Þjóðviljinn - 09.11.1975, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 09.11.1975, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur !). nóvember 1975. Rauða Stjarnan Bókabúð RAUÐA STJARNAN selur baskur og blöð sem fjalla um málefni verkalýðsins íslenskar, enskar, danskar, sænskar, kínverskar (á ensku), albanskar (á ensku), badíur á viðráðanlegu verði. Einnig seljun við hljómplötur og plaköt. Komið skoðið og kaupið. Sendum f pðstkröfu um allt land. Skrifið til RS pósthölf 1357 R. Opið virka daga frá 15.00- 18. 30 Rauða Stjarnan Bókabúð 1 Lindagötu 15 Reykjarvík ÚTBOÐ Tilboð óskast i nýjan eða notaðan færan- legan lyftikrana fyrir Reykjavikurhöfn. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 16. desember 1975 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 IÚTBOÐ Tilboð óskast i perur af ýmsum stærðum og gerðum fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur og aðrar stofnanir Reykja- vikurborgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 11. desember 1975 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASJOFNUN REYKJAVÍKURBORGA'R Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Vélaviðgerðir Tek að mér vélaviðgerðir, bifreiðavið- gerðir og nýsmiði. Upplýsingar i sima 99-5609 og 99-5638. SMÁAUGLÝSINGAR ÞJÓÐVILJANS 30.000 LESENDUR Augnaðgerðir með lasergeisla Ein algengasta orsök blindu er gláka, en 2—3 prósent af öllum sem náð hafa fertugsaldri þjást af þessum sjúkdómi, sem lýsir sér i þvi, að vökvaþrýstingur i auganu eykst og fylgir þvi oft mikill sárs- auki. Stafar aukinn vökvaþrýst- ingur af þvi, að hinar finu æðar, sem augnvökvinn rennur um, stiflast. Til þess að koma vökvastreym- inu aftur af stað er nauðsynlegt að framkvæma flókna skurðað- gerð, sem krefst mikillar ná- kvæmni, og hversu fær sem skurðlæknirinn er sem fram- kvæmir aðgerðina, þá kemst hann ekki hjá þvi að skadda aug- að verulega. Notkun lasergeisla við augn- lækningar bauð upp á alveg nýja möguleika, en tilraunir til þess að „brenna gat” á hinar stifluðu æð- ar með hjálp ljósgeisla hafa ekki gefið sérlega góða raun. Hinn brenndi vefur bólgnaði og æðarn- ar lokuðust á ný. Þar sem laser- geislar gáfu góða raun við að- gerðir á nethimnunni, þá virtist sem þeir gerðu ekki gagn við gláku. Nóbelsverðlaunahafinn A.M. Prokjorov, einn fremsti lasersér- fræðingur i heimi, lagði til, að gegn þessum sjúkdómiyrði notuð sérstök tegund lasergeisla, rubin- laser, sem sendir frá sér ljós- geisla með þúsundsinnum meiri tiðni en venjulegur lasergeisli hefur. Þar sem venjulegur laser- geisli kveikir eld i eldspýtu brennir rubinlasergeisli stykki úr eldspýtunni, án þess að kveikja eld i henni — hann borar sig i gegn um tréð eins og örmjó „ljós- nál”. Hinn geislaði vefur nær ekki að hitna, í honum verður aðeins örsmá sprenging er skilur eftir einskonar borholu. Gert hefur verið sérstakt ljós- fræðilegt kerfi, sem gerir það kleift að beina orku ljósgeislans beint að ákveðnum punkti, án þess að skaða augað. Nákvæmn- isstilling er gerð áður með hjálp lágverkunarlasers af hel- ium-neon gerð, en bylgjulengd hans er svipuð og rubinlasers. Með þessu er komið i veg fyrir mistakahættu sem stafar af geisladreifingu ljóssins, er það brotnar i linsu, eins og óhjá- kvæmilega verður, ef notaður er venjulegur rafmagnslampi við innstillinguna. 15—20 „stungur” með „ljósnál- inni” nægja til að opna nægilegan fjölda stiflaðra æða i hinum sýkta hluta augans. Nefnist aðferðin laser-gonio stunga. Er hún sárs- Sovésk kvik- mynd um Mark Twain KIEV (APN) Bandariski rithöf- undurinn Mark Twain verður aðalpersónan i nýrri sovéskri kvikmynd, sem verið er að taka i Ukrainu. Höfundur hinna vinsælu bóka um Tom Sawyer og Stikil- berja Finn verður sýndur i mynd- inni sem miðaldra maður og fer Oleg Tabakov frá Moskvu með hlutverk hans. aukalaus. Það eina, sem sjúkling- urinn finnur, er högg, sem hann er viðbúinn. Eftir meðferðina, sem aðeins tekur nokkrar minút- ur og hægt er að framkvæma á sjúkrahúsum, getur sjúklingur- inn strax farið heim eða til vinnu sinnar. Eftir þrjá daga, — stund- um strax eftir laser-gonio-stung- una — lækkar vökvaþrýstingur- inn i auganu og vökvastreymi hefst að nýju. Arangur meðferðarinnar varir minnst tvo mánuði, en venjulega um ár eða meira. Aðgerðina má endurtaka svo oft sem þörf kref- ur. A siðustu þrem árum hafa 136 glákusjúklingar i Sovétrikjunum fengið laser-gonio stungu með- ferð. I öllum tilfellunum hefði annars verið þörf uppskurðar. Lasermeðferð mun i framtiðinni geta komið i stað skurðaðgerðar við gláku, a.m.k. að nokkru leyti H vað er í JROPICANA' ? Engum sykri er bætt f JRDPICANA Engum rotvarnar- efnum er bætt í JROPICANA Engum bragðefn- um er bætt í JRDPICANA Engum litarefnum er bætt í JRDPICANA JRDPICANA er hreinn appelsínusafi og í hverju glasi (200 grömm) af JFlöPICANA er: A-vitamin 400 ae Bi-vitamin (Thiamin) 0,18 mg B2-vitamln (Riboflavln) 0,02 — B-vItamlniB Niacin 0,7 — C-vItamln 90 — Jórn 0,2 — Natrlum 2 — Kallum 373 — Calclum 18 — Fosfór 32 — Eggjahv.efni (protein) 1,4 g Kolvetni 22 — Orka 90 he Fékkst þú þér JRDPICANA í morgun?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.