Þjóðviljinn - 09.11.1975, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. nóvember 1975.
Sakharof: friður sé meira en vopn þegi
Mcdvédéf-bræður: samstaða og ágreiningur.
Mannréttindi og
samúð heimsins
Sakharofyfirheyrslurnar i
Kaupmannahöfn hafa, af algeng-
um erlendum blöðum að dæma,
orðið sýnu minni fjölmiðlamatur
en búast mátti við. Af hverju
skyldi það vera? Liklega stafar
þetta að nokkru leyti af þvi, að
vitnaleiðslurnar voru að miklu
leyti itrekun á ýmsu, sem menn
hafa áður kynnt sér i yfirlitsritum
eða endurminningum eftir ýmsa
sovétmenn eða sagnfræðinga. Á
hinn bóginn skyggðu nóbelsverð-
laun til Andreis Sakharofs sjálfs á
allt saman — hans persóna, hans
viðleitni var mjög i sviðsljósi. En
svo fór þegar þessi mál urðu við-
fangsefni sjónvarpsþáttar fyrr i
vikunni, að umræðan fór mjög á
tvistog bast — svo mjög að það
sýnist ekki óþarft að rifja upp
nokkuð af málflutningi Sakharofs
og viðbrögð við honum heima fyr-
ir og erlendis.
Vígbúnaöur
Sakharof, kallaður höfundur
sovésku vetnissprengjunnar, hef-
ur um árabil lagt þann skerf til
friðarmála i venjulegri merk-
ingu, að gagnrýna harðlega vig-
búnaðarkapphlaup, ekki sfst á
sviði gjöreyðingarvopna. Hann
hefur að undanförnu mest gagn-
rýnt sina heimamenn fyrir það
sem hann kallar stórhættulega
hervæðingu atvinnulifsinsf áður
hallaðist hann að þvi, að skipta
ábyrgð á vigbúnaðarkapphlaupi
nokkuð jafnt niður milli Sovét-
rikja og Bandarfkja. Hvernig sem
menn annars vilja skipta þeirri
ábyrgð, þá verður það hér talið
Sakharof til tekna, að hann sækir
afvopnunarmál á sinum heima-
vigstöðvum, hefur til þess áræði
ogað sjálfsögðu drjúga þekkingu.
Þetta er tekið fram vegna þess,
að það er lftill vandi að sitja uppi
á fslandi og hamast út i vigbúnað
rússa, eða t.d. i' Ungverjalandi og
hamastgegn striðsvél Pentagons.
Réttlætiskröfur
t öðru lagi segir Sakharof sem
svo, að friður sé meira en að
vopnin þegi —hann feli i sér rétt-
lætiskröfur, annars verður friður
háð og spott um hlutskipti mikils
fjölda manna. betta er almenn
forsenda sem fáir munu neita að
skrifa undir, þótt það kynni að
renna á marga tvær grimur þeg-
ar að þvi kemur að skilgreina
réttlætiskröfurnar nánar. Þær
sem Sakharof og hans samherjar
halda á lofti stefna, eins og menn
vita, gegn skerðingu á mann-
réttindum i ættlandi þeirra.
Helstu kröfur eru þessar.
a) Pólitiskum föngum sé sleppt
úr haldi. Hér er um þá að ræða
einkum sem dæmdir eru skv.
lagabókstaf um bann við and-
sovéskum áróðri. Liklega eru all-
ir sovéskir andófsmenn á einu
málium þetta atriði; enda liggur
það fljótlega i augum uppi hve
háskaleg beiting slikra laga er.
Þau fela það nefnilega i sér, eins
og hliðstæð fyrirbæri sem til hafa
verið eða eru annarsstaðar
(óamrisk nefnd), að þeir sem
með völd fara, ákveði i gegnum
dómstóla sina hvað sé leyfileg
gagnrýni i landi og hvað ólögmæt
og refsiverð.
Menn eru ekki á einu máli um
það (eins og kom fram við Sakha-
rof-yfirheyrslur) hve margir þeir
eru sem fylli flokk pólitiskra
fanga i Sovétrikjunum. Amnesty
International hefur fyrir sitt leyti
giskað á þrjá til fjóra tugi þús-
unda, ef ég man rétt.
b) Hætt sé misnotkun læknis-
fræði, m.ö.o. að úrskurða andófs-
menn á geðveikrahæli. Einu
þekktasta dæmi þessarar tegund-
ar er lýst i bók líffræðingsins
Zjores Médvédefs, sem nú er i út-
legð á Englandi, „Hver er geð-
veikur”.
c) Afnám ritskoðunar eða
a.m.k. veruleg rýmkun hennar —
þetta væri i reynd tengt við áður-
nefndar lagagreinar um and-
sovéskan áróður.
d) Virtur sé réttur ýmissa
þjóðabrota. í reynd hefur mest
verið hafður á oddinum réttur
krimtatara til að flytjast aftur til
fyrri heimkynna, en þaðan voru
þeir fluttir nauðugir i striðslok.
Hér við blandast réttur gyðinga
til að flytja úr landi, en hann hef-
ur fengist viðurkenndur að
nokkru á siðustu árum.
e) Réttur til að flytjast úr landi
og snúa heim aftur.
Ekki til viðtals
Af viðbrögðum sovéskra yfir-
valda er það helst að segja, að
þau afgreiða þessa kröfugerð i
störum dráttum sem óþjóðlega og
eru lltt til viðtals um hana. Þau
neita að misnotkun geðveikra-
hæla viðgangist, slá ádeilu á rit-
skoðun frá sér með þvi að segjast
ekki vilja hafa klám eða striðs-
áróður, standa fast á þvi að það sé
rétt að „verja” fólk fyrir skaðleg-
um áróðri. Þau segjast reyndar
reiðubúin að athuga óskir manna
um að flytja úr landi ef um „sam-
einingu fjölskyldna” sé að ræða
(en það er sú formúla sem viðhöfð
er um brottflutning gyðinga). Að
öðru leyti snúa þeir mann-
réttindaumræðu oftast upp i það,
að réttur til menntunar, vinnu og
brauðs skipti einna mestu máli og
telja sig standa vel að vigi i þeim
efnum.
Alþjóðamál
í viðskiptum stjórnvalda við
Sakharof og stuðningsmenn hans,
er þó minnst fjallað um þessa
hluti, en þeim mun meira hamast
út af ýmsum ummælum Sakha-
rofs um alþjóðamál. Sakharof hóf
feril sinn i mannréttindabaráttu
sem umbótamaður innan kerfis-
ins, en hann hefur, ekki sist fyrir
sakir magnaðs fjandskapar
stjórnvalda, þróast til ótviræðrar
andstöðu við hið sovéska kerfi
yfirleitt og vantrú á sósialisma.
Þessu fylgir, eins og hjá ýmsum
sovéskum andófsmönnum öðrum,
mikil trú á stjórnarfari og fram-
göngu vesturvelda, ekki sist
Bandarikjanna, sem mörgum
vesturlandamönnum kemur satt
að segja spánskt fyrir sjónir,
einnig þeim sem ekki eru ýkja
róttækir sjálfir.
Þannig hefur Sakharof t.d. látið
orð falla á þá leið, að bandarikja-
menn hafi gert rétt i að „hjálpa
vinum sinum” i Suður-Vietnam
og þar með harmað siðar að þeir
hafi „brugðist” þessum vinum
sinum. Kannski stafar slik þróun
meðfram af vissri einangrun og
þeirri gagnsefjun við einhliða
túlkun sovéskra fjölmiðla á
heimsmálum, sem hallast til að
telja fyrirfram allt rangt sem
þeir hafa að segja — og þá einnig
um Vietnam og stjórnarfar það
sem bandarikjamenn studdu i
Saigon. Vissulega hefur Sakharof
sinn rétt til að láta sér skjátlast i
þessum efnum. En eins og aðrir
sovéskir andófsmenn, lengra til
vinstri (Médvédéfbræður til
dæmis) hafa bent á, þá gerir það
sjálfa mannréttindabaráttuna
sýnu erfiðari, ef að menn eins og
Sakharof fara með staðhæfingar
um alþjóðamál, sem sovéskum
talsmönnum þykir þægilegt að
geta hampað og gert mikið úr, i
þvi skyni að gera málstað hans
allan sem tortryggilegastan.
Einnig hafa þessir andöfsmenn
óttast, að þessi viðhorf Sakharofs
verði til að reka óþarfan fleyg á
milli hans og vinstrisinna á
Vesturlöndum.
Aö fara úr landi
Sovéskir andófsmenn eru undir
þungu fargi, enda eru þeir ekki
stór hópur. Og þessi hópur er
heldurekki samstæður.Þarna eru
fulltrúar kristinnar hefðar, þjóð-
ernishyggju smáþjóða, frjáls-
hyggju, vinstrisinnaðrar umbóta-
stefnu osfrv. En i stórum dráttum
mundu þeir vera sammála
Sakharof i mannréttindakröfum
hans. Þó er ágreiningur um þá
áherslu sem hann leggur á rétt
fólks til að flytja úr landi. Það er
t.d. ljóst af nýlegri bók Solzjenit-
sins, „Kálfur stangar eik” að
hann telur brottflutning engan
vanda leysa (Henn tekur það
reyndar fram, að það geti verið
undantekning með gyðingana,
enda hafi þeir alltaf verið „fram-
andi” iRússlandi— eru gyðingar
ýmsir að vonum ekki rétt ánægðir
með svo stórrússneska formúlu
hjá Solzjenitsin). Hvað um það;
sumir andófsmenn lita með tor-
tryggni á brottflutning (nauðugan
eða viljugan) einfaldlega vegna
þess, að þeir eru á móti þvi að
raðir þeirra þynnist.
Innskot: hinn mikilvægi réttur
til að fara úr landi, velja sér
dvalarstað, er reyndar heims-
vandamál. Hann er þvi miður litt
virkur nema i litlum hluta heims.
Mikill fjöldi fólks i þriðja heimin-
um reynir að komast til landa
sem auðugri eru og virða fleiri
lýðréttindi — vandinn er hinsveg-
ar sá, að riku löndin vilja ekki
taka við — nema þá mjög tak-
mörkuðum fjölda fólks, þá yfir-
leitt i ákveðin störf.
Hvers konar
stuðningur?
Allir andófsmenn telja sér
mikilvæga alþjóðlega samstöðu,
stuðning erlendis frá. En spurt
er: i hvaða formi getur slikur
stuðningur verið? Og þessi spurn-
ing hefur mjög viðtæka skirskot-
un — hún á auðvitað við um öll
þau lönd þar sem menn hafa sætt
ofsóknum eða fangelsunum fyrir
skoðanir sinar og skrif.
Enginn gerir litið úr frumkvæði
einstaklinga og samtaka i þessum
málum. Kollegar sýna samstöðu:
rithöfundar t.d. taka að sér of-
sóttan rithöfund. Eða þá að sér-
stök alþjóðasamtök eins og Am-
nesty International reyna að gera
sittbesta. Það er skirskotað til al-
menningsálits með þvi að skrifa i
blöð osfrv. En nú er það svo, að
Sakharof er einn þeirra, sem vill
ganga lengra i þessum efnum.
Hann hefur m.a. hvatt til þess, að
Bandaríkin taki mannréttinda-
kröfurinn í samningasem gerðir
eru við Sovétrikin um viðskipti,
bætta sambúð og þar fram eftir
götum. Á þeirri forsendu, að bætt
sambúð sé ekki mikils virði ef hún
þýði ekki betra mannlif um leið.
Af sjálfu leiðir, að sovésk
stjörnvöld eru æf yfir þessum
hugmyndum, sem notið hafa a 11-
mikils stuðnings á bandariska
þinginu (Jackson ofl.). Þetta
segja þau dæmi um það, að eigin-
lega sé Sakharof kaldastriðsmað-
ur.
Þær ásakanir eru að sjálfsögðu
langt frá kjarna málsins. En hitt
er ljóst, að hugmynd sem þessi
hlýtur að vekja deilur. Sumir
sovéskir andófsmenn eru hálf-
smeykir við þessa kröfu Sakha-
rofs. Þeir segja sem svo: ef að
bandariskir ganga mjög hart
fram i þessum efnum, þá getur
eins farið svo, að „haukar” verði
ofan á i hinu sovéska forystuliði
með þeim afleiðingum að það
hlaupi alveg i „baklás”. Otkoman
gæti kannski orðið sú, að menn
fengju hvorki bætta sambúð, við-
skipti — né heldur betri stöðu
handa andófsfólki og minnihluta-
hópum.
Tvöfalt siögæöi
Ef málið ersvo sett i alþjóðlegt
samhengi, þá koma enn upp
vandkvæði. Hvatning Sakharofs
til „Bandarikja Lincolns, Roose-
velts og Eisenhowers” sýnist
byggð á mikilli oftrú á þvi
volduga riki. Það er augljóst, að
Bandarikin eru afar illa i stakk
búin til að blanda þannig saman
viðskiptum, diplómatiu og kröf-
um um aukin mannréttindi.
Það er nefnilega erfitt að fylgja
þvi fram, að slik krafa, hve rétt-
mæt sem hún kann að vera, skuli
gerð á hendur einu riki aðeins —
Sovétrikjunum. Einkum ef við
höfum i huga, að Bandarikin hafa
aldrei beitt hinu mikla efnahags-
lega og pólitiska valdi sinu til að
létta hlutskipti stjórnarandstöðu-
manna á hinu mikla áhrifasvæði
sinu i Latnesku Ameriku. Til að fá
fanga lausa, eða þó ekki væri
nema til að fá pyntingum aflétt i
fangelsum Brasiliu, Chile, Uru-
guay og viðar. Þvert á móti:
Bandarikin hafa lagt fram fé til
að kosta sérþjálfun lögreglufor-
ingja og pyntingameistara þess-
ara landa á yfirráðasvæði sinu i
Panama. Og þegar þetta volduga
riki beitir viðskiptaþvingunum,
þá er það jafnan til þess að steypa
vinstrisinnuðum réttkjörnum
stjórnum. Leiðrétta „ábyrgðar-
leysi” landsmanna, eins og
Kissinger orðar það. Bandarikja-
menn halda uppi málfrelsi fyrir
sjálfa sig heima fyrir, sem reyn-
ist stundum furðu virkt (Water-
gatemálhefði aldrei getað þróast
td. i Frakkl., segja kunnugir
menn). En þetta frelsi er ekki út-
flutningsvara. Ut eru flutt vopn
og lögregluviska til að viðhalda
efnahagskerfi, sem er Banda-
rikjunum hagkvæmt, en hefur
kostað ótaldar miljónir annarra
amerikumanna bæði prentfrelsi
— og réttinn til brauðs og vinnu.
Sem er, vel á minnst, ekki ómerk
mannréttindi, sem meirihluti
mannkyns þarf að berjast dag-
lega fyrir.
Misskipting
mannúðar
Hér skal engu spáð hve raunhæf
hugmynd Sakharofs um sam-
tvinnun rikjasamskipta og mann-
réttinda gæti reynst — hitt er vist
að hún hefur ekki verið höfð i sér-
stökum heiðri til þessa. ís-
lendingar hafa aldrei velt henni
fyrir sér i alvöru, svo mikið er
vist. Og allavega er ljóst, að hún
mun eiga erfitt uppdráttar, ef hún
á að byggja á misskiptingu
mannúðar eins og tekið var
bandariskt dæmi af. Þeir sem
hafa mannúðaraugað þá aðeins
opið þegar þeir lita i þá átt sem
pólitiskur andhælingur þeirra er
— en loka þvi þegar horft er ann-
að — þeir lenda fyrr en varir i sið-
ferðilega sjálfheldu. Nýjasta
dæmi um þessa sundurhólfun
samúðarinnar er reyndar Ind-
land. Indira Gandhi hefur ekki
einungis afnumið prentfrelsi,
heldur og sett 120 þúsundir
manna i fangelsi án dóms og laga
og um óákveðinn tima. Það mun-
ar um minna. Engir voldugir
aðilar hafa haft hátt um þessa
Framhald á 2 2. siðu.