Þjóðviljinn - 20.11.1975, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 20.11.1975, Qupperneq 2
? SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ■ Fimmtudagur 20. nóvember 1975. Auglýsing um aðalskoðun léttra bifhjóla í Reykjavík Mánudagur 24. nóv. R- 1 til R- 50. Þriðjudagur 25. nóv. R- 51 til R-100. Miðvikudagur 26. nóv. R-101 til R-150. Fimmtudagur 27. nóv. R-151 til R-200. Föstudagur 28. nóv. R-201 til R-250. Mánudagur 1. des. R-251 til R-300. Þriðjudagur 2. des. R-301 til R-350. Miðvikudagur 3. des. R-351 til R-400. Fimmtudagur 4. des. R-401 til R-450. Föstudagur 5. des. R-451 til R-500. Mánudagur 8. des. R-501 til R-550. Þriöjudagur 9. des. R-551 til R-600. Skoöunin veröur framkvæmd fyrrnefnda daga viö bif- reiðaeftirlitiö að Borgartúni 7 kl. 8,45 til 16,30. Bifreiða- eftirlitið er lokað á iaugardögum. Sýna ber viö skoðun, að lögboðin vátrygging sé i gildi. Tryggingargjald ökumanns fyrir árið 1975 og skoðunar- gjald ber að greiða við skoðun. Skoöun hjóla, sem eru i notkun i borginni, en skrásett eru i öðrum umdæmum, fer fram fyrrnefnda daga. Vanræki einhver að koma hjóli sinu til skoðunar umrædda daga, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- ferðarlögum og hjólið tekið úr umferð, hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustiórinn i Reykiavík, 17. nóvember 1975. Sigurjón Sigurðsson. r~“ # RAFAFL Vinnufélag rafiðnaðar- manna Barmahlíö 4 húse7gendur, ""1 HÚSBYGGJENDUR | • önnumst allar nýlagnir og | viðgerðir á gömlum raflögn- f um. | • Setjum upp dyrasima og lág- | spennukerfi. • Ráðgjafa og teikniþjónusta. | Sérstakur simatimi milli kl. | -J 1-3 daglega, simi 28022. P^MELTAWAY -■ snjóbræðslukerfi úr PEX plaströrum AKATHERN frárennsliskerfi úr PEH plaströrum. Nýlagnir Hitaveitutengingar Viðgerðir Stilling hitakerfa Pípulagnir sf. Auðbrekku 59 — Kópavogi S. 43840 & 40506. 9 Söluskattur í Kópavogi Söluskattur 3. ársfjórðungs 1975 er fallinn i gjalddaga. Lögtak er úrskurðað vegna vangreidds söluskatts og fer það fram eftir 8 daga frá birtingu úrskurðar þessa. Jafnframt verður atvinnurekstur þeirra, sem skulda söluskatt þennan eða eldri stöðvaður án frekari aðvörunar. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Þökkum innilega auðsýnda samúð viö andlát og útför Ingibjargar Sigurþórsdóttur Rauðalæk 18 Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði deild A-3 Borgarspítalanum fyrir góða umönnun i lang- varandi veikindum hennar. Andrés Guðbrandsson Sigrún Andrésdóttir og systkini hinnar látnu. GUNNAR GUNNARSSON SKRIFAR UM FJÖLMIÐLA Áfram Vilmundur! ,,Það er grundvallarskoðun min, að ein meginástæðan fyrir mörgum afar alvarlegum veik- leikum islenskrar kerfisbygg- ingarsem á undanförnum árum hafa orðið berari og augljósari en þau kannski voru áður, sé is- lensk blöð og islensk blaða- mennska,” segir Vilmundur Gylfason kennari i grein i blaði fyrir viku. Og hann segir lika: ,,...En blessunarlega hefur þetta að undanförnu nokkuð verið að breytast, það er eins og sjálfsvirðing blaðamanna al- mennt og yfirleitt hafi verið að aukast, þótt kannski gangi held- ur hægt. Þessi þróun hefur ekki hvað sist átt sér stað undir góðri forystu afburðablaðamanna eins og séra Emils Björnssonar og Eiðs Guðnasonar. En þegar svona lagaðar breytingar eru að eiga sér stað þá fer ekki hjá þvi, að forneskj- an og hálfviskan holdi klædd risi upp á afturfæturna, kerfi sinu og sukki til varnar. Alfreð Þor- steinsson er aðstoðarritstjóri og dálkahöfundur við dagblaðið Timann...” Og svo er Alfreð auminginn tekinn á beinið eina ferðina enn, kallaður jámaður, flokksgerpi sem aldrei hafi hugsað sjálfstæða hugsuns o.s.frv. Þar getur hvert orð verið satt. En manni verður á að spyrja, hvernig á þvi getur staðið, að flokksbundinn Alþýðuflokks- maður, maður sem er svo hátt skrifaður i krataflokknum að honum er falið að finna ný stefnumið flokksins, ákveður að ráðast i blaðagrein á annað flokksgerpi? Vilmundur kemur fram sem baráttumaður heiðarleikans, hann krefur embættismenn og pólitikusa svara um störf sin, veit ekkert ljótara i heiminum en „samtryggingu flokkanna”, þögnina yfir spillingunni. Vilmundur á sér án efa marga samherja i þessu striði, sam- herja i islenskri blaðamanna- stétt, en svolitið finnst manni skritið, að „flokksgerpið” Vilmundur, alþýðuflokks- maðurinn Vilmundur, skuli ekki hika við að ráðast á eitthvert annað flokksgerpi talandi um jámennsku, holdi-kiæddan hálf- vitaskap o.s.frv. Er Alþýðu- flokkurinn ekki einmitt sá flokk- ur sem undanfarið hefur blygð- Vilmundur Gylfason — flokks- gerpi eða hvað? unarlaust gengið bitlingabraut- ina, hefur af mesta kappi stund- að embættaveitingar til flokks- bræðra? Menn hentu að þvi gaman siðasta viðreisnarárið sæla, að nú geta kratarnir farið úr ihaldsstjórninni vegna þess að allir alþýðuflokksmenn væru komnir i góð embætti. Ég er þakklátur Vilmundi fyrir þann ferska kjaft sem hann kemur með i sjónvarpið, ég fylgist af athygli með baráttu hans við flokksgerpin og emb- ættadurgana, og ég krefst þess ekki af honum að hann segi sig úr Alþýðuflokknum, ætli hann að halda gagnrýni sinni áfram, eða fari t.d. að tala um sér- kennilega fjármálapólitik þess flokks, eða útskýri hvernig kratarnir fá fé til að standa undir hallarekstri á undarlegu dagblaði sinu — maður leiðir það hjá sér, hverjum augum Vilmundur litur á þau mál, en á meðan hann sjálfur leiðir þau hjá sér, þá situr hann við hliðina á Alfreð Þorsteinssyni i þeirri stofnun sem heitir „Samtrygg- ing flokkanna” — og er hvorki betri eða verrj blaðamaður eftir sem áður — eða hvað? Eiður Guðnason er góður fréttamaður á islenskan mæli- kvarða. Vilmundur stillir hon- um og séra Emil Björnssyni upp saman og talar um „góða for- ystu afburðablaðamanna”. Skyldi sú ágætiseinkunn stafa af þvi að þeir Eiður, Emil og Vil- mundur eru allir i Alþýðu- flokknum? Getur verið að Vil- mundur sé aðili að „sam- tryggingu flokkanna”? Þrátt fyrir það vonda fyrir- komulag, að öll dagblöðin eru i flokksböndum og rikisfjölmið- illinn lika, þá hafa komið til starfa hér góðir blaðamenn. En þeir mætu menn eru ævinlega i sömu hiægilegu aðstöðunni að verða stöðugt að snúa blinda auganu að þeim flokki sem réöi þá. Þeir eru eins og útvarpsleik- rit — það vantar alveg eina skynviddina til að maður hafi nógu gaman af þvi. Stundum ganga þessir flokksblaðamenn of langt og það er þaggað niður i þeim. Þannig fór fyrir Tómasi Karlssyni hérna um árið þegar hann hamaðist i Timanum. Hann skrifaði hverja forsiðu- greinina á fætur annarri um ógurlega spillingu ihaldsins og kratanna sem hann var skyndi- lega að komast á snoðir um. Þegar Mogginn var orðinn nógu þreyttur á moldviðrinu dró hann fram einhvern mann sem skrif- aði um embættisrekstur Stein- grims Hermannssonar, grænar baunir á bensintanki og fleira i þeim dúr og allur vindur úr Tómasi siðan. Vonandi fer ekki 'þannig fyrir Vilmundi. PÉTUR OG RÚNA sýnd í Færeyjum A laugardagskvöld var frum- sýnt i Þórshöfn i Færeyjum leik- rit Birgis Sigurðssonar, Pétur og Rúna, sem frumflutt var i Iðnó fyrir tveim árum. Birgir Sigurðsson var viðstadd- ur frumsýninguna. 1 stuttu viðtali við Þjóðviljann sagði hann, að fullt hús áhorfenda hefði tekið leiknum hið besta. Hann taldi að mjög vel hefði verið að sýning- unni staðið, ekki sistef það er haft i huga að um áhugamannaflokk var að ræða. Honum þótti sér- staklega mikið til hæfileika þeirr- ar leikkonu koma sem fór með hlutverk Rúnu. Birgir sagði, að viðmælendur i Færeyjum hefðu talið, að það samfélagsvahdamál sem er kveikja leiksins — yfirvinnubrjái- æðið og viðbrögð við þvi, væri brýnt mál einnig hjá þeim — og hefði það reyndar komið sér nokkuð á óvart. Eftir sýningar i Þórshöfn mun leikflokkurinn fara um Færeyjar með Smyrli og sýna leikinn þar sem aðstaða er til. Birgir Sigurðsson Þetta er fjórða islenska leikrit- ið sem sýnt er á færeysku. Fjalla-Eyvindur var sýndur var þegar árið 1934, síðan Galdra-Loftur og Jörundur Jónasar Arnasonar i fyrra. Leik- félag Reykjavikur hefur farið þangað með Hart i bak eftir Jökul Jakobsson, og selfyssingar og hvergerðingar með Skálholt. Iðnaðarmál komin út Annað hefti Iðnaðarmála 1975, timarits iðnþróunarstofnunar er komið út. I ritinu er forystugrein um byggingariðnaðinn, grein um hávaðagirðingar og hljóðgildrur, frásögn af alþjóða vörusýning- unni 1975 og greint er frá nytsöm- um nýjungum. A forsiðu er mynd af Hitaskermi frá Iðntækni h.f. og er það islensk iðnhönnun. Iðnað- armál er vandað fagtimarit, 30 siður að stærð i stóru broti.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.