaupendavaldið. Það sem gerðist á árunum 1971—74 var að kaupmáttur launafólks í heild jókst svolitið frá þvi sem hann áður var. For- maður Vinnuveilendasambands tslands lýsti þvi yfir i sjónvarpi i fyrra, mjög áhyggjufullur, að hlutur launþega i þjóðartekjun- um hefði aukist um 10 eða 12 prósent. Og það fannst honum vitaskuld ósvinna. Hvort sem þær tölur voru réttar eða rang- ar, þá er það þetta sem rikis- stjórnin, framkvæmdanefnd vinnukaupendavaldsins, er að reyna að snúa við og hefur þeg- ar gert, I bili a.m.k. Og það er þetta, sem fulltrúar rikisstjóm- arinnar eiga við, þegar þeir segja, að grundvöllurinn eða forsendan fyrir kaupmættinum 1974 hafi verið „óraunhæfur”. Þessvegna þurfa launamenn allir sem einn að sameinast um að knýja rikisstjórnina til að hverfa frá þessari aftursnún- ingsstefnu, sem felst i þvi að minnka hlutfall þeirra i þjóðar- tekjunum til hagsauka fyrir einkarekstur lögverndaðra skattsvikara, svosem verktaka, innflytjenda, útflytjenda, milli- liða o.s.frv. Hvað er pólitík? Einhverjir kynnu að telja það óviðkomandi samtökum launa- fólks að taka svo „pólitiska” af- stöðu. Slikt er reginmisskilning- ur. Allir hljóta að viðurkenna. að launamál séu a.m.k. efna- hagspólitik. En sleppa mætti orðhlutanum „efnahags” fram- an af, þvi að pólitik snýst i reyndinni um litið annað en efnahagsmál, þegar grannt er skoðað. Pólitikin er i eðli sinu ekki annað en barátta þjóðfé- lagsstéttanna um skiptingu þjóðarteknanna. Niðurlag for- ystugreinar Morgunblaðsins sl. sunnudag var t.d. einkar at- hyglisvert: „Ekkert skiptir nú meira máli fyrir fjárhagslegt sjálfstæði is- lendinga en að takast megi á ár- inu 1976 að ná verðbólgunni mjög verulega niður, en það tekst ekki nema um mjög veru- legan samdrátt verði að ræða i öllum umsvifum einstaklinga og opinberra aðila.” Menn taki eftir, að hér er rætt um einstaklinga og opinbera að- ila, en ekki minnst á nauðsyn samdráttar i umsvifum einka- rekstursins einkafy rirtæk janna. Samdráttii- i umsviíum opin- berra aðila er vitaskuld i óhag öllum opinberum starfsmönn- um. En með þvi að halda laun- um þeirra I lágmarki er auð- veldara að berjast gegn kaup- hækkunum á almennum mark- aði, en það er auðvitað aðalat- riðið fyrir vinnukaupendavaldið og framkvæmdanefnd þess, rik- isstjórnina. Syndaselir hafa mannsaugu Þegar stefnt er að þvi að skerða kjör launafólks i þágu vinnukaupenda, er ævinlega reynt að finna einhverja söku- dólga, sem hafi of hátt kaup. Það er t.d. bent með hneykslun á efstu launaflokka rikisstarfs- manna, sem i eru nokkrir tugir manna. Eða það er býsnast yfir vissum hópi iðnaðarmanna á besta aldri, sem hálfdrepa sig á uppmælingarvinnu á tiu árum. Það mætti ugglaust leiða ein- hver rök til þess, að svosem einn bilfarmur af rikisstarfsmönn- um eigi ekki skilið sitt kaup eða breyta ætti reglum um uppmæl- ingartaxta. En þetta skiptir engum sköpum. Með sliku at- hæfi er einungis verið að rugla fólk og fela aðalatriðin, en etja i staðinn launamönnum hverjum gegn öðrum og koma þannig i veg fyrir að þeir snúist sameig- inlega gegn höfuðóvininum, sem vill draga hlutþeirra til sin, en sá er hið ómannlega vinnu- kaupendavald. Sú ein barátta hefur þó skynsamlegan tilgang. Innbyrðis átök launamanna verða þeim ölluni til ófarnaðar. BLAUTT HRÁSKINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.