Þjóðviljinn - 09.11.1975, Síða 16

Þjóðviljinn - 09.11.1975, Síða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNSunnudagur 9. nóvember 1975. SMÁSAGA Kórall, dvergur og tröllabarn Eftir Elísabetu Þorgeirsdóttur Aldrei hefur nokkur maður séð risaeðlu. Sagt er að þær séu tlu mannhæða háar og dragi á eftir sér feiknarlegan hala sem þær geta beygt upp og niður. Stýrt sér með. Samt finnst mér ég hafi ein- hverntíma setið á baki einnar slikrar. Hún fór viða vegu og öskraði oft ógurlega. Alltieinu sá ég kolsvartan snarbrattan klett og steig af baki. Ég hef ekki séð farskjóta minn eftir það. í tvo daga sat ég framan við klettinn i köldum polli sem mynd- ast hafði I klettasprungu. Sennilega rigningarvatn. Stórir fuglar, feikna vængmiklir svifu 'jrirofan mig. Þeir görguðu og þeyttu sér af snilli úr mikilli hæð niður að sjávarborðinu og upp aftur. Ég undi mér vel að horfa á aðfarir þeirra og fannst það hrein mistök að hafa ekki vængi og aðra eiginleika fuglanna. Eftir vöku undanfarinna dægra voru augu min orðin stór og út- stæð. Hárstryið stóð út i loftið, föt min voru rifin og likaminn óhreinn. Tilsýndar liktist ég tröllabarni sem skilið hefur verið eftir um vornótt i mannheimum. Heimskt eins og nýborinn kálfur. Neðan til við hamravegginn hamaðist sjórinn. öldurnar kepptust við að skvettast hæð sina og þeirrar næstu á undan. Tilgangslaus eltingaleikur þeirra minnti á ofsabræði manns sem einhverra hluta vegna hefur um- hverfst I hugsun og stefnir að þvi einu að ausa sem litrikustum orð- um á hausasamskeyti ákveðinnar persónu. Augun skjóta gneistum og það er eins og rauður logi leiki um hann. Það er misjafnt hvernig rifrildi enda. Maðurinn hefur sjaldnast orku tilað þeyta útúr sér illyrðum og rauðum logum mjög lengi. Ekki mjög. Hann tekur sér mál- hvild við og við. Stappar fæti. Lemur I borð. Stundum er málið útkljáð þegar orðasennunni lýk- ur. Daginn eftir brýst reiðin máske aftur út. Á annan hátt. 1 nýrri runu orða. Sumir eiga i illdeilum heila mannsævi og þreytast aldrei. Fá aldrei svalað þörf sinni til að gnista tönnum stappa fæti og lemja I borð. Yfir öðrum rikir ævilöng ró og sátt við himinn og tungl. Aðrir menn vekja þá ekki til heiftar. Þeir horfa eiliflega dreymnum augum framhjá klettadrang, uppyfir æð- andi haf. Kannske er hafið vansælt að fá aldrei þörf sinni svalað. Þörfinni til að brjóta eitthvað mélinu smærra. Æða villt inn I lognmollu dreyminna augna. Álög virðast á þaö lögð að stillast aldrei. Dag og nótt heldur það áfram að brjóta á skerjum, sogast að og frá enda- lausri sandströnd, sem haggast ekkidag frá degi. Elja þess kem- ur fram eftir árþúsundir. Það tekur hafiö óratima að sverfa smátt og smátt traustbyggðan hamravegg, sem vegna heilla- stjörnu sinnar hlaut þaö hlut- skipti að standa um eilífð, að hálfu i beljandi hafinu og er um leið áningarstaöur sjófugla, hvitra og svartra. Stundum vakti hafið mér hlát- ur. Endalausar öldur þess minntu á þrjóskan krakka sem vill ómögulega trúa þvi að ekki er hægt að fullyrða um hin margvis- legu fyrirbrigði sem vekja furðu þess. Það setur kiprur i munnvik- in og spyr æ ofan i æ spurninga um hvað sé hinum megin við sól- ina, hvar himininn endi, hve margir steinar séu til, hvaðan sjórinn komi og þar fram eftir götunum. Endalaus högg sjávar- ins llktust þessari þrjósku barns- ins skemmtilega mikiö. Það var ekki laust við að ég fyndi til sam- úðar og skyldleika með þessum nágranna minum dagana tvo. Það furðulega við setu mina i rigningarpollinum framan við klettinn var, að ég fann aldrei til óeiröar, kulda, svengdar né ann- ars sem hrjáir mennskan mann. Ferðalag mitt á risaeðlunni hafði gert mig óháða vanköntum mannlegs likama. Um stund breyttist ég úr mjóvöxnu, . ljóshærðu manna- barni I klumpvaxið tröllabarn. Þar sem ég sat flötum beinum á klettinum greru tilfinningar min- ar inn i bergið. Ég sat I berginu og var bergið. Sjórinn lék trylltan dansfyrir neðan mig. Stormurinn blés og hveinúrhánorðri og þeytti til grófu hárstrýi minu. Ég fann það ekki. Starði bará rauðeygð út úr berginu niður I hyldýpið og rak við og við upp tröllslegan hlátur. Ég hafði nógan tima til að láta mig dreyma upp og niður um veröldina. Hún var orðin min eign, þvi nú var ég hluti af henni. Samrunnin undirstöðu jarðarinn- ar og leit nú málin frá sjónarhóli bergsins. Og þar var ró. Öryggi. Engin óeirð — uppspretta mestu glappaskota mannsins. Fætur minir voru of þungir til þess að ég gæti bifað þeim. Ég fann bara fyrir þeim inn i berginu en óttað- ist jafnframt að ef ég myndi hreyfa þá, brysti bergið. Jarð- skjálfti. Og ég myndi verða haf- inu að bráð. Drukkna. Þvi auðvit- að myndi ég sökkva til botns sam- stundis, eins og þungur steinn. Eins og akkeri. Hugsunin um hrun bergsins hvarf með næstu öldu sem skvett- ist hærra en vanalega og undir- strikaði þannig óhagganleik þess og mátt. Gutlið liktist veiku þefi kettlings. Bardagi sjávarins við mig og klettinn minn var eins vonlaus og árás dverganna á Gúliver i Puttalandi. Ég gat meira að segja hæglega sofnað þó brimið bryti stöðugt fyrir neðan mig. Ja, ef mig langaði til. En hugsunin var fráleit. Til hvers að sofa af sér ævintýrið? Nógur timi til þess seinna. Sofa, sofa, sofa. Og nú tók að dimma. Sumarið var vist búið. Svo stutt sem það hafði staðið. Máninn. Dimmir skuggar læddust niður hliðarnar á móti. Ég var hætt að sjá sjóndeildarhringinn þar sem haf og himinn renna saman i eitt. Hætt að sjá öldurnar skvettast og skýin fara hamförum. Myrkrið lagðist yfir allt eins og þykk slæöa. Það var ekki laust við að kyrrð færöist yfir mig og berg- iö og hafið. Nú var þaö máninn sem rikti yíir okkur. Liklega var koma hans merki um að öllu væri óhætt fyrir bergbúana að fara á kreik. Bergbúana og nágranna þeirra I hólunum á móti, Selina á skerjunum. Svanina sem komu ofan af heiðum, eitt sinn taldir konur 1 álögum. Nóttin dimm dimm. Mesta ævintýrið mitt. Ef ég hefði verið hestur sem getur brosað hefði ég örugglega gert það þessa nótt. Hugsanlegt að ég heflii skellihlegið grófum hrossahlátri með þeim öllum þessa haustnótt. Þar til birti af degi á ný. Selum, svönum og bergbúum að viðbættum herra Mána. En hestur var ég ekki, þvi mið- ur. Þegar birti af degi aðra nótt fór ég að finna til kulda á ný. Eins og hvert annað vesælt manna- barn og fann til syfju. Nú gat ég hreyft fæturna sem aftur voru orðnir mjóir og beinaberir. Óeiröin heltók mig og tennurn- ar glömruðu. Það var ekki um að villast. Bergið var ekki lengur mitt. Það var orðið fjandsamlegt. Ég gekk hægt niður klettinn. Burt. Fjölbýlishús Stofnanir Sveitarfélög Verktakar Þetta er orðsending til þeirra, sem eru að leita aðteppum í hundruðum eða þúsundum fermetra. Komið eða hringið — við bjóðum fjölmargar gerðir, ýmist af lager eða með stuttum fyrirvara. Úrvalsteppi með mikið slitþol frá Sommer, Kosset, Marengo, Manville og Weston. Og greiðsluskilmálarnir — þeir eru við allra hæfi. Við sjáum um máltöku og ásetn- ingu. Teppadeild • Hringbraut 121 • Símí 70-603

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.