Þjóðviljinn - 20.11.1975, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN- Fimmtudagur 20. nóvember 1975.
DIOÐVIUINN
MÁLGAGN SÖSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
LÁVARÐASIÐFRÆÐI
Þegar þetta er skrifað hafa þær fréttir
borist að skipstjórar bresku togaranna
hér við land hafi tekið sig saman og sent
bresku rikisstjórninni úrslitakosti um, að
verði herskip breska flotans ekki komin á
vettvang i islenskri landhelgi innan
þriggja sólarhringa, þá muni breski
togaraflotinn á íslandsmiðum allur hætta
veiðum og sigla heim.
Ekkert getur skaðað málstað Breta i
deilunni við okkur íslendinga meira en
það, að þeir geri nú i þriðja sinn herskipa-
innrás i islenska fiskveiðilandhelgi.
Tvennt veldur mestu um það, að breska
rikisstjórnin getur ekki sent herskip á
íslandsmið, án þess að afhjúpa alveg sér-
staka ofbeldishneigð frammi fyrir öllum
heiminum, og stórauka þar með sigurlik-
ur okkar íslendinga.
Annað atriðið er að sjálfsögðu ástand
fiskistofna á íslandsmiðum, en
samkvæmt niðurstöðum islenskra og
breskra fiskfræðinga, þýðir krafa Breta
nú um 110.000 tonna ársafla ekkert annað
en það, að íslendinga eigi að skera niður
sinn eigin afla, sem þvi nemur.
Með öðrum orðum, að íslendingar, sem
hafa milli 80 og 90% af öllum sinum gjald-
eyristekjum af sjávarafla skeri niður
sinar eigin þorskveiðar hér á heima-
miðum um svona 40%!!
Og til að knýja fram þessa glórulausu
kröfu á jafnvel að senda á okkur herskip!!
Það verður vist ekki ofsögum sagt af
breska ljóninu.
Hitt atriðið, sem gerir bresku rikis-
stjórninni nær ókleift að senda á okkur
herskip án mjög alvarlegs alþjóðlegs
álitshnekkis er, að sjálfir hafa Bretar tek-
ið sér rétt, og það án þess að spyrja einn
eða neinn, til fullra umráða yfir sjávar-
botninum, allt að 150 sjómilur frá strönd
Bretlands. Á hafréttarráðstefnunni hafa
Bretar einnig lýst stuðningi við 200 sjó-
milna auðlindasögsögu strandrikis, og þar
með fiskveiðilögsögu, sem meginreglu, og
nær allir þeir, sem við sjávarútveg fást i
Bretlandi eru þeirrar skoðunar, að Bretar
eigi sjálfir hið allra fyrsta að taka sér 200
milna auðlindalögsögu við eigin strendur.
Það er krafa þeirra manna, sem jafn-
framt heimta að fá að ræna hér undir her-
skipavernd, fyrst og fremst innan 50 milna
og allt upp i landsteina.
Nei, svona siðfræði er ekki mönnum
bjóðandi, ekki nema þá breskum lávörð-
um og hægri krötum og þeirra likum.
k.
LANDHELGIN OG LÍFSKJÖRIN
Samstarfsnefnd um vernd landhelg-
innar hefur veriðmynduð. Að henni standa
Alþýðusamband Ísíands, Sjómannasam-
band íslands, Verkamannasamband
íslands, Farmanna- og Fiskimannasam-
band íslands og Félag áhugamanna um
sjávarútvegsmál.
Samstarfsnefndin hefur boðið öllum
stjórnmálaflokkunum þátttöku i störfum
sinum, og hafa flokkar stjórnarandstöð-
unnar svarað þvi boði játandi, en stuðn-
ingsflokkar rikisstjórnarinnar ekki sýnt
málinu áhuga.
í greinargerð, sem samstarfsnefndin
sendi frá sér I gær og birt er i heild i Þjóð-
viljanum i dag, er m.a. upplýst, að rikis-
stjórnin hafi nú þegar boðið V-Þjóðverjum
upp á 45.000 tonna ársafla auk tilboðsins til
Breta um 65.000 tonn, eða þessum tveimur
þjóðum samtals 110.000 tonn. Á það er
bent i greinargerðinni, að verði samið við
Breta og Vestur-Þjóðverja um slikt afla-
magn, sem þegar hefur verið boðið, þá
megi fastlega reikna með, að á eftir fylgi
samningar við Belgiumenn, Norðmenn,
Færeyinga og Austur-Evrópuþjóðir og
virðist þvi rikisstjórnin stefna á, að veiði-
heimildir útlandinga alls nemi
140—150.000 tonnum af botnfiski (þorskur,
ýsa, ufsi og karfi) á ári.
Samstarfsnefndin bendir á, að Hafrann-
sóknastofnunin hafi lagt til, að leyfilegt
hámark heildarafla allra helstu botnfiska
samanlagt verði á næsta ári 390 —400.000
tonn, ella megi búast við hruni fiskistofn-
anna á næstu árum.
Sá skammtur, sem rikisstjórnin virðist
ætla útlendingum er samkvæmt þessu
33—40% heildaraflans. í greinargerð sam-
starfsnefndarinnar segir, að ef samið
verði við útlendinga á þessum grundvelli,
þá verði samkvæmt niðurstöðum fiskí-
fræðinga að minnka okkar eigin afla um
allt að 40% ef ekki á að stefna í hreinan
voða.
Og bent er á þá staðreynd, að slikur
niðurskurður á okkar útflutningstekjum
myndi þýða 15.000—20.000 miljóna króna
tap fyrir okkar þjóðarbú.
Ætli mörgum þætti ekki þröngt fyrir
dyrum, þegar búið væri að skera útflutn-
ingstekjur okkar niður um 20 miljarða á
ári, eða nær hálfa miljón króna á hverja
fimm manna fjölskyldu i landinu á ári.
Samhengið milli landhelginnar og lífs-
kjaranna er væntanlega algerlega ljóst, —
lika fyrir stuðningsmönnum rikisstjórnar-
innar. k.
KLIPPT...
alþýdu
lútgefandi: Blaö hf. Framkvæmda-
jstjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit-
Istjóri: Sighvatur Björgvinsson.
luitstjórnarfulltrúi: Bjarni
ISigtryggsson. Auglýsingar og af-
Igreiösla: Hverfisgötu 10 — simar
114900 og 14906. Prentun: Blaöa-
prent hf. Askriftarverö kr. 800.- á
Imánuöi. Verö I lausasölu kr. 40.-.
Aœtlunar-
búskapur i
sjávarútvegi
Islensk stjórnmálaumræða er
ekki alltaf upp á marga fiska.
Og það á ekki sist við þegar hún
snýst um fiska. Það er að visu
eðíilegt að nú snúist allt um
landhelgismálið, þorskastriðið
við breta og gagnrýni á rikis-
stjórn sem vill semja við útlend-
inga um veiðiheimildir sem
viðurkennt er, jafnvel af Stein-
grfmi Hermannssyni, einum af
helstu forystumönnum Fram-
sóknar, að við höfum engin efni
á. Við erum að verða fátækir af
þorski og frumskilyrðið er að
losna við útlendinga af
miðunum. En það er ekki siður
mikilvægt fyrir framtiðar-
afkomu þjóðarinnarað ræða um
hvernig við ætlum sjálfir að
nýta fiskimiðin. Stjórnmála-
nokkarnirvirðastgefa þvi alltof
litinn gaum, hver eigi að vera
stefna okkar i fiskveiðum og
sjávarötvegi i heild á næstu
árum. Fiskveiðilaganefnd
alþingis á að visu eftir að skila
áliti og má vera að beðið sé eftir
að hún leggi spilin á borðið.
Skýrslur fiskifræðinga og
skýrsla rannsóknarráðs um
þróun sjávarútvegs eru þó i
sjálfu sér fullkomlega nægi-
legur grundvöllur til þess að
hefja viðtæka umræðu um
fiskveiðistefnuna innan stjóm-
málaflokkanna. Sérfræðiálit
þessi sýna svo ekki verður um
villst að verði ekki tekin upp
virk stjórnun á fiskveiðunum
strax á næsta ári, er eini sterki
þorskárgangurinn, sem nú er að
vaxa, i hættu og fyrirsjáanlegt,
að fyrir þorskinum fari eins og
norsk-islenska sildarstofninum.
Enn er þó timi til þess að
bregðast við þessum breyttu
viðhorfum, en hann er naumur.
1 rauninni eru þessar skýrslur
ein samfelld og sterk rök-
semdafærsla fyrir þvi að tekinn
verði upp strangur áætlunar-
búskapur i islenskum sjávarút-
vegi. Og þvi skyldi ekki mega
taka upp slik vinnubrögð i
þessari atvinnugrein. Orku-
áætlanir og áform um stóriðju
eru gerð tiu ár fram i timann og
erlendir auðhringar þurfa ekki
að fara i grafgötur með það
hvað þeim stendur til boða á
tslandi fram til 1985.
Sjávarútvegurinn er hins-
vegar rekinn frá degi til dags og
óhagkvæmur rikis- og sjóða-
styrktur einkarekstur, ásamt
hreppapólitik og þrýstihópa-
þjarki, látinn ráða ferðinni og
setja öll visindaleg fiskveiði-
sjónarmið á koppinn. Virk
stjórn er lausnin, segir sér-
fræðihópur Rannsóknarráðs,
Áætlunarbúskapur á sósial-
iskum grundvelli er lausnin má
segja i fullu samræmi við niður-
stöðu hópsins. Það er afar ólik-
legt að núverandi stjórnar-
flokkar, sem iþyngt er af úreltri
kapitaliskri frjálshyggju, geti
snúist við þeim vanda er við
blasir i sjávarútvegi, þannig að
vel fari.
Það þarf nýja og öfluga
vinstri stjórn er þorir að taka
upp áætlunarbúskap i sjávarút-
vegi og reka stórvirkustu veiði-
tækin á félagslegan hátt, Vinstri
stjórn með forystu Alþýðu-
bandalagsins.
Sighvatur hirtur
i eigin blaði
Sighvatur
ómaklega vegiö
að Guðmundi
óhress skrifar:
Vart get ég annað sagt en að
illilega finnst mér að Sighvatur
Björgvinsson og ýmsir Morgun-
blaðsmenn hafi hlaupið á sig
með þvi að kasta skit að
Guðmundi Kjærnested, fyrr-
verandi formanni Farmanna-
og fiskimannasambands
Islands fyrir ummæli hans á
þinginu.
Guðmundur talaði þarna sem
forseti stéttarsamtaka
sjómanna og þeir gerðu orð
hans að sinum. Þótt svo hefði
ekki verið, þá er ekkert i
islenskum lögum, sem bannar
starfsmönnum gæslunnar að
hafa sinar skoðanir á hlutum
frekar en öðrum opinberum
starfsmönnum, svo framarlega
sem þeir ekki brjóta lög um
sinar starfsskyldur, og það
hefurenginn haldið þvi fram að
það hafi Guðmundur Kjærne-
sted fyrrverandi forseti gert.
Vona ég svo að ritstjóri
Alþýðublaðsins sem telur sig
fulltrúa vestfirskra sjómanna
og annarra Vestfirðinga, sjái
sóma sinn i þvi að birta þessa
athugasemd i blaði sinu.
Stóriðjubetl
Gunnar
Thoroddsen
hefur tekið sér
fri frá þing-
störfum og
varamaður
tekið sæti hans
á Alþingi. Það
er á margra vitorði, að utan-
stefna hans nú standi i sam-
bandi viö stóriðjumál, sem nú er
afturkippur i um stund, saman-
ber áhugaleysið um byggingu
Járnblendiverksmiðjunnar.
Leynimakkið i stóriðju-
málunum er ekki minna en
verið hefur i landhelgissamn-
ingunum við breta og vestur-
þjóðverja. En þó liður ekki á
löngu þar til þjóðin fær nasa-
þef að þvi hver árangurinn
verður af viðtæku stóriðjubetli
núverandi stjórnar.
Þeir urðu
aftur tiu . . .
Prentvillupúkinn er genginn i
Alþýðuflokkinn. Hann er ekki
ónýtur liðsmaður, þvi að i
klippinu i gær tvöfaldaði hann
núverandi þingmannatölu
Alþýðuflokksins og sagði
Alþýðufl.menn á þingi hefðu
verið helmingi fleiri áður,
semsagt 10 nú og 20 áður. Þjóð-
viljinn er að sjálfsögðu mjög
velviljaður Alþýðuflokknum en
rétt er rétt og þvi skal á það
minnt að Alþýðuflokksmenn á
þingi eru nú 5, en voru 10 áður
en Gylfi hófst handa um að
fækka þeim. —ekh